Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 43 MINIMINGAR mál, ásamt svo mörgu öðru. Fórum við í ferðalög við hvert tækifæri sem gafst og verða minningar um ferðir eins og frá Húsafelli, Laugarvatni, Vestmanneyjum, Þórsmörk og fleiri stöðum alltaf ofarlega í huga mín- um þar sem hann var oftar en ekki miðpunkturinn í skemmtuninni. Það var afar grunnt á hlátrasköllunum hjá Ella og mátti stundum litlu muna að illa færi ef honum fannst eitthvað mjög smellið og þá ógjarn- an á kostnað félaganna. Elli var afar rólyndur og átti ekki til neitt sem hét illt í sér. Hann hélt mikið á lofti þeirri kenn- ingu að það væru sannir vinir sem kynnu að horfa framhjá göllum náungans. Sanngirni og raunsæi skein úr fari hans í alla staði. Það ásamt svo mörgum öðrum eiginleik- um sem Elfari voru í blóð borin gerðu manni mjög erfitt um vik að sætta sig við að skarð yrði rofið í vináttu okkar sem veikindi Ella gerðu á svipstundu. í iangan tíma hef ég saknað Elfars en alltaf hald- ið í vonina um bata hjá honum en nú þegar hann hefur verið kvaddur á brott til móts við móður sína hef- ur ský þrungið sorg lagst yfir hjarta mitt. Elfars verður sárt saknað og er það skarð sem rofið hefur verið með missi hans komið til að vera. Elli minn, farnist þér vel, kæri vinur, þín verður sárt saknað. Elsku hjón, Gísli og Sigríður og fjölskylda, megi guð varðveita ykk- ur og gefa ykkur styrk um ókomna framtíð. Jón Gestur Ólafsson, Kópavogi. Elsku Elfar. Okkar hjartans þakkir fyrir dýrmæta samfylgd sem við lærðum öll svo mikið af. Brosið þitt blíða og minningin um ljúfan dreng býr í hjörtum okkar um ókomna tíð. Hvíl í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gísli, Sigga, Viðar og aðr- ir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur. Starfsfólk og vistmenn á Hlein. Kæri vinur og frændi, nú kveð ég þig í hinsta sinn, það verður erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki meðal okkar lengur. Ég mun ávallt minnast þín sem góðs vinar og félaga. Það er erfitt að koma orðum að því sem við átt- um saman í æsku, en þær stundir sem við áttum saman mun ég ávallt varðveita í hjarta mínu. Hvíl þú í friði, elsku vinur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sipr unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sipr sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að viija, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lenpr teija þdauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Ég votta fjölskyldu og vinum samúð mína. Hjördís Rúnarsdóttir. RIKARÐURR. STEIN- BERGSSON + Ríkarður Reyn- ir Steinbergs- son fæddist í Skriðu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 13. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. júní. Tómarúm hefur nú myndast hjá Húsnæðisnefnd Reykajvíkur, þeg- ar framkvæmdastjórinn, Ríkarður Steinbergsson er fallin frá, langt um aldur fram. Eftir situr hnípinn hópur sam- starfsfólks, sem hélt lengi í þá von, að hann kæmi aftur til vinnu þrátt fyrir alvarleg veikindi, sem komu í Ijós síðastliðið sumar. Við einfaldlega trúðum því eða vildum trúa því, að hann leysti þetta vandamál eins og svo mörg önnur sem að honum bárust og virt- ust oft harla illleysan- leg. En í þetta skiptið gekk dæmið ekki upp, þrátt fyrir mikinn vilja, en lögmál lífsins eru oft þungleyst. Við samstarfsfólkið minnumst hans sem einstaklega úrræða- góðs og hlýs manns, sem var mikill félagi, bæði í mótlæti svo og á gleðistundum, sem voru ófáar á vinnustaðnum ekki sízt vegna framkvæmdastjórans, sem naut sín þá ávallt sérstaklega vel. Nú er margs að minnast frá þeim góðu og glöðu stundum. Eiginkonu og ástvinum öllum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Farinn er drengur góður - þökk- um samfylgdina. Samstarfsfólk. HAEÞAUGL YSINGAR Sumartími hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna 10. júní - 2. september Vegna sumarleyfa starfsmanna LÍN verða viðtalstímar ráðgjafa frá 10. júní til 2. sept- ember sem hér segir: Miðvikud.: Enskumælandi lönd Fimmtudaga: ísland Föstudaga: Önnur lönd Viðtöl verða veitt frá kl. 11.00 til 15.00; eng- in viðtöl mánudaga og þriðjudaga. Símatími ráðgjafa er frá kl. 9.15 til 12.00 alla virka daga. Afgreiðsla LÍN að Laugavegi 77 verður opin í sumar eins og venjulega alla virka daga frá kl. 9.15 til 15.00; skiptiborðið verður opið frá kl. 9.15 til 12.00 og frá kl. 13.00 til 16.00. Símanúmer sjóðsins er 560 4000 og grænt númer 800 6665. Bréfasími er 560 4090. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur 1996-’97 fást í afgreiðslu LÍN, hjá náms- mannasamtökunum, lánshæfum skólum inn- anlands, útibúum banka og sparisjóða og í sendiráðum íslands. Auk þess er hægt að nálgast úthlutunarreglurnar á internetinu, slóðin er http://www.itn.is/lin/. Umsóknarfrestur vegna láns á haustmisseri 1996 er til 1. ágúst nk., en æskilegt er að umsóknunum sé skilað sem fyrst. Búast má við að einhverjar tafir verði á þjón- ustu sjóðsins vegna sumarleyfa starfsmanna og eru menn hvattir til að hafa samband utan sumarleyfistíma ef þess er kostur. Auk þess má hafa samband við námsmanna- samtökin (Bandalag íslenskra sérskólanema, Iðnnemasamband íslands, Samband ís- lenskra námsmanna erlendis, og Stúdenta- ráð Háskóla íslands) sem einnig veita upplýs- ingar um námslán. Munið að upplýsingar um LÍN er að finna á internetinu: http://www.itn.is/lin/. Starfsmenn LIN. Verðlaunagetraun Sjóvá-Almennra Skilafrestur þátttökuseðla í verðlaunagetraun Sjóva-Almennra, Akandi - hjólandi - gang- andi, sem birtist í síðasta tbl. Bótar í máli, rennur út í dag, 7. júní. SJÓVÁOÍTALMENNAR Kringlunni 5. Á sunnudag gefst tækifæri forsetaframbjóðendum til að yfirlýsa í sjón- varpi að íslendingar skuli jafnir fyrir lögunum og þeir styðji að rannsökuð verði dreifing leyndarbréfa Hæstaréttar um einstaka borg- ara og meint lögbrot æðstu embættismanna, sem Skýrsla um samfélag greinir frá. Útg. íbúð í París Til leígu 2ja herbergja íbúð í Montmartre í París. Laus frá 16. júní til 1. september. Upplýsingar í síma 0033142232926. íbúð - tilboðsverð Til sölu góð 2ja herbergja 47 fm íbúð 1. hæð við Hraunbæ. Stutt í alla þjónustu svo sem apótek, banka, heilsugæslu og verslanir. Verð kr. 4,3 millj. Áhv. 2,6 millj. húsbréf. Upplýsingar á fasteignasölunni Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099 eða 587 4759. SltlCI auglýsingor „Videó-kvöld“ UFMH veröur með mýndbanda- sýningu í kvöld kl. 21 í Aðal- stræti 4B. Sýnd verða mynd- bönd frá samkomum í Toronto Airport Fellowship og hjá Rod- ney Howard Broun. Allir velkomnir. Helgarferð 7.-9. júní kl. 20.00 Básar Mörkin er orðin iðandi græn og tjaldstæðin eru opin. Verð 5600/4900 í skála en 4900/4300 í tjaldgistingu. Ath.: Feröir í Bása alla daga vikunnar. Útivist. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 8. júni' kl. 9.00: Söguferð um Njáluslóðir Leiðsögumaður Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, guðfræðingur. Litast um á helstu sögustöðum Njálu í Rangárvallasýslu og rifjuð upp sagan eins og við á. Hér gefst gott tækifæri að tengja sögu og sögustaði í fylgd Ragnheiðar Erlu. Verð kr. 2.500. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. ATH.: Sjálfboðaliða vantar f vinnu laugardaginn 8. júní á Stórhöfða 181 Ferðafélag Islands. Sjáftu hlutina í víbara samhengi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.