Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 6
6 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ OG GARÐURINN BÖRNIN leika lausum hala í sínum enda garðsins. ANNARS staðar dafnar betri gróður, óhultur. HÉR fær maður út- rás fyrir sveita- manninn í sér,“ segir Þórunn Jónasdóttir kennari, sem býr ásamt manni sínum, Isleifi Erl- ingssyni trésmiði, Sigrúnu, Þóri, Hauki, Högna og Trínu, í nýlegri viðbyggingu við Birki- grund í Kópavogi. Um miðja öld var garðyrkjustöðin Birki- hlíð rekin í eldri hluta hússins og þekkt fyrir snyrtimennsku, grósku, grænmeti og fjölærar plöntur. Umhverfis eru 1.650 m2 lands, sem þau hjónin deila til helminga með Jakobínu Schröder, ekkju Jóhanns Schröders garðyrkjumanns, og kettinum Skottu, og óhætt að segja að þar sé allt sem hugur- inn girnist þegar garður er ann- ars vegar; berjarunnar, tré, skrautjurtir, ávextir, grænmeti, sólpallur, sandkassi og safn- haugur. Og leikvöllur í einu horninu, þar sem börnin ráða ríkjum. Lóðin er ein sú elsta í bænum og Jakobína meðal frumbyggja Kópavogsbæjar. Þórunn og ísleifur eru úr Rangárvallasýslu og bjuggu fyrst í blokk í Kópavoginum. Segir Þórunn að við flutninginn í Birkihlíð fyrir sex árum hafi þau tekið sér bólfestu í nýrri veröld, þótt ekki hafi verið ekið lengri leið með börn og búslóð en nokkur hundruð metra. Fimmtugur úlfareynir Þegar ísleifur og Þórunn fluttu í Birkihlíð fyrir sex árum var ekki mikið af fjölærum plöntum í garðinum en þónokk- uð um tré, þar á meðal tveir fimmtíu ára gamlir úlfareynis- stofnar, sem mikil prýði er að. Nýbúið er að setja niður kart- öflur og þá má greina rabar- bara og jarðaber. Þórunn seg- ist líka hafa verið með radísur og graslauk í garðinum til Sex manneskjur þrírkettir, einn ævintýragarður Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir FJÖLSKYLDAN í Birkihlíð; Þórunn, ísleifur, Sigrún, Þórir og Haukur, ásamt frænkunni Bergrúnu. skamms tíma. Nú er hún að rækta beð með alls kyns fjölærum plöntum, eitt fyrir hvað sem er og annað spari, sem koma hvaðanæva að; úr gróðrarstöðvum, af víða- vangi, eða frá vinum og kunn- ingjum. ísleifur slær og sér um matjurtirnar. Þórunn segist hafa nægan tíma til að sinna plöntunum á sumrin, þegar kennslu lýkur, og segist grípa hverja stund, sem aflögu er á þriggja barna heimili, en fjórða barnið er á leiðinni. Vorverkunum Ijúka þau ísleifur á tveimur dögum, að hennar sögn. Fyrir ofan garðinn er villtur skógur á vegum bæjaryfirvalda og rétt við lóðarmörkin í einu horninu er umráðasvæði barn- anna. Þar er búið að byggja kofa, litla Birkihlíð, setja upp rólur og önnur leiktæki. Þórunn segir að börnin beri virðingu fyrir gróðrinum í öðrum hluta garðsins og þótt stöku fótbolti lendi í einstaka skrautbeði, gangi sambúðin býsna vel, þau fái næga útrás í sandkassanum og horninu sínu. Fjölskyldan getur síðan borðað úti á litlum sólpalli aftan við húsið, eða sleikt geisla kvöldsólar, og einnig stendur til að halda barnaafmæli á flöt- inni seinna í sumar, ef vel viðr- ar. Segir Þórunn miklu muna fyrir barnafólk að ala afkvæmin í slíku umhverfi því þótt engin sé girðingin skýlir gróðurinn fyrir veðri, vindum, hávaða og bílaumferð, og að það hafi ekki síst verið garðurinn sem réði úrslitum þegar kaupin á hús- næðinu voru gerð. „Ég naut mín aldrei fyllilega í blokk og hér geta yngri börn- in leikið lausum hala. Margir leita út fyrir borgina á frídög- um, en það má eiginlega segja að við'séum með okkar sumar- bústaðastemmningu hér í bak- garðinum." ÍSLENSKPC. VÖNDLJÐ Henta sérstaklega vel þar sem styrkur og gott útlit er æskilegt. Hægt er að leggja þau saman til vetrargeymslu. Margar gerðir. BERGIÐJAN Víðihlíö við Vatnagarða Símar 553 7131 og 560 2590 r Hvenær á að gróðursetja? VORIÐ ertíminn til þess að gróðursetja og limgerðisplöntur og trjáplöntur með berum rótum á að setja niður sem fyrst á vorin. Rótarkerfi plantnanna hefur verið skert við upptöku fyrir sölu og þarf því lengri tíma til að endurnýjast og að plantan fari að vaxa eðlilega. Ef berrótarplöntur eru gróður- settar eftir mitt sumar eða seint á sumrin er æskilegt að skýla plöntunum til að milda áhrif veð- urs og vinda yfir haust- og vetr- artímann. Tré og runna sem ræktaðir eru í pottum og trjáplöntur með hnaus er hægt að gróðursetja mestallt sumarið en betra er að skýla viðkvæmari tegundum eins og sígrænum plöntum, greni, furu og eini fyrsta vetur- inn eftir gróðursetningu. Fjölærar plöntur sem nú eru ræktaðar í pottum er hægt að gróðursetja allt sumarið. Sum- arblóm á að gróðursetja eins fljótt og veður leyfir og miða jafnframt við veðurþol hinna ýmsu tegunda. Stjúpur, fjólur, morgunfrúr og aðrar tegundir sem þola lítilsháttar frost má gróðursetja snemma, eða í maí, en tegundir sem eru viðkvæmar fyrir kulda og þola ekki frost, eins og til dæmis brúðarauga, flauelsblóm og dalíur er best að setja niður um miðjan júní. i ) I i ) í I i ) I i t t i í I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.