Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ OG GARÐURIIMN BASIL er notað í pestó með einu péi, tveimur og þremur. VIÐ pestó-gerð ber að fara eftir öllum kúnstarinnar reglum. Óbein afleiðing kvennabaráttu EG var alinn upp við að fara út í garð og ná í grænt, eins og við kölluðum það heima. Við við ræktuðum í raun illgresi. Þarna var kerfill, hvönn, skessurót og graslaukur; eitt það fyrsta sem kemur upp á vorin," segir Há- kon Már Oddsson kvikmynda- gerðarmaður, eða Manni eins og hann er betur þekktur, og skýtur því inn í að hvönn sé prýðisgóð í salat, með mat, eða sem krydd, þegar hún er ný og ekki enn orðin römm. Einnig sómir arfinn sér vel í salatið, segir Manni og getur ekki stillt sig um að bæta því við að skessurótin, sé hin eina sanna Maggi-súpu jurt. „Það er sagt að helmingur súpu- bragðsins sé af skessurót," segir hann. Manni ög Helga Stefánsdótt- irs, sem er leikmynda- og bún- ingahönnuður, skiptast á við að sjá um matjurtaræktina, en þau eru bæði grænmetisætur. „Ég hef búið erlendis, þar á meðal á Ítalíu í mörg ár, og lærði að meta ýmsar aðrar kryddjurtir en við þekkjum. Það sem á vant- ar hér er gott krydd og ýmsar salattegundir, sem íslendingar þekkja ekki, einkum þessar bragðmeiri," segir Manni. Því hafa vinirnir kippt með sér fræjum að utan sem sáð hefur verið í misfrjóan jarðveg, eins og gengur. Fyrst eru fræin forræktuð innandyra en plönt- unum síðan komið fyrir í vermi- reit í garðinum, þegar tekur að vora, sem auðvitað er misjafnt eftir árum. „Síðla vetr- ar er hægt að byrja að rækta baunaspírur inni, og basil, sem reyndar er orðið hæft til neyslu hjá okkur núna, en það hefur ekki gengið vel að rækta það utandyra hér,“ segir hann. Það sem sprettur hjá þeim Helgu er salvía, sem þrífst ágætlega í góðu skjóli, rósmarín og stein- selja, sem Manni telur ómissandi, en fyrr- nefndar jurtir eru grunntegundii"nar í ít- alskri matargerð, að hans sögn, að með- töldu basil, hvítlauk og óreganó, sem mest er notað þurrkað og því best keypt þannig. Steinselja vex illa innandyra „Steinseljan er hrikalega dýr í búðun- um og við notum svo mikið af henni, að ekki er gerlegt að vera að kaupa hana. Þegar farið er á grænmetismarkað, til dæmis á Ítalíu, gefur grænmet- issalinn manni basil og stein- selju í kaupbæti fyrir viðskiptin, þyki honum vænt um mann. Hérna er verið að selja nokkra stilka á hundruð króna. Að vísu er hægt að kaupa steinselju í pottum núna og því hægt að halda áfram að rækta hana heima, sem er góð byrjun fyrir þá sem ekki eru duglegir við að sá. Steinselja vex hins vegar illa inni,“ segir hann. Þetta árið eru Helga og Manni búin að undirbúa jarð- veginn fyrir radísur, kartöflur, gulrætur, kínakál, brokkólí og radicchio rosso, sem er beiskt á bragðið og því gott að salta örlítið þegar á diskinn er komið. „Á haustin er hægt að taka ræturnar upp úr og setja í pott í kalda og dimma geymslu til þess að fá jólasalat. Þetta er til dæmis hægt með cicoria kál,“ segir Manni ennfremur. Snemma á vorin þarf að breiða plast yfir vermireitinn til þess að verjast næturfrosti. „Þetta árið var hins vegar svo hlýtt að við gátum sett reitinn beint undir akrýl-dúk, sem hefur þann kost að hleypa í gegn vind- um og vatni. Einnig halda marg- ir því fram að hann geti hækkað hitastig um eina til tvær gráður. Markmiðið er auðvitað að fá uppskeru sem fyrst, helst strax í byrjun júní. Um mitt sumar sáum við kannski aftur. Síðan er hægur vandinn að frysta steinselju, rósmarín, basil og spínat að haustinu. Það er mikil- vægt að jurtirnar séu ferskar, því basil, sem keypt er í búð án moldar, skemmist eftir nokkra daga. Annað getur mað- ur soðið niður í alls kyns rétti," segir hann. Salatúrval lítið Helga og Manni hafa ræktað í garðinum við Goðheima í fjögur ár og eru með þrískiptan safn- haug í stórum kassa, sem smið- urinn á næstu hæð sló upp fyr- ir. í einu hólfinu er þriggja ára gamall áburður, en lífrænn úr- gangur, afskurður af grænmeti og annað sem til fellur úr garðin- um í hinum. Eins og áður sagði fá þau fræ- in send frá útlöndum en Helga segir að úrvalið hér hafi aukist verulega frá því sem var, þótt enn vanti salat. Síðan bætir Manni því við að tómatflóran megi að ósekju vera örlítið fjöl- breyttari. „Salattómatar eru ein tegund, síðan notar maður allt aðra gerð í tómatsósu, sem er meira perulaga, þær eru meira að segja tvær. Það er allt önnur samsetning í kjötinu og betra væri að geta nálgast þá á haust- in, til þess að sjóða niður. Þess- ir íslensku eru ekki mjög góðir í það. Núna er að vísu hægt að kaupa græna tómata frá Kanarí- eyjum í kippum. Þeir eru mjög lyktsterkir og æðislegt að sjóða þá niður. Einnig eru kirsuberja- tómatarnir góð tilbreyting," seg- ir Manni. Talið berst yfir í aðra sálma og fyrr en varir er hann tekinn við að fræða spyrjanda um vín- gerð. „Nú er rétti tíminn til þess að tína fífla í vín, svona áður en þeir blómgast. Maður tekur f W' í^mika Garðurmn Hngmyndir að skipukigi og ethísvali fell ■ Ir-S' * -w „ h'l'll'lf'.W • •■-' / >< StíVV 340 litmyndir 80 skýnngamyndir Qöldi garðteikninga m\ \ * Bókin um garðinn Fyrsta íslenska bókin sem fjallar einkum um hönnun garðsins, fjölbreytni í skipulagi og efnisvali. Vegleg bók. 208 síður. Garðyrkjufélag íslands I nikkaslígur V. Illl Rcykjuvik. simí og ínv 552 7721 Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir ENGINN Genúa-búi bregður sér af bæ án basil-plöntu f farteskinu. Manni og hluti uppskerunnar. « i i í < ( < ( I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.