Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ JL MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFKASTAMIKIÐ ÞING ALÞINGI er komið í sumarfrí. Eitt hundrað og tuttug- asta löggjafarþinginu var frestað í fyrradag, eftir löng og ströng fundahöld. Þetta var annasamt og afkasta- mikið þing, sem tók á ýmsum mikilvægum og viðkvæmum málum, sem löngu var tímabært að gera. Meðal þeirra voru frumvörp um stéttarfélög og vinnudeilur og um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna. Miklar deilur stóðu um frumvörpin, bæði utan þings og innan. Þau tóku og nokkrum breytingum í meðferð þingsins, með hliðsjón af ábendingum launþegahreyfingarinnar. Lögin, eins og þau voru afgreidd, mæta þó enn sem áður mótmælum stéttarfé- laga. Allt orkar tvímælis þá gjört er, en löggjöf þessi er engu að síður skref inn í nútímann í vinnumarkaðsmálum og skýrir línur í þeim efnum. Þessar breytingar má fyrst og fremst gagnrýna fyrir það, að þær gangi ekki nógu langt og snúist engan veginn um að rétta hlut einstaklings- ins gagnvart aðilum vinnumarkaðar. Þingið fjallaði töluvert um menntamál, sem er einn mikil- vægasti málaflokkur sérhvers framsækins samfélags. Lög um framhaldsskóla og viðbótarlög um grunnskóla, sem auðvelda flutning hans frá ríki til sveitarfélaga, eiga eftir að setja mark sitt á fræðslumál í landinu á komandi árum. Frumvarp um fjármagnstekjuskatt var eitt af vandmeð- farnari málum þingsins. Lögin um þann skatt, sem nú liggja fyrir, eru og umdeild, sem vænta mátti. En með þeim hefur engu að síður verið tekin ákvörðun um að leggja skatt á fjármagnstekjur. Það er árangur út af fyrir sig. Tíminn leiðir síðan í ljós, hvort nauðsynlegt verður að endurskoða þessa löggjöf. Mörg lög önnur, sem samþykkt voru á þessu þingi, hafa vakið verðuga athygli, m.a. lög um formbreytingu Pósts og síma í hlutafélag, sem gengur heldur ekki nógu langt en eru vonandi fyrsta skrefið í átt til algerrar uppstokkunar á fjarskiptamarkaðnum. Þá má nefna lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Alls voru rúmlega 500 mál til meðferðar á Alþingi í vet- ur. Þingið afgreiddi 127 lög og 22 þingsályktanir. Rúmum 120 fyrirspurnum var svarað. Og meira en 20 skýrslur voru lagðar fram. Starfshættir þingsins eru markvissari og skilvirkari en til skamms tíma. Þó stendur sitthvað enn til bóta. Forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson, lagði meðal annars áherzlu á það í þinglokaræðu sinni, að dreifa þyrfti þingmálum betur á þingtímann, til að nýta hann betur. Hann sagði og að hlúa yrði betur að starfi þingnefnda, sem hefðu mikilvægara hlutverki að gegna eftir að þingið varð ein málstofa. Æskilegt væri og að ljúka nefndarstörfum a.m.k. tveimur vikum fyrir áætlaða þingfrestun, til að auðvelda þingstörfin á síðustu vikum starfstímans. Og loks sýndi reynslan að setja þyrfti þingmönnum þrengri mörk um ræðulengd. Hann hvatti til samstöðu þingflokka um breyt- ingu á þingsköpum til að ná fram enn skilvirkari vinnu- brögðum þingheims. Þegar á heildina er litið hefur Alþingi tekið á óvenju mörgum málum á þessum vetri. Við því var ekki búizt í upphafi þings sl. haust en þeim mun ánægjulegra er að sjá niðurstöðuna, þegar hún liggur nú fyrir. ÞJOÐKJORIÐ ÞING FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir; frestaði Alþingi í fyrradag. Það var síðasta embættisverk hennar með Alþingi á sextán ára forsetaferli. Ólafur G. Einarsson, þingforseti, þakkaði henni „ánægjulegt sam- starf og samskipti sem verið hafa milli forseta íslands og Alþingis alla embættistíð forsetans“. Á embættistíma frú Vigdísar Finnbogadóttur hafa 148 þingmenn tekið fast sæti á Alþingi. Aðeins 14 núverandi þingmanna áttu sæti á Alþingi við upphaf embættistíma hennar. Forseti lýðveldisins þakkaði þingheimi hollustu við for- setaembættið. Hún minnti og á eigin orð, sögð er hún fyrst setti Alþingi árið 1980: „Það er ósk mín okkur til handa, þjóðarinnar í heild og ykkar lýðræðiskjörinna þingmanna, sem hafið tekið á ykk- ur þá ábyrgð að harídleika fjöregg þessarar þjóðar um sinn, að þið megið bera gæfu til að standa sem fastast saman, að láta það sem sameinar sitja í fyrirrúmi fremur en ágreiningsefni og setja þjóðarheill nú og um alla framtið ofar stundarhagsmunum og flokkadráttum. Þá þarf ekki að ugga um Island.“ Urslitakeppni Evrópumóts landsliða hefst í Englandi á morgun GRÍÐARLEGUR áhugi er á keppninni og nær uppselt á hvern einasta leik. Ungir knattspyrnuáhuga- menn fylgjast grannt með hverju fótmáli leikmanna liðanna sextán og hér er hópur drengja í smábæn- um Bamber Bridge ásamt tékkneska markverðinum Pavel Srnicek, sem leikur með Newcastle United í Englandi, fyrir vináttuieik Tékka gegn 3. deildarliði Baxi Bamber Bridge í gær. ÞEGAR þúsundir blóðheitra knattspymuáhugamanna flykkjast nú til Englands frá öllum heimshornum til að fylgjast með einum stærsta íþróttaviðburði allra tíma, úrslita- keppni Evrópumóts landsliða, svífa heimamenn um á rósrauðu skýi og dusta rykið af gömlum myndbands- upptökum sem sýna Englendinga leggja Vestur-Þjóðveija að velli í úr- slitaleik heimsmeistarakeppninnar, sem einmitt fór fram á Englandi, fyrir þijátíu árum. Flestir Englendingar eiga sér þann draum að ævintýrið frá keppninni 1966 endurtaki sig nú og enska landsliðið vinni fyrsta stórmótið í knattspyrnu síðan Bobby Moore tók við Jules Rimet-styttunni eftirsóttu úr hendi Elísabetar Englandsdrottn- ingar. „Okkur tókst það ’66, okkur mun takast það ’96,“ var stór fyrir- sögn í Daily Mirror um þessar mund- ir og fyrir neðan birtist mynd af hinu sigursæla landsliði Englands frá 1966 - en andlit leikmanna liðsins í dag voru sett inn í stað þeirra gömlu. Svart-hvítur draumur „Knatt- spyrnan kemur heim“ Þijár milljónir manna í Englandi settust niður fyrir framan sjónvarps- tæki sín á mánudag og horfðu á svart-hvíta sjónvarpsupptöku af hin- um frækna sigri enska landsliðsins á því þýska í úrslitaleiknum ’66 og í síðustu viku fór lag, sem rifjar upp sigurinn, beint í fyrsta sæti breska vinsældalistans. Fjöldi blaðagreina og sjónvarpsþátta hefur verið helgaður hinum glæsta tíma þegar enskir knattspyrnuáhugamenn gengu stoltir um götur Lundúnaborgar og enska landsliðið var álitið það besta í heimi. Fortíðardýrkunin hefur jafnvel gengið svo langt að Kenneth Wolstenholme, sá hinn og sami og lýsti úrslitaleikn- um ’66 í breska sjónvarpinu, hefur skrifað bók í tilefni þijátíu ára afmæl- isins. En sumir Englendingar líta þó raunsærri augum á keppnina sem framundan er og segja að enska landsliðið komist ekkert á fornri frægð, nú verði því að leggja minning- ar um glæsta fortíð til hliðar og ein- beita sér að nútímanum. Enska knatt- spyrnusambandið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að taka þátt í draumór- um þjóðarinnar um að gott gengi 1966 komi enska landsliðinu á verð- launapall nú þijátíu árum síðar. Knattspyrnusambandið hefur kallað þennan mikla atburð „knattspyrnan kemur heim“ til að minna á það hlut- verk sem England hefur leikið í þróun knattspyrnunnar í heiminum og leik- staðir hafa verið skreyttir með borð- um sem sýna gamlar stjörnur Eng- lendinga úr knattspyrnuheiminum, menn á borð við Gary Lineker, Bobby Moore og Stanley Matthews, og þótt slíkt gefi keppninni óneitanlega skemmtilegt yfírbragð telja margir að of lítið sé gert til að kynna fyrir Úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knatt- spymu hefst í Englandi á morgun og er beð- ið með mikilli eftirvæntingu. Sigurgeir Guð- laugsson komst að því að Englendingar em ósparir á að riija upp við þetta tækifæri er þeir urðu heimsmeistarar fyrir 30 ámm, en keppnin nú þykir það sterk að sumir nefna hana heimsmeistarakeppni án Brasilíumanna. Reuter JURGEN Klinsmann, fyrirliði þýska landsliðsins, veifar úr lang- ferðabifreið liðsins eftir komuna til flugvallarins í Manchester í gær. Mario Basler talar í farsíma sinn að baki Klinsmann. Þjóð- veijar eru taidir sigurstranglegastir í keppninni skv. veðbönkum, en fyrsti leikur þeirra verður gegn Tékkum á sunnudag. þjóðinni þá menn, sem eiga að verða hinar nýju stjörnur knattspyrnunnar og tryggja Englendingum fyrsta Evr- ópumeistaratitil sinn. HM án Brasilíu Gestgjafarnir hafa sterku liði á að skipa en leið þeirra í fyrsta sætið er þó langt frá því að vera greið. Flest af öflugustu knattspyrnulandsliðum heims eru mætt til leiks á Englandi og hafa margir sagt að væru Brasilíu- menn með stæðist keppnin fyllilega samanburð við heimsmeistarakeppn- ina, og hafa kallað keppnina nú HM án Brasilíu. í keppninni á Englandi eru sjö af þeim. átta liðum sem lengst komust í Bandaríkjunum á heimsmeistara- mótinu fyrir tveimur árum, aðeins heimsmeistararnir frá Brasilíu kom- ust lengra. Það verður því eflaust hart barist um Evrópumeistaratitilinn þar sem mörg lið koma til greina. Líklegust til afreka verða þó að telj- ast lið Þjóðveija, Hollendinga, Frakka, ítala, Rússa og gestgjafanna sjálfra, Englendinga. Einnig eru Kró- atar taldir með sterkt og skemmtilegt lið, Portúgalir eru til alls líklegir og Danir sýndu það og sönnuðu svo eftir- minnilega í Svíþjóð fyrir fjórum árum að þá má aldrei afskrifa. Ótti við knattspyrnubullur Margir Englendingar óttast mjög ólæti og skemmdarverk af hálfu hinna svokölluðu knattspyrnubulla og er lögregla þar í landi stöðugt á varð- bergi gagnvart þeim mönnum, sem taldir eru „óæskilegir" á knattspyrnu- völlum heimsins. Það er þó næsta víst að ekki þarf að óttast að knatt- spyrnan verði á lágu plani á Eng- landi næstu þijár vikurnar, því allir leikmenn liðanna, hvort sem það eru hinir blóðheitu Tyrkir, sem nú taka þátt í úrslitum Evrópumótsins í fyrsta sinn, eða hinir geysisterku Þjóðveij- ar, sem eiga áralanga sögu á sviði knattspyrnunnar að baki, eru komnir til Englands með sama markmið, að færa þjóð sinni hinn glæsilega Henri Delauney-bikar. Margir leikmenn munu vafalaust verða mikið í sviðsljósinu á Englandi á næstunni, sumir sennilega meira en aðrir, og margir þeirra munu skjót- ast með leifturhraða upp á stjörnu- himininn og skrá nöfn sín í knatt- spyrnuannála við hlið manna á borð við Johann Cruyff, Franz Beckenbau- er og George Best. Manna eins og Eric Cantona, Jean-Pierre Papin, Lothar Mattháus og Roberto Baggio verður þó eflaust sárt saknað en ný nöfn munu kynnt til sögunnar og strax er farið að nefna þá Patrick Kluivert, Davor Suker, Youri Djork- aeff og Rui Costa sem líklega arftaka þeirra manna sem muna mega fífil sinn fegurri. Allt í sjónvarpinu Keppnin á Englandi á vafalítið eft- ir að verða ein sú besta í manna minn- um og talið er að hún muni slá öll met í sjónvarpsáhorfi. Allir leikirnir verða sýndir beint í íslenska Ríkissjónvarp- inu utan fjórir, sem sýndir verða seinna þá daga sem þeir fara fram, en einnig verður hægt að fylgjast með keppninni á Fjölvarpi Stöðvar 2 (á BBC Prime). Til að auka svo enn frekar á spennu keppninnar hefur knattspyrnusam- band Evrópu innleitt nýjar reglur þess eðlis að ef leikjum lýkur með jafntefli, eftir að upp úr riðlunum er komið, verður leikinn bráðabani og það lið sem fyrr skorar stendur uppi sem sigurvegari. Þetta ætti að minnka mjög líkurnar á að úrslit fá- ist í vítaspyrnukeppni, sem af mörg- um er talin ósanngjörn aðferð til að skera úr um hvort liðið er hæfara til . áframhaldandi þátttöku. Vítaspyrnu- keppninni verður þó haldið að því til- skildu að hvorugt lið hafi náð að skora að 30 míiíútum liðnum í framleng- ingu. Þetta nýja fyrirkomulag á að öllum líkindum eftir að hleypa auknu lífi í leikina í keppninni, en knatt- spyrnuáhugamenn verða þó að bíða enn um sinn óþreyjufullir eftir því hvaða lið stendur að lokum uppi með pálmann í höndunum eftir að tvö bestu lið keppninnar leiða saman hesta sína á Wembley-leikvanginum í Lundúnum 30. júní næstkomandi. FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 31 Hefur uppsveiflan í sjávarútvegi slæm áhrif á afkomu í iðnaðinum? Þingsályktunartillaga þing- manna Þjóðvaka um að tekið verði upp veiðileyfa- gjald í sjávarútvegi hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi, sem nú hefur lokið störfum að sinni. Hins vegar urðu fyrir nokkrum vikum töluverðar umræður utan dagskrár um sjónarmið, sem fram komu á ráðstefnu á vegum Samtaka iðnað- arins um stöðu iðnaðarins í nýju góðæri við sjávarsíðuna. Svanfríður Jónasdóttir, einn af þingmönnum Þjóðvaka hóf þessar umræður og sagði að nauðsynlegt væri að koma á veiðileyfagjaldi svo að komið yrði í veg fyrir að hækk- andi raungengi kippti fótunum und- an iðnaðinum líkt og gerst hefði áður hér á landi. Alþingi samþykkti hins vegar skömmu fyrir þinglok lög sem gera ráð fyrir að tekið verði sérstakt gjald af fiskiskipum sem stunda veiðar utan íslenskrar lögsögu. Gjaldinu, sem er 30 aurar á kíló, er ætlað til að- standa straum af kostnaði við eftirlit með veiðunum. Svanfríður sagði í umræðunum á Alþingi að fyrir daga stöðugleika í efnahagsmálum hefði góðæri í sjáv- arútvegi ætíð leitt til hækkandi raungengis, sem hefði kippt fótun- um undan öðrum atvinnugreinum, sem byggja afkomu sína á útflutn- ingi. Þetta hefði leitt til þess að nýsköpun í atvinnulífinu hefði oft farið fyrir lítið. Undanfarin ár hefði sjávarútvegurinn gengið í gegnum erfiðleikaskeið samhliða minnkandi þorskkvóta. Gengisskráning hefði verið miðuð við þessar aðstæður og í skjóli hennar hefði mikill uppgang- ur orðið í iðnaði. Svanfríður sagði að ástand þorsk- stofnsins væri nú að batna og þess mætti vænta að þorskkvótinn yrði aukinn á næstu árum. „Það er vissu- lega fagnaðarefni að afli skuli nú glæðast á íslandsmiðum og við get- um horft fram á betri tíð í sjávarút- veginum. En það er við þessar kringumstæður sem forsvarsmenn iðnaðarins óska eftir skilningi á stöðu greinarinnar og benda stjórn- völdum á leið til sveiflujöfnunar, því verði ekkert að gert hækkar raun- gengi með gamla laginu með aukn- um afla. Það sem áunnist hefur í útflutningsiðnaði, samkeppnisiðnaði og ferðaþjónustu rennur fljótt út í sandinn." Onnur verkefni aðkallandi Fram kom í máli Finns Ingólfs- sonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra að ýmis önnur verkefni í efnahags- lífinu væru meira aðkallandi en álagning veiðileyfagjalds. Það væri afar mikilvægt að auka erlenda fjár- festingu í atvinnulífinu, en undanf- arin ár hefur hún aðeins verið í kringum 0,1% af landsframleiðslu. Hann sagði að samkeppnisstaða atvinnulífsins gagnvart erlendum keppinautum mælt á mælikvarða raungengis hefði ekki verið betri í áratugi. Við þessi skilyrði blómstraði atvinnulífið. Góð skilyrði væru nú fyr- ir hendi til að skjóta traustari stoðum undir íslenskt atvinnulíf. „Forsvarsmenn í iðnaði hafa áhyggjur af mögulegri aukningu þorskkvótans. Það er eðlilegt því að sporin hræða. Hins vegar er það skoðun mín að hófleg aukning þorskkvótans muni ekki valda slík- um straumhvörfum við núverandi aðstæður að ástæða sé til að ætla Innan þings og utan telja margir hættu á að auknar þorskveiðar og góðæri í sjávarút- vegi leiði til hækkunar á raungengi sem aftur leiði til verri afkomu í útflutningsiðn- aði. Þessu eru fráleitt allir sammála og telja firru að tala um góðæri í sjávarútvegi sem sérstakt vandamál. Samkeppnis- staða ekki betri í áratugi að aðrar atvinnugreinar bíði tjón af. Þó að góður gangur sé í efna- hagslífinu um þessar mundir tel ég að hægt sé að færa fyrir því líkur að töluverður slaki sé í þjóðarbú- skapnum almennt." Samtök iðnaðarins hafa bent á þá leið til sveiflujöfnunar að taka gjald af útgerðum skipa sem fá aukningu á þorskkvóta í ár. Finnur sagði að þessi leið væri ekki galla- laus. „Þessi leið eins og hún er lögð til jafnar ekki sveiflur. Gjaldið er lagt á útgerð en gjaldinu er ráðstaf- ' að til almennings. Það er ekki sveifiujöfnun og held- ur ekki jöfnun milli ein- stakra atvinnugreina. Ég er ekki hlynntur því - að tekið verði upp auð- lindagjald á eina atvinnugrein um- fram aðra. Auðlindagjald ætti þá að leggjast á allar atvinnugreinar sem nýta sér sameiginlegar auðlind- ir þjóðarinnar. Auðlindagjald, ef til þess kemur, mun skapa ríkissjóði tekjur og þá er eðlilegt að lækka skatta á atvinnulífíð á móti. Ymsar leiðir eru færar við sveiflujöfnun. Að mörgu þarf að hyggja við þá skoðun. Eg bendi hins vegar á að þessar leiðir eru til skoðunar í nefnd sem nú er að störfum, svokallaðri hagvaxtarnefnd undir forystu for- sætisráðuneytis. Nefndinni er ætlað að finna leiðir til að skapa sem best og stöðugust vaxtarskilyrði fyrir þjóðarbúið til lengri tíma litið.“ Stærsta baráttumálið Sighvatur Björgvinsson, fyrrver- andi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók undir málflutning ______________ Svanfríðar. Hann sagði að grunnurinn að uppsveiflu í iðnaði hefði verið lagður í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mikilvægt væri að tryggja ........ að þessi vöxtur héldi áfram. Reynsl- an kenndi mönnum að mikil hætta væri á erfiðleikum í iðnaði samhliða vexti í sjávarútvegi. „Ég tel að nú sé tímabært að grípa til þeirra úr- ræða sem íslenskur iðnaður hefur barist fyrir. Þetta er stærsta bar- áttumál íslensks iðnaðar að komið verði á veiðileyfagjaldi eða áþekkri úrlausn.“ Guðjón Guðmundsson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði algerlega hugmyndum um veiði- leyfagjald og sagði slíkar hugmynd- ir fráleitar. Hann benti á náin tengsl iðnaðar og sjávarútvegs. Útflutn- ingur á iðnaðarvörum til sjávarút- vegs hefði aukist mikið og væri ákveðinn vaxtarbroddur í íslenskum iðnaði. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Jón Kristjánsson og Ein- ar K. Guðfinnsson tóku undir þetta sjónarmið og sögðu að umræða um þörf fyrir sérstakar ráðstafanir vegna uppsveiflu í sjávarútvegi væri ótímabær. Steingrímur sagði fréttir af „óviðráðanlegu góðæri í sjávarútvegi á kostnað iðnaðarins“ væru stórlega ýktar. Skuldir sjávar- útvegsins næmu yfír 100 milljörðum króna. íslenskur sjávarútvegur ætti í harðri samkeppni við ríkisstyrktar fiskvinnslur erlendis. Jón Kristjánsson sagði sérkenni- legt að umræða um skattlagningu á sjávarútveginn færi fram á sömu dögum og forsvarsmenn físk- vinnslufyrirtækja víða um land væru að taka afstöðu til þess hvort þeir ættu að hafa vinnsluna opna í > sumar vegna taprekstrar. Spurt um langtímastefnu Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, sagði mikilvægt að vaxtarbroddur í iðnaði yrði ekki kæfður með hækkandi raungengi eins og margoft hefði gerst i ís- lenskri hagsögu. Hann sagði að efnahagsstefnu þjóðarinnar hefði verið breytt 1990, en við hefðum ekki enn breytt langtímahugsun okkar. Ábendingar Samtaka iðnað- arins snerust um að rífa menn út úr efnahagsstefnu fortíðarinnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði umræðu um þessi mál þarfa. Það hefði gerst með reglulegu millibili að uppgang- ur í sjávarútvegi hefði orðið til þess að rústa iðnaðinn. Þetta snerist hins vegar ekki um hvað gerðist í haust eða um næstu áramót heldur hvað við gerðum á næstu áratugum. Hann sagðist vera ósammála þeim sem teldu bestu leiðina við sveiflu- jöfnun að taka upp auðlindaskatt. Reynslan kenndi okkur að ríkið væri ekki fært um að beita sveiflu- jöfnun. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýndi harðlega hugmyndir um að leggja sérstakan skatt á byggðirnar sem eingöngu lifa á sjávarútvegi. Hann sagði það jafnframt mikla sögufölsun hjá þeim sem héldu því fram að sjávarútvegur íslands hefði rústað iðnaðinn. Það væri eyðslu- vandamál íslendinga sem hefði rúst- að framleiðsluna og útflutnings- greinarnar hvað eftir annað. Svanfríður Jónasdóttir sagði und- __________ ir lok umræðunnar að það væri útúrsnúningur hjá þingmönnum sem töluðu um að hún hefði með málflutningi sínum verið að ræða um uppsveiflu í sjávarútvegi sem sérstakt vanda- mál. Hún sagðist hafa verið að setja fram kröfu um annars konar efna- hagsstefnu. Verið væri að fara fram á fyrirhyggju og að hér verði málum háttað þannig að atvinnugreinarnar fengju að þrífast hlið við hlið. Vaxtarbrodd- urinn verði ekki kæfður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.