Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 127. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samstarfi borgaraflokkanna í Tyrklandi lokið Upplausnarástand í stjórnmálum landsíns Ankara. Reuter. MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands og leiðtogi Föðurlands- flokksins, sagði af sér í gær og lauk þar með formlega þriggja mánaða gömlu samstarfi borgara- flokkanna í stjórn. Hefur það ein- kennst af miklum illdeilum milli hans og Tansu Cillers, leiðtoga Sannleiksstígsins, og uppgangi helsta stjórnarandstöðuflokksins, flokks íslamskra bókstafstrúar- manna. Yilmaz sagði á fréttamanna- fundi í gær, að Suleyman Demir- el, forseti Tyrklands, hefði fallist á afsögnina en hann myndi gegna forsætisráðherraembættinu til bráðabirgða eða þar til ný stjórn yrði mynduð. Búist er við, að stjómarmyndun verði erfið og eins líklegt, að boðað verði til nýrra kosninga. Demirel ætlar að hitta leiðtoga stjórnmálaflokkanna í dag en erfiðleikar fráfarandi stjórnar hafa orðið mikið vatn á myllu Velferð- arflokksins, flokks bókstafstrúar- manna. Var hann sigurvegari þingkosninganna í desember og jók enn fylgi sitt í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Herinn andvígur bókstafstrúarmönnum Necmettin Erbakan, leiðtogi Velferðarflokksins, skoraði í gær á Demirel að veita sér umboð til stjómarmyndunar en tyrkneskir fréttaskýrendur telja ólíklegt, að bókstafstrúarmenn muni taka við stjórnveiinum í Tyrklandi á næst- unni. Talsmenn atvinnulífsins segjast hræðast þá tilhugsun og talið er, að herinn muni aldrei sætta sig við stjórn bókstafstrúar- manna. Yilmaz sagði af sér þegar ljóst var, að þingið myndi samþykkja vantraust á stjórnina en flokkur Cillers hafði ákveðið að styðja hana. Á þingi hefur einnig verið samþykkt, að fram fari þijár rann- sóknir á hugsanlegu fjármálamis- ferli Cillers í forsætisráðherratíð hennar og var það gert með stuðn- ingi Yilmaz og hans flokks. Efnahagsmálin sitja á hakanum Ólgan í tyrkneskum stjórnmál- um veldur því, að stjórnin hefur ekki getað tekið á brýnum úr- lausnarefnum, til dæmis efna- hagsmálunum, og erlendir fjár- festar halda að sér höndum og bíða þess, að línurnar skýrist. Reuter Þrettán farast í Þýskalandi ÞRETTÁN manns fórust í gær þegar þýsk herþyrla hrapaði skammt sunnan við borgina Dortmund. Þyrlan var í útsýnisflugi með fólk af útihátíð, og voru sex þeirra sem fórust unglingar sem unnið höfðu flugferðina í happdrætti. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins þýska sagði að orsakir slyssins væru ókunnar. Jafnaðarmenn ljá Klaus stuðning Prag. Rcutcr. Vill banna viðskipti við Serba Sarajevo. Reuter. ANTONIO Cassese, forseti stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, kvaðst í gær ætla að beita sér fyrir því að gripið yrði til efna- hagslegra refsiaðgerða að nýju gegn Bosníu-Serbum vegna tregðu þeirra til að framselja meinta stríðsglæpa- menn. Cassese kvaðst ætla að leggja þetta til á fundi í Flórens á föstudag í næstu viku um framkvæmd samn- inganna um frið í Bosníu sem undir- ritaðir voru í Dayton í Bandaríkjun- um fyrir hálfu ári. Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að Bandarísk stjórnvöld vildu ekki ljá kröfu Casseses stuðn- ing. Sagði Burns að Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, þætti ráðlegt að gefa Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, „tíma til að leysa þetta vandamál." Milosevic hefur ekki staðið við loforð um að tryggja að Radovan Karadzic, „forseti" Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfírmaður serbneska hersins í Bosníu, yrðu framseldir eins og kveðið er á um í Dayton- samningunum. Fimm rannsóknarmenn á vegum stríðsglæpadómstólsins í Haag hafa fundið fjöldagröf með hjálp banda- rískra gervihnattamynda í austur- hluta Bosníu. Talið er að serbneskir hermenn hafi grafið þar allt að 2.700 múslima eftir að hafa tekið þá af lífi þegar þeir náðu borginni Srebrenica á sitt vald árið 1995. í gær fundu króatískir rannsókn- armenn fjöldagröf í norðurhluta Kró- atíu, og að sögn króatíska sjónvarps- ins voru í gröfinni lík 27 Króata sem Serbar myrtu síðla árs 1991. ■ Fjöldagröf finnst/22 VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, tilkynnti í gær að hann hefði falið Vaclav Klaus, forsætis- ráðherra, að hefja viðræður um myndun minnihlutastjórnar flokk- anna þriggja sem misstu þing- meirihluta sinn í kosningunum um síðustu helgi. Sagði Havel enn- fremur að Jafnaðarmenn hefðu sæst á að veita slíkri minnihluta- stjórn brautargengi að uppfylltum vissum skilyrðum. Stærstu flokkarnir hefðu sæst á að halda áfram endurbótum og fylgja sömu stefnu og verið hefur í utanríkismálum, en ekki viljað stofna til samstarfs Lýðræðislega borgaraflokksins (ODS), sem lýtur formennsku Klaus, og Jafnaðar- manna. Síðdegis í gær boðaði Havel Klaus á sinn fund ásamt Milos Zeman, formanni Jafnaðarmanna- flokksins og leiðtogum samstarfs- flokka ODS, Lýðræðislega borg- arabandalagsins og Bandalags kristilegra demókrata og Þjóðar- flokksins. Að fundinum loknum greindi forsetinn fréttamönnum frá ákvörðun sinni. Undanfarna daga hafa leiðtogar flokkanna fundað sín í milli og með Havel hver í sínu lagi og kannað möguleika á að sam- steypustjórn Klaus sæti áfram, en þá sem minnihlutastjórn. 'Jafnað- armenn munu fá í sinn hlut lykil- stöður á þingi, gegn því að veija stjórnina falli. Havel sagði að hann myndi ekki skipa forsætisráðherra formlega fyrr en þing kemur saman á ný. Heitasti dagurinn í Lxindon HITI fór í 28 gráður í London í gær og hefur ekki mælst hærri þar í borg það sem af er árinu. Þessar stelpur, sem eru frá Ir- landi, brugðust við hitanum með því að svala sér á blávatni og fara í fótabað í gosbrunni á Trafalgar-torgi. Heimsmeistara- einvígið í skák Karpov með betri stöðu Moskvu. Reuter. FYRSTA skákin af tuttugu í einvígi stórmeistaranna Anatólís Karpovs og Gata Kamskys um heimsmeistara- titilinn fór í bið í gær eftir 57 leiki. Hefur fréttastofan Itar-Tass eftir sérfræðingum að Karpov hafi betri stöðu. Hættuleg peð Hvor skákmaður hefur hrók, biskup, riddara og þijú peð, og segja skákskýrendur að slík ógn stafi af peðum Karpovs að hann eigi umtals- verða möguleika á sigri. Einvígið fer fram í Elista, liöfðborg rússneska sjálf- stjórnarlýðveldisins Kalmúk-- íu, sem liggur á milli Svarta- liafs og Kaspíahafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.