Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ hefur sótt fjölbreytt aðföng þangað og fundið þeim sess á dægursviðinu. Ymsir hafa saknað leikarans Davids Bowies og er þá ekki úr vegi að benda á að í fyrrasumar brá hann sér í hlut- verk Andys Warhols í kvikmyndinni Basquiat (vinnuheitið var Build a Fort, Set It on Fire), en hún byggist á ævi málarans Jean-Michels Basquiats. Hann átti rætur að rekja til Afríku og lést eftir viðburðaríka en erfiða ævi árið 1988, aðeins 24 ára gamall. „Warhol var einn nánasti vinur Basquiats og vinur minn, málarinn Julian Schnabel, leikstýrir myndinni og bað mig um að taka hlutverkið að mér. Julian hefur náð langt hérna í Bandaríkjunum en kvikmyndin er frumraun hans á því sviði. Ég er búin að sjá hana, tel hana góða og er mjög hrifinn. Ástæðan fyrir því að við Julian eigum auðvelt með að setja okkur hvor í annars spor, er sú að hann álítur eins og ég að maður eigi ekki endilega að festast í einu tjáningar- formi. Vilji maður tjá sig í málverki, kvikmyndagerð, leirkera- smíði, skrifum eða leik, á hann rétt að því að reyna sig þar og vera dæmdur út frá verkinu en ekki bakgrunni sínum, sem er enn nú í aldarlok mjög torvelt að hljóta." í kvikmyndinni er meðal annars að finna öndvegisleikar- ana Gary Oldman, Christopher Walken og Dennis Hopper. Siguijón Sighvatsson er einn þriggja framleiðanda. Bowie er maður þúsund andlita eins og getið var um í upphafi en hann segist ekki bregða sér í líki kvikindanna á Outside á tónleikunum, það bíði aldamóta. „Við reynum að skapa ákveðið andrúmsloft á tónleikum með aðstoð ljósa og sviðsbúnaðar, en ég vil gæta þess vandlega að villast ekki inn á yfirráðasvæði rokksöngleikja," segir hann og glottir. Æskilegl ad máta andlit Þetta umræðuefni vekur hins vegar sjálfkrafa spurningu um hvort tilhneiging hans til að tengja persónurnar sem skotið hafa upp kollinum í tónlistinni (s.s. Ziggy Stardust, Aladdin Sane og The Thin White Duke, auk þess sem minn- isstæð er skopstæling hans á þessari tilhneigingu í hlutverki Screaming Lord Byron, taugabilaðrar stjörnu í myndbandi því sem breski leikstjórinn Julian Temple gerði við lagið Biue Jean) við eigin persónu, hafi einhvern tímann haft áhrif á einkalíf hans. Bowie hikar lítillega áður en hann hann svarar. „Ég hef rætt um þetta á fyrri hluta ferils míns, þegar ég steypti persónunum og veruleikanum saman í eitt þannig að landamærin þar á milli voru ógreinileg. Mörk sviðs og heimsins utan þess voru ekki skýr. En svo er ekki lengur. Mér líður ákaflega vel í hlutverki sögumanns eða höfundar og hef engan áhuga á að taka á mig gervi Adlers, eða Baby Grace. Kannski tengist þetta því að eldast, að öðlast aukinn þroska á einhvern hátt. Ákveðinn „ídealismi“ er algerlega nauðsynlegur fyrir fólk á yngri árum og hann stýrir því hvernig það hagar lífi sínu síðar meir. Ég held því að sambræðingur raunveruleik- ans og einhvers veruleika að eigin vali sé raunar mjög mikilvægur þegar maður er ungur. Þetta er hins vegar iðulega afgreitt sem hluti af vandræðagangi æskunnar, en ég er ekki viss um að svo sé í pottinn búið. Það gætir mikillar tor- tryggni gagnvart uppgerð, eins og við Brian Eno höfum oft rætt um. Þegar maður þykist vera eitthvað annað en hann er, eða tileinkar sér aðra heimspeki eða kenning- ar en þær sem hann ólst upp við, virðist um uppgerð að ræða. En þarna er hins veg- ar um þykjustuleik að ræða, og hann er eiginleiki sem börn búa yfir en okkur er sagt mjög snemma á lífsleið- inni að kæfa þann hæfileika. Og ég er ekki endilega viss um að það sé heppileg af- staða, því að reyna að máta á víxl það sem maður er og gæti verið, býður upp á for- vitnilega niðurstöðu. Að endingu sitjum við uppi með samhljóm margra radda, heild blöndunar, því að hún er það sem samfélag- ið sættir sig best við. Ef maður tileinkar sér meira eða minna þau tengsl sem aðrir hafa bundist, samlagast hann og veld- ur litlum ama. En ég held að til að valda einstaklega árang- ursríkum óþægindum í lífmu þurfi virkilega að gera tilraun- ir með hugsanir og gjörðir." Spenntur fyrir íslandsför Áður en Bowie drepur í síðustu sígarettunni að sinni, kemur hann því á framfæri að hann hafi aldrei heimsótt ísland nema til að skipta um farkost á leið milli heimsálfa. Sama máli gegnir um hljóðfæraleikarana sem fylgja honum hingað, en af þeim fjölmörgu löndum sem þeir sækja á hljóm- leikaferðinni, hefur enginn þeirra leikið í ísrael og Rúss- landi auk íslands. Hann hælir jafnframt hljómsveitinni Lhooq, sem hann valdi til að hita upp fyrir sig í Laugardalshöll, og segir dökka og seiðandi tónlist hennar hafa heillað sig, auk nafnsins sem er tilvísun í verk eftir Marcel Duchamp. „Ég er afar spenntur yfir því að leika á íslandi og krafð- ist þess áður en við lögðum upp í tónleikaferðina að við myndum nema ný lönd og svæði, til þess að að viðhalda spennunni samfara ferðalaginu," segir Bowie. „Þegar maður hefur sótt heim lönd á borð við Frakkland og Þýskaland í ótal skipti er sú tilfinning takmörkunum háð. Ég hef þörf fyrir að finna og skoða ný og ólík listasöfn, og á íslandi hlýtur að vera að minnsta kosti eitt slíkt að finna.“ hátt. Það má einnig nefna að á upphafsárum súrreal- ista-dadaista hreyfingarinn- ar skrifaði André Breton í stefnuskrá sinni að sannasta birtingarmynd listar væri að ná sér í skammbyssu og skjóta af handahófi á mann- fjölda. Japanski listamaðurinn Yukio Mishima ól jafnframt með sér mjög keimlíkar hug- myndir, eins og orð hans um að menn ættu að notfæra sér dauða sinn á sama hátt og þeir notfæra sér lífið, bera með sér. Með þessu átti hann við að menn ættu ekki að deyja fyrir helbera tilviljun, heldur ættu þeir að skipu- leggja hann og hafa gagn af dauðanum. Hann fylgdi sjálfur eigin fordæmi og breytti dauða sínum í yfirlýsingu sem var „Ég er afar spenntur yfir því að leika á ís- landi og krafðist þess áður en við lögðum upp í tónleikaferðina að við myndum nema ný lönd og svæði, til þess að viðhalda spennunni samfara ferðalaginu“ í senn pólitísk og listræn. Listin og dauðinn voru allt fram á 19. öld samtvinnuð trúarlegum þáttum á borð við hugmynd- ina um aflausn, píslarvætti og þess háttar. Listin tjáir því bæði óttann og það magnaða aðdráttarafl sem dauðinn hef- ur á okkur öll.“ Byggöu virki, brenndu þaó Bowie er staddur í New York til að hefja upptökur á nýrri skífu og vinna að innsetningu sem verður sennilega á sýningu í London innan tíðar, en í lok maí hófst málverkasýn- ing hans í Basel í Sviss. Phillip Glass, gamall þúsundþjala- smiður á tónlistarsviðinu, hefur nýverið iokið við sinfóníu sem byggð er á plötu Bowi- es, Heroes, og er það önnur sinfónía Glass byggð á verk- um Bowies. Áður var hann búinn að veita Low áþekka meðhöndlun. Verið er að semja ballett við þessar sinfóníur sem vænta má á svið innan tíðar. Hámenningin virðist því vera að taka Bowie opnum örm- um og er kannski ekki seinna vænna fyrir listamann sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.