Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ OG GARÐURINN Morgunblaðið/Þorkell KAMPAVÍNSBLÓM er meðal nýjunga Markar og hefur verið til um nokkurt skeið. JARNJURT og smærri útgáfa af tóbakshorni, sem nefnist fantasía. Blómaker og pallarækt sækja í sig veðrið STJÚPUR eru langvin- sælustu sumar- blómin og hafa verið það til margra ára, að sögn Péturs N. Ólasonar í gróðrar- stöðinni Mörk. Ástæðan er sú að þær henta best fyrir okkar veður- far. „Hér er svalt og rakt en til- tölulega góð birta. í Evrópu er stjúpum plantað á haustin og þær blómstra fram að jólum. Síðan blómstra þær aftur á vorin," seg- ir hann. Pétur segir ennfremur að ræktun á svölum og sólpöllum hafi aukist jafnt og þétt og því séu alls kyns blómaker mjög vin- sæl um þessar mundir. „Þeir sem eru úti á palli eða að grilla vilja hafa huggulegt í kringum sig og þá koma kerin til sögunnar," seg- ir hann. Einnig ræktar fólk kál og kryddjurtir úti á svölum sem það vill geta sett beint í salatið að Péturs sögn. Svartar stjúpur Sífellt koma til sögunnar ný og ný afbrigði af gróðri, kannski inn- an sömu tegundar, en í öðrum lit og með minni blöðum. Nýir sí- grænir runnar hjá Mörk eru yrja- bláeinir, súlubláeinir og runna- fura og meðal þess helsta í sum- arblómum má nefna járnjurt með bláum blöðum, fantasíu, sem er smávaxið afbrigði af tóbakshorni í alls kyns litum, svartar stjúpur, nýja gerð apablóma og hengip- löntu sem ekki hefur enn fengið nafn en kallast milljónbjöllur í beinni þýðingu. Þá má nefna mjaðarlyng, smá- vaxinn runna, sem blómstrar snemma og fellir blöð að hausti. Brúðarslæða er líka ný af nálinni sem pallablóm, en þekktari sem fjölær planta. Segir Pétur til um 40 tegundir af sumarblómum og rúmlega 120 tegundir af skraut- runnum sem fólk geti nálgast. Fjölærar plöntur eru um 400 og segir Pétur vinsældirnar ráð- ast af því hvernig þær blómstra miðað við sölutíma. „Fólk kemur og spyr um það sem það sér blómstrandi í öðrum görðum, eða hér í gróðrarstöðinni," segir hann. Sjón er sögu ríkari Sumir koma í hverjum mánuði til þess að skoða og segir Pétur það talsvert aðrar venjur en tíðk- uðust áður þegar kúnninn kom í stöðina og vildi fá tæmandi svör um útkomuna svo hægt væri að kaupa hina „fullkomnu" plöntu í garðinn. „Svo þegar maður var að reyna að selja plöntur sem blómstra síðsumars, þótti það ekki eins spennandi. Það var miklu meira hugsað um að láta blómstra á vorin. Nú hefur verslunartíminn lengst og fólk kemur til okkar í ágúst og september, enda þarf að hugsa garðinn þannig að eitt taki við af öðru,“ segir hann. Pétur segir ennfremur að þeg- ar kemur að því að fá fólk til þess að kaupa tilteknar plöntur, sé sjón svo sannarlega sögu ríkari. „Ég get nefnt sem dæmi loðkvist- inn, sem fyrst var fluttur inn til landsins fyrir Grasagarðinn. Okk- ur tókst hins vegar að koma hon- um fyrir augu fólks, niðri á Grens- ásvegi þar'sem Teppaland var. Þar var hann settur í ker og brill- eraði á hverju ári hvað fegurð snertir. Þetta var alveg nóg og nú rennur loðkvistur út eins og heitar lummur. En það kostaði talsverða vinnu að sannfæra fólk- ið í verslunarhúsinu að þetta væri góð hugmynd,'1 segir Pétur og hlær. í Mörk er einnig verið að kyn- bæta birki og nefnist nýja afbrigð- ið ‘Embla’. Um er að ræða svokall- aða víxlfrjóvgun í stýrðu umhverfi að Péturs sögn. Valin eru tré með ákjósanlegt útlit og fræjum þeirra sáð. „Móðir einstaklinganna sem sýna bestan árangur er síðan valin til fræræktar," segir Pétur og er komið að því stigi í ræktun- inni að fara að velja úr að hans sögn. Kræklótt tré eru undanskil- in og miðað við að nýja afbrigðið verði beinvaxnara. Einnig verður stofninn hvítur með aldrinum. „Þessi tegund verður ekki harðgerari en ég held að vaxtar- lagið verði allt annað. í framtíð- inni verður þetta fræ væntanlega ríkjandi í framleiðslu á birki á Is- landi," segir Pétur að lokum. Henta á svalir - verandir og til útstillinga Breidd: 133 cm, 200 cm og 400 cm. Grasteppi frá abeins kr. 880,- pr. fm. Fagurgræn - gegndræp Má nota úti sem inni allt árið. Viö sníðum eftir þínu máli. Laugavegur 92 (Við ftUðina a Stjörnubíó) Simi 562-5660 ( y 1 1 ■ f 1 KLUKKUR, HILLUR OU GJAFAYARA |i| í MIKLU ÚRYALI. ! YERIB YELKOMIN Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-13. TEPfitöUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 568-1950 {■mc. ...ókeypis I03i upplýsingar um 562*6262 vöru og þjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.