Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ augum á upptökutækin á borðinu og segist hafa ein- hveiju sinni (kannski í fyrsta og síðasta skipti?) tekið við- tal við ónefndan mektar- mann og talið sig sigla lygn- an sjó í því sambandi. Annað kom hins vegar í ljós. „Ég taldi mig hafa undir- búið mig á allan hugsanlega máta. Eg ætla ekki að segja hver viðmælandinn var en þegar um hálftími var liðinn af samtali okkar hringdi sím- inn hjá honum og ég ákvað að athuga hvort upptakan væri ekki í lagi,“ segir Bowie. „Ég hafði kveikt á upptökutækinu en fyrir hljóðnemann var sérrofi sem ég hafði ekki gætt að setja í samband, þannig að fyrir eyru bar hálftímalöng þögn. Ég kveikti á rofanum og hélt áfram með viðtalið í um þijátíu mínútur til viðbótar og byggði viðtalið á þeim kafla. Þetta var skelfilega miður því að spjallið á undan hafði verið hörkugott,“ segir hann og þótt að atvikið vekji bros er ekki laust við að um mig fari uggur, að minnsta kosti sé ég ástæðu til að beygja mig yfir tólin á borð- inu og athuga hvort segul- bandið rúlli ekki með eðlileg- um hætti. Getur merö verió list? Allt virðist í sóma og talið berst að Outside, sem er ávöxtur endurnýjaðs sam- starfs Bowies og Brians Enos en saman unnu þeir þríleikinn öfluga Low, Hero- es og Lodger á seinni hluta áttunda áratugarins. Að sumra mati náði listsköpun Bowies hæstum hæðum í því samstarfi. í þeirri skoðun leynist sannleikskorn en hún er samt fullmikil einföldun að mér finnst, þar sem marga tilkomumikla tinda er að sjá þegar litið er um öxl. Ef það sem liðið er af ævistarfi Davids Bowies væri líkt við land, væri Nep- al eða Sviss nærtækustu dæmin; mikil fjöll og fögur, en illvíg sum og stundum á brattann að sækja. Þó er Dagbók söngelska spæjarans „Platan hefur eiginlega sjálf tekið slíkum breytingum. Breskt tímarit hafði beðið mig um að skrifa dagbók sem lýsti lífi mínu um tveggja vikna skeið eða svo. Þetta átti að vera grein af því tagi sem margir kannast við; einhver nafntogaður einstaklingur hefur orðið. Mér fannst hugmynd- in ekki ýkja spennandi og þróaði þess í stað persónuna Nathan Adler og skrifaði uppskáldaða dagbók í hans nafni. Hún íjallaði fremur um áferð samtímans eða þann vef sem hann er ofinn úr en leiðinlegan hvunndag undirlagðan af upptökum í hljóðveri og öðru þess háttar. Þessi skrif urðu kveikja eða uppistaða plötunnar. Mexíkóskur teiknari fékk söguþráðinn síðan lánaðan og breytti honum í teiknimyndasögu og nýverið setti belgískur höfundur teiknimyndasagna sig í samband við mig með eitt- hvað svipað í huga. Belginn hefur hreint frábærlega mikla hæfileika og er að mínu mati einn sá frambærilegasti á því sviði. Hann vill búa til heila röð teiknimyndasagna byggða á efninu og leika sér að því fram og til baka. Ég á von á að sú hugmynd verði að veruleika. Hvað mín eigin skrif varðar, held ég að ég muni birta hverja sögu áður en samhangandi plata kemur á markað, þannig að um verði að ræða nokkurs konar sagnabálk eða greinaflokk fyrir tímarit, kannski fjórar eða fimm sögur alls. Bandaríski leikstjórinn Robert Wilson hefur síðan fall- ist á að vinna með okkur Brian við að móta þennan efnivið í mynd leikverks sem sett verði á svið árið 2000. Þegar ég.verð þeirrar skoðunar að efnið í heild sinni gangi jafn vel upp og sjálfstæð lög á þessari plötu og næstu, er tíma- bært að búa því búning. Það er því spennandi vinna fram- undan.“ Skóldsaga í buróarliónum Bowie kveðst hæstánægður með að dagbókarfærslur Nathans Adlers skuli færast á milli tjáningarmiðla á þennan hátt, en „ég hef ekki gert nein framtíðaráform um að enda- stöð þeirra verði skáldsaga." Skáldskapurinn er þó ekki langt undan að sögn Bowies, því hann hefst handa við ritun skáldsögu í janúar á næsta ári, en þá hefur hann tíma aflögu, tvo mánuði án nokkurra fyrirliggjandi verkefna eða annarrar vinnu. „Ég ætla að freista þess að færa hugmynd sem hefur verið að velkjast um í kolli mér í skáldsögubúning. Viðfangs- efnið er í rauninni ekkert leyndarmál en í mjög grófum drátt- um má lýsa söguþræðinum þannig að fjallað sé um ógöngur manns sem lifir mjög efnislegu lífi en er í mikilli þörf fyrir andlegan grundvöll. Eg held að í raun og veru sé þetta fram- hald alls þess sem ég hef fengist við frá fyrstu tíð, að minnsta kosti er grunnstefið nærfellt hið sama og verið hefur til íjallgangan aldrei leiðinleg. Outside er flókin smíði, plata með söguþræði, slung- in sérkennilegum og lifandi persónum og yfír henni er blær sem ber ríkulegri til- raunagleði vitni. Hún er ekki ósvipuð dularfullu ferðalagi til enn dularfyllri áfangastaðar, þar sem fararstjórinn er Nathan Adler, einkaspæjari og jafnaldri höfundar síns. Hann er á gamlársdag árið 1999 að hefja rannsókn á morðinu á Baby Grace Blue, fjórtán ára snótar sem hefur verið hlutuð í sundur á vægast sagt skelfilegan hátt; svo yfirþyrmandi ljótan að dauði hennar er næstum því heillandi. „Enginn vafi lék á að þetta var morð, en var það list?“ spyr spæjarinn í dagbókarbroti sem birtist með plötunni og það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort dráp geti verið listgrein þegar búið er að breyta fórnarlambinu í skúlptúr með hjálp eggvopna og holnála. Stundum hljómar Outside eins og skáldsaga sem hefur verið gædd eigin röddu og því er eðlilegt að forvitnast um hvort einhvern tímann hafi hvarflað að Bowie að móta þennan efnivið í bókarlíki eða kvikmyndahandrit í stað skífunnar. þessa; sú tilfinning að vera slitinn úr tengslum við ákveðnar rætur, standa utan við, samtímis því að vera í leit að einhvetjum tengslum við alheiminn.“ Ymsir gamlir félagar Bowies standa vaktina með honum á Outside, en auk Eno má nefna Mike Garson sem leikur á píanó og skreytti Aladdin Sane eftirminnilega 1973, þar á meðal hið ljúfsára lag, Lady Grinning Soul. Þeir endurnýj- uðu kynni sín fyrir Black Tie/White Noise, en þá höfðu þeir ekki bundið bagga sína sömu hnútum síðan 1974, sem er drykkiangur tími að mati Bowies. Ástæðurnar voru hins vegar af andlegum toga, hversu kátleg sem það kann að virðast. „Mike aðhylltist vísindakirkjuna á þessum árum og það meira en góðu hófi gegndi, sem olli ósætti okkar því ég hafði djúpstæða andstyggð á henni og því sem hún tákn- aði. Að lokum varð hann sömu skoðunar og í dag er vísinda- kirkjan honum mikill þyrnir í augum. Við náðum aftur sam- an í kjölfarið og það hefur verið mikil og góð reynsla að starfa með honum að nýju,“ segir Bowie. „Til að valda einstaklega árangursríkum óþægindum í lífinu þarf virkilega að gera tilraunir með hugsanir og gjörðir“ Morgunblaðið/Anna Theódóra Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.