Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Handrit Jóns Leifs afhent Handritadeild 150 ára Veganesti til framtíðar Á réttri leið ÖNNUR verðlaun í ljóðasam- keppni Listahátíðar í Reykja- vík 1996 komu í hlut Þórðar Helgasonar, skálds og lektors' við Kennaraháskóla íslands fyrir sonnettuna Stjörnur. Segir hann þá niður- stöðu ákaf- lega ánægjulega. „Ég veit ekki hvaða þýðingu þetta hefur til framtíð- arinnar en verðlaun af þessu tagi skipta alltaf talsverðu máli þar sem maður finnur að það sem maður er að gera er á réttri leið. Þetta er með öðrum orðum kærkomin viðurkenn- ing.“ Þórður er enginn nýgræð- ingur á sviði ritlistar — hefur meðal annars sent frá sér fjór- ar ljóðabækur. Að sögn hans fjalla Stjörnur um dauðann. Ljóðið ku vera nokkurra ára gamalt að upplagi en hefur tekið talsverðum breytingum. „Ég færði vinkonu minni sem missti eiginmann sinn um áramótin ljóðið. í tilefni ára- mótanna notaði ég stjörnuljós- in en færði þau upp á himin- inn. Annars vegar notaði ég myndina um hin forgengilegu Stjörnuljós sem brenna upp til agna og hins vegar myndina um hin eilífu stjörnuljós sem brenna stöðugt.“ Ekki náðist í Ragnar Inga Aðalsteinsson sem hreppti þriðju verðlaun í ljóðasam- keppninni þar sem hann er á ferðalagi erlendis. „JÓN LEIFS er mesta tónskáld Islendinga, sem hingað til hefur lifað, og handritin að tónlist hans því gersemar sem jafnað verður við það dýrasta sem við nú eigum í hirlsum okkar,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson í ræðu sem hann flutti í tilefni af því að Þorbjörg Leifs, ekkja Jóns Leifs tónskálds, gaf handritadeild Landsbóka- safns handrit að öllum verkum Jóns, þar með talin uppköst, skiss- ur og ýmislegt annað sem tengist tónsmíðum hans. Handritin af- henti Þorbjörg landsbókaverði, Einari Sigurðssyni, á mið- vikudag en þá átti hand- ritadeild 150 ára afmæli. Hjálmar sagði ennfrem- ur að handritin, sem ekki hafa komið fyrir almenn- ingssjónir áður, væru dýr- mæt gjöf því tónverk Jóns myndu verða íslendingum veganesti til framtíðar og stappa stálinu í fólk á erfið- um stundum og efla með þjóðinni trú á að hún geti staðið á eigin fótum í hinni alþjóðlegu menningarsam- bræðslu. En handritin hafa einnig mikið gildi fyrir frekari rannsóknir á tón- smíðum Jóns Leifs, að sögn Hjálmars. Af handritunum má ráða hvernig tónskáld- ið bar sig að við vinnu sína, í þeim má sjá breytingar, viðbæt- ur, styttingar, útstrikanir, skír- skotanir fram ogtil baka, allskon- ar athugasemdir sem tengja verk- in við persónulegt líf tónskáldsins og síðast en ekki sist má sjá í vinn- uskissunum hvernig frumhug- myndir verða smám saman að fullbúnu tónverki. ' „Fyrir mig hins vegar,“ bætti Hjálmar við, „eins og líklega svo marga aðra, þá liggur gildi hand- ritanna þó fyrst og fremst í því að þau eru hinn áþreifanlegi vitn- isburður um lífsverk þess manns sem samdi handa þjóð sinni mik- ilfenglegri tónverk en aðrir menn, en var líka sá maður sem þjóðin hafnaði öðrum fremur og forsmáði." í gjafabréfi Þorbjarg- ar Leifs að handritunum segir að handritin séu afhent Handrita- deild til ævarandi varðveislu og að gjöfin sé til íslensku þjóðarinn- ar til minningar um eiginmann sinn, Jón Leifs. Á afmælisdagskránni fluttu Einar Sigurðsson, landsbókavörð- ur, og Ögmundur Helgason, for- stöðumaður Handritadeildar, er- indi þar sem þeir röktu sögu deildarinnar og framtíðarhorfur. Sagði Einar að brýnasta verkefni deildarinnar væri að tölvuvæða öll gögn hennar sem myndi kosta um tíu milljónir króna, eru við- ræður um fjármögnun þessa verk- efnis þegar hafnar við mennta- málaráðherra sem hefur sýnt því áhuga. Á dagskránni fluttu Margrét Bóasdóttir söngkona og Helga Ingólfsdóttir semballeikari þrjú lög við kvæði úr Kvæðabók Olafs Jónssonar á Söndum (1560-1627) sem eru með nótum í uppskrift Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði frá árinu 1693. Einnig fluttu þær Vertu, guð faðir, faðir minn, op. 12a nr. 1 eftir Jón Leifs. Flutning- ur Margrétar og Helgu var af- mælisgjöf þeirra til Handrita- deildar en þær hafa átt mikið samstarf við hana á síðustu árum við að hafa upp á og flytja gömul íslensk sönglög. Lokkur Þóru á sýningu Handritadeildar í tilefni af afmælinu var opnuð sýning á handritum í eigu Hand- ritadeildar og eru þar ýmsir kjör- gripir samankomnir. Þar er fyrst að nefna elsta brot sem varðveist hefur úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, Kringlu- blaðið svokallaða frá um 1260 og síðan yngri hand- rit og handritabrot fram til 17. aldar. Þá skal minnst á eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum frá 1661 sem ekki er aðeins einn helsti dýrgripur safnsins heldur og lútersks siðar á Islandi. Af handritum frá 19. öldinni má helst nefna handrit að kvæðinu Ferðalok eftir Jónas Hall- grímsson sem stundum hefur verið kallað fegurst ástarljóð á íslenska tungu. Fyrir skömmu fannst inni í bréfi lokkur úr hári Þóru Gunnarsdóttur, yng- ismeyjar þeirrar sem Jónas greiddi við Galtará sumarið 1822, eins og segir frá í Ferðalokum. Er lokkurinn nú í fyrsta skipti settur á sýningu. Þarna getur einnig að líta nótnasendingu Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar á þjóðsöngnum oghandrit Hall- dórs Laxness að Islandsklukk- unni sem út kom árið 1943. Loks skal nefpt handrit að tónverkinu Heklu eftir Jón Leifs. Sýningin stendur til 15. ágúst. Morgunblaðið/Ásdís ÞORBJÖRG Leifs, ekkja Jóns Leifs tón- skálds, afhendir Einari Sigurðssyni lands- bókaverði gjafabréf að handritum af öllum verkum Jóns, Handritadeild Landsbókasafns til ævarandi varðveislu. Eiríkur Smith og Ami Ibsen fengu viðurkenningar Grímudansleikur EIRÍKUR Smith listmálari og Árna íbsen rithöfundur fengu viðurkenningar Minningarsjóðs um Sverri Magnússon og Ingi- björgu Siguijónsdóttur, frum- kvöðla að stofnun Hafnarborg- ar, menningar- og listastofnun- ar Hafnarfjarðar. Formaður stjórnar Hafnar- borgar, Ellert Borgar Þorvalds- son afhenti viðurkenningarnar, en viðurkenningargripir voru unnir af Jónínu Guðnadóttur myndlistarmanni. Þetta er í annað sinn, sem viðurkenningar eru veittar úr sjóðnu, sem var stofnaður 1. júní 1993. Markmið sjóðsins er að veita táknræna viðurkenn- ingu til þess eða þeirra Hafn- firðinga sem hafa vakið verð- skuldaða athygli á sviði lista og menningar. KYIKMYNPIR Háskölabíö, B í ö h ö 11 i n FUGLABÚRIÐ („THE BIRDCAGE“) ★ ★ ★ Leikstjóri Mike Nichols. Handrits- höfundur Elaine May, byggt á frönsku myndinni La Cnge aux Foll- es. Aðalleikendur Robin Williams, Gene Hackman, Nathan Lane, Dianne Wiest, Dan Futterman.. Bandarísk. United Artists 1996. EIN vinsælasta myndin það sem ef er árinu vestan hafs er þessi farsa- kennda gamanmynd sem upphaflega birtist í Frakklandi fyrir tæpum tveimur áratugum. Aðalpersónumar eru hommar tveir, Armand (Robin Williams) og Albert (Nathan Lane), sem búið hafa saman á þriðja áratug og alið Val (Dan Futterman), son Armands, upp í leiðinni. Ekki er ann- að að sjá en þetta fjölskylduuform hafi hentað pilti vel í flesta staði því nú er hann kominn í giftingarhugleið- ingar. Það er hinsvegar vandræða- legra, að tengdapabbi tilvonandi (Gene Hackman) er öldungadeildar- þingmaður, ámóta siðavandur og stjómarskráin. Karlinn á í erfiðleikum með endurkjörið og telur það snjall- ræði að halda með spúsu sinni (Dianne Wiest) til fundar við vænt- anlega „tengdarforeldra" dótturinnar. Undirstrika íjölskyldugildin í augum kjósenda. Hommamir eru vanir menn í skemmtanabransanum og setja upp mikla leiksýningu til að reyna að vilia um fyrir þingmanninum. Það þarf engum að leiðast yfir þessari ágætlega lukkuðu endurgerð, enda má segja að sé valinn maður í hveiju rúmi. Hætt er þó við að þeir sem bera hana saman við fyrstu Fuglabúrs- myndina verði fyrir nokkrum vonbrigðum. Hið farsa- kennda og stundum allt að tragi- kómíska efni, er eins franskt og hugsast getur - enda þurftu hartnær tuttugu ár að líða uns Hollywood treysti sér í endurgerðina. Hinsvegar létu Fransmenn því miður ekki stað- ar numið fyrr en þeir höfðu gert þijár myndir um þetta einstaka par og var það tveimur of mikið. Nú er að sjá hvað á eftir að bylja á okkur að vestan. Allar þessar myndir taka létt á félags- og fjölskylduvandamálum homma, þetta er fyrst og fremst góðlátlegt spaug og ef einhver vill fyrtast yfir þeim hlýju og mannlegu tökum sem tekin eru á viðfangsefn- inu þá verði honum að góðu. Það hlýtur að mega draga það skoplega fram í þeirra eðli sem annarra, en það spurðist út um það leyti er mynd- in var frumsýnd vestra að nokkur kurr væri meðal samkynhneigðra vegna þeirrar broslegu myndar sem af þeim væri dregin. Nóg um það. Einn af mínum uppáahaldsleik- urum, Robin WiIIiams, stendur sig sig ekki illa en hefur oft verið betri. Hommagervið passar honum ekki sem skyldi, þrátt fyir yfitvaraskegg og útlimamýkt. Það er hinsvegar Nathan Lane sem stelur senunni, enda greinilega hagvanur í „drag- hlutverkum". Hackman er skotheld- ur sem endranær, raunar má sama segja um Dianne Wiest þótt hún fái ekki úr mikiu að moða. Ungmennin eru ósköp sviplaus. Handritið og leik- stjórnin er fagmannleg og afrakstur- inn fislétt, meinlaus skemmtum sem kemur vonandi öllumm í gott skap. Sæbjörn Valdimarsson Ég fœri öllum þeim sem sýndu mér hlýhug og velvild á stórafmceli mínu 31. maí sl. innilegar og hjartanlegar þakkir. Guö blessi ykkur öll. Matthías Geir Pálsson. Ein myndanna á sýningunni Úti og inni á Stokks- eyri NÚ stendur yfir málverkasýning Elfars Guðna í Gimli Stokkseyri og _er þetta 29. einkasýning hans. Á þessari sýningu sem bæði er úti og inni eru myndirnar flest- ar málaðar með olíulitum á striga. Þær eru málaðar við suðurströnd- ina í Þjórsárdal og í Húsafélli. Úti eru myndirnar málaðar með vélalakki á olíusoðið masón- ítt og eru það fantasíur um lífs- baráttuna. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-22 og lýkur á sunnudag. JónAxelí Gallerí Borg JÓN Axel Björnsson opnar sýn- ingu í Galleríi Borg við Ingólfs- torg á laugardag kl. 14. Jón er fæddur í Reykjavík 1956. Hann sýnir nú málverk og vatnslita- myndir sem unnar eru á þessu ári. Við opnunina munu þeir Ómar Einarsson og Tómas R. Einarsson flytja nokkur lög. Sýningin er opin virka dagá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 23. júní. Ólöf sýnir í Eden ÓLÖF Pétursdóttir heldur sína þriðju opinberu myndlistarsýn- ingu í Eden í Hveragerði 3.-17. júní. Verkin sem Ólöf sýnir núna eru frá ýmsum tímabilum á ferli hennar, en þó flest gerð 1995 og 1996. Ólöf hélt sína fyrstu einka- sýningu síðast- liðið haust í Eden. Ólöf hefur alla tíð fengist við margs konar listform. Fyrir níu árum fékk hún áhuga ávatns- litamálun. Ólöf studaði nám við Dunday Valley School of Art í Dundas Ontario í Kanada 1989- 1991. Hún hefur einnig verið í Myndlistarskólanum í Reykjavík 1992-1994 og hefur sótt nám- skeið í Myndlistarskólanum í Hafnarfirði, Kópavogi og í Reykjavík. Málverka- sýning á Café Oscar SIGRÚN Jónsdóttir opnar mál- verkasýningu á Café Oscar í miðbæ Hafnarfjarðar sunnudag- inn 9. júni. Þetta er hennar 15. einkasýning. Sigrún sýnir 24 myndir og stendur sýningin til 31. júní. Sem yður þóknast NÚ eru aðeins tvær sýningar eft- ir í Þjóðleikhúsinu á ævintýra- leiknum Sem yður þóknast eftir William Shakespeare í leikstjórn Guðjóns Pedersen. Síðustu sýningar á Sem yður þóknast eru 7. og 14. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.