Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ í upphafi settum við okkur mark- mið um hverju uppsetning Intranet ætti að skila: þ.e. að minnka álag á stoðdeild fyrirtækisins, lágmarka leitunartíma (áð upplýsingum), tryggja að ávallt sé unnið með rétt- ar upplýsingar, að bæta upplýsinga- streymi til starfsmanna, og loks að lækka rekstrarkostnað. Þegar þessi markmið voru ljós settust nokkrir starfsmenn niður og veltu fyrir sér hvaða upplýsingar. það væru sem þyrftu helst að tengj- ast inn á Intranet. Hér sem annars staðar þarf að virkja hugmyndaflug starfsmanna til að ná fram sem mestri hagræðingu. Okkar niðurstaða var að inn á Intranet ættum við að setja upplýs- ingar sem í fyrsta lagi starfsmenn leita reglulega uppi, sern þarf reglu- lega að uppfæra, sem starfsfólk stoðdeildar þarf að veita reglulega, sem starfsmenn þurfa að hafa að- gang að en hafa ekki í dag, sem dreift er á blöðum en geta eins verið inni á Intranet, og sem starfs- menn þurfa að hafa aðgang að all- an sólarhringinn. Eftir að hafa farið yfir þessa flokka varð okkur ljóst að víða mætti lagfæra upplýsingamálin innan fyrirtækisins og jafnframt að Intranet væri rétti vettvangurinn til þess. Notkunarmöguleikar VSÓ er að því ég best veit fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka Intra- net í notkun í fullri al- vöru. í dag saman- stendur Intranet af 12 atriðum sem annað hvort hafa verið í notk- un um nokkurt skeið eða eru u.þ.b. að kom- ast í notkun. • Húsreglur: Hjá VSÓ hefur um nokkurt skeið verið gefinn út húsreglubæklingur þar sem teknar eru saman helstu upplýsingar um sumarfrí, tímaskrán- ingu, umgengnisreglur og fleiri svipaða þætti. Þennan bækling hefur þurft að uppfæra reglulega og kostar það vinnufundi, ljósritun og ýmsa aðra umsýslu. Með því að -setja bæklinginn í einu lagi inn á Intra- net er slík umsýsla óþörf, einfalt er að uppfæra einungis lítinn hluta bæklingsins í einu og tryggt er að starfsmenn hafa alltaf aðgang að nýjustu upplýsingunum. Uppfærslur eru því samkvæmt þörfum en fara ekki eftir dagatalinu eins og áður. Af þessum sökum verður gildi upplýsinganna enn meira en áður. • Reynsla og menntun starfs- manna: í þekkingarfyrirtæki er mikilvægt að starfsmenn hafi að- gang að upplýsingum um menntun og reynslu hvers annars. Þessar upplýsingar eru m.a. notaðar þegar ákveðinnar sérfræðiþekkingar er þörf við úrlausn verkefnis. Hjá VSÓ fórum við yfir feril starfsmanna og settum upplýsingar um m.a. mennt- un, sérþekkingu, fyrri störf og fé- lagsmál inn á Intranet. Litlar líkur eru á að gagnagrunnurinn úreldist þar sem starfsmenn hafa sjálfir frumkvæði að því að uppfæra sinn starfsferil þegar reynsla eða mennt- un eykst. í þessu sambandi er rétt að benda . sérstaklega á not nýrra starfs- manna af Intranet. Flestir kannast við að byija á nýjum vinnustað og vera látnir „reka sig á“ til að Iæra. Þá þarf stöðugt að vera að leita upplýsinga hjá reyndari starfs- mönnum um allt milli himins og jarðar. Með uppsetningu Intranet verða þessar upplýsingar aðgengi- legri fyrir nýja starfsmenn sem skilar sér í vinnusparnaði, betri líð- an starfsmanna og betri þjónustu við viðskiptavininn. • Bókasafn VSÓ: Bókasafn VSÓ er umfangsmikið og nær yfir mikinn fjölda bóka og tímarita á sviði verkfræði, rekstrarráðgjafar og upplýsingatækni. Ekki hefur verið til heildarskrá yfir bókasafnið og því oft erfitt að gera sér grein Jón Garðar Guðmundsson fara?, og hvernig ætlum við að fara þangað? Vangaveltur sem þessar hafa orðið til þess að mörg fyrirtæki eru farin að velta fyrir sér möguleikum á að nota Alnetstæknina innan fyr- irtækis. Þetta endurspeglar þá upp- götvun að fyrirtæki ná ekki að full- nýta möguleika tækninnar nema að taka hana einnig í notkun innan fyritækisins. Intranet er svarið. Almennt um Intranet Intranet er nýtt hugtak sem fýrst var notað fyrri hluta árs 1995 en fór ekki að ná almennri athygli fyrr en undir lok ársins. í raun er um byltingu í upplýsingatækni að ræða og hafa sumir gengið svo langt að jafna Intranet við uppfinn- ingu einkatölvunnar. Fyrirtæki í Bandaríkjunum sem framleiða hug- búnað á sviði Alnetstækni telja að 70% af tekjum sínum á þessu ári verði vegna sölu á hugbúnaði tengd- um Intranet, en einungis 30% verði vegna Alrietsins. Af þessum sökum má segja að árið 1996 sé ár Intra- net. Einfaldast er að lýsa Intranet sem innanhúss Alneti. í stað þess að tengja saman fyrirtæki um víða iveröld tengir Intranet saman vinnu- stöðvar innan fýrirtækis og veitir þeim þannig aðgang að öllum nauð- synlegum upplýsingum. Intranet líkt og Alnetið er mjög hentugt til að vinna með grafík, hljóð og myndbönd en þessir miðlar munu vaxa mjög í notkun innan fyrirtækja í framtíð- inni. Með margmiðlun verður hægt að bjóða starfsmönnum upp á ýmislegt kennslu- og þjálfunarefni í gegnum Intranet. Þá verða aðr- ar upplýsingar gerðar meira aðlaðandi með því að bæta við hljóði og kvikmyndum. Ábyrgðinni á að uppfæra upplýsingar á Intranet er dreift milli starfsmanna og verður því um tíðari uppfærsl- ur að ræða en ef einn starfsmaður er ábyrg- ur . Með þessu móti er tryggt að starfsmenn hafa ávallt aðgang að réttustu upp- lýsingunum. Notkun Intranet hjá VSÓ Hugmyndin að uppsetningu Intranet hjá VSÓ kom upp í byijun þessa árs. Þegar farið var að skoða málið komu tveir ljósir punktar strax í ljós. Annars vegar að kostn- aður yrði vel undir hálfri milljón króna og hins vegar að einfalt væri að byggja upplýsingakerfið smám saman upp. I raun og veru er ein- faldast að velja eitt gagnasafn eins og t.d. starfsmannahandbók, setja það inn á Intranet og fylgjast með framvindunni. Ákvörðun um fram- hald er síðan tekin út frá því hvern- ig til tekst. Af þessum sökum var áhættan við aðgerðina talin lítil og þar sem kostimir virtust umtalsverðlr urðu menn fljótt sammála um að heíjast handa. IÐNLÁIMASJÓÐUR ÁRMÚLA 13 a *155 R E Y K J A V I K • S ( M I 588 6400 A.GUÐMUNDSSON ehf. húsgagnaverksmiöja Skemmuvegi 4 Kópavogi Símí 557 3100 AUNDANFÖRNUM árum hefur upplýsingabylting- in verið mál málanna hjá stjómendum fyrirtækja og það með réttu. Alnetið er nefnt í öðru hveiju orði og enginn er maður með mönnum nema vera á vefnum og helst nota alla nýjustu tæknina. Sum fyrirtæki virðast aft- ur á móti taka þátt í Alnetsvæðing- unni með hálfum hug, svona rétt til að vera með. Upp á síðkastið hafa stjómendur hins vegar í aukn- um mæli velt fyrir sér hvort fyrir- tækið sé í raun og vem að hagnast á Alnetstækninni. Oft verður fátt um svör og þó bent sé á að fyrirtæk- ið fái margar „heimsóknir" á heima- síðu sína er ekki þar með sagt að peningarnir streymi hraðar í kass- ann. Enginn vafi liggur á því að hér er um ódýra kynningarleið að ræða en ef markmiðið er að fullnýta eig- inleika nettækninnar þarf mun meira að koma til. En kapp er best með forsjá og ljóst að blind ást á öllu sem viðkem- ur Alnetinu er ekki vænleg til árangurs. Ekki borgar sig að eltast sífellt við nýjustu tæknina, heldur þarf notkun Alnetsins að taka mið af markmiðum og stefnu hvers fyr- irtækis. í stað þess að ana óhugsað áfram þarf að skipuleggja fram í tímann. Svara þarf spurningunum; hvar erum við stödd í nýtingu Al- netstækninnar?, hvert viljum við Innra- net VSÓ Upplýsingatækni Innranet eða Intranet á ensku er nýtt hug- tak sem kom fram fyrir alvöru í lok síðasta árs. Einfaldast er að lýsa Innranetinu sem — innanhúss alneti (Intemet). I stað þess að tengja saman fyrirtæki um víða veröld teng- ir Innranetið saman vinnustöðvar innan fyr- irtækis og veitir þeim þannig aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum. Jón Garðar Guðmundsson lýsir því hvemig þetta nýja fyrirbæri er notað innan VSO. v'SA<’ 'QJ *•') S9Ó- SKRIFSTOFUHÚSGÖGN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.