Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ OG GARÐi - Er dýrt að vera með garð? „Nei, ekki svo, en það getur verið dýrt að búa hann til. Góð- ur garðyrkjumaður sagði eitt sinn að það kostaði jafnmikið að búa til góðan garð við venju- legt einbýlishús, og að kaupa meðalstóran japanskan bíl." - Ert þú mikið í því að horfa inn fyrir girðinguna hjá fólki? „Nei, allt of lítið. Ég dett í það stundum og þá kemur oft fyrir að ég spyr sjálfa mig, hvar ég hafi verið undanfarin ár, því breytingarnar eru svo ótrúlega miklar. Það er stórkostlegt að sjá hvað mikið er af fallegum görðum og hvað gróskan er mikil. Ég kem stundum í garða sem ég skipulagði, fyrir 20-25 árum, þegar ég var að byrja og það fer stundum um mig, því þeir eru á kafi í gróðri, sem ekki var hægt að sjá fyrir í upp- hafi. Þetta kennir manni að það þarf að vanda gróðurvalið afar vel og nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem fengist hefur á undanförnum áratugum í rækt- un garðagróðurs. Við eigum góða ræktunarmenn sem eru mjög meðvitaðir um gæði í starfi sínu. Það er ævintýralegt að sjá hverju sumir hafa áork- að." - Hvernig er kynjaskiptingin hjá þínum viðskiptavinum? „Konurnar hringja og koma á námskeið og svo þegar kem- ur að framkvæmdinni og tækni- legri útfærslu koma þær með karlana með sér. Annars eru sumir karlmenn mjög áhuga- samir um garðrækt og gera miklar kröfur." - Hvernig er aldursskipting- in? „Það er fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á garðrækt, en mér finnst áhugi hinna yngri sérstaklega áberandi. Þeir sem eru komnir á miðjan aldur vilja hins vegar gjarnan viðhaldsfr- ían garð. Þetta fólk er oft með sumarbústað eða ferðast er- lendis og vill því ekki vera of þundið. Síðan er það eldra fólkið, sem oft lendir í vandræðum, vegna þess að við húsið er kannski garður sem er orðinn því ofviða og er kvöð í stað áhugamáls. Mér finnst mjög sorglegt að fólk skuli í sum- um tilfellum telja sig verða að selja húsið sitt því garð- urinn er orðinn þeim um megn. Að mínum dómi er þetta ekki nauðsyn- legt því hægt er að laga garðinn, einfalda hann og kaupa sér aðstoð nokkrum sinnum á sumri. Það má minnka beðin, helluleggja og svo framvegis, nota timbur og breyta gróðr- inum.“ - Getur þú nefnt teg- undir af plöntum sem þú alls ekki þolir? „Nei," en ég vil hafa margar tegundir, að plönturnar fái að vaxa frjálsar og að ekki þurfi að tukta þær mikið til. Ég vil mikla grósku. Það skiptir mig engu máli þótt gróður komi upp á milli hellna í garðinum og þó að vaxi fíflar í garðin- um." - Þannig að þú ert ekki með reglustikuna og borð- hnífinn á lofti? „Nei, alls ekki, ég vil hafa garðinn svolítið villt- an. Hins vegar virði ég hitt sjónarmiðið og það lítur mjög vel út að klippa plönt- ur til og búa til regluleg form en það kallar líka á mikla umhirðu. Ég reyni frekar að lóð við nýtt hús og þurfa að byrja á því að setja upp skjól- veggi. Húsið ætti að hanna þannig að það myndaði skjól eða að einhvers konar skjól- veggir væru hluti af arkitekt- úrnum. Það er allt of sjaldgæft að hugsað sé um samspilið." - Hvernig endurspeglar garðurinn persónuleika eða lífsmáta fólks? „Við getum nefnt manngerð sem vill hafa garð en má ekki vera að því að sinna honum. Garðurinn verður samt að vera í rækt og líta vel út. Þá er um að gera að hafa hann sem ein- faldastan. Svo eru aðrir sem eyða mikl- um tíma í garðinum, rækta mikið, jafnvel lífrænt, eru með matjurtir og tiiraunir á ýmsum plöntum. Margir hreinlega safna jurtum og garðurinn er Morgunblaðifi/Árni Sæberg GARÐURINN er ekki síðri að haustinu. einfaldlega þeirra áhugamál. Ég held að sá hópur sé mjög stór. Svo eru þeir sem eru afskap- lega viðkvæmir fyrir því að ekki sjáist eitt illgresisstrá; æða út með borðhníf og skrapa milli gangstéttarhellnanna. Aðrir vilja hafa mosavaxnar hellur. Þeir nýta á garðinn öðruvísi, fyrst og fremst til ræktunar, og eru meira að prófa sig áfram. Enn aðrir líta á garðinn sem stöðutákn og leggja mikið upp úr innkeyrslunum og til skamms tíma voru heitu pott- arnir allsráðandi. Nú er timbur mjög mikið notað í stóra sól- palla. Einnig er þetta afleiðing þess að gróður er víða orðinn það mikill að garðar og hverfi eru mun skjólsælli en var og því getur fólk verið meira úti við. Þá npta sumir styttur, garðálfa og alls kyns skraut úti og maður sér oft hvernig stíllinn innan húss teygir sig út í garð." - Hvernig eru tískusveifl- urnar í plöntuvali? „Það ræðst dálítið af tíðarf- arinu. Maður getur sagt sér að ef geislasópur blómstrar sér- staklega fallega eitt árið, selst hann upp næsta ár á eftir. Eða hvaða tegund sem er. Fyrir mörgum árum var brekkuvíð- irinn allsráðandi, nú þolir hann enginn. Svo varð gljávíðir aðal- víðirinn, þá alaskavíðirinn og nú er tiltekin tegund af trölla- víði töfrajurtin. Einu sinni var limgerði líka í tísku og að klippa blátoppinn í kúlu þótti ofboðslega fínt. Þá sér maður í ýmsum bæj- arfélögum, að ákveðnar plönt- ur eru gegnumgangandi. Til dæmis er hvergi jafn mikið af limgerði úr blátoppi og fjalla- rifsi eins og á Akureyri, sem kannski ræðst af veðurfarinu, eða framboði á plöntum. Gljá- víðir vex til dæmis ilia á Akur- eyri. Notkun á laukum hefur líka aukist mikið og gaman að sjá hvað margir eru með túlípana, páskaliljur og krókusa í þyrp- ingum. Bæjarfélög eru líka farin að nota þetta mikið. Rækt- unaráhuginn er orð- inn svo miklu meiri, því fólk sér að þetta er hægt. Flestallir bæir og þéttbýlisstaðir eru lausir við búfénað. en áður fyrr var ekki hægt að rækta með sama hætti og nú því kindurnar voru sólgnar í gróðurinn. Það erekki langt síð- an að sauðfé gekk um í byggð og lítið hægt að rækta af þeim sökum. Það er ekki lengra síðan en 1960 að fé gekk laust innan borgarmarkanna, til dæmis í Árbæjarhverfi." - Er mikið um það að fólk sé með tjarnir í görðum? „Já, það er að aukast, sem mér finnst mjög gaman. Það er kominn mikið betri búnaður, þannig að óþarft er að hafa sí- rennsl- i. Þá eru betra efni til að þétta með, gúmmí-, og plastdúkar, eða plastker sem auðvelt er að setja niður. Svo er eitt sem ég vil sjá meira, af en það eru fánastangirnar." - Getur þú farið út í hverfis- bundin vandamál í garðrækt- inni? „Það er tvennt ólíkt að vera með garð í Fossvoginum eða í Skerjafirði og úti á Seltjarnar- nesi, þar sem sjávarseltan og næðingurinn ráða ríkjum. I sjávargarði er gott að rækta harðgerar víðitegundir og fjöl- ærar plöntur. Til að búa til skjól er hægt að stafla sjávargrjóti eða hlaða torfgarða; búa til »Þeir geta gert heilmik- ' ið. Það er hægt að rækta kerjum um i og að að sum- hóla og hæðir í lóð- ina. Þá kemur þetta um leið.“ - Hvað með litasam- setningu í garðinum? „Það getur verið býsna flókið og þarf að raða trjátegundum saman þannig að plöntur sem koma fyrst á vorin, séu hlið við hlið, hvort sem það eru laukarnir, eða lyklarnir, og að hvað taki við af öðru. Ekki bara hvað varðar blómgun, heldur hæð á plöntun- um. Síðan þarf huga að því að haustlitina blómg- unar- tíminn er bú- inn. Mik- ið af fjö- lærum plöntum er með skrautleg blöð og fræhylki langt fram eftir na þegar gera nota arblóm í kössum og einstaka fjöl- æra plöntu. Það er hægt að setja timburhlera á sval- ir, fallega strámottu, bekki eða borð." - Hvaða heilræði átt þú handa- þeim sem hyggja á garðfram- kvæmdir? „Það verður að und- irbúa framkvæmdina vel, skipuleggja lóðina og gera upp hug sinn til hvers garðurinn á að vera. Þá er reynt að finna pláss fyrir hvað eina og hugsa stað- setningu plantnanna út frá því. Til dæmis að setja ekki tré sem verða mjög stór við sólpallinn svo þau "kyggi ekki á só- ina og hugsan- lega nágrannann líka. Það verður að búa til ein- hvern ramma. Þá verður Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐ SETJA plöntur rétt saman getur verið býsna flókið þvíhuga þarf að litasamsetningu og hæð. hausti. Svo eru það sí- grænu plönt- urnar, þar sem þær eiga við, sem taka við á veturnar. Trjágreinar geta líka verið fallegar á litinn að vetrarlagi. Þær eru ekki bara brúnar og gráar, heldur rauðbrúnar, ráuðleitar eða bara grænar. Þetta verður að hafa í þuga. Svo eru til fjölærar plöntur sem halda lit lengi fram eftir hausti, eða meira og minna allan veturinn. Einnig þarf að leggja áherslu á fjölbreytileika við innganginn í garðinn, eða þar sem leiðin liggur oftast, og þar sem horft er út um gluggann, þannig að béðin séu ekki endi- lega við húsveggina heldur fjær í lóðinni. Svo má líka benda á að hitalampar yfir verönd eða sólpöllum eru allt of lítið notað- ir, sem er miður því með þeirra hjálp get- ur fólk setið úti lengur frameftir á kvöldin." - Hvernig geta þeir sem ekki eiga garð en eru með sval- ir lífgað upp á þær? að hugsa til fjölbreyti- leika í gróðurvali, og undirbúa plöntun mjög vel. Það þarf að hafa mjög góða gróðurmold, annars er þetta til einskis. Jarðvegur er mjög misjafn en lélegasti jarðvegur getur orðið góður, ef maður ræktar hann, meðal annars með því að nýta allt líf- rænt sem fellur til í garð- inum og verður aftur að mold." Morgunblaðið/Áslaug Snorradó) I I I í I I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.