Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nítján nemar í ensku við Háskóla íslands héldu ekki alls fyrir löngxi í kynnisferð til Bretlands til að upplifa agnarögn af þeim heimi sem þeir eru að f ást við á hverjum degi í skólan- um. Jón Pétur Frið- riksson segir hér frá því sem fyrir augun bar í þessari pílagrímsför. HÓPURINN fyrir framan þinghúsið ásamt leiðsögnmanninum. Pílagrímsferð enskunema DUKE Humfrey’s bókasafnið í Oxford. ÓTT heimurinn fari sí- minnkandi með bættum samgöngum og nútíma- tækni er ísland samt svo- lítið afskekkt hér útí miðju Atlants- hafi. Þrátt fyrir að maður geti á augabragði fengið upplýsingar og myndir í gegnum alnetið, jafnast ekkert á við að upplifa hlutina af eigin raun, í návígi við þá. Með þessa kenningu að leiðarljósi lögð- um við, 19 nemendur í ensku við HÍ ásamt tveimur kennurum, land undir fót og héldum til Bretlands, þann fimmta febrúar. Það sem vakti fyrir okkur var að upplifa agnarögn af þeim heimi sem við erum að fást við á hverjum degi í skólanum. Okkur langaði að finna lyktina og bragðið af Bretlandi, nokkuð sem CNN eða alnetið geta ekki (ennþá?) komið til skila. Þar sem við vildum ekki missa of mikið úr skólanum var ákveðið að láta eina viku nægja, en svo margt var á óskalistanum að mánuður hefði ekki dugað til. Á endanum var ákveðið að láta London og Oxford duga_til að slökkva fróðleiksþorst- ann. I Oxford voru heimsóttir tveir af ca. 37 háskólum („colleges") sem tilheyra Oxford University, Christ Church College og Corpus Cristi College. Christ Church var stofnaður árið 1546 af Hinrik VIII. og er í dag stærsti skólinn í Oxford með u.þ.b. 500 nemendur. Corpus Cristi, sem stofnaður var 1517 af Ríkarði Fox biskup af Wmchester, er einn sá minnsti með u.þ.b. 300 nemendur. Þessir skólar eru samt langt frá því að vera þeir elstu, því fyrsti skólinn í Oxford var stofnaður á miðri 13. öld. Þrátt fyrir að tiltölu- lega fáir nemendur séu við hvern skóla eru allar hugsanlegar há- skólagreinar kenndar í háskólun- um. í Oxford (og í Cambridge) eru kennsluhættir öðruvísi en tíðkast víðast hvar í evrópskum háskólum, en ásamt því að þurfa sækja fyrir- lestra er hver nemandi undir leið- sögn kennara (“tutor"), sem hann hittir einu sinni í viku, einn eða ásamt fáum öðrum nemendum. Þar fær hann verkefni eða ritgerð sem hann skilar svo í næsta tíma, en þá þarf hann einnig að verja sjónar- mið sín og fullyrðingar. Þetta þýð- ir að stúdentinn þarf að vera fljót- ur að kynna sér mikið námsefni og einnig lærir hann að taka gagn- rýni og að svara henni á skjótan og áhrifaríkan hátt. Vegna þessa fyrirkomulags sækjast bresk fyrir- tæki mjög eftir því að fá stúdenta frá Oxford og Cambridge þótt aðr- ir háskólar á Bretlandseyjum veiti oft ekkert síðri menntun. Okkur var boðið að sækja teboð sem haldið er reglulega fyrir nem- endur í framhaldsnámi í málvísind- um og kennara þeirra. Tilgangur þessa teboðs er að fá þá til að ijúfa þá einangrun sem það kostar að vera t.d. eini nemandi tiltekins skóla í málvísindum, en sú getur hæglega orðið raunin, þar sem hver skóli í Oxford býður upp á nánast hvaða nám sem er. Segja má að þetta teboð hafi verið há- punktur ferðarinnar, þótt ekki hafi það verið neitt í líkingu við teboð hattarans klikkaða, sem prófessor- inn við Christ Church, Lewis Car- oll, lýsti svo skemmtilega í bók sinni Lísu í Undralandi. Það var fyrir milligöngu Matt- hew Whelpton að við fengum þetta boð, en hann hefur nýlega hafið kennslu við enskuskor Háskóla ís- lands. Matthew lauk á síðasta ári doktorsprófi í málvísindum frá Oxford og var því ákveðið að nota tengsl hans til hins ýtrasta við skipulagningu ferðarinnar. Oxford virðist frekar lokaður heimur og er því ómetanlegt fyrir okkur að hafa aðgang að aðila sem þekkir innviði kerfis sem telur 37 háskóla, en þessir skólar hafa innan vébanda sinna um 35 þúsund nemendur. Þama gafst okkur tækifæri til að kynna okkur hvað aðrir eru að fást við í sínu námi og einnig gafst okkur færi á að skapa tengsl sem eru okkur ómetanleg. Vonum við að þetta gæti jafnvel orðið til þess að stúdentaskipti geti orðið á milli skólanna, en í dag er enskuskor með slíkt fyrirkomulag við háskól- ann í Liverpool, á vegum Erasmus áætlunarinnar. Hafa íslenskir nem- endur getað sótt hluta af sínu námi þangað og eins hafa nemendur frá Liverpool komið til Islands. Ýmsa erfiðleika þarf þó að yfir- stíga, því mismunandi kennslu- fyrirkomulag gerir samræmt náms- mat erfitt. Þó er verið að útbúa samevrópskt Erasmus stigakerfi svo hægt sé að umreikna einkunn- ir og samræma einingar. Eins er vilji fyrir því að koma á fót visi að „tutor“-kerfi innan enskuskorar HÍ. Slíkt kerfi myndi gagnast mjög vel í tungumálanámi, enda fátt betra en að geta einokað kennar- ann. Það er þó ólíklegt að það ger- ist í náinni framtíð, enda fjármagn af skornum skammti í enskuskor ekkert síður en í öðrum deildum HÍ. Einn dagur ferðarinnar var helg- aður leikhúsinu en þá fórum við í kynningarferð um Globe-leikhúsið og sáum leiksýningu í National Theatre. Við suðurbakka Thames er nú verið að endurreisa í uppruna- legri mynd Globe-leikhúsið sem á tímum Shakespeare var eitt vinsæl- asta leikhús Lundúna. Lítið er stuðst við nútímatækni við smíði þessa leikhúss enda er stefnan að allt sé eins upprunalegt og framast er unnt. Sem dæmi má nefna að ekki er að finna einn einasta nagla í veggjum hússins, allt er- neglt með trétöppum. Yfir áhorfenda- stúkunum er þak úr strái en miðja hússins, þar sem sjálft sviðið er staðsett, er ekki yfirbyggð þannig að í raun er um nokkurs konar útileikhús að ræða. Það er þó skyggni yfir sjálfu sviðinu til að tryggja að leiksýningin geti haldið áfram þrátt fyrir einstaka rign- ingarskúr. Leiksýningar í Globe-leikhúsinu verða með öðrum hætti en nútíma áhorfendur eiga að venjast. Þar sem allt á að vera sem næst upp- runalegum aðstæðum verður engin nútímatækni notuð, eins og t.d. ljóskastarar eða hljóðkerfi. Leik- húsið verður því næstum alveg eins og um aldamótin 1600 þegar Shake- speare, sem var einn af eigendum Globe, skrifaði leikrit sín. Leikhús- gestirnir verða hvattir til þess að láta eins og þeir séu staddir á leik- sýningu í lok sautjándu aldar. ímyndum okkur t.d. að við séum að horfa á þriðja þátt leikritsins Júlíus Sesar og á Forum-torgi flytji Brútus borgurum Rómar ræðu. Á þessari stundu gegna áhorfendur hlutverki Rómveija og fagna með látum annars vegar eða stappa nið- ur fótum og baula hins vegar, allt eftir því hvað við á hveiju sinni. Á þennan hátt brugðust áhorfendur á tímum Shakespeares við, en ólíkt því sem við eigum að venjast munu áhorfendur í Globe-leikhúsinu verða hvattir til hins sama þegar leiksýningar hefjast þar í sumar til reynslu. Húsinu er ætlað að verða allsheijar Shakespeare-miðstöð, því í byggingunni verða bókasafn, fyrirlestrasalir, kaffitería og minja- gripaverslun (auðvitað). Áð kvöldi dags brá hópurinn sér svo yfir í Þjóðleikhús Breta sem er skammt frá og sá bráðskemmti- legan farsa eftir Ben Jonson er nefnist „Volpone“. Til gamans má geta að leikritið var einmitt frum- flutt í gamla „Globe“ á suðurbakka Thames og er ekki ólíklegt að Sha- kespeare hafi leikið í uppfærsl- unni, eða í það minnsta verið við- staddur frumsýninguna. Lávarður með Geysistengsl Aðsetur breska þingsins er í Westminster Palace, en það hefur verið aðsetur konunga og síðar þingsins síðan á miðri 11. öld. Byggingin sem næryfir 11 hektara lands er ekki opin almenningi af öryggisástæðum. Undantekning er gerð frá þessari reglu þegar manni er persónulega boðið þangað af þingmanni. Við vorum þess heiðurs aðnjótandi að fá að skoða þingið í boði þingmans úr Lávarðadeildinn, Craigavon lávarði. Lávarður þessi er í íslandsnefnd þingsins og því vel að sér um íslensk málefni, auk VIÐ suðurbakka Thames er nú veríð að endurreisa Globe-leikhúsið í upprunalegri mynd. LÍKAN af Globe-leikhúsinu þar sem Shakespeare gerði garðinn frægan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.