Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hh SUZUKIX-90 vekur slíka athygli að jafnvel hrossin þyrpast að honum. Morgunblaðið/jt HÉR hefur sólþakinu verið svipt af. Eftir stendur biti í miðju þakinu. Suzuki X-90 - óvenju- legur og vekur athygli ^ VILJI bíleigendut' vekja at- S hygli í umferðinni þá er ein leiðin sú að flárfesta í öku- tæki sem heitir Suzuki X-90 H frá samnefnda japanska ^ framleiðandanum, sem um- boðið hérlendis, Suzuki bílar fSl hf., hefur kynnt að undan- 2J fömu. Bíllinn er að stofni til >■ stutta útgáfan af Suzuki jeppanum en með tveggja “ manna húsi, með stórum sóllúgum úr gleri sem svipta má af og vekur á allan hátt athygli fyrir sérstakt sköpulag með skemmtilegum línum og við það bætist hárauður liturinn sem ger- ir sitt. X-90 er með tengjanlegu aldrifi og kostar með handskipt- ingu 1.690 þúsund krónur. Við skoðum þennan áhugaverða bíl nánar hér í dag. Suzuki X-90 er kannski ekki frumlegur bíll í lögun þar sem hann er venjulegur stallbakur, bíll með vélarhúsi, farþegahúsi og skotti en það sem er skemmti- legt og vekur athygli er hversu lítill hann er og þetta virðist ein- hver torkennileg tegund, eitthvað sem menn hafa ekki séð svo mik- ið áður. Er þetta almennilegur bíll, er þetta kríli einhver jeppi? spurðu menn þegar þeir koma aðvífandi með undrun í augunum á umferðarljósum eða bílastæð- um. Svarið er að þetta er tveggja manna bíll með tiltölulega litlu farangursrými og sem slíkur nokkuð takmarkaður - en hentar þó í margs konar skyni. Útlitið er vissulega miklu nær fólksbíl en jeppa og gler- sólþakið undir- strikar það vel. Þar er ekki um að ræða venju- lega sóllúgu, heldur verður að svipta þakinu af en það er í tveim- ur hlutum. Það er síðan sett í far- angursrýmið og þá er kominn ákjósanlegur blæjubíll - og aftur rekum við okkur á takmarkað notagildi þess hérlendis - en glerþakið er skemmtilegur kostur og gefur góða birtu. Þegar sólin skín hins vegar um of má hengja mottu neðan í loftið - nú eða bara setja upp góð sólgleraugu. Góft s»ti Sætin tvö eru vel gerð. Þau veita baki og lærum góðan stuðn- ing og hafa hefðbundnar stillingar SÆTIN eru þægileg og mælaborð er snyrtilegt. en menn sitja ágætlega hátt þótt ekki sé um mjög háan bíl að ræða. Aftan við sætin er örlítið pakka- rými og séu sætin ekki mjög aft- arlega má koma þar fyrir nokkr- um farangri. Farangursrýmið tek- ur 237 lítra og er ekki beint heppi- legt í laginu og minnkar niður í 178 lítra ef menn þurfa að koma fyrir sólþakinu. Þar er varahjólið einnig geymt svo að plássið er ekkert alltof mikið en tveir sem ferðast í bílnum geta vart þurft á mikið meira rými að halda. Hjá þeim sem vilja ferð- .. ast með ærlegt dót Oryggis- er þetta hins vegar búnaður galli og þeir myndu Útlit trúlega óska eftir Linur meira •ý™- Suzuki X-90 er búinn 1,6 lítra, fjög- Farang- urra strokJ?’u 16 ventia og 96 hest- ursrymi afla bensínvél Hún getur komið bílnum í 150 km hámarks- hraða með hand- skiptingunni en 140 sé bíllinn tek- inn með sjálfskiptingu. Bens- íneyðslan er kringum 9 lítrar í þéttbýli en aðeins 6,9 á jöfnum 90 km þjóðvegahraða. í blönduð- um akstri á dögunum fór 31 lítri á tankinn eftir um það bil 350 km akstur sem þýðir tæpa 8 lítra á hundraðið. X-90 er venjulega ekið í afturdrifi og til að tengja aldrifið verður að stöðva bílinn en hann er búinn hálfsjálfvirkum framdrifslokum. Þá er hann búinn STUTTUR og kannski kubbslegur og í það minnsta óvenjulegur sem jeppi. háu og lágu drifi - og er X-90 að öllu þessu leyti alvöru jeppi og ekki skyldu menn láta'útlitið villa um fyrir sér. Bíllinn er á sterkbyggðri og sjálfstæðri grind og er gorma- fjöðrun á ölíurn hjólum sem er mjúk og virðist duga mjög vel, ekki síst á grófum vegi. Þessi bygging bílsins gerir hann líka vel til þess fallinn að hækka hann og má þá ná nokkurra cm hækk- un með tiltölulega einföldum að- gerðum. Nýtur sín á grófum vegi Nokkuð er misjafnt hvar og hvernig X-90 nýtur sín best. Hann Suzuki X-90 í hnotskurn Bensínvél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 96 hestöfl. Tveggja manna. Tengjanlegt aldrif, hátt og lágt, framdrifslokur. Vökvastýri. Tveir líknarbelgir. Styrktarbitar f hurðum. Bflbeiti með hæðarstillingu. Tvískipt sólþak úr gleri - má fjarlægja. Snúningshraðamælir. Klukka. Útvarp með segulbandi. Þrívirk inniljós og kortaljós. Rafdrifnar rúðuvindur. Samlæsing. Rafdrifnir hliðarspeglar. hLengd: 3,71 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: l,55m. Hjólhaf: 2,20 m. Þyngd: 1.075 kg. Bensíneyðsla: 91 í þéttbýli, 6,9 ájöfnum 90 km hraða. Stærð farangursrýmis: 237 lítrar. Staðgreiðsluverð kr.: 1.690.000. Umboð: Suzuki bílar hf., Reykjavík. er lipur og léttur í meðförum í þéttbýlinu og auðvelt að athafna sig í öllum aðstæðum. Á þjóðvegi með bundnu slitlagi er hann sömuleiðis meðfærilegur en stutt hjólhafið gerir það að verkum að hann virðist hoppa svolítið og skoppa ef slitlagið er öldótt eins og víða kemur fyrir á þjóðvega- kerfinu. Á malarvegi ber meira á þessu og má segja að þetta sé það eina hvimleiða við bílinn. Úr þessu má hins vegar auðveldlega bæta með því að stöðva til að tengja framdrifið. Þegar þannig er ekið í aldrifinu liggur bíllinn mun betur og þá er næsta lítil . hætta á óvæntum hreyfíngum. X-90 er nefnilega ágætlega þýður og best nýtur hann sín í rauninni á grófum fjallvegi þar sem hann líður furðu mjúklega yfir allar ójöfnur. Þar verður samt að fara með nokkurri gát því eins og fyrr segir er bíllinn ekki mjög hár þótt umboðið hér hafi sett undir hann heldur stærri hjólbarða og breiðari. Suzuki X-90 dugar því ágætlega til ferða um alla venju- lega fjallvegi landsins þótt ekki sé rétt að leggja hann í hvaða óbrúaða á sem er. Eftlilegt verft Verðið á Suzuki X-90 er kr. 1.690.000 fyrir bíl með fimm gíra handskiptingunni en fer í 1.850.000 vilji menn taka hann sjálfskiptan. Þeir sem hafa ekki mjög rökstudda þörf fyrir sjálf- skiptingu ættu að spara sér þann mun því handskiptingin er lipur og góð viðfangs og er bara skemmtilegra og allt að því eðli- legra að nota þennan bíl með slíkri skiptingu. Verðið er kannski í hærri kantinum fljótt á litið en þegar betur er að gáð má telja það eðlilegt. Þetta er jeppi - að vísu bara tveggja manna og ekki stór - en vel búinn þægindum og öryggisbúnaði, með röskri vél sem er þó merkilega sparneytin og ekki síst er hann forvitnilegur útlits og skemmtilegur sem leik- tæki. Þess má að lokum geta að ráð- gert er að sýna Suzuki X-90 í Borgarfirði nú um helgina. ■ Jóhannes Tömasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.