Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 D 3 Stuttfréttir Kraftur í Ford ► FORD hefur því sem næst lokið við smíði á SVT (Special Vehicle Team) Mondeo sem er svipaður að gerð og Profile hugmyndabíllinn frá 1994. Ford er einnig að smíða aflmiklar útfærslur af Thunder- bird og F-150 pall- bílnum. Bilarnir verða með kraft- mikilli 4,6 Iítra V6 vél Ford með tveimur yfirliggj- andi knastásum. Menn þar á bæ eru greinilega ekki FORD SVT Mondeo kraftabíll. ánægðir með 305 hestafla Mustang Cobra og S VT liðið er nú að hanna enn kraftmeiri King Cobra sem verður með 4,6 lítra forþjöppuvél, V8 sem skilar 400 hestöflum. Hinir þrír stóru litlir ► í KÖNNUN sem tímaritið Forbes gerði nýlega um virðingarstöðu bandarískra fyrirtæki kom margt athyglisvert í ljós. Bandaríkja- menn, sem jafnan hafa veríð stoltir af frumheijastarfi sínu á sviði bílahönnunar og tækni, völdu Ford í 87. sæti yfir virðulegustu fyrir- tækin í landinu, Chrysler kom í 117. sæti og General Motors í 288. sæti. Harley eóa Valkyrja ► HONDA hefur sett á markað nýtt vélhjól sem á ensku kallast Valkyrie, Valkyija á íslensku. Hjólið er átta feta langt og að mestu lagt krómi. Jafnvel vélin, 1,5 lítra, sex strokka, 100 hestafla, er krómuð. Valkyijan kostar 12 þúsund dollara í Bandaríkj- unum og vonast Honda eftir að veita Harley Davidson ein- hverja samkeppni með henni. tJUlltlU kappi við Harley Davidson. Triton V-10 ► FORD hefur smíði á Triton V-10 vélinni seint í júlí. Vélin er 6,8 lítrar að rúmtaki og með einum yfirliggjandi knastás. Hún leysir af hólmi 7,5 lítra, V-8 vél Ford sem var farin að ganga sér til húð- ar. Tríton vélin er 265 hestöfl og mun þýðari, léttari og nokkru sparneytnari en gamla 7,5 lítra vélin. Triton vélin verður fyrst fáan- leg í Econoline og síðan í F-250 og F-350 pallbílana. Fæstar Toyotur fró Japan ► HIROSHI Okuda, forseti Toyota, segir að fyrirtækið ráðgeri að selja 1,2 milljónir bíla í Bandaríkjunum á þessu ári, þar af verði aðeins 100 þúsund bílar fluttir inn frá Japan. Á síðasta ári seldust 1,1 milljón Toyota bílar í Bandaríkjunum, þar af voru 433 þúsund bílar innfluttir. ■ sikkEns 10 ára Fagmennska í fyrirúmi BÍLARÉTTIIMGAR & SPRAUTUN SÆVARS Skeifunni 17 • Sími: 568 9620 • 568 5391 SSANGYONG Musso er fimm manna jeppi en hægt verður að fá tvö fellisæti sem aukabúnað þannig að hann rúmi sjö manns í sæti. Musso — Nashyrningurinn Byggður á grind Dísilvélin, Mercedes-Benz OM-662, er 2,9 lítra með fimm strokkum. Hún er hljóðlát en ekkert sérstaklega upp- taksmikil, um 100 hestöfl. Tímaritið Off Road segir að Musso eyði aðeins 6,3 lítrum á jöfnum 80 km hraða á klst og 9,9 lítrum í blönduðum akstri. Skemmtilegri kostur er að taka vélina með forþjöppu og millikæli og helst handskiptan, þótt það hljóti alltaf að vera smekksatriði. Vélin ér sérstak- lega hljóðlát og vélarhlífin er einangr- uð með nýju gerviefni sem gleypir í sig hávaða. Sjálfskiptingin er fjögurra þrepa. Handskiptingin er fímm gíra og tekur nokkurn tíma að venjast henni. Bíllinn er afturdrifinn en minnsta mál er að setja hann í fjórhjóladrif með því að snúa rafmagnsrofa í mælaborðinu. Þetta er hægt að gera á allt að 70 km hraða en hraðinn skiptir ekki máli þegar bíllinn er tek- inn úr fjórhjóladrifi. Stöðva verður bílinn ef það á að setja hann í lága drifið. Driflokur eru sjálfvirkar á framöxli. Musso er byggður á grind. Hann er með tannstangarstýri sem er mjög nákvæmt og býður upp á fólksbílalega eiginleika. Sjálfstæð vindustanga- fjöðrun er að framan og gormar á heilli Dana 44 hásingu að aftan. Gas- demparar eru staðalbúnaður. Diska- hemlar eru að framan og aftan. ■ Guðjón Guðmundssson SscmgYong og Doimler-Benz SSANGYONG er ein af sex stærstu fyrirtækjasamsteyp- um í Kóreu. Fyrirtækið rekur yfir 30 dótturfyrirtæki i ýms- um greinum. Fyrir u.þ.b. tíu árum ákváðu sýórnendur fyr- irtækisins að kaupa verk- smiðju sem hafði framleitt þungavinnuvélar og herbíla í yfir 50 ár. Upp úrl987 slök- uðu kóresk stjórnvöld á höml- um á framleiðslu á bílum og fór fyrirtækið þá að huga að framleiðslu á fjórhjóladrifs- bílum fyrir almenuan markað. Upphaflega stóð til að framleiða jeppa sem gæti keppt við Suzuki Vitara. Sú hugmynd breyttist þó þegar á verkið leið. 1991 gerði SsangYong samstarfssamn- ing við Daimler-Benz og á þýska fyrirtækið verulegan híut í SsangYong. Daimler- Benz hefur tekið virkan þátt í hönnun og smíði Musso frá upphafi samstarfsins og er fjöldi starfsmanna Benz í Kóreu við störf hjá SsangY- ong. Stefna SsangYong er að selja 140 þúsund bíla á þessu ári. Um aldamót ætlar fyrir- tækið að vera búið að ná sölu á yfir 300 þúsund bíla árlega. Hvað er í Musso? SSANGYONG hefur verið á markaði í Þýskalandi og Noregi um nokkurn tíma. I Þýskalandi hefur hann verið mjög hátt verðlagður. Hann hefur fengið afar lofsamlega dóma í fagrit- um víðast hvar. Musso hlaut m.a. fyrstu verðlaun í sínum verðflokki á alþjóðlegu bílasýningunni í Birming- ham 1994. Musso, sem á kóresku þýðir nas- hyrningur, er fallega teiknaður bíll með ávölum línum. Gluggalínan hækkar við afturgluggana, aftur- hlerinn er stór og stuðarar einnig. Högghlífar eru á hliðum bílsins. Mikið er lagt í bílinn að innan, sætin eru fremur stíf en þægileg, stýri og gírhnúður leðurkiæddur og eftir öllu farþegarýminu gengur dökkur viðarlisti sem setur fallegan svip á rýmið. Hægt er að halla aft- ursætisbökum. Hljómflutningstæki með fjarstýringu og geislapilara fylgja bílnum. MÆLABORÐ er með viðarklæðningu en stýri og gírhnúður leður- klæddir. Mælar eru skýrir og auðvelt að lesa á þá og bílnum fylgja hljómflutningstæki. 2,9 lítra, fimm strokka, 100 hestafla, Mercedes-Benz dísilvél verður einnig fáanleg með forþjöppu og millikæli og er þá 132 hestöfl. Búnaöur meö SscmgYong Musso Stadalbúnaður Tauáklæði. Viðarlitað mæla- borð. Leðurstýri og leðurhnúður á gírskiptingu. Veltistýri. Raf- drifnar rúður. Samlæsing með fjarstýrðum hurðaopnurum. Þjófavarnakerfi. Geislaspilari og útvarp. Fjölstillanleg framsæti. Armpúðar í aftursætum. Stillan- legt bak á aftursætum. Álfelg- ur. BFGoodrich 31x10,5-15 dekk. Tímarofi á rúðuþurrkum sem ræðst af hraða bílsins. Raf- stýrðir útispeglar. Hiti í aftur- rúðu og þurrka. Bremsuljós í afturglugga. Hæðarstilling á framljósum. Aukabúnaóur Leðuráklæði á sætum. Tvö aukasæti aftast. Útvarp, segul- band og geislaspilari fyrir 6 diska. Sóllúga. Loftkæling. Loftlæsingar að framan og aft- an. Dráttarbeisli. Toppgrind. Hraðastillir. ABS hemlakerfí. Lægri drifhlutföll fyrir stærri dekk. Hægt er að fá bílinn á enn stærri dekkjum og annast umboðsaðil- inn breytingarnar. Upphækkun fyrir 33“ dekk. Upphækkun fyrir 35“ dekk. SsangYong Musso er ágæt- lega búinn bíll. ■ FJÓRIR rafmótorar, einn við hvert hjól, knýja bílinn. SÆTI er fyrir tvo í rafbílnum. Tilraun um rafbíl DAIHATSU er einn þátttak- enda nokkurra fyrirtækja í Japan um smíði á vistvænum rafbíl. Nýjungar í þessu verk- efni eru m.a. tilraunir til þess að smíða minni yfirbyggingu, léttari og straumlínulagaðri en áður hefur þekkst í bílum. Gólf bílsins, sem kallast Eco Vehicle, og burðarstoðir eru úr áli en yfirbyggingin er úr trefjaplasti. Lítill rafmótor er við hvert hjólanna en rafgeym- arnir eru úr augsýn undir gólfi bílsins. Bíllinn er 3,30 m á lengd og aðeins 1,20 m á breidd. Hæðin er 1,34 m. Sæti eru fyr- ir tvo. Með fullhlöðnum raf- geymum dregur bíllinn 120 km við stöðugun 100 km hraða á klst. Tólf fyrirtæki í Japan taka þátt í þessu verkefni en Dai- hatsu er þar eini bílaframleið- andinn. ■ TOYOTA Ipsum kemur á markað í Evrópu í haust. Toyota Ipsum fjölnota- bíll í haust IPSUM tekur sex í sæti. Hann er með 2,0 Iítra, 135 hestafla vél og kemur á markað í Evrópu næsta haust. TOYOTA Ipsum, nýr fjölnotabíll Toyota, sem settur var á markað í Japan um miðjan mánuðinn og kemur á markað í Evrópu í haust, er minni en búist hafði verið við. Ipsum er bæði styttri og mjórri en helsti keppinauturinn í Japan, Honda Shuttle. Toyota væntir mikils af nýja bílnum og hefur gert áætlanir um sölu á 10 þúsund bílum á mánuði í Japan. Honda Odyssey seldist í 11 þúsund eintökum í apríl og var fjórði mest seldi bíllinn í Japan þann mánuð. Ipsum er með 2,0 lítra, fjög- urra strokka, 135 hestafla vél og fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Það er með ráðum gert að hafa Ipsum minni en Shuttle því hann fellur í stærðarflokkinn 5 en Shuttle í stærðarflokkinn 3. Þessa flokkun skilja aðeins japanskir bílakaupendur sem þurfa að vita upp á hár hvort bíllinn komist fyrir í þröngum bílageymslum þeirra. ■ ALP fær Micra TÍU Nissan Micra bílar hafa bæst við bílaflota ALP bílaleigunnar fyrir sumarið. ALP bílaleigan verður með yfir 100 bíla til útleigu í sumar og er meira en helmingur þeirra Nissan bílar frá Ingvari Helgasyni. Nissan bílarnir hjá ALP eru af mörgum stærðum, allt frá litlum en rúmgóð- um Nissan Micra upp í leðurklæddan Nissan Maxima. Nissan Micra er nú betur búinn en áður. Áhersla hefur verið lögð á aukið öryggi, styrktar- bitar í hurðum hafa verið efldir, bíl- beitastrekkjarar eru í bflunum og ný gerð af bíibeltum í aftursætum sem sérstaklega eru hönnuð með barnabílstóla í huga. Bremsuljós eru í afturglugga og því sýnilegri en áður. Samlæsingar eur í öllum Niss- an Micra og smávægilegar útlits- breytingar hafa orðið á bílnum. Á myndinni sést Amór Pálsson framkvæmdastjóri ALP bílaleig- unnar taka við Nissan Micra bílun- um af Þorleifi Þorkelssyni sölustjóra Ingvars Helgasonar. ■ Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN* 8U0URLAH0SBRAUT 8,108 RF.YKJAVÍK, SÍMt: 581 4670, FAX: 881 3882 ..orðaðu það við Fálkann Chevrolet G-20 Sport Van “Imperial” árg.’94 (ekinn 26 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 11. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA TILBOÐ ÓSKAST í Ford F-150 Supercap XLT 4x4 árg/95 (ekinn 11 þús. mílur), i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.