Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 B 7 DAGLEGT LÍF kransæðasjúkdóms, hár blóðþrýst- ingur, hækkuð blóðfita og sykur- sýki. Rannsóknin byggir á mjög ná- kvæmum skrám sem .ljósmæður héldu á sínum tíma á þessum svæð- um og hafa verið varðveittar. Þegar farið var að rekja hvernig þessir ein- staklingar þyngdust á fyrsta ári kom í ljós að dánartíðni úr kransæðasjúkdómi var þrisvar sinnum hærri meðal karl- manna, sem vógu 8,2 kg eða minna við eins árs aldur held- ur en þeirra, sem voru 12,3 kg eða meira. Áhrifa lélegrar næringar gætir þannig áfram fram yfir fæðingu, á þann hátt að þeir sem nærð- ust ekki nægilega vel á fyrsta ári áttu frekar við þessi vandamál að etja og dógu síðan úr kransæðasjúk- dómi. Kenningin er því sú að næringaskortur með seinkuðum vexti í frumbernsku geti leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðasjúkdóms, heilabæð- ingar og skyldra vandamála svo sem háþrýstings, hárrar blóðfitu og sykursýki, burtséð frá erfðum. Hér virðist vera um afleiðingu forritunar (prógrammer- ingar) að ræða, þar sem ákveðið áreiti eða áfall á einhverju viðkvæmu tímabili í frumbernsku veldur viðvar- andi breytingu á gerð og starfsemi ýmissa líffæra, svo sem briskirtils, lifrar og æða. Þetta er stórmerkileg tilgáta ef rétt er. Spurningin er hvort hægt er að gera slíka rannsókn á íslandi með því til dæmis í fyrstu að bera saman ákveðin atriði fæðing- arskráningar við skýrslur Hjarta- verndar." Áreiti á viðkvæmum tímabiium Augljóslega er mjög erfitt að rann- saka áhrif næringar ungbarna á heil- brigði síðar á ævinni. Flestar rann- sóknir hvað þetta varðar eru því aft- urvirkar eins og til dæmis rannsókn- ir Barkers, sem byggja á gömlum heimildum. Gagnrýnendur kenning- arinnar hafa bent á að félagslegar aðstæður fyrr á árum hljóti að skipta verulegu máli eins og til dæmis fá- tækt. En rannsóknir Barkers byggja ekki eingöngu á gömlum skrám held- ur eru studdar fjöldanum öllum af dýratilraunum. „Dæmi um slíka for- ritun er til dæmis að ef fimm daga rottustelpa er sprautuð með karl- kynshormóni fær hún hvorki egglos við kynþroska né sýnir kvenkyns- hegðun eins og vera ber. Ef sama rotta fengi aftur á móti sprautuna ekki fyrr en tuttugu daga gömul kemur það ekki til með að hafa nein áhrif. Þetta sýnir að ákveðið áreiti á viðkvæmu tímabili, sem í þessu til- viki eru nokkrir dagar eða svokallað- ur gluggi, veldur viðvarandi breyt- ingu á lífeðlisfræðilegri starfsemi rottunnar. Ýmsir hafa mótmælt kenningu Barkers, sem er afar sann- færandi og svarar jafnharðan allri gagnrýni," sagði Gestur. ■ Hrá hönnun þar sem efninotkun er í fyrirrúmi í AMSTERDAM er starfsrækt- ur hollenskur hönnunarhópur sem kallar sig Droog Design eða „hrá hönnun“ eins og það útleggst á íslensku. Með því er átt við að verk þessa hóps eru stílhrein og einföld og efnisnotkunin situr í fyrirrúmi. Eiginleikar efnisins eru nýttir til hins ítrasta og þeir fá að njóta sín í einfaldleika hlut- anna. Hönnuðimir leggja líka mik- ið upp úr tilrauna- og þróunar- vinnu með mismunandi efni. Nýjasta hönnun Droog Design og framleiðsla eru ljós og húsgögn úr ýmis konar plastefnum sem þau þróuðu í samvinnu við geim- vísindadeild Tækniháskólans í Delft. Hópurinn lagði áherslu á möguleika plastsins og þær breyt- ingar sem á því efni hafa orðið síðastliðin ár hvað varðar gæði, áferð og eiginleika. Nýju hlutirnir voru kynntir í Mílanó í apríl sl., en það var ein- mitt vorið 1993 sem Droog Design sýndu þar í fyrsta skipti. Sú sýn- ing vakti feikilega athygli og varð hópurinn þekktur á einni kvöld- stund í hönnunarflóru borgarinn- ar og víðar í heiminum. Allt frá því hefur Droog Design haldið ötullega áfram í hönnun og þróun nytjahluta. Hópurinn sér sjálfur um framleiðslu og dreifingu, en sumar vörurnar eru framleiddar í litlu upplagi. Hlutir Droog De- sign hafa orðið mjög vinsælir og þykja einfaldir, ferskir og skemmtilegir. Erfitt er að skilgreina einhvetja sérstaka stefnu hjá hópnum. Þó eru þrir eiginleikar sem einkenna hlutina frá hönnuðunum; nýting eiginleika hráefnisins, umhverfis- væn sjónarmið með tilliti til endur- vinnslu og mikil kímnigáfa. Eflaust orsaka allir þessir þættir vinsældir Droog Design og verður gaman að sjá fleira frá þessum frjóa hóp í framtíðinni. Droog Design verður með í samsýningu um hollenska hönnun í The Museum of Modern Art í New York frá 27. júní. Einnig verður heildarsafn hópsins til sýn- is í Kunstindustretmuseum í Hels- inki frá 17. september til 1. nóv- ember. ■ Sigríður Heimisdóttir LJÓS úr trefjaplasti STÓLL fléttaður úr carbon-trefjum. UPPBLASANLEG ljós SÉRKENNILEG kommóða sem var eitt af fyrstu verkum Droog Design hópsins sem vakti at hygli. Kristín Gunnarsdóttir konuna mína: „Er hann alveg „normal“7“ „En hvers vegna ekki? Reðasafnið er einstakt og hægt að hafa gaman af þessu,“ segir Sigurður. Hann hef- ur fengið heimsóknir frá útlöndum og sagt hefur verið frá safninu bæði í sænska sjónvarpinu og því breska. Ég spyr hann hvort það fari ef til vill fyrir honum eins og sumum öðr- um íslendingum að verða fyrst viður- kenndur af útlendingum? „Ætli upphefð mín komi ekki að utan nema hún komi úr Hafnar- firði,“ svarar Sigurður, sem hefur sótt um húsnæði undir safnið til Hafnarfjarðarbæjar eftir að þijár nefndir Reykjavíkurborgar komu sér undan því að afgreiða málið. „Hafnfírðingar eru kannski líklegir til fínna gott húsnæði undir Hið ís- lenska reðasafn," segir Sigurður. „Þeir hafa nefnilega húmorinn í lagi.“ „Ef mér auðnast að opna safn vil ég gera það almennilega og beita til þess nútíma sýningartækni. Gera það með öðrum orðum safnfræðilega vel, því söfn geta verið skemmtileg," seg- ir hann. ■ Gunnar Hersveinn HILLUR á reðasafninu með reð í formalíni og listmuni.. Morgimblaðið/Ásdis Hið íslenska reðasafn REÐURSTOFAN rekur Hið ís- lenska reðasafn og tilgangurinn er að hýsa reði allra íslenskra spendýra á láði og legi. Á reða- safninu er skrá yfir allar tegund- ir íslenskra spendýra og er hún á sex tungumálum öðrum en ís- lensku og latínu; norsku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Hinu íslenska reðasafni er skipt í fjórar deildir. Hin fyrsta er hvalir og eru þeir eins og önnur dýr á safninu merktir táknum um hvort eftirfarandi eigi við: Útrýmt við ísland, flæk- ingur, fátíður flækingur, algeng- ur við ísland. Úr fyrstu deild má nefna búr- hval, hnísu og steypireyði en um hana stendur í skrá: Rekin á fjöru í Sandvíkum undir Hafna- bergi, 06.03.1993. Hvalurinn lim- skorinn 12.03.93. Ungt dýr, rúm- lega 17 metrar. Reður heill, salt- aður, þurrkaður, uppsettur á skjöld með silfurplötu. Önnur deild safnsins nefnist Birnir, en í henni er einn gripur: Sin og eistu ísbjarnar, sem geymt er í formalíni. Selir eru í þriðju deild s. rnsins og má nefna blöðrusel, landsel og rostung, en um hann stendur: „Os penis. Fairbanks, Alaska, 23.09.1991. Ásamtóðinum „Ode to an Oosik. Þráinn Bertelsson, Reykjavík." Landspendýrin eru fjölskúð- ugasti flokkurinn og tilheyra fjórðu deildinni. Nefna má úr henni geithafur, hagamús, hrein- dýr og ref en um hann stendur: „Úngt dýr. Tekinn við greni í vestari brekku Rugludalsbungu ásamt gamalli læðu og tveimur yrðlingum, 10. júlí 1995. Bæði dýrin hvít. Geymdur í formalíni. S.H. Akureyri í júlí 1995. Skott varðveitt. Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná.“ Samanlagt eru sextíu reðir á safninu af 32 tegundum. 18 stykki af 9 tegundum hvala, 16 stykki af 6 tegundum sela, 24 stykki af 15 tegundum landspen- dýra, auk reðs af rostungi og ísbirni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.