Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 3
-»¦?».. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR9.JÚNÍ1996 C 3 FERÐALOG ANDERS leiðsögumaður, horfir niður á Sermermiut þar sem greinilega má sjá minjar um búsetu inúíta frá því fyrir um fjögur þúsund árum! Evrópu þar sem hún var notuð til lýsingar. Árið 1782 varð Illulissat nýlenda undir dönsku krúnunni, en lengi vel var bærinn lítill og langt frá því að vera mikilvægur í græn- lensku samfélagi. Á 19. öld óx hon- um fiskur um hrygg og varð mið- stöð menningar og menntunar við Diskóflóa. Bærinn stækkaði svo enn meira á 20. öldinni með vaxandi rækju- og fiskvinnslu og er nú sem fyrr segir höfuðstaður Norður- Grænlands. Grænlendingar eru duglegir að varðveita menjar fyrri tíma og víða að finna skemmtileg söfn sem mik- il vinna hefur verið lögð í. í Illuliss- at er eitt safnið tileinkað landkönn- uðinum mikla Knut Rasmussen. Safnið er í húsinu sem hann var fæddist og þar er að finna ótrúleg- ustu upplýsingar um lífshlaup þessa ástkærasta sonar grænlensku þjóð- arinnar. í Illulissat eru fleiri söfn sem sýna á skemmtilegan hátt þrautseigju og seiglu lítillar þjóðar í harðbýlu landi. Gul, rauð, græn og blá hús Frá Illulissat liggur leiðin til Uummannaq. Annað grænlenskt bæjarheiti sem hægt er að bera fram skammlaust. Bærinn er á lítilli eyju innar- lega í Uummannaq- firði. og þar er eigin- lega bara bærinn sjálfur og svo hið fal- lega Uumannaq fjall sem gnæfir tignar- lega yfir, 1.175 metra hátt. Þetta er fallegur bær, húsin bókstaflega hanga í klettunum, gul og rauð og græn og blá, eins og þau eru reyndar í Illulissat og yfirhöfuð í öðrum grænlenskum bæj- um. Það er eitt hús í I stuttu máli ?ERLENDÍR ferðamenn í Grænlandi voru um fjórtán þúsund á síðasta ári. Þar af konm um 5,000 til Diskófióans á vesturströndinni. Stærstur hópur ferðamannaiuia er fólk á efri árum, en nú leggja græn- lensk ferðamálayfirvöld áherslu á að laða yngra fólk líka að landinu með því að bjóða ýmsar ævintýraferðir. ?í norðurhlu t:i Grænlands eru tvö ferðamannatímabil. Annað er frá byrjun apríl fram í miðjan maí og þá hafa hunda- sleðaferðir helsta aðdráttar- af lið, Seinna tímabilið er frá júníbyr jun til loka september, en það er helsta ferðamanna- tímabilið á Grænlandi öllu. ? Árið 1994 gistu 250 íslensk- ir ferðamenn meira en eina nótt á Grænlandi. Þeir voru eitthvað færri í fyrra því flugf- argjöld hækkuðu á milli ára. ? Ahugamenn um veiði finna sitthvað við hæfi á Grænlandi, Auk f iskveiða, í sjó, ám og vötnum er hægt að veiða seli, hreindýr, sauðnaut, refí, rjúp- ur, gæsir og endur, ísbirni má bara drepa í sjálfsvörn og ekki er mælt með þvi að komast í návígi við þá. Ferðamenn mega ekki veiða hvali og ro- stunga. Það kostar 2.000 danskar krónur, um 22 þúsund íslenskar, að veiða eitt sauð- naut, en fyrir sel þarf að greiða 300 danskar krónur eða uni 3.600 íslenskar krónur. ?í Illulissat er af ýmsu að taka fyrir ferðafólk. Þar má nefna siglingu um Isfjörðinn að degi til eða í miðnætursól, ýmsar gönguleiðir eru f ná-' grenninu, tíaldferðir, þyrlu- ferðir af ýmsu tagi, veiði í ám og sjó, lengri og skemmri hundasleðaferðir, snjósleða- ferðir, bæjarrölt með heim- sókn á söfn o.s.frv. Sem dæmi um verð má nefna að fimm tíma ganga með I eiðsögu- manni kostar manninn 3.000 kr., sigling um í sfjörðiun kost- ar 4-5.000 kr. og þyrluferð yfir ísfjörðinn 10-15.000 eftir stærð hópa, Þyrluferð að Illul- issat jökli ásamt urriðaveiðí kostar 18-30,000 eftir stærð hópa. Tveggja tíma hunda- sleðaferð kostar 7.500 og hundasleðaferð þar sem fylgst er með veiðimanni að st örí'uni um 12.000. Tveggjatil fjög- urra daga veiðitúr á Isfirði kostar 32-67.000 krónur. « ?Uummannaq er líka vinsæll f erðamannastaður. Á sumrin fer f6Ik í gönguferðir um eyj- una, klifur Uummannaq-fjall, heimsækir jólasveininn, fer í hvalaskoðunarferðir og sela- veiðar, siglir í miðnætursólinni og próf ar kajaka. Á vetuma er farið á hundasleða, í styttri og lengri ferðir, jólasveinninn er líka heimsóttur að vetrar- lagí og skíðin dregin fram. BARCELONA bænum hefur garð þar sem er að fínna smá grasflöt. Annars eru bara klettar og brattar tröppur gegna veigamiklu hlutverki í samgöngum. Og svo eru hundar. í Uummannaq búa um 1.300 manns og svipaður fjöldi er í minni byggðarlögum sveitarfélagsins á MARGFÖLD skírn í kirkjunni í Uummannaq. fastalandinu. Við höfðum ætlað okk- ur að fara með hundasleðum út á ísinn yfir á fastalandið í lítið veiði- mannasamfélag. En mikil sól eftir tiltölulega mildan vetur gerði að verkum að ísinn þótti ótraustur í lok maí, þannig að ekki var þorandi að hleypa okkur út á hann. Þegar svo er komið á vorin er biðtími hjá veiðimönn- unum. Þeir komast ekki lengur til veiða á sleðunum og enn er of mikill ís til þess að þeir komist út á bát- um. Þegar við vorum í Uummannaq spáðu menn því að tvær vik- ur væru í að ísinn tæki af höfninni. Eftir sólríka dvöl í Uummannaq lá leiðin út á Diskóeyju og svo niður með. ströndinni í átt til Nuuk með viðkomu í Kanger- lussuaq. Frásögn af því ferðalagi bíður betri tíma. ¦ Uppáhaldsveitingastaður Olafar Magnúsdóttur ÓLÖF Magnúsdóttir, lengst til hægri, á uppáhalds veitingastaðnum í Barcelona; Sniglunum. Máltíðin var vintýri líkust Olöf Magnúsdóttir, útibústjóri Búnaðarbankans í Kringlunni var á vordögum í Barcelona og heillaðist gersamlega af borginni sem hún segir vera nánast ótæm- andi af söfnum, fallegum bygging- um og veitingastöðum. Ólöf er mik- il áhugamanneskja um mat og var því beðin um að lýsa uppáhaldsveit- ingastaðnum sínum í Barcelona. Hvítlauksf léttur og skinku- læri hangandi í loftinu „Við vorum sjö saman í Barcel- ona, þrjú systkini mannsins míns og makar, sannkölluð systkinaferð. Mér finnst erfitt að gera upp á milli veitingastaðanna en máltíðin á Sniglunum eða Los Caracoles var mjög eftirminnileg. Staðurinn var opnaður árið 1835 og er því með þeim eldri sem ég hef borðað á. Þetta er óskaplega ævintýralegur staður, mjög huggulegur, ótrúlega stór og allur í ranghölum. Umhverf- ið er mjög sérstakt, við sátum við tréborð í nokkurs konar holi á milli hæða.umkringd stóru málverki af alls kyns matarveigum en yfir höfð- um okkar héngu risastórar víntunn- ur, hvítlauksfléttur og stór þurrkuð skinkulæri, með hófum og öllu til- heyrandi. Undir borðum spiluðu þrír trúbadorar, fallega spánska madrigala. Þetta var því allt öðru yísi en við eigum að venjast frá íslandi." SniglalöguA rúnnstykkl Að sögn Ólafar var allt mögulegt að finna á matseðlinum, snigla- rétti, feikn af pylsum, þurrkaða skinku og alls kyns skrítið sjávar- fang. Útvatnaður saltfiskur er mjög vinsæll í Katalóníu og er yfirleitt borinn fram hrár eða ofnbakaður." Þetta kvóld fékk ég mér í forrétt marineraðar hvítlauksrækjur og í aðalrétt afar safaríkan og bragð- góðan útigrillaðan kjúkling. Spán- verjar eru frægir fyrir brauðgerð sem er yfirleitt súrdeigsbrauð og rúnnstykkin á Sniglunum voru eins og sniglar laginu, alveg einstaklega góð." segir Olöf. Verðlag á veitingahúsum borgar- innar er mjög hagstætt, segir Olöf. „Fyrir þriggja rétta máltíð, vín, vatn og gosdrykki borguðum við um 12.000 krónur fyrir okkur sjö." Sniglastaðurinn er staðsettur í gamla borgarhlutanum.rétt við stóru göngugötuna sem kölluð er Ramblan. „Ferðamenn eru þó var- aðir við að vera þar á ferli seint að kvöldlagi þar sem í hverfinu safnast saman eiturlyfjasalar og vændiskonur en við urðum aldrei vör við nein leiðindi í þessari yndis- legu borg. ¦ - Góður korturfp fjölskylduna í sumarfriinu HRINGDU OG FÁÐU SENDAN MYNDABÆKLING ISLENSK SUMARHÚS bjóða þér og fjölskyldu þinni sumarhús í fögru umhverfi á Suðurlandi, í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Húsin eruaf ýmsum stærðum og vandlega útbúin . Þau eru leigð út í eina viku í senn, frá föstudegi til föstudags. ÍStiCMSK Híiarnui Austurvegl 22 - 800 Selfoss Sími 482 1666 - Fax 482 2807 TVÆR vikur í að bátarnir komist út á veiðar. Blað allra landsmanna! -kjarni niálsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.