Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Mótandi áhrifafólk Okkur vant- ar ekki fólk, okkur vantar menn,“ hafði faðir minn stundum eftir Jónasi frá Hriflu. Þessari setningu skaut nýverið upp í hugann. Líklega af því að í þrígang réð tilviljun því að ég kynntist og þurfti að fara al- mennilega ofan í framlag og áhrif til breytinga, sem reyndist ofan við hina almennu meðalmennsku, þ.e. „fólkið". Allar manneskjurnar þijár mundu afgerandi falla í þann flokk sem stendur upp úr og þá væntanlega kallast „menn“, skv. skilgreiningu Jónasar. Öll eru þau skapandi og hafa haft mót- andi áhrif á iífsstíl þessarar ald- ar, áhrif sem ná langt út yfir nánasta umhverfi, raunar um all- an heim. Hvaða fólk er þetta þá með svona áhrifamátt? Þar kemur fyrstur breska skáldið og hönnuð- urinn William Morris, sem uppi var 1834-1896. Nú á ártíð hans eru menn með margvíslegum hætti að minnast og gera upp hvernig hann breytti lífsstíl fólks langt fram á þessa öld og áhrif- anna gætir enn. Annar er ítalsk- franski tískukóngurinn Pierre Cardin, sem upp úr miðri 20. öld- inni breytti lífsstíl á ýmsan hátt og gætir áhrifanna afgerandi um allar heimsálfur. Báðir eru þeir af komum sínum til landsins kunnir íslendingum. Og sú þriðja er hún Björk okkar, sem þegar maður fer að líta á hana í al- þjóðasamhengi, er nú að hafa afgerandi áhrif á lífsmunstrið í heiminum. Öll bijóta þau í blað, hafa þorað og haft hæfileika til að ganga gegn við- teknum venjum og lífsstíl, og áhrifamátt- ur þeirra síast út í samfélagið. Fyrst til þeirra velmegandi og svo um mismunandi æðar út í almenna, daglega lifnaðarhætti fólks um allan heim. Sjálfsagt þykir mörgum þetta skrýtin þrenning, en mér þótti skemmtilegt að þau urðu öll um líkt leyti á vegi mínum með sín verk og sköpunar- mátt, sem hefur megnað að ná til fjöldans um all- an heim. Ekki er hér svigrúm til að gera nokkra grein fyrir skáldinu, lista- manninum, iðnjöfrinum og frum- kvöðli hönnunar í heiminum Will- iam Morris, enda sumu gerð skil í Lesbók og á sýningu og mál- þingi hér. Bretar hafa iagt mikið í að fara ofan í og gera upp áhrif hans með gríðarlegri sýningu í Victoríu og Albert safninu og breskir heimilisiðaðarmenn eru að gera upp áhrif hans á umbúnað heimila og nútímalíf, sem enn gætir. Upp er að koma vegna ártíðar hans Williams-Morrisar- tíska með framleiðslu á húsbúnaði í hans stíl. Hér munum við sjálf- sagt beina sjónum að íslendinga- sagnaútgáfum hans á ensku með mynsturstöfum og skrautsíðum. Og að ferð þessa önnum kafna manns til íslands á sínum tíma, sem út af fyrir sig er furðulegt tiltæki. En kúnstugast fannst mér að heyra við íslenska sýningarbás- inn að landslagið hér, einfaldieiki og hneigð fólksins í landinu til andlegrar iðkunar hafi haft þau áhrif á þennan veraldarinnar auð- mann að við heimkomuna vökn- uðu í honum fyrstu pólitísku kenndirnar. En William Morris varð þvert á stöðu sína virkur sósíalisti, frægur mótmælandi, pólit- ískur blaðamaður, fyrirlesari og boð- andi fijálslyndra skoðana sem enn í dag eru ofarlega á baugi. William Morris varð semsagt af löngum samræðum við íslenska bændur fyrir aldamót að sósíalista! En William Morris var umfram allt skapandi hönnuður á öll svið sam- félagsins. Það er hönnuðurihn Pierre Cardin líka. Hann varð hálfri öld seinna frumkvöðull sem breytti stefnunni og færði lúxushönnun tískukónganna á toppnum út tii meðaljónsins með fjöldafram- leiddu „pret-a-porter“ tískufatn- aðinum, með merkjatískunni sem nokkurs konar gæðaábyrgðar- miða hvar sem varningurinn væri framleiddur og flutti sjálfa fram- leiðsluna á vönduðum hönnunar- hlutum út til Sovétríkjanna, Kína, og annarra landa sem enginn vildi þá hafa nokkuð saman við að sælda. Kom þar til fólksins með vandaða hönnun. Allt í mikilli andstöðu við hina tískukóngana, sem töldu að fínheitin eyðilegðust ef almenningur fengi hlutdeild í þeim. Hann lét sig varða hótel, klæðnað, húshald, umhverfi, smá- varnig, umbúðir, allt sem viðkem- ur almennum lifnaðarháttum. Þannig er hann áhrifamaður um lífsstíl á alþjóðavettvangi og út til afskiptra þjóða. Fólk getur svo haft mismunndi skoðun á því hvað sé góð hönnun og hvaða hlutir í daglegu lífi skipti máli um veröld víða. Það sem skiptir öllu máli er sköpunin, segir hann. Og svo hitti ég hana Björk. Og sá hvernig sköpun hennar í tónlistinni og lífsstíll er í nútíman- um að ná áhrifum og móta smekk ungs fólks um víða veröld. Hafa sín áhrif. Björk leggur líka alla áherslu á að skapa nýtt, burt séð frá því sem aðrir eru eða hafa verið að gera eða fólk kýs helst. Hún vill vera í ákveðinni tilrauna- starfsemi og að semja músík fyr- ir daginn í dag. Og þessi tónlist hennar og umbúnaður hefur náð áhrifum um allt og mótar lífsstíl nútímafólks. Hún breytir ein- hveiju sem ekki var áður og hef- ur víðtækan áhrifamátt. Mér hefur þótt mjög gaman að skoða hvemig það eru alltaf einstaklingar sem ná að móta og breyta einhveiju, fólk sem er svona frjótt, skapandi og þorir að elta ekki það sem er. Leiðandi breytingar koma varla frá þeim sem hlusta með öðru eyranu á almenningsálitið, elta skoðana- kannanir eða hnoða saman á nefndafundum eða í sósíalískum umræðuhópum. Cárur eftir Elínu Pálmadóttur MANNLÍFSSTRAUMAR DANS/Hvar oghvenœr er tangó upprunninn? Tangó hefiirgóð áhrífá meltinguna Tangó er dans ástríðunnar, hann gefur báðum kynjum tækifæri til að sanna sig. Karlmaðurinn gefur skilaboð og konan svarar. Líkam- arnir snertast náið og ekki verður hjá því komist að dansa með til- finningu og innlifun. Upphaflega þurftu karlmenn að leigja sér tangódansfélaga,_ sem yfirleitt voru gleðikonur. í dag er annað upp á teningnum, tangó er dansað- ur víða um heim af fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins. SAGA tangósins hefst í Argent- ínu og tengist innflytjendum, fátækt og vændi í úthverfum Bu- enos Aires. Tangó varð til um 1890 eftir að mismunandi innflytj- endahópar höfðu blandað saman dönsum sínum á böram, dansstöð- um og vændishús- um. I tangódansi gætir því afrískra, evrópskra jafnt sem suður-ame- rískra áhrifa. Karlar fóru út að skemmta sér á dansstaði þar sem einnig var hægt að leigja þjónustustúlkurnar sem dansfélaga og rekkjunauta. Af kvenfólki voru það einungis gleði- konur sem dönsuðu tangó. Vegna þessa uppruna voru argentínsk yfirvöld og æðri stéttir htt gefnar fyrir tangó, hann var ósiðlegur og aðeins tengdur kynlífi í þeirra augum. Lágstéttarfólk hélt samt áfram að dansa hann og þróa sem gerði það að verkum að hann breiddist jafnt og þétt út um Suð- ur-Ameríku allt frá 1890. Árið 1913 var afdrifaríkt í sögu tangódansins. Sagan segir að hinn myndarlegi og ríki argentínski rit- höfundur Ricardo Guiraldes (1887-1927) hafi fyrstur fengið Parísarbúa til að hrífast af tangó- dansinum. Hann var staddur á næturklúbbi í París ásamt vinum sínum þar sem erlendir gestir voru beðnir um að syngja lag eða dansa dans sem einkenndi menningu þeirra. Vinur Guiraldes settist við píanóið og spilaði þekkt tangóiag. Glaumgosinn Guiraldes reis úr sæti sinu, greip í höndina á óþekktri dömu og þreif hana með sér í ástríðuþrunginn tangódans. Daman sem hvorki þekkti tónlist- ina né dansinn fylgdi öruggri stjórn Guiraldes á dansgólfinu. Þögn sló á salinn og gestirnir göptu af undrun og aðdáun. Ekki varð aftur snúið, tangó hafði hel- tekið París og í kjölfarið fór tangó- æði um heiminn eins og eldur í sinu. Tangó var dansaður hvar sem var og hvenær sem var. Tangó- böll voru haldin við öll möguleg tilefni; kvöldverðarboð, góðgerðar- samkomur, kokkteilboð og teboð. Flíkur voru hannaðar með hreyf- ingar tangódansins í huga og app- elsínugulur litur varð sérstakur tangólitur sem komst í tísku eftir að hafa verið óseljanlegur langtím- um saman. Matseðlar veitinga- og kaffihúsa urðu tangómatseðlar með tangósúkkulaðiköku og tangódrykk. Allir samkvæmishæf- ir kunnu að dansa tangó og síðast en ekki síst átti hann að hafa góð áhrif á meltinguna. Þrátt fyrir þetta mikla tangóæði almennings var evrópsku hástétt- inni meinilia við dansinn. Pius páfi X og nokkrir þjóðhöfðingjar bönnuðu hann vegna þess að hann væri grófur og ósiðlegur. Snerting kynjanna var ailt of mikil að þeirra mati og hæfði ekki siðuðu fólki. Tilgátur komu fram um að íbúar Argentínu hlytu að vera apar fyrst dans eins og tangó væri þaðan kominn. Viðbrögðin við tangó- dansinum voru hörð en skiljanleg í ljósi þess að í evrópskum dönsum hafði lengi verið lögð áhersla á að halda siðsamlegri fjarlægð milli kynjanna. Vinsældir tangó meðal almennings vora því áfall fyrir siðapostula. Eftir útbreiðslu um Evrópu og Bandaríkin barst tangóæðið aftur til heimalandsins Argentínu, þar sem tangóinn varð jafnvinsæll og annars staðar. Hástétt Argentínu átti auðveldara með að viðurkenna dansinn en áður, en tenging hans við vændishús og fátækrahverfi hvarf aldrei að fullu. Eftir nokk- urra ára tangóæði í heiminum dvínuðu vinsældir dansins alls staðar nema á heimaslóðum. Árið 1920 var Buenos Aires undirlögð af tangó og átti eftir að vera það í mörg ár til viðbótar. Sem dæmi um vinsældir tangó má geta þess að um 1940 voru allir tangótónlist- armenn pantaðir ár fram í tímann við að spila á böllum. Auð svæði borgarinnar voru notuð undir tangódansleiki flesta daga vikunn- ar. Tennisvellir, fótboltavellir og opinber svæði voru öll undirlögð og nú gátu allir verið þátttakend- ur, ekki bara vændiskonur og verkamenn. Á fimmta áratugnum lauk gull- öld tangósins í Argentínu, tangó- böll voru ekki lengur daglegur við- burður og stóru hljómsveitirnar neyddust flestar til að leggja upp laupana. Flestir hættu að dansa tangó og fólk lét sér nægja að sækja tónleika einu sinni í viku. Tónlistarmenn héldu þó áfram að eftir Rögnu Söru Jónsdóttur Námskeið í ABC Námskeið í ABC (Activity Based Costing), verkgmnduðum kostnaðar- reikningi, verður haldið í húsnæði Verslunarskóla íslands og hefst kl. 9:00 þriðjudaginn 11. júní. Námskeiðið stendur yfír í tvo daga. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Robert Kelly, ráðgjafi frá Sapling Corporation. Fyrirtækið er brautryðjandi í framleiðslu hugbúnaðar fyrir ABC. Robert Kelly hefur haldið námskeið víða um heim og er í hópi viðurkenndustu leiðbeinenda um þetta efni í dag. Námskeiðið er á vegum Skýrr hf. Skýrr hf. býður upp á al- hliða fjármálastjórnunar- hugbúnað og ráðgjöf við hagnýtingu hans. Skýrr er sölu- og þjónustuaðili fyrir viðskiptahugbúnaðinn Agresso og ABC kerfíð NetProphet frá Sapling Corporation. NetProphet er eitt öflugasta ABC kerfíð á markaðnum í dag. Þetta er Windowskerfi sem er þægilegt í notkun og auðvelt að tengja við önnur kerfí. Með hjálp ABC kerfis hefur fyrirtækjum tekist að stórauka framleiðni og ná fram spamaði sem nemur allt að 10-15% af heildar- útgjöldum. UCr'i.ÝSÍNGA Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og því viljum við hvetja þá sem áhuga hafa að láta skrá sig sem fyrst. Kostnaður við að fara á ABC námskeiðs erlendis er um 200.000 kr. með flugi, gistingu, dag- peningum og námskeiðs- gjaldi. Því er hér um einstakt tækfifæri að ræða. Námskeiðsgjaldið er 75.000 kr. fyrir fyrsta þátttakanda frá fyrirtæki og 60.000 kr. fyrir þann næsta. Vönduð námskeiðs- gögn, hádegisverður og kaffí eru innifalin. Skráning er hjá Svanhildi í síma 569-5100. Ármúla 2, 108 Reykjavík Sími 569-5100 Bréfsfmi 569-5251 Heimasíða htlp://www.skyrr.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.