Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 Perlur úr pe móóurskel. 18 k gullh Hægt er aó lengja eóa st festina eftir þörf Verð kr. 21.000. úr m/18 k gillingu Skífan úr skelplötu úra- og skartgripaverslun ÁlfaOakKa 16 - MÍQdd - 8ími 587-07 úrsmiður isaflrðl - ADalstrætl 22 - síml 456-t Reuter MALCOLM Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, (t.v.) og Jacq- ues Chirac, forseti Frakklands, á fundi sínutn í Elysee-höll í gær. Vonast eftir sátt í kúariðudeilu ,★★★*. EVRÓPA** París. Reuter. MALCOLM Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði í gær eftir viðræður við Jacques Chirac, for- seta Frakklands, að hugsanlega yrði búið að leysa deilu Breta og annarra Evrópusambandsþjóða vegna kúariðunnar fyrir leiðtoga- fund ríkjanna í Flórens 21. og 22. þessa mánaðar. Rifkind sagði, að breska stjórnin vildi að þetta mál leystist sem fyrst en framkvæmdastjóm ESB ákvað á miðvikudag að milda bann við útflutningi breskra nautgripaaf- urða og leyfa sölu á nautasæði og hleypi og fitu, sem unnin eru úr nautum. Aflétt í áföngum Rifkind kvaðst vona, að sæst yrði á, að banninu yrði aflétt í áföngum eða í hvert sinn og fram- kvæmdastjórnin staðfesti, að Bret- ar hefðu staðið við einstök atriði áætlunarinnar um upprætingu kúa- riðunnar. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómar ESB, fagnaði þessum orðum Rifkinds í gær en lagði áherslu á, að Bretar ættu ýmislegt ógert áður en banninu yrði aflétt að fullu. Vegna kúariðudeilunnar hafa Bretar komið í veg fyrir 20 ESB- samþykktir og -samninga, sem krefjast einróma afstöðu allra að- ildarríkjanna. í fyrradag ákváðu þeir þó að standa ekki í vegi fyrir undirritun samnings um aukaaðild Slóveníu að ESB. Þjóðverjar andvígir Þjóðveijar hafa verið harðastir í andstöðunni við að aflétta bann- inu við útflutningi breskra naut- gripaafurða og greiddu atkvæði gegn því i framkvæmdastjórn ESB á mánudag. Klaus Kinkel, utanrík- isráðherra Þýskalands, sagði í fyrradag, að útilokað væri, að Þjóðveijar fylgdu fordæmi annarra ESB-ríkja og slökuðu á banninu og Helmut Kohl kanslari sagði, að almannaheill vægi þyngra en efnahagslegar afleiðingar banns- ins. Vilja ekki fækka fiskiskipum London. Reuter. BRESKA stjórnin hefur ákveðið að beijast gegn kröfu Evrópusam- bandsins, ESB, um mikla fækkun fiskiskipa þar til það hefur tekið á hentifánamálinu, það er að segja erlendum skipum, sem skráð eru í Bretlandi og veiða úr breska kvót- anum. Tony Baldry, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, sagði á þingi í fyrradag, að tillaga ESB um að skera niður flotann um 40% til að vernda illa stadda fiskstofna væri algerlega óaðgengileg. Sagði hann, að engum ætti að koma á óvart þótt Bretar höfnuðu þessu meðan ESB léti ógert að taka á hentifána- málinu og kvótahoppinu svokallaða. Sagði hann, að það ófremdarástand mætti ekki viðgangast lengur. FRÉTTIR Kínverjar breyta um stefnu í kjarnorkuvopnamálum Segjast hlynntir tilraunabanni Genf. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld sögðu í gær, að þau ætluðu að hætta að leggja áherslu á rétt sinn til „frið- samlegra tilrauna með kjarnorku- vopn“. Talið er, að þessi yfirlýsing þeirra muni greiða fyrir undirritun víðtæks samnings um bann við kjarnorkuvopnatilraunum fyrir mánaðarlok. Sha Zukang, fulltrúi Kínvetja í afvopnunarmálum, sagði, að til- raunabannið ætti að vera tíma- bundið og ætti að endurskoða það þegar boðað yrði til nýrrar ráð- stefnu um samninginn. Talið er, að það verði eftir 10 ár. Sagði Sha, að yrði fallist á þessa tiliögu væri kínverska stjórnin tilbúin til að banna allar tilraunir með kjarn- orkuvopn. Enn deilt um eftirlit Vestrænir fulltrúar á afvopn- unarráðstefnunni í Genf sögðu, að vegna þessarar yfirlýsingar Kín- veija ætti að takast að ganga frá víðtækum samningi um bann við kjarnorkuvopnatilraunum fyrir 28. júní. Bandaríkjamenn og Kínveijar deila hins vegar enn um heimild til eftirlits á staðnum vakni grunur um, að kjarnorkuhleðsla hafi verið sprengd í einhveiju aðildarríki samningsins. Stephen Ledogar, formaður bandarísku sendinefndarinnar á afvopnunarráðstefnunni, sagði í gær, að tillaga Kínvetja fæli í sér, að vestrænu kjarnorkuveldin þijú og Rússland yrðu að gefa nokkuð eftir en kvað hana þó ekki með öllu fráleita. Skriðuföll í Kína 79 fórust og 148 saknað Peking. Reut- BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær að 148 námamönnum sem saknað var eftir að hundruð tonna af aur og grjóti féllu á gullnámur í suðvest- urhluta Kína. 79 lík höfðu fundist í gær. Rúmlega 1.200 björgunarmenn, sem aðeins voru búnir skóflum og stöngum, leituðu að námamönnunum eftir skriðuföll í Laojinshan, eða Gamla gullfjalli, í Yunnan-héraði, nálægt landamærunum að Víetnam, 31. maí og 3. júní. Sex manns hafa fundist á lífi í námunum frá því á þriðjudag. Flestir þeirra sem saknað var voru í 39 námagöngum og talið var hugsanlegt að fleiri fyndust á lífi. Alls hafa 77 námamenn verið flutt- ir á sjúkrahús og að minnsta kosti 16 þeirra voru í lífshættu. Tveimur vikum áður höfðu 80 manns farist í tveimur námaslysum í Kína. Sprengingar og náttúruham farir hafa að jafnaði kostað 10.000 námamenn lífið á ári í Kína. Reuter JOHN Gerns, réttarlæknisfræðingur í rannsóknarnefnd á vegum striðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, kannar lík sem fannst í fjöldagröf í austurhluta Bosniu. Rannsókn meintra fjöldamorða Serba í Bosníu Fjöldagröf finnst nálægt Srebrenica Nova Kasaba. Reuter. RANNSOKNARNEFND á vegum stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur fundið fjölda- gröf með hjálp bandarískra gervi- hnattamynda á grösugu engi í aust- urhluta Bosníu. Talið er að serbnesk- ir hermenn hafi grafið þar ailt að 2.700 múslima eftir að hafa tekið þá af lífi. Frásagnir múslima, sem lifðu af „þjóðemishreinsanir" Serba, benda til þess að a.m.k. 3.000 manns, aðal- lega óvopnaðir karlmenn, hafi verið teknir af lífí eftir að Serbar hertóku Srebrenica, sem var þá eitt af „griða- svæðum“ Sameinuðu þjóðanna, í júlí 1995. Alls er um 5.000 múslima saknað eftir árásina og talið er að flest fórnarlambanna hafi verið graf- in í íjöldagröfum. Serbar neita því að hafa tekið múslima af lífi eftir árásina. Þeir hafa sagt að í gröfum, sem kynnu að finnast, séu aðeins lík hermanna sem féllu í árásinni. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna, afhenti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gervihnatta- myndirnar af svæðinu og á þeim sáust merki um grafir á nokkrum stöðum í dal nálægt Srebrenica. Al- bright sagði að þar kynnu að finnast allt að 2.700 lík. Myndirnar leiddu fimm manna rannsóknarnefnd stríðsglæpadóm- stólsins að engi nálægt þjóðvegi á yfirráðasvæði Bosníu-Serba á mið- vikudag. Nefndarmennirnir fimm grófu skurð, sem var eins metra djúpur, tveggja og hálfs metra breið- ur og fjögurra metra langur. Þar fundust þegar sex lík og fréttamenn fundu nálykt í 50 metra fjarlægð áður en þeim var leyft að fara að skurðinum. Tvö líkanna voru með hendur bundnar aftur fyrir bak, annað með vír og hitt með skóreim- um. Engin þeirra voru í herbúning- um. Nefndarmenn sögðust vissir um að fleiri lík fyndust í gröfinni og ætla að grafa á fleiri stöðum á eng- inu. John Gerns, réttarlæknisfræðing- ur í nefndinni, sagði að rannsaka þyrfti líkin frekar til að greina dán- arorsökina. Engin notuð skotfæri fundust á staðnum en tóm skothylki sáust meðfram veginum skammt frá. Friðargæsluliðar voru á verði við gröfina. Serbneskir lögreglumenn óku hægt framhjá staðnum með reglulegu millibili og nokkrir bílstjór- ar létu óánægju sína í ljós með því að þeyta bílflauturnar en enginn reyndi að hindra rannsóknina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.