Morgunblaðið - 08.06.1996, Side 1

Morgunblaðið - 08.06.1996, Side 1
 + BLAÐ ALLRA LANDSMANNA P«nr@iMttl»Ií<í<ií> C 1996 LAUGARDAGUR 8. JÚNI BLAD Einar Baldvin fer í Stjörnuna EINAR Baldvin Árnason, handknattleiksmaður, sem leikið hefur með KR, ákvað í gær að ganga til liðs við Stjörnuna úr Garðabæ fyrir næsta keppnistímabil. Einar, sem er 22 ára og var í landsliðshópi Þorbjarnar Jenssonar um tima í fyrra, hefur leikið sem leikstjómandi með KR en var valinn sem línumaður í landsliðshópinn á sínum tíma. Hann er taUnn mjög góður varnarmaður, og á ekki langt að sækja hæfileikana á þvi sviði - faðir hans, Árai Indriðason, fyrrum fyrirliði Víkings og landsliðsins, var mikill varnarjaxl er hann var upp á sitt besta. Um helgina kemur til landsins alsírskur lands- liðsmaður, örvhent skytta sem leikið hefur í Frakk- landi siðustu tíu ár, til að skoða aðstæður hjá Stjöraumönnum. Hann mun mæta á æfingu á mánudag og eftir það kemur í yós hvort Stjörnu- menn hafa áhuga á honum. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við Eyjamenn. FRJALSIÞROTTIR Christie kom fram hefndum MIKIÐ var um að vera í heimi fijáls- íþrótta í gær. í Moskvu var haldið annað stigamót Alþjóða fijáls- íþróttasambandsins Evrópu og í Nurnberg í Þýskalandi reyndu menn og konur einnig með sér. Þar bar hæst einvígi Olympíumeistarans í 100 m hlaupi, Linfords Christies, frá Bretlandi og heimsmeistarans í greininni, Kandamannsins Donovans Baileys. Christie vann þar sætan sigur á 10,06 sekúndum, minnugur ófaranna gegn honum á HM í Gauta- borg í fyrra. Bailey varð skrefi á eftir á 10,08 sek. Þeir eru á mynd- inni, Christie til hægri. Á sama móti varð heimsmethafinn í 110 m grindahlaupi, Colin Jackson að gera sér að góðu þriðja sætið og var þetta í annað skiptið í vikunni sem hann sér á eftir Þjóðveijanum Florian Schwarthoff fyrstum í mark í þeirri grein sem hefur verið hans aðal. í Moskvu vakti hlaupadrottningin Merlene Ottey frá Jamaíka mesta athygli, en einvígi hennar og Irinu Privalovu, fótfráustu stúlku Evrópu, hafði verið beðið með nokkurri eftir- væntingu. Skemmst er frá að segja að Ottey sigraði auðveldlega; hljóp á 10,92, sem er besti tími hennar í ár." ■ Úrslit / C2« Reuter KNATTSPYRNA Verðsku Idaðu r Stjömusigur STJARNAN vann Keflvíkinga verðskuldað með einu marki gegn engu í 1. deild karla í knattspyrnu Keflavík í gær- kvöldi. Valdimar Kristófersson skoraði sigurmarkið í upphafi leiks. Stjarnan er þar með kom- in með sex stig eftir þrjá leiki og er komin ítoppbaráttuna, upp að hlið ÍA. Stjarnan byijaði leikinn með lát- um og það var ekki nema ein mínúta liðin af leiknum er Goran Micic komst í gegn- um vörn Keflvíkinga og vippaði yfir Ólaf Gottskálksson markvörð sem kom hlaupandi út á móti og boltinn hafn- aði í stönginni og þaðan skaust hann út á völlinn. Áfram héldu Stjörnumenn og réðu gangi leiksins og uppskáru sigurmarkið á 10. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar voru þeir nálægt því að bæta öðru marki við er Kristinn Lárusson skallaði rétt yfir eftir hornspyrnu Baldurs Bjarnasonar. Á þessum kafla fór leikurinn aðallega fram á vallarhelmingi Keflvíkinga, sem áttu í vök að vetjast. Keflvíkingar fengu besta færi sitt í leiknum er Jóhann B. Guð- mundsson komst í gegn, náði að spyrna að marki, Bjarni Sigurðsson varði og missti boltann út aftur á Jóhann sem mokaði boltanum yfir markið af markteigslínu. Ragnar Árnason átti síðan skot í stöng Keflavíkurmarksins eftir snarpa sókn Stjörnumanna. Mínútu síðar voru Stjörnumenn enn aðgangs- harðir er Valdimar var hársbreidd frá því að pota boltanum í netið eftir hornspyrnu. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri með stórsókn gestanna. Goran Micic var nálægt því að skora er Oa 4[ Heimir Erlingsson ■ I sendi inn á vítateig frá hægri kanti á 10. mínútu. Keflvíkingum mistókst að hreinsa frá og boltinn datt niður við fætur Valdimars Kristó- ferssonar sem var einn og óvaldaður á vítateignum og átti ekki í vandræðum með að setja boltann í hægra markhornið framhjá Ólafí Gottskáikssyni. hann skallaði boltann að marki eft- ir fyrirgjöf Kristins Lárussonar, en Ólafur Gottskálksson bjargaði meistaralega í horn. Og skömmu síðar þurfti Ólafur aftur að taka á honum stóra sínum til að bjarga skalla frá Hermanni Arasyni. Kefl- víkingar áttu síðasta tækifærið til að jafna er varamaðurinn Guðjón Jóhannsson átti bakfallsspyrnu að marki eftir sendingu Georgs Birgis- sonar en Bjarni Sigurðsson varði meistaralega alveg út við stöng og sýndi að hann hefur litlu gleymt. Sigur Stjörnumanna var sann- gjarn því með réttu hefðu þeir átt að vera þremur mörkum yfir í hálf- leik, en markstangirnar komu í veg fyrir það. Leikur liðsins var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Boltinn fékk að fljóta vel á mllli manna en eftir því sem liða tók á leikinn fór mesti vindurinn úr þeim. Miðjuspilið var sterkasti hluti liðsins, enda þar leik- menn á borð við Baldur Bjarnason, Valdimar Kristófersson og Kristin Lárusson sem hafa mjög góða boltatækni. Vörnin stóð einnig vel fyrir sínu. Keflvíkingar náðu sér aldrei al- mennilega upp úr meðalmennsk- unni og sóknin var algjörlega bit- laus. Þeir voru aðallega í varnar- hlutverkinu, sérstaklega i fyrri hálf- leik. Vörnin var traustasti hlekkur liðsins enda mæddi mjög á henni í leiknum. Miðað við frammistöðu liðsins í þessum leik eiga leikmenn Keflavíkurliðsins erfitt sumar í vændum. ■ Grindavík / C4 Valur B. Jónatansson skrifar KNATTSPYRNA: UÐIN í C-RIÐLIEVRÓPUKEPPNINNAR í ENGLANDI / C2, C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.