Morgunblaðið - 07.06.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.06.1996, Qupperneq 1
\ ■ GLÍMA VIP SIÐAREGLUR/3 ■ RAUTT LJÓS/3 ■ FRÁ PÓSTVERSLUN TIL VERSLUNARVELDIS/4 ■ SUÐ í EYRA/5 ■ UNGBARNAVERND/6 ■ REÐASAFIM/6 ■ HRÁ HÖNNUIM/7 ■ UNGMENNI ELTA TÍSKUNA/8 Karlmenn í skærum litum, appelsínugulum og grænum KONUR hafa löngum verið óhræddari en karlmenn að klæðast litríkum fötum. Núna hafa ungir menn með hækkandi sól hins veg- ar tekið verulega við sér og útlit er fyrir að skær- grænir og appel- sínugulir Iitir verði vinsælir í sumar. Síðasta sumar bar á þessari tísku en í aðeins daufari litum. Núna fást á hinn bóginn skær- ar skyrtur, peys- ur, bolir og jafnvel nærbuxur í búð- um. „Sterkir og skærir litir eru að verða áberandi,“ sagði Kristinn S. Thorarensen í versluninni Kókó. „Skærgrænn er^ sumarliturinn," segir Arnar Gauti Sverrisson í Jack & Johns-verslun- inni og bætir við að skær skyrta eða peysa sé vin- sælt við svartan jakka. „Það er til alls kyns klæðnað- ur á karlmenn í skærum litum, til dæmis vesti.“ Starfsmaður í versluninni Joe’s segir allan klæðnað nema skó vera til í skærum litum, og að segja megi að svart, hvítt og skært sé í tísku. Hann upplýsir að íslenskir karlmenn velji v-hálsmál og að vera í skyrtum hnepptum frá við hálsinn og því sé bindið á undan- haldi. í versluninni Sautján var að finna skærar appelsínugular og grænar stutterma skyrtur, peysur, boli. Og í Bogart var skærappel- sínugulum fatnaði stillt upp, eins í Hanz. Skæru litirnir hafa tekið sæti jarð- litanna sem voru áberandi síðasta sumar. Skærappelsínuguli og sítr- ónugræni liturinn hverfur hins vegar ekki í haust úr búðum, því hönnuðuðir hafa gert haust- og vetrarklæðnað í þessum litum, og verslunareigendur hér segja að innan um hefðbundna liti næsta vetur muni skína í skært. Danskir karlar skærari Samkvæmt fréttum úr tísku- búðum á öðrum Norðurlöndum virðast til dæmis danskir karlmenn enn djarfari í klæðaburði en ís- lenskir. Þeir ganga galvaskir um í skærappelsínugul- um, rauðum, blá- um, gulum og grænum buxum. Hugsanleg skýring á þessari dirfsku er góða veðrið þar. Enda kemur í Ijós að skær föt seljast vel hér á sólrík- um dögum. Daglegt líf dubbaði tvo unga menn upp fyrir lesendur, annan í peysu frá Sautján, hinn í föt frá Bogart. ■ Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Þorkell Þagnar- skyldan HVER einstaklingur á sér leyndarmál sem hann kærir sig ekki um að aðrir viti, en stundum neyðist hann til að tala og þarf að treysta á trúnað annarra og þagnar- skyldu. En hversu ríka áherslu leggur fólk í hinum ýmsu starfsstéttum á þagnar- skylduna og hvenær getur verið rétt að ijúfa þögnina? Hvaða rök og ástæður gera þagnarskylduna ógilda? Leitað var svara við þess- um spurningum með því að kanna hvað þagnarskyldan er og spyrja fólk úr nokkr- um starfsstéttum um hana. Einnig eru sögð nokkur íslensk dæmi um trúnaðar- brot. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.