Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Olaf Ragnar og Guðrúnu Katrínu til Bessastaða Frá Sverri Ólafssyni: FORSETAKOSNINGAR eru fram- undan. Miklu og góðu starfi Vig- dísar Finnbogadóttur í embætti forseta er um það bil að ljúka og ég efa ekki, að hennar mun verða sárt saknað. Þó þykist ég vera viss um, að þjóðin muni lengi enn njóta verka hennar, visku og krafta. Eg tel, að við þessar kosningar sé mannvalið gott og flestir fram- bjóðenda hafi mikla og góða mann- kosti. Mér þykir þó einn þeirra hafa áberandi yfirburði yfir aðra í þessum kosningum. Þessi maður er Ólafur Ragnar Grímsson. Friðarsinni Ég tel mig gæfusaman, að hafa fengið að þekkja Ólaf Ragnar og hans glæsilegu eiginkonu, Guð- rúnu Katrínu, um margra ára skeið. Þau kynni hafa staðfest enn betur þá skoðun mína, að þar fari fólk sem á meira erindi á Bessa- staði en flestir aðrir. Ólafur og Guðrún eru bæði bráðgreind og vel menntuð. Þau eru mikið áhuga- fólk um listir og önnur menningar- mál og hefur þessi áhugi þeirra verið áberandi um langt árabil. Ólafur er mikill friðarsinni og hef- ur alla tíð verið öflugur málsvari þeirra sem minna mega sín í sam- félaginu. Störf Ólafs að friðarmál- um innan samtakanna „Parlia- mentarians for Global Action", þar sem hann hefur starfað að friðar- málum við hlið margra af þekkt- ustu stjórnmálamönnum hins vest,- ræna heims, hafa aflað honum við- urkenningar og virðingar um víða veröld. Meðal annara viðurkenn- inga sem Ólafur hefur verið sæmd- ur eru friðarverðlaun Indiru Gand- hi. Sérfræðingur í alþjóðamálum Ólafur Ragnar er þörkudugleg- ur og' ósérhlífinn og fátt sem hann er ekki tilbúinn að takast á við ef það má vera samfélaginu til hags- bóta. Hann hefur sterka siðferðis- kennd og hefur ætíð verið í farar- broddi þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og gegn hverskon- ar spillingu, hvort sem er hér heima eða úti í hinum stóra heimi. Ólafur hefur á ferli sínum sem stjórnmála- maður náð að verða einn af mikil- vægustu sérfræðingum okkar á sviði alþjóðamála og eru tengsl hans á því sviði slík, að engu verð- ur til jafnað. Þessa þekkingu sína og tengsl hefur Ólafur verið óspar á að miðia til íslenskra fyrirtækja sem hefur orðið til þess, að þau hafa getað haslað sér völl á nýjum mörkuðum, svo sem í Indónesíu, Víetnam, Kína, á Indlandi jafnt og í Suður-Ameríku, þ.m.t. í Mexíkó og Chile. Vegna starfs míns er mér persónulega kunnugt um þá miklu virðingu og viðurkenningu, sem Ólafur nýtur meðal valda- manna í mörgum fjarlægum lönd- um, en þar að auki er hann bæði þekktur og virtur í menningar- heiminum. Engan þekki ég annan íslending, sem hefur náð slíkum frama og viðurkenningu á alþjóða- vettvangi. En stuðningur minn við Ólaf Ragnar og Guðrúnu byggist ekki síður á mínum persónulegu kynnum af þeim _en yfirburða hæfi- leikum þeirra. Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín eru vinir vina sinna, bæði raungóð og ráðagóð. Þau eru blátt áfram og með öllu laus við yfirborðsmennsku, tilgerð eða stærilæti sem gerir þau enn meira aðlaðandi. Þau eiga það sameigin- legt að vera einstaklega hlý í við- kynningu og vináttu. Þau eru bæði bráðskemmtileg og miklir húmor- istar og það sem meiru máli skipt- ir, þau bera fyrir brjósti hag þeirra sem um sárt eiga að binda. Þau eru bæði reglusöm og vönd að virð- ingu sinni og framkomu. Þau eru bæði mjög vel máli farin og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Ég er þess fullviss, að þau muni verða glæsilegir fulltrúar íslensku þjóðarinnar og ekki síður mikil- vægur lykill okkar að samfélagi þjóðanna, jafnt og boðberar friðar og réttlætis. Ég mun kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í komandj kosn- ingum einfaldlega vegna þess, að málefnum íslensku þjóðarjnnar er best borgið í hans höndum. SVERRIR ÓLAFSSON, myndlistarmaður í Hafnarfirði Sameinumst um Guðrúnu Agnarsdóttur Frá Vali Pálssyni: ÞAÐ ER sorglegt að sjá hvemig bamalegur sandkassaleikur póli- tískra sundrangarafla hefur fengið að gegnumsýra þessar forsetakosn- ingar. Ég er sammála þeim sem halda á lofti þeirri skoðun að forsetakosn- ingarnar snúist í dag um það hvort vilji sé fyrir því að breyta embætt- inu í stíu fyrir pólitískan hanaslag eða viðhalda því sem sameiningar- tákni þjóðarinnar. Viiji menn póli- tískan hráskinnsleik geta þeir valið á milli Ólafs Ragnars og Péturs Hafstein. Að vísu hefur verið á það bent að Pétur sé reynslulítill á sviði alheimsstjómmálanna. Ekki ætla ég mér að dæma um það en eitt er víst að gera verður þá kröfu að forseti sé samræðuhæf(-ur) um gang heimsmálanna í hópi opin- berra ráðamanna, án þess þó að vera með yfirlýsingar sem ganga þvert á opinbera stefnu Alþingis á hverjum tíma. Að dómi okkar sem viljum halda flokkspólitískum flokkadráttum ut- an við forsetaembættið er Ólafur Ragnar með öllu óhæfur þótt hann hafi vissulega mikla reynslu af inn- anríkis- og utanríkismálum. Það ætti öllum að vera orðið ljóst að maður sem á sér jafnmarga haturs- menn og hann getur aldrei orðið forseti þjóðarinnar allrar, um hann næst aldrei þjóðarsátt. Vilji menn viðhalda reisn og virðuleik forsetans og jafnframt fá á Bessastaði hæfan einstakling með reynslu og innsýn í innanríkis- og utanríkismál, sem um getur mynd- ast þjóðarsátt, er valið einfalt. Guð- rún Agnarsdóttir læknir uppfyllir allar þessar'kröfur. VALUR PÁLSSON, tónlistarmaður, Stokkhólmi. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is sérfræðinga, eins og t.d. dr. Sigrúnu, í lið með ykk- ur til að skipuleggja að- gerðir. Gerið eitthvað! Lát- ið ekki málið reka á reiðan- um, jaaá, sjáum nú til, nei þetta gengur ekki lengur og e_r skólanum til skamm- ar. Ég veit einnig að þetta á sér stað úti um allt í mörgum skólum. Ég hef lesið viðtöl við fullorðna þolendur og það er sorgleg lesning. Einnig vil ég skora á foreldra gerendanna að tala alvarlega við börnin sín og fá þau til að sjá að þau eru að gera rangt. Börnin hlusta helst á for- eldra sína, uppeldið á sér jú stað heima. Látum þetta ekki viðfangast, þetta er siðlaust. Það hljóta allir að sjá.“ Frá aðstandanda úr fjarlægð. Gæludýr Sissý er týnd SISSÝ hvarf frá Grettisgötu í Reykjavík þann 23. maí sl. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er Sissý gulbrönd- ótt. Hún er ómerkt. Hennar er sárt saknað og ef ein- hver hefur orðið ferða hennar var vinsamlegast hringið í síma 551-0929. MORGUNBLAÐIÐ hefur fallist á að birta eftirfar- andi bréf undir dulnefni vegna alvöru þess máls, sem um er fjallað: Einelti í Hólabrekku- skóla „MIG langar að vekja at- hygli skólastjórnanda, kennara Hólabrekkuskóla og foreldrum gerenda á ótrúlegu ofbeldi og einelti sem fær þrifist innan veggja skólans ef svo ólík- lega vill til að það hafi far- ið fram hjá einhveijum þessara aðila. Ég hef nú í vetur og reyndar síðastliðna vetur orðið vitni að úr nokkurri íjarlægð kúgun og ofbeldi sem á sér stað innan skól- ans. Hlutum sem þar ger- ast, og manni rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds að heyra atburðarás- ina og er maður þó ýmsu vanur, hef verið kennari sjálfur og margt séð í am- erískum bíómyndum, en satt að segja líkist þetta helst slíkum atriðum. Ekki er alltaf að foreldrar kom- ist að því hvað komið hefur fyrir börnin þeirra, þar sem þolendur skammast sín venjulega mikið fyrir að vera teknir þannig fyrir og leyna því eins og þeir geta; mega ekki heyra á það minnst að eitthvað sé gert í málinu. Nei alls ekki, gerandi er á síðasta snún- ingi að vera-rekinn úr skól- anu.m; ef ég klaga fæ ég sko að finna margfalt verr fyrir því. Ég verð barinn í klessu, dýft ofan í klósett, úthræktur, hrint, strítt, hjólið mitt skemmt, og þannig mætti lengi telja. Nei, alls ekki mega ör- væntingarfullir foreldrar rekast í málin, það gerir bara illt verra. Foreldrar mega horfa upp á bömin sín nídd niður í svaðið af skólafélögunum. Mig langar að benda á leið sem ef til vill er fær í þessu máli. Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir er sú manneskja sem hvað mest hefur rannsakað og skrif- að um einelti, en það er orðið sem nú er oftast notað um það atferli sem ég hef verið að lýsa. Ég vil eindregið skora á skóia- stjórnendur og kennara að gera eitthvað í þessu öm- urlega máli, það er verið að fremja sálarmorð á sak- lausum börnum og ungl- ingum. • Notið nú sumarið og skipuleggið aðgerðir, fáið Kettlingar fást gefins ÞRIR svartir og hvítir sjö vikna gamlir kettlingar þurfa að eignast góð heim- ili. Þeir eru vanir börnum. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband í síma 557-7788. Dd5 - Hel+ 28. Kf2 - H8e2+ 29. Kg3 - Dc3+ og hvítur gafst upp. Eftir 30. Hd3 -He3+ tapar hann biskupnum á h3 og svartur .hefur áframhaldandi mát- sókn. Helgarskákmót á Bíldud- al á vegum Tímaritsins Skák fer fram nú um helg- ina og hefst í kvöld. SKÁK llmsjón Margcir ,Pctursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á skipsmótinu, Skák- þingi Islands, landsliðsflokki, sem lauk á mánu- dagskvöldið. Magnús Örn Úlf- arsson (2.290) var með hvítt, en Jó- hann Hjartarson (2.570), stórmeist- ari, hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 25. Hg3-g2? 25. - Bxe4! 26. fxe4 - Hxe4 27. Eim- ÞESSI duglegu systkin frá Hvammstanga héldu hlutaveltu nýlega og færðu barnastarfi Hjálpar- sjóðs RKI ágóðann sem varð 1.900 krónur. Þau heita Anton Albert og Kristrún Osk. Hlutavelta Víkverji skrifar... VÍKVERJI var á dögunum að fletta Óperublaðinu, en með- al efnis þess eru „óperupunktar", þar sem í stuttfréttum er meðal annars getið um ýmislegt af gengi íslenzkra söngvara erlendis. í þessu blaði er sagt af ferð Kristms Sigmundssonar og Guð- jóns Óskarssonar á fjalir Scala, en fréttir af góðri frammmistöðu þeirra félaga þar berast okkur ein- mitt þessa dagana. Hanna Dóra Sturludóttir sigraði í ljóðasöng- keppni í Þýzkalandi fyrir skömmu og Jóhann Smári Ævarson bassa- söngvari hefur undirritað samning við óperuhúsið í Köln, þar sem þrír aðrir íslenzkir listamenn starfa; Erlingur Vigfússon söngv- ari, Gerður Gunnarsdóttir, fiðlu- leikari, og Katrín Hall ballettdans- ari, sem senn er á heimleið til ís- land. Tómas Tómasson bassa- söngvari mun næsta vetur syngja á sviði Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, þar sem Jón Rúnar Arason söng sig til verð- launa á dögunum. Sólrún Braga- dóttir söng nýlega greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós í Belfast á ír- landi og Þóra Einarsdóttir, sem nú syngur Dísu í Galdra-Lofti Jóns Ageirssonar, heldur á ný til Eng- lands í sumar til að syngja í Töfra- flautunni og verður farið í leikferð með þá sýningu. xxx LOKS skal hér tíundað úr Óperu- blaðinu, að Garðar Cortes sem nú sveiflar tónsprotánum á sýning- um Galdra Lofti, hefur fengið til- boð frá óperunni í • Helsinki um meiri söng þar í kjölfar Ótelló, sem hann söng þar til Galdra-Loftur seiddi hann heim. Þeir sem til þekkja munu af þessu sjá, að margir íslenzkir söngvarar, sem starfa úti, eru hér ónefndir. Það er því hreint ekki svo lítill hóp- ur Islendinga, sem hefur haslað sér söngvöll erlendis. Og hann er alltaf að stækka. xxx NEYSLA á munntóbaki, eða sænsku skroi, meðal ung- menna hefur farið vaxandi á síðari árum eins og fram kom í blaðinu í gær. Sérstaklega hefur þessi sóða- skapur verið áberandi meðal íþróttamanna, sem margir hverjir eru þó í fremstu röð. Fyrst heyrði skrifari af notkun þessara tóbakskúlna, sem hnoðaðar eru fram og aftur uppi í gómnum, hjá heimsþekktum sænskum knatt- spyrnumanni á áttunda áratugnum, og margir öpuðu ósiðinn eftir stjörnunni. Einmitt áNorðurlöndum hefur þetta verið vinsælt, einhvers konar tískubóla, sem breiðst hefur mjög út. Út af fyrir sig er þetta ekki ósvip- að og að taka í vörina eins og eldri íslendingar hafa margir prófað, én það sem meðal annars er sérlega ógeðfellt við sænska skroið er að ungir strákar falla fyrir þessu og telja slíka eiturneyslu flotta. Sem betur fer hefur Alþingi íslendinga samþykkt að banna notkun munn- tóbaks og vonandi tekst að fram- fylgja banninu og þeim ákvæðum öðram sem er að finna í nýju tób- akslögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.