Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Ásökunum vísað á bug ÞURÍÐUR Jóns- dóttir, formaður Póst- mannafélags íslands, og Ragnhildur Guð- mundsdóttir, formað- ur Félags íslenskra símamanna, rituðu grein í Morgunblaðið sl. laugardag. Tilefni greinarinnar var m.a örstutt fréttaklausa í DV í síðustu viku þar sem vitnað er til ræðu minnar á Alþingi um frumvarp til laga um rekstur Póst- og síma- málastofnunar. Þessi stutta fréttaklausa var þeim tilefni til þess annars vegar að væna mig um að fara með ósannindi og hins vegar að fullyrða hluti sem mér væri ómögulegt að standa við. Þessum ásökunum þeirra vísa ég afdrátt- arlaust á bug. Fögnuður - og þó Þuríður og Ragnhildur fagna yfirlýsingu minni um að starfs- menn Pósts og síma haldi áunnum réttindum sínum við formbreyting- una. Þessi fögnuður þeirra er þó heldur skammvinnur, enda segja þær þessa yfirlýsingu ekki stand- ast. Þetta er skrýtinn málflutning- ur. 8. grein umrædds frumvarps fjallar einmitt um réttindi starfs- manna. Þar segir meðal annars orðrétt í fyrstu máisgrein: „Fast- ráðnir starfsmenn Póst- og síma- málastofnunar skulu eiga rétt á störfum hjá hinu nýja félagi og skulu þeim boðnar stöður hjá því, sambærilegar þeim er þeir áður gegndu hjá stofnuninni, enda haldi þeir hjá félaginu réttindum sem þeir höfðu þegar áunnið sér hjá stofnuninni“. Hér er kveðið afdráttarlaust að orði. Alþingi er með þessum hætti að leiða í lög, hvernig staðið skuli að því að tryggja áunnin réttindi starfsmanna. Enn er hnykkt á þessu í athugasemdum við frum- varpið og hefur komið fram hjá samgönguráðherra og þeim sem hér skrifar, svo ekkert ætti nú að fara á milli mála. Það sem ég hef sagt um þau mál er einfaldlega það sem segir í frumvarpstextan- um. Formennirnir þurfa því tæp- lega að láta sér nægja að fagna yfirlýsingu minni, en hljóta þess í stað að hafa yfir sömu orð um frumvarpstextann sjálfan sem nú er að verða að lögum. Ranghermi Formennirnir vitna í frétt DV frá 30. maí þar sem ég er borinn fyrir tiltekinni fullyrð- ingu. Að því búnu gera þær sér lítið fyrir og bera mér ósannindi á brýn. Þetta er fráleitur málatilbúnaður. Fyrir það fyrsta vitnar DV einfaldlega ranglega til orða minna. Þessi orð getur ekki að líta í ræðum þeim sem ég hef flutt um málið á Alþingi, eins og ég hef gengið úr skugga um með því að lesa yfir útskrift þeirra. Það hefði verið skynsamlegra af þeim Þuríði og Ragnhildi að kynna sér orð mín áður en þær ruddust fram á ritvöllinn. Ákvæðin um biðlaunarétt í ræðum mínum á Alþingi hef ég reynt að lýsa réttarstöðu starfs- manna með hlutlausum hætti, þar sem ég hef meðal annars stuðst við lögfræðiálit. ítarlega er kveðið á um biðlaunarétt starfsmanna í 8. grein frumvarpsins. I meðförum Alþingis voru þessi mál skýrð enn betur. Þar er gert ráð fyrir því að Alþingi er með þessum hætti að leiða í lög, seg- ir Einar K. Guðfinns- son, hvernig staðið skuli að því að tryggja áunnin réttindi starfsmanna. starfsmenn eigi kost á sambæri- legum stöðum hjá nýja félaginu og þeir höfðu hjá Póst- og síma- málastofnun. Meðal annars er gert ráð fyrir því að þeir flytji með sér þann rétt til biðlauna sem þeir höfðu áunnið sér þegar formbreyt- ingin átti sér stað. Hitt er skýrt kveðið á um, að starfsmenn geti ekki í senn flutt með sér biðlauna- rétt inn í hlutafélagið Póst og síma og krafið Póst- og símamálastofn- un um biðlaun jafnframt. Það er í samræmi við gildandi lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Um önnur réttindi en biðlauna- rétt fer ýmist samkvæmt kjara- samningum sem eru í gildi eða almennum lögum, eins og ég fór yfir í framsöguræðu minni þegar ég fylgdi úr hlaði breytingartillög- um meirihluta Samgöngunefndar Alþingis. Um réttarstöðu starfsfólks þegar nýr aðili tekur við rekstri Ennfremur er mikilvægt að minna á, að ný lög um aðilaskipti að fyrirtækjum sem voru sam- þykkt á Alþingi á árinu 1993, skýra mjög réttarstöðu starfsfólks þegar um formbreytingu fyrir- tækja er að ræða, eins og í tilviki Pósts og síma nú. í þessum lögum segir, í annarri grein, að nýr eig- andi, - eins og á við í tilviki Pósts og síma - skuli „takast á hendur réttindi og skyldur fyrri eiganda, samkvæmt ráðningarsamningi og virða þau launakjör og starfsskil- yrði sem samþykkt hafa verið í almennum kjarasamningi, með sömu skilmálum og giltu fyrir fyrri eiganda, þar til samningi verður sagt upp, eða hann rennur út eða þar til að annar kjarasamningur öðlast gildi eða kemur til fram- kvæmda“, eins og segir orðrétt í þessum lögum. Þetta þýðir einfald- lega að núverandi kjarasamningar munu halda sér þangað til öðru- vísi verður um samið. Þau kjör sem starfsmenn hafa samið um til dæmis á sviði orlofsmála, fæðing- arorlofs eða veikindaréttar um- fram almenn lög munu því verða í gildi þar til sérstaklega verður samið um annað. Ásökunum vísað á bug Það eru þessi atriði sem ég hef tíundað í ræðum á Alþingi. Ekkert það sem ég hef sagt þar gefur tilefni til þess að bera mig sökum um ósannindi eins og Þuríður Jóns- dóttir og Ragnhildur Guðmunds- dóttir þó kjósa að gera í grein sinni í Morgunblaðinu sl. laugardag. Ásökunum þeirra vísa ég því gjör- samlega á bug. Höfundur er formaður Samgöngunefndar Alþingis. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn -kjarni málsins! Einar K. Guðfinnsson Súrefni - uppspretta lífsins Geislun húðarinnar, lífskraftur og öldrunarþættir byggjast upp á liffræðilegu vægi og heildarstarfsemi hennar. Húðin þarf að anda, eins og allt annað. Hún andar að sér súrefni og gefur írá sér koltvisýring. Súrefnisinntak húðarinnar skiptir öllu máli i allri liffræðilegri hringrás hennar. Sothys hefur framleitt 24 stunda krem fyrir konur og karla, sem örva súrefnisinntak og úrgangslosun til húðarinnar. Húðin fær fallegan lit og geislar af lífi. Sannkölluð orkubomba. 24 stunda krem fyrir þurra húð og 24 stunda léttfljótandi krem fyrir eðlilega og feita húð. Franskur sérfræðingur frá Sothys gefur persónulegar leiðbeiningar og ráðgjöf um meðferð húðarinnar fyrír viðskiptavini Hagkaups, Kringlunni, laugardaginn 8. júní kl. 10.00-16.00 þeim að kostnaðarlausu, bara þennan eina dag. - Gjafir fylgja kaupum. Góð vörn er besta sóknin! WOODEX Ultra ■ viðarvörn gagnsæ, olíublendin vörn sem dregur fram kosti viðarins. WOODEX Træolie - viðarolía Grunnviðarvörn sem hentar sérlega vel þrýstifúavörðu timbri. Jurtaolía með alkyd/Harpix bindiefni. eru tilboðsdagar. Liturínn er sérverslun með allar málningarvörur og þér er þjónað af fólki sem kann sitt fag. ...réfti liturinn, rétta verðið, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 i V f 't j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.