Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 E 13 HÚSIÐ OG GARÐURINN Hvítfluga Svarðmý Ullarlús Ranabjalla sögn. „Þegar kólnar í veðri hverfa þau hins vegar. Við stofuhita geta skordýrin hins vegar verið að herja allt árið, til dæmis kögur- vængjan," segir hann. Hægt er að fá eiturefni gegn öllum þessum tegundum í smærri einingum sem henta fólki i heimahúsi að Björns sögn. Þá er hægt að verða sér út um ill- gresiseyði í neytendaumbúðum, mosalyf, músaeitur, rotefni í safn- hauga, sárasmyrsl fyrir tré, sveppalyf og sniglaeitur. Mikið af eitrinu er úr lífrænum efnum segir Björn. „í illgresiseyðinum eru til dæmis eingöngu sápuefni, sem hefur auðvitað einhver áhrif á umhverfið, en þetta eru efni sem fólk þekkir og ekki fólgin mikil áhætta í notkun þeirra. Ef úða á innandyra mæli ég með því að nota efnið jafnóðum og sést til skordýranna. Fyrir úti- ræktun er mælt með úðun þegar þau eru virk. Fólk þarf því að fara út í garð reglulega, fylgjast með því hvort trjámaðkurinn er til dæmis farinn að gera vart við sig og úða þá. Það þarf auðvitað ákveðna lagni við þetta. Ef við tökum blaðlúsina sem annað dæmi, verður að kfkja á plönturnar og sjá hvort til hennar sést. Þessi efni eru öll snertivirk og því þýðír ekki að úða viku áður, eða eitthvað í þeim dúr. Ég mæli með því að fólk fari út á kvöldin, með brúsann, í eftirlitsferð og úði," segir Björn. Átak gegn málleysingjum Þeir sem eiga í stríði við fer- fættan skjólstæðing nágrannans geta nálgast hlaupkennda krist- alla sem dreift er í görðum og kenna gæludýrum að halda sig í Heitir pottar úr akrýli ! ♦ Nfðsterkir, auðveldir að þrífa. ♦ Fást með loki eða öryggishlíf. ♦ Fáanlegir með vatns-og loft nuddkerfum. + Margir litir, 6 stærðir, rúma 4-12 manns. ♦ Verð frá aðeins kr. 84.888 Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Hjallahrauni 2, Hafnarfirði, sími: 555 1027 hæfilegri fjarlægð. Kristallana má nota jafnt í sól sem rigningu en þeir virka með því að láta frá sér lykt sem truflar þefskyn ferfætl- inganna. Efnið er talið öruggt fyr- ir dýr og menn ef leiðbeiningum er hlítt og má nota á stéttir, grasflatir og kringum plöntur. Þá eru til hreinsiefni gegn ótímabærum þvaglátum í garðin- um eða annars staðar sem hindra myndun brúnna bletta. Úðinn stemmir stigu við sýru í þvagefn- um dýranna og breytir þeim í efnasambönd sem ganga niður í rótarkerfi plantnanna og vinna sem áburður. Þá inniheldur efnið hvata fyrir plönturækt sem hjálp- ar til við blómlegan, grænan og heilbrigðan garð. & SAMTÖK IÐNAÐARINS Hallveigarstíg 1* 101 Reykjavík • Símar 511 5555 - 511 5566. • Hugaðu tímanlega að framkvæmdum, skilgreindu og skipuleggðu þær vel. • Fáðu tilboð hjá löggiltum iðnmeistara. • Gerðu verksamninga. (Staðlað verksamningsform fæst á skrifstofu SI). • Láttu ábyrgan fagmann hafa eftirlit með framkvæmdinni. • Láttu gera lokaúttekt fyrir uppgjör verks. Fagmanninn finnurðu hjá meistarafélögum innan samtaka iðnaðarins. Ævisparnaður flestra er fólginn i fasteign og framkvæmdum tengdum þeim. Því er mikilvægt að vel sé vandað til verka. Samtök iðnaðarins benda því á eftirfarandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.