Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Krístjár B. Snorrason skrífar Jafnt í toppslag Lið Skallagríms og Fram skildu jöfn, 2:2, í mjög skemmtilegum leik í toppbaráttu 2. deildar í Borg- arnesi í gærkvöldi. Leikurinn byijaði mjög íjörlega og eft- ir aðeins ellefu mín. var staðan orðin 2:1 fyrir Fram. Valur Fannar Gíslason skoraði fyrst fyrir gestina eftir skemmtilegt spil, Þórhallur Jónsson jafnaði með stórglæsilegu þrumu- skoti utan vítateigs en Borgnesingar _ voru vart hættir að fagna er Þorvald- ur Ásgeirssonar kom Fram aftur yfir með glæsilegu skoti. Framarar voru tvisvar nálægt því að skora; Þórhallur Víkingsson fékk dauðafæri sem fór forgörðum. Þor- björn Atli Sveinsson skaut svo í stöng úr aukaspyrnu á 36. mín. en skömmu síðar jafnaði Valdimar Sig- urðsson fyrir heimamenn. Seinni hálfleikur var í jafnvægi framan af en er líða tók á náðu Framarar undirtökunum og sóttu _ ákaft síðustu mínúturnar, með sann- kallaðri stórskotahríð að marki heimamanna. Næst komst Anton Björn Markússon því að skora; átti mjög gott skot í þverslá og niður en Borgnesingar hreinsuðu frá á elleftu stundu. Tíu mín. fyrir leikslok kom gamla kempan Guðmundur Steinsson inn á hjá Fram, en hann skipti á dögunum í sitt gamla félag úr 1. deildarliði Stjörnunnar. Hólmsteinn Jónasson og Þor- björn Atli Sveinsson voru bestu menn Fram en varnarmennirnir Jakob Hallgeirsson og Alfreð Karls- son stóðu upp úr í liði heimamanna. Morgunblaðið/Kristinn KRISTINN Tómasson, leikmaður Fylkls, skallar að markl gestanna úr Grlndavik. Albert Sævars- son, Gunnar Mór Gunnarsson (3) og Guðjón Ásmundsson eru vlð öllu búnlr. Grindvíkjngar bnitu ísinn í Árbænum Markalaust í Laugardal » 4 Edwin Rögnvaldsson skrífar ÞRÓTTARAR tóku á móti Leikni á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og fagn- aði hvorugt liðið sigri að þessu sinni. Leikurinn var frekar daufur í upp- hafi en jafnræði var með liðunum og færi af skornum skammti. Þróttarar voru fyrri til við sköpun marktækifæra og á 18. mín- útu átti Gunnar Gunnarsson skalla í stöng Leiknismarksins. Leiknis- menn tóku fljótlega við sér eftir það og áttu nokkrar hættulegar skyndi- sóknir um miðbik fyrri hálfleiks en inn vildi boltinn ekki. Hraðinn í leikn- um minnkaði töiuvert þar til flautað var til leikhlés. Þróttarar voru sterkari aðilinn í upphafi síðari hálfleiks og áttu ágætis færi. Þróttarar héldu upp- teknum hætti og áttu annað gott færi á 78. mínútu er Páll Einarsson skallaði í þverslána. Þjálfari Leiknis, Ingvar Jónsson, skipti varamannin- um Guðjóni Ingasyni inn á er 12. mínútur lifðu eftir af leiknum og lífg- aði það upp á leik Leiknismanna. Á 85. mínútu komst Heiðar Ómarsson inn í vítateig Þróttara og skaut föstu skoti í stöngina. Félagi hans, Róbert Arnþórsson, fylgdi á eftir en boltinn fór rétt framhjá. Fátt virtist ætla að koma í veg fyrir markalaust jafntefii en þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum fékk Willum Þór gullið tækifæri til að færa liði sínu sigur en skot hans var varið örugglega af Axeli Lopez. LEIKMENN Grindavíkur brutu loks ísinn er þeir heimsóttu Fylkis- menn í Árbæinn í gærkvöldi í 3. umferð 1. deildar karla í knatt- spyrnu. Þeir skoruðu fyrstu mörk sín á leiktíðinni og um leið og þeir innbyrtu fyrsta sigurinn - lokatölur 2:1. „Okkur var spáð falli í vor og því verðum við að mæta í hvern leik til þess að afsanna þá spá,“ sagði Guðmundur Torfason, þjálfari og leikmaður Grindavíkur, að leikslokum. Þetta var fyrsta heimsókn hans á Fylkisvöllinn þar sem hann var einn húsbænda í fyrra „Þess vegna var þessi sigur sætari en ella,“ bætti hann við með sigur- bros á vör. Fylkis liðið olli vonbrigðum í gærkvöldi. Leikmenn liðsins voru seinir í gang og gáfust svo alveg upp í síðari leikhluta. Það var ekki fyrr en undir miðjan fyrri hálfleik sem þeir fóru að ná tökum á gestunum sem byijuðu áftarlega og virtust hikandi. Þá Ivar Benediktsson skrifar náðu miðjuleikmenn Árbæinga góð- um tökum á leiknum og byggðu þar upp tækifæri sem illa gekk að moða úr er nær dró marki Grinda- víkur. í stað þess að senda fyrir markið með fyrstu snertingu þruftu þeir oft að leggja knöttinn fyrir sig og þegar loks kom sending var tækifærið fyrir bý. Besta tækifærið kom á 27. mínútu, Ólafur Stígsson 1B^\Á 32. mínútu fékk Finnur Kolbeinsson knöttinn fimm ■ ^Jmetrum fyrir utan vítateig Grindavíkur, hægra megin, og hugsaði sig ekki um tvisvar heldur skaut föstu skoti með vinstri fæti á fjærstöngina, Albert Sævarsson markvörður Grindavíkur hikaði við og knötturinn skall í stöng og inn. 1a *fl Zoran Ijubicic tók aukspymu hægra megin á móts við ■ I miðjan vítateig Fylkis á 48. mínútu. Hann sendi inn í miðj- an vítateiginn þar sem Milan Stef&n Jankovic stökk hæst og skall- aði knöttinn fast í hægra markhomið, óveijandi fyrir Kjartan Sturlu- son markvörð. 74. mínútu lék Zoran Ljubicic upp hægri kantinn og er ■ mmhann var kominn upp að endalínu fór hann með knöttinn inn í vítateiginn þar sem hann lék á tvo varnarmenn Fylkis, sendi hnitmið- aða sendingu með jörðinni á fjærstöng þar sem Kekic Siusa renndi boltanum í markið. fékk stungusendingu inn fyrir vörn Grindavíkur og var hársbreidd frá knettinum er Albert Sævarsson markvörður gómaði knöttinn. Vandamál Grindavíkur var á miðj- unni þar sem leikmenn töpuðu hveiju návíginu á fætur öðru og og þrátt fyrir vankanta á sóknar- leik Fylkis gat það ekki endað nema á einn veg, þann að Fylkir skoraði eitt mark og þar við sat í hálfleik. Greinileg hamskipti urðu á gest- unum í hálfleiknum því strax í upp- hafi hans komu þeir sem grenjandi ljón og á fyrstu tveimur mínútunum fengu þeir tvö upplögð marktæki- færi en hvorugt gaf eitthvað af sér. En greinilegt var að hugarfars- breyting hafði átt sér stað hjá þeim. Þeir komu framar á völlinn og gáfu hvergi eftir í návígjum. Þessi mót- spyrna kom Fylkismönnum í opna skjöldu og í stað þess að reyna að beijast á móti gáfu þeir eftir og það kann ekki góðri lukku að stýra. Grindvíkingar tóku völdin á vellin- um og skoruðu tvö mörk og áttu skilið a.m.k. eitt til viðbótar. Þijár leikmannaskiptingar hjá Fylki breyttu engu. Leikurinn var lengst af ekki mikið fyrir augað en gaman var að sjá að Grindvíkingar náðu að hrista af sér slenið í síðari hálfleik eftir flatneskju fyrri hálfleiks. Fylkismenn hurfú inn í skel er þeir mættu mótlæti óg „karakters- leysið" kristallaðist í leik þeirra með litlum árangri. Guðbjörg með ís- landsmet GUÐBJÖRG Viðarsdóttir úr HSK bætti eigið íslandsmetið í sleggjukasti á raðmóti FH sem haldið var í fyrrakvöld. Sleggjan sveif 39,88 metra hjá Guðbjörgu, en gamla metið var 35,36 metrar. Það met setti Guðbjörg í septem- ber í fyrra. Jón A. Sigurjónsson úr FH var ekki langt frá íslands- meti karla í sleggjuksti; kast- aði 64,98 metra en Guðmund- ur Karlsson á metið úr FH á metið, 66,28 m. TENNIS Kafelnikov burstaði Sampras RÚSSINN Yevgeny Kafelnikov komst í gær í úrslit á Opna franska meistaramótinu í tennis er hann lagði Pete Sampras, Bandaríkjunum, að velli í þremur settum, 7-5, 6-0, 6-2. Hann leikur til úrslita á sunnu- daginn við Þjóðveijann Michael Stich sem bar sigurorð af Ólympíumeistar- anum Marc Rosset 6-3, 6-4, 6-2. Kafelnikov, sem er í 6. sæti styrk- leikalista tennismanna, komst þar með í fyrsta sinn í úrslit á einu af stóru mótunum fjórum og fyrsti Rússinn sem kemst í úrslitaleik á þessum stórmótum síðan 1973 að Alex Metreveli spilaði um sigurláun- in í Wimbledon. Sigur Kafelnikovs á Sampras var mjög sannfærandi. Fyrsta settið var jafnt en tók greinilega mikinn kraft frá Sampras sem hefur þurft að leika fimm sett í öllum leikjum sínum í mótinu. Rússinn lét því kné fylgja kviði í tveimur næstu settum og fékk Sampras, sem sigraði í mótinu í fyrra, ekki ráðið við kraftmikinn og hnitmiðaðan leik andstæðings síns. Michael Stich lék sér að sviss- neska tröllinu Marc Rosset í 95 mín- útna langri viðureign þeirra og virð- ist Þjóðveijinn vera í góðri æfingu um þessar mundir. Sjálfstraustið var svo sannarlega í góðu lagi og engu líkara en hann hefði leikið margoft til undanúrslita en ekki bara einu sinni eins og staðreynd er - árið 1991. Þessi fyrrum Wimbledon meistari leikur þess vegna til úrslita í þessu móti í fyrsta skipti á ferli sínum. UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur: 1. deild karla: Laugardalsv.: Valur - KR...........16.30 Kópavogsvöllur: Breiðablik - ÍBV......17 Ólafsfjörður: Leifur - ÍA.............17 3. deild : Gróttuvöllur: Gótta - Þróttur N....16.30 4. deild: Ásvellir: ÍA-Njarðvík.................17 Pat’fjörður: Hörður - Geislinn........17 2. deild kvenna: Selfoss: Selfoss-FH...................17 Egilstaðir: Höttur - Einherji.........17 Mánudagur: 1. deild kvenna: Akureyri: ÍBA-Stjarnan................20 Kópavogsvöllur: Breiðablik - ÍA.......20 KR-völlur: KR-ÍBV.....................20 Varmárvöllur: UMFA-Valúr..............20 Frjálsíþróttir J.J. mót Ármanns til heiðurs Jóhanni Jó- hannssyni heiðursfélaga Glimufélagsins Ármanns og föður fijálsíþróttadeildar fé- lagsins níræðum fer fram á Laugardals- velli sunnudaginn 9. júní og hefst klukkan 13 og lýkur tveimur tímum síðar. Margir af sterkustu fijálsíþróttamönnum landsins verða á meðal þátttakenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.