Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 27
mrnrnm<mmr' MORGUNBLAÐIÐ__________________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 27 LISTIR Mannlegt fjör og vit CHRISTINE og Irene Hohenbiichler: Draumur. MYNPLIST Nýlistasafnið BLÖNDUÐ TÆKNI Dan Wolgers/Carsten Höller/Irene & Christine Hohenbiichler. Nýlistasafnið: Opið alla daga kl. 14-18 til 16. júní. Sýningarskrá 1.000 kr. Aðgangur ókeypis. FRAMLAG Nýlistasafnsins til Listahátíðar er að þessu sinni und- ir stjórn Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns, sem hefur kosið að fara nokkuð nýstárlega leið í sýningarhaldinu. Hann hefur kall- að til fjóra forvitnilega listamenn, sem hafa markað sér sérstæð svið með framlagi sínu í listinni; úr þessu verða þijár sjálfstæðar sýn- ingar í öllum sölum safnsins, þar af einum sem breytt er í suðræna blómaparadís í ákveðnum tilgangi. í stað þess að láta prenta hefð- bundna sýningarskrá hefur Sig- urður kosið að hafa hana sam- setta: Samtöl hans við listafólkið hafa verið að birtast (og munu birtast á næstunni) í dagblöðum og óskyldum tímaritum eins og Fijálsri verslun og Náttúrufræð- ingnum - og allt verður þetta sett í plastmöppu og myndar eina heildstæða skrá. Annað efni sem flýtur með verður því líkt og krydd á það fjör og mannvit, sem birtist í sýningunni sjálfri og þeim við- tölum, sem tengjast henni. Irene & Christine Hohenbiichler Þessar tvíburasystur eru liðlega þrítugar, en hafa þegar komið víða við í listinni. Hver sýning er líkt og samvinnuverkefni; þær vinna eigið framlag hvor fyrir sig, en þegar saman kemur blandast hlut- arnir þannig að úr verður ein heild. Þessi samvinna hefur einnig náð til annarra, því þær hafa oft hald- ið sýningar með þátttöku einstak- linga sem ekki eru listafólk heldur á einhvern hátt utangarðs í samfé- laginu, t.d. þroskaheftir, fatlaðir eða fangar. Systurnar hafa lagt áherslu á þessa félagslegu hlið list- sköpunarinnar, að hleypa öðrum inn í sköpunarferlið, og gefa þann- ig af sjálfum sér. Þessi viðhorf koma sterkt fram í sýningu þeirra í tveimur neðstu sölum safnsins. Þar eru annars vegar uppi ofnir strangar marg- litra efna, sem bera með sér þá mýkt og umhyggju sem þessi af- staða þeirra ber vitni um, en hins vegar hafa þær sett upp stafróf með eigin leturgerðum. A veggj- unum virðist fjöldi stafanna ráðast að nokkru af tíðni þeirra í al- mennri notkun málsins, en á gólf- um liggja tréstafir sem hefur ver- ið raðað í ýmsar setningar, og auðvelt er að breyta. Þannig er gestum boðið til þátttöku í mótun sýningarinnar, sem verður fyrir vikið afar mannvæn og í fullu samræmi við almenna listsköpun þeirra systra. Dan Wolgers Þessi sænski listamaður hefur unnið út frá fremur óvenjulegri nálgun að listinni, og hafa verk hans tengst úrvinnslu hugtaka og athöfnum daglegs lífs fremur en algengari spurningum listarinnar um efni og form. Þetta hefur vak- ið athygli og frami hans verið skjótur, sem sést m.a. af því að hánn hefur verið valinn fulltrúi Svía á ýmsar þekktar alþjóðlegar sýningar, og er nú prófessor við Listaháskólann í Stokk- hólmi. Framlag hans hér er í hæsta máta óvenjulegt. Hann hefur kosið að líta á húsnæðið sem líkama, sem hann leitast við að skreyta með því að setja litla stálhringi og annað málmskraut á víð og dreif með götun, líkt og þegar mennirnir eru að setja slíkt í eyru, nef, augna- brúnir, nafla eða jafnvel viðkvæmari og persónu- legri líkamshluta. Það má segja að sýn- ing Dan í Nýlistasafninu sé eins konar felu-sýning. JVerkin er að finna um alla salina, á duldum stöðum jafnt sem augljós- um, jafnvel á verkum annarra listamanna. Þannig líkamast safnið í gegnum kúlulása, fálm- ara og keðjur sem kynnu annars að skreyta náungann. Gestir geta farið í skemmtilega leit að þessum stöðum safnsins, og minnast um leið þeirrar leik- gleði listamannsins, sem hefur farið í að skapa þessa framsetn- ingu. Carsten Höller Þjóðverinn Carsten Höller hefur ef til vill komið að listinni á furðu- legastan hátt þeirra listamanna, sem Sigurður hefur valið til þátt- töku hér. Hann er menntaður í búvísindum og sérsvið hans hljóma eins sérhæfð og hægt er að hugsa sér; rannsóknir á þróunarvistfræði og boðefnasamskiptum skordýra. Með þennan bakgrunn hefur hann verið virkur listamaður í um áratug, og byggir á honum; verk hans hafa einkum fjallað um sam- skipti, sambýli og skynjun manna, jurta og dýra - og þar með það viðkvæma vistfræðilega umhverfi, sem við byggjum. Framlag hans hér er tvíþætt. Á palli eru tvær ljósmyndir, sem eiga að sýna íslendinga í umhverfi sínu; annars vegar er karlmaður að horfa á haf út úr útsýnistunnu hvalbáts, en hins vegar kona að hrista úr fiðursæng út um glugga. Allar slíkar myndir leiða hugann að persónugervingum þjóða, og hér er vissulega slegið á viðkvæma strengi; hvalveiðimaðurinn er í starfsbanni, útskúfaður úr samfé- lagi þjóðanna, og hin heimavinn- andi húsmóðir á heldur ekki upp á pallborðið. I Súm-salnum hefur Carsten hins vegar skapað suðrænt um- hverfi í blómlegum hita. Þarna á að reyna á samspil manns, jurta og suðrænna fiðrilda, sem þó voru ekki enn komin á staðinn opnunar- helgina; athuganir um fram- kvæmdir þess aðflutnings hafa verið nokkuð seint á ferðinni, ef marka má bréfaskriftir til opin- berra aðila, sem upplýst er um í salnum. Engu að síður ætti þetta viðkvæma jafnvægi hita, blóma og litríkra skordýra innan veggja safnsins að vera skemmtilegt inn- legg í almenna umræðu um það jafnvægi manns og umhverfis hans, sem stöðugt er tekist á um utan safnsins. Þetta framlag Nýlistasafnsins og Sigurðar Guðmundssonar til Listahátíðar er ferskt og skemmti- legt í senn, góður vitnisburður þess að þegar vel tekst til getur ijör og vit farið vel saman í list- sköpun, sem vísar út fyrir sig til hins almenna umhverfis mannsins í eigin samfélagi sem og í náttúr- unni. Eiríkur Þorláksson Stórviðburður sem íslenskir óperuunnendur eiga eftir að lofsyngja: Sbor/sbjörnur JHflbja perftur óperubónHi/Sbarinnar ásamt Heimskórnum og Sinfóníuhljómsveit íslands, í Laugardalshöll, olja Romanko, laugardaginn 8. júní kl. 16:00. (/sópran) Unnið til fjölmargra tónlistarverðlauna og á einstaklega glæsilegan söngferil að baki. Rannvei^ FrrSa Bragadobbir, (me/4AÓ/4Ópran) FHubb ver&a suMkorn Einsöngvari við Vínaróperuna. Keibh ikaia - Purd (tenór) þekkbu Rakarinn m o V peru |rá SeviMa m: jjljú^andi Sungið óslitið í öllum helstu óperuhúsum heims síðan 1988. Fastráðinn viö Vínaróperuna. Dimibri Hvoro>sbov/6k||, (baritón) Einn eftirsóttasti söngvari heims. „Pavarotti baritónanna." Heim/skorinn 350 hundruð manna kór frá 11 þjóðlöndum sem haldið hefur eftirminnilega tónleika víða um lönd. Sinjdniuhjljdm/sveib I/slland/S. KHau/speber Seibell, /itjórnandi Þrautreyndur og eftirsóttur stjórnandi sem nú er . . aðalhljomsveitarstjóri Louisiana L I Filharmoníuhljómsveitarinnar í New Orleans. Miðaverð: 1.500 kr. 2.600 kr. 3.200 kr. 3.900 kr. Miðasala: Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2, Reykjavík, sími 552 8588 / 562 3045, http://www.saga.is/artfest IÍ Trovabore GnímudanAÍeikurinn Carmen La Bohéme Madame Bu Don Caniio La Traviata HoMendin^urinn Aida oJL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.