Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 B 19 ATVIN N MMAUGL YSINGAR „Au pair“ - Austurríki Íslensk-austurrísk fjölskylda, búsett í Vín, óskar eftir stúlku, frá hausti, til að gæta tveggja drengja, 3 og 5 ára. Reyklaus. Upplýsingar í síma 566 6980. „Au pair“ - Þýskaland Tvær fjölskyldur, búsettar rétt fyrir utan Kiel, óska eftir tveimur „au pair“, eldri en átján ára, í eitt ár. Upplagt fyrir vinkonur. Upplýsingar í síma 557 3329 eða 00 49 431 4643 3111. Lager Heildsala í matvöru óskar eftir duglegum starfskrafti til lager- og útkeyrslustarfa. Krafist er staðgóðrar þekkingar á gatnakerfi Reykjavíkur og nágrennis. Umsóknir, merktar: „Lager - 1103“, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 12. júní. íslenskt dagsverk Til stendur að ráða framkvæmdastjóra við íslenskt dagsverk ’97, sem er söfnunarverk- efni á vegum námsmannahreyfinganna. Ráðningartími er 15. ágúst ’96 til 31. mars ’97. Upplýsingar veitir Jóhanna í símum 551 4410 og 483 1393. Umsóknarfrestur er til 28. júní. Sölumaður - hársnyrtivörur Heildverslun óskar eftir að ráða hárgreiðslu- meistara eða svein í 50% sölustarf á hársnyr- tivörum og tengdum vörum. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu og áhuga á hárlitun. Verður að hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. Þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Áhugasamir vinsamlegast sendið eigin- handarumsóknir, þar sem fram koma upplýs- ingar um aldur, menntun og fyrri störf, til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 14. júní nk., merktar: „K - 1037“. Fiskeldisstöðin Nauteyri við ísafjarðardjúp óskar eftir starfskrafti (helsta fjölskyldu). íbúð fylgir. Skriflegar umsóknir, ásamt meðmælum, sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Staða - 4283“, fyrir 18. júní. Snyrtifræðingur Til leigu aðstaða á nýrri nudd-, snyrti- og hár- greiðslustofu á Skólavörðustíg. Einnig til leigu aðstaða fyrir nudd- eðá trimmform frá kl. 9-14. Upplýsingar gefur Sólveig í síma 562 7388 eða 551 0510. Blikksmiður Blikksmiður eða starfsmaður, vanur blikk- smíði, óskast. Umsóknir berist afgreiðslu Mbl. fyrir 12. júní, merktar: „B-15207". Matvælafræðingur Öflugt fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar eftir að ráða matvælafræðing. Um er að ræða stjórnunarstarf við gæðaeftirlit og vöruþró- un. Hlutastarf kemur til greina. Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl., merktum: „M - 9“, í síðasta lagi 18. júní nk. Leikskólakennari óskast í fullt starf við Leikskólann Sælukot við Þorragötu. Einnig er óskað eftir aðstoðarmanneskjum í hlutastörf. Sælukot er lítill og heimilislegur sjálfstætt rekinn leikskóli. Upplýsingar eru vinsamlega veittar í síma 562 8533. Kennarar Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar stöður næsta vetur. Kennslugreinar: Auk almennrar kennslu, danska, myndmennt, handmennt, stuðn- ingskennsla og tónmenrit. Upplýsingar gefur Magnús Stefánsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 475 1211. Norræni heilbrigðisháskólinn The Nordic School of Public Health Norræni heilbrigðisháskólinn er norræn stofnun fyrir kennslu og rannsóknir i heilbrigðis- vísindum. Háskólinn er staðsettur i fögru umhverfi í menningarsögulega vernduðum húsakynnum við Nya varvet, 10 mínútna akstur frá miðborg Gautaborgar. ♦ ♦ ♦ Nám við háskólann er framhaldsnám að afloknu almennu háskólanámi og eru nemendur venju- lega með 5 - 10 ára starfsreynslu innan heilbrigðisþjónustunnar sem læknar, hjúkrunarfræðingar eða stjórnendur. ♦ ♦ ♦ Kennara, sem eru 30 talsins, á að ráða frá öllum norðurlöndunum til að tryggja norrænt yfirbragð á kennsiunni. Samtímis er lögð áhersla á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Ráðningartíminn fylgir norrænum samþykktum, er tímabundinn, í fyrstu til 4ra ára með möguleika á framlengingu. ♦ ♦ ♦ Verkefni háskóians er kennsla og rannsóknir í þverfaglegum teymum. Leiðbeining nemenda sem skráðir eru til meistaraprófs er þýðingarmikill hluti kennarastarfsins. Við val á kennurum verður mest lagt upp úr vísindastörfum, reynslu af kennslu og í at að leiðbeina nemendum í meistaraprófs- og doktorsnámi. ♦ ♦ ♦ Við leitum að samstarfsfólki með góða Norræni heilbrigðisháskólinn leitar eftir samstarfsfólki ♦ Prófessor í samfélagslækningum Þú ert með prófessorshæfni í samfélagslækningum, heilsufélagsfræði, læknisfræðilegri mannfræði eða öðrum skyldum fræðigreinum. Æskilegt er að þú getir hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. ♦ Háskólalektor í samfélagslækningum Þú ert með sérþekkingu í samfélagslækningum, heilsufélagsfræði, læknisfræðilegri mannfræði eða öðrum skyldum fræðigreinum. Starfið hefst l.janúar 1997. ♦ Prófessor í stjórnun heilbrigðisþjónustu Þú ert með prófessorshæfni í stjórnun heilbrigðisþjónustu en einnig kemur til greina sem sérsvið heilbrigðisþjónusturannsóknir eða heilsuhagfræði. Starfið hefst vorið 1997. ♦ Háskólalektor í stjórnun heilbrigðisþjónustu Þú ert með sérþekkingu í Stjórnun heilbrigðisþjónustu en einnig kemur til greina sem sérsvið heilbrigðisþjónusturannsóknir eða heilsuhagfræði. Starfið hefst l.janúar 1997. ♦ Háskólalektor í faraldsfræði Þú ert með sérþekkingu í faraldsfræði, gjarnan með læknismenntun. Starfið hefst sem fyrst eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um stöðurnar veita Guðjón Magnússon, rektor (sími: +46 (0)31 69 39 20) og Bo Eriksson, framkvæmdastjóri kennslu og rannsókna (sími: +46 (0)31 69 39 43). Upplýsingar um starfskjör veitir Eva Melander, framkvæmdastjóri almennrar skrifstofu (sími: +46 (0)31 69 39 64). Fulltrúar stéttarfélags kennara eru Lars Cernerud og Hans Wedel, SACO. Ef að þú hefur áhuga á starfi, sendu inn upplýsingar um þig fyrir 15. ágúst 1996 þar með talið stutt æviágrip og skrá yfir 15 af þínum ritsmiðum sem að birst hafa og þú telur skipta mestu máli. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Norræni heilbrigðisháskólinn, Pósthólf 12133, S-402 42 Gautaborg, Svíþjóð Sími: +46 (0)31 69 39 00 (skiptiborð) ♦ Myndsími: +46 (0)31 69 06 12 ♦ Tölvupóstur: Reception@nhv.se I i iiori jtm® rfehÍh - k ;jarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.