Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNF. HJARTAR + Jón F. Hjartar var fæddur 15. ágúst 1916 á Suður- eyri við Súganda- fjörð. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hjartar skólastjóri, f. 15. september 1888, d. 6. nóv- ember 1954, og ‘ Þóra Jónsdóttir Hjartar, f. 19. des- ember 1897, d. 31. desember 1982. Bjuggu þau fyrst á Suðureyri við Súganda- fjörð, síðan Siglufirði og á Akranesi. Systkini Jóns voru fimm: Sigríður, f. 4. nóv. 1914, d. 21. febrúar 1972, gift Þor- leifi Bjarnasyni, d. 22. septem- ber 1981, Svavar, f. 7. júlí 1923, d. 12. febrúar 1933; Ólafur, kvæntur Sigríði Sigurðardótt- ur; Guðrún, gift Adam Þor- geirssyni; og Ingibjörg, gift Þorgils Stefánssyni. Hinn 3. júlí 1947 kvæntist Jón Rögnu Hjartardóttur, f. 3. júlí 1927. Foreldrar hennar voru Hjörtur Hinriksson sjómaður á Flateyri og kona hans Guðriður Þorsteinsdóttir. Jón og Ragna eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Hjörtur, f. 11. júní 1948, rekstrarhagfræðingur, kona hans er Jakobína Sigtryggs- dóttir, eiga þau tvo börn, Sig- trygg Klemenz og Rögnu. Sig- tryggur Klemenz er kvæntur Ragnheiði Guðmundsdóttur og þeirra börn eru Hjörtur Páll og Herdís Helga. 2) Friðrik, f. 8. október 1951, prest- ur. Kona hans er Anna Nilsdóttir og eiga þau þrjú börn, Jón Fjölni, Krist- rúnu og Steinunni Rögnu. 3) Rúnar, f. 27. september 1958, vélvirkjameistari. Kona hans er Ás- laug Arndal. Jón lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, íþrót- takennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og framhaldsnámi í íþróttum frá Idræts hojskolen Gerlev í Danmörku 1939. Hann sótti síð- Un íþróttanámskeið í Svíþjóð. Jón var íþróttakennari við barna- og gagnfræðaskólana á Siglufirði, Flateyri og víðar. Hann vann við skrifstofustörf og almenna kennslu á Flateyri ásamt ýmsum öðrum störfum. Hann var fulltrúi sveitarsljóra í Borgarnesi og seinna deildar- stjóri á bæjarskrifstofu Kópa- vogs. Jón starfaði innan íþrótta- hreyfingarinnar í fjölda ára og var sæmdur margvíslegum heiðursmerkjum fyrir störf sín og árangur. Hann tók þátt í starfi Góðtemplarareglunnar frá unga aldri og var heiðursfé- lagi þar. Hann var félagi í Rot- ary og einnig í Oddfellow-regl- unni. Jón var virkur í kór og safnaðarstarfi bæði í Borgar- nesi og við Áskirkju í Reykjavík. Útför Jóns fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Án er illt gengi, nema heiman hafi,“ segir gamall málsháttur. Hann Jón mágur minn er látinn tæplega áttræður. Okkar kynni höfðu staðið í hálfa öld og ári bet- ur. Að vísu hafði ég heyrt hans oftlega getið áður sem eins fremsta íþróttamanns landsins, methafa í spjótkasti o.fl. greinum. Heimili foreldra hans, frú Þóru Jónsdóttur og Friðriks Hjartar skólastjóra, var ' rómað sökum menningalegra viðhorfa, söngs og glaðværðar og félagslegrar þátt- töku fjölskyldunnar. A tímabili vissi ég ekki hvort ég var hrifnari af heimasætunni eða heimilis- bragnum. Ég geri mér grein fyrir því, að arfurinn að heiman var ein megin ástæðan fyrir hinu góða gengi Jóns um ævina. Ekki aðeins á sviði íþrótta og söngs heldur einnig á hinu félagslega og sviði mannlegra samskipta. Ég sá hann fyrst á dansleik í Gúttó. Dansfærni hans og systur- innar var með þeim hætti að við lá að ég legði þá íþrótt á hilluna. En Jón var ekki aðeins snjall íþróttamaður og dansari heldur er allur hans félagslegi ferill með ein- dæmum glæsilegur. Við eigum ekki marga slíka um þessar mund- ir. Þátttaka hans í ungmennafé- lags- og íþróttahreyfingunum, Góðtemplarareglunni, Rotary, Oddfellow o.fl. félögum, að ógleymdu starfi hans með karla- og kirkjukórum, voru ekki nein skyndikynni eða eins og þegar Minningarsjóður Skjóls Kleppsvegi 54 sími 5688500 fluga sest á blóm, heldur varanleg og virk áratugum saman. Það nægir að geta þess, að flest þessi samtök hafa ýmist gert hann að heiðursfélaga eða sæmt hann æðstu heiðursmerkjum og viður- kenningum fyrir störfin. Hann var svo lánsamur að eign- ast óvenjulegan lífsförunaut, sem ekki aðeins umbar og skildi þessa óvenjulegu félagslegu þátttöku hans og þarfir til starfa á þeim vettvangi, heldur vann með eftir því sem tími vannst til. Þótt Jón væri góður heimilisfaðir kom upp- eldi drengjanna og mótun heimilis- ins mest í hennar hlut. Sunnudags- bíltúrinn var ekki farinn fyrr en sungið hafði verið við messu. Margháttaður og mikill kostnaður vegna félagslegrar þátttöku og stuðningur við fjölþætt mannúðar- mál var meira virði en ferð á sólar- strendur og tengslin við allan vina- hópinn þeirra kostaði Sitt í tíma og fjármunum. Heillaskeyti var ekki aðeins — til hamingju með daginn — heldur heil vísa — per- sónuleg kveðja full af hlýhug og vináttu. Eða allar ■gestabókavís- urnar gerðar í andrúmi áugna- bliksins, ekki alltaf dýrt kveðnar en rétt, en hann var góður íslen- skumaður eins og faðir hans. í þijá áratugi orti hann jólavísu og skrifaði á kort til nærri tvö hundr- uð heimilisvina. Hann var vinmarg- ur og átti engan óvin, alltaf glaður og reifur og græskulaus en jafn- framt staðfastur hugsjónamaður. Ég rek ekki starfsferil hans við öflun daglegs brauðs, en þar vann hann mikilvæg störf við meðferð fjármuna og bókhald, sem sýndu að honum var treyst og hann var traustsins verður. Fyrir nokkrum árum kom áfall- ið. Hann greindir með alzheimer, var smám saman að deyja, fyrst andlega svo líkamlega. Lengi gat hann þulið kvæði, síðan tekið und- ir gömlu góðu lögin með systkinum og vinum, arfur í vitundinni frá söngglaða bernskuheimilinu. Síð- asta árið ekkert tjáð sig og að lok- um varla brosað. Okkur nákomn- um verður minnisstætt hvernig hún Ragna brást við þessu öllu. Hversu aðdáanlega þolinmæði, ástúð og umhyggju hún hefur sýnt honum og unnið þó jafnframt fullt ábyrgðarmikið starf. Reyndar var það aðeins staðfesting á hennar miklu mannkostum. Síðustu þrjú árin hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilinu Eir og notið þar frábærrar umönnunar. Ég á vart orð til að lýsa aðdáun minni á starfsfólki þeirrar stofnun- ar, sem annast þessi stóru börn með svo margar erfiðar þarfir og sérstætí atferli, sem þróast í öfuga átt við venjuleg lítil börn. Fólk sem verður að gefa svo mikið af sjálfu sér og fær laun í öfugu hlutfalli við framlag sitt. Við tengdafólk Jóns flytjum þakkir og biðjum því guðsblessunar. Rögnu, sonum þeirra og fjölskyldum vottum við einlæga samúð. Þorgils Stefánsson. Afi minn var efni í mann sem gæti orðið vel 100 ára. Hann lifði heilbrigðu lífi, bindindismaður á áfengi og tóbak og hafði gott líkamlegt atgervi. A yngri árum afreksmaður í íþróttum og hann hélt sér í formi með mikilii hreyf- ingu lengst af. En ekki fer allt sem ætlað. Fyr- ir nokkrum árum kom á daginn að afi var með Alzheimers-sjúkdóm sem smám saman tærði hann upp að innan. Slíkur sjúkdómur rænir menn því sem er þeim kærast, minningúm lífsins og sjálfstæðri rökrænni hugsun. Ég minnist afa míns sem glaðs og góðs manns. Heimiiið hjá ömmu og afa var stöðugleikapunktur í tilverunni, þar voru dyrnar alltaf opnar. Gijónagrautur í hádeginu á laugardögum var einn af þessum föstu liðum sem alltaf var hægt að reikna með. Afi sá um afagraut- inn og amma um allt hitt, jólakök- una og kaffið. Með fyrstu minningum um afa minn, er að hann kenndi mér Olsen Olsen enda hann sjálfur mikill spilamaður. Hann var alltaf til í að taka slag. Því tapsárari sem ég varð, því ákveðnari var hann í að kenna mér tilviljanakennd spila- mennskunnar. Aðdáun mín átti sér heldur engin takmörk, sérstaklega safnið af verðlaunapeningum fyrri tíma, sem hefur sjálfsagt vaxið í frásögn minni meðal jafnaldra þar sem hinir mörgu íslandsmeistarat- itlar voru í fyrirrúmi. Ég minnist afa míns sérstaklega sem mikils félaga á unglingsárun- um. Það var eins og við næðum æ betur saman með aldrinum og urð- um meiri félagar en afi og barna- barn. Þær voru ófáar bíóferðirnar sem við fórum í saman, þar sem skrafað var um hina gömlu góðu daga, ég fræddur um steinasafnið eða að hann reyndi að kenna mér að setja saman vísur. Vísusmíðin var honum mikilvæg, enda ekki sent afmælis- eða jólakort sem ekki var vísa í. Á síðustu árum þufti afi mikla og stöðuga aðhlynningu. Það hafa verið erfiðir tímar, sérstaklega fyr- ir ömmu Rögnu. Styrkur hennar og dugnaður hafa verið til fyrir- myndar. Síðustu 3 árin dvaldi afi á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar- vogi þar sem hann fékk alla þá bestu aðhlynningu sem hægt var að veita manni með slíkan sjúk- dóm. Það er til mikils sóma að þjóðfélag geti boðið þegnum sínum slíkt ævikvöld. Klemmi. Fyrir rúmum fimm árum flutti ég hingað á Sléttuveginn í nýbyggt sambýlishús byggt á vegum Sam- taka aldraðra. Fljótt veitti ég eftirtekt glæsileg- um manni sem bauð af sér mjög góðan þokka. Beinn í baki, fagur- lega byggður, hár og grannur og samsvaraði sér vel. Enda íþrótta- maður og íþróttakennari frá fornu fari. Maður þessi var Jón F. Hjart- ar. Frábær snyrtimennska i klæða- burði og prúðmannleg framkoma einkenndu hann. Hann var fyrirferð- arlítill í okkar röðum en vakti meiri athygli en flestir aðrir. Hann var mjög góður söngmaður og naut þess að taka lagið þegar við komum saman hér í húsinu, enda hafði hann sungið mikið um dagana. Þegar hann flutti hingað gekk hann ekki heill til skógar, en heilsu hans hrakaði ört og að síð- ustu dvaldi hann á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Okkar kynni urðu hvorki mikil né náin, en þau urðu þess eðlis frá minni hálfu að ég gleymi þeim ekki. Sérstaklega er mér minnisstætt að eitt sinn á mínu heimili hafði hann yfír margt af fallegum ljóðum og flutti þau af fegurð og tilfinn- ingu. Það leyndi sér ekki að hann var mikill ljóðavinur og hafsjór af fróðleik í þeim efnum. Það bíður okkar allra að standa að síðustu frammi fyrir dómara allra tíma og þá verðum við spurð þeirrar spurn- ingar sem er svo fagurlega orðuð í kvæðinu „Morgun“ eftir Einar Benediktsson. Hvað vannstu drottins veröld til þarfa þess verðurðu spurður um sólarlag. Þeirri spufningu veit ég að hann á gott með að svara, þó ekki væri með öðrum orðum en þessum: „Mitt Iíf hef ég helgað þér.“ Þeim sem lengi hefur verið þjak- aður af erfiðum sjúkdómi og bíður eftir því að kallið komi er það dauð- inn einn sem líknar. Skilnaður ástvina er stór stund, en lífið hefur sitt lokadægur og fyr- ir þeim örlögum verðum við öll að kijúpa. Hann er sá fimmti úr röð- inni hér í húsinu síðan við fluttum hingað sem hverfur okkur sjónum inn á eilífðarbraut. Ragna, kona Jóns, er mikil heið- urskona, hefur skoðanir, sem hún fylgir fram með festu og hrein- lyndi, er ekki eitt í dag og annað á morgun. Fyrir hönd húsfélagsins flyt ég eiginkonu og öðrum ástvinum hinstu kveðju. Megi birta og ylur vorsins leiða látinn vin til nýrri og betri heim- kynna. - Jakob Þorsteinsson. STEINGRÍMUR SVEINSSON Steingrímur Sveinsson verk- stjóri var fæddur 28. júní 1906. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Klaust- urhólum á Kirkju- bæjarklaustri 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Stein- grímsson, f. 28.10. 1879, d. 23.12. 1964, og Margrét Einars- dóttir, f. 15.7. 1878, d. 2.7. 1965. Stein- grímur var þriðja barn þeirra hjóna af níu systk- inum. Eiginkona Steingríms var Bjarnheiður Sigurðardóttir, f. 14.4. 1912, d. 14.2. 1948. Börn Steingríms og Bjarnheiðar eru 1) Sigurður Rúnar, f. 28.4. 1932. Fyrri eiginkona hans var Sigrún Pálsdóttir, d. 10.6.1986. Seinni kona hans er Þor- gerður Pálsdóttir. 2) Sveinn Hilmar, f. 20.9. 1935, kvæntur Þórdísi Jóhannesdóttur. 3) Guðrún, f. 23.3. 1940, d. 18.1. 1982, fyrri maður hennar var Erlendur Er- lendsson, seinni maður Olafur Jóns- son. Afkomendur þeirra hjóna eru 33 talsins. Útför Steingríms verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kallið er komið og Steingrímur Sveinsson, faðir minn, hefur lokið sinni iöngu göngu hér á meðal okk- ar. Margs er að minnast. Steingrím- ur var vel lesinn og fróður og hafði sínar skoðanir á hinum ýmsu mál- um. Hann var náttúrubarn og sá ails staðar fegurð hvort sem um var að ræða sand og hraun eða iðagræna velli. Oft sagði hann mér um fegurð öræfanna og þá kyrrð sem þar væri og hreifst ég af þeim fróðleik sem hann sagði mér þegar hann ungur að árum fór sem rekstr- armaður með sláturfé austan frá Landbroti og suður til Reykjavíkur. Steingrímur var veiðimaður góð- ur og oft sagði hann mér veiðisögur frá Grænlæk og Skaftarósi sem hann þekkti svo vel frá því hann var í Seglbúðum en þangað fór hann 13 ára gamail til þeirra góðu hjóna, Helga og Gyðríðar, sem hann talaði alltaf um með virðingu og hlýju. Guðrúnu, dóttur sína, missti hann árið 1982 og veit ég að sorg hans var mikil, en eins og alltaf bar hann sorg sína einn og bar hana ekki á borð fyrir aðra. Steingrímur flutti til Reykjavíkur 1931 og starfaði þar lengst af sem verkstjóri hjá J. Þorláksson og Norðmann eða frá árinu 1943 og þar til hann lét af störfum kominn á áttræðisaldur. Síðustu 9 árin var hann á Dvalarheimilinu á Kirkju- bæjarklaustri og vil færa starfsfólki þar þakkir mínar fyrir þá hlýju og umönnun sem hann varð aðnjótandi þar. Einnig vil ég færa Guðlaugu, systur hans, þakkir fyrir alla hjál- pina undanfarin ár. Nú þegar leiðir skilja vil ég þakka þér fyrir öil árin sem við áttum saman og þann hlýhug sem þú sýndir minnir fjölskyldu. Þinn sonur, Sigurður Rúnar. Mínar fyrstu minningar um afa minn, Steingrím Sveinsson, eru þeg- ar von var á honum með rútunni til Grindavíkur. Við systkinin hlökkuð- um alltaf mikið til að fara á móti rútunni og fá að leiða hlýju, yndis- legu hendurnar hans heim. Alrei brást það að eitthvert góð- gæti leyndist handa okkur í tösk- unni hans. Afi minn var alltaf léttur og skemmtilegur þrátt fyrir stór áföll í lífinu. Hann var aðeins fertugur þegar hann missti eiginkonu sína, Bjarnheiði, og Guðrún, dóttir þeirra, lést einnig á besta aldri, aðeins fjöru- tíu og tveggja ára gömul. Afi var greindur maður og vel lesinn úm menn og málefni. Það var hrein unun að hlusta á hann segja frá bæði gamla og nýja tímanum, því þrátt fyrir háan aldur, erfið veik- indi og dapra sjón fylgdist hann allt- af vel með sínu fólki og málefnum líðandi stundar. Aldrei heyrði ég hann kvarta þó oft hafi hann verið mikið veikur síðustu ár. Það er að- dáunarvert hvað hann gat tekið öll- um áföllum með jafnaðargeði. Nú veit ég að hann afi er kominn á góðan stað og hefur hlotið lang- þráða hvíld. Með þessum línum bið ég Guð að geyma elskulegan afa minn. Hver rainning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Anna María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.