Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 18
18 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ NY SENDING - GLÆSILEGT ÚRVAL Nýjar gerðir af gosbrunnum, úti og inni, styttum, dælum og Ijósum, garðdvergum, fuglum o.fl. til garðskreytinga. Vörufell hf. v/Suðurlandsveg, Hellu Sími 487-5470 HÚSIÐ OG GARÐURINN Gróður- setning BEST er að gróðursetja plönt- ur sem fyrst eftir að þær hafa verið keyptar til að koma í veg fyrir þornun. Ef einhver tfmi líð- urá milli, nokkr- ir klukkutímar eða heill dagur, eru plönturnar best geymdar með því að moka mold yfir ræturnar og vökva. Þegar gróðursett er í lim- gerði er best að grafa hæfilega djúpan skurð eftir snúru og raða síðan plöntunum i skurð- inn með um það bil 25-30 sm millibili. Þá er skurðinum lokað og þjappað að plöntunum en ekki mjög fast. Einnig er hægt að grafa hæfilega stóra holu, setja plöntuna í og loka með þeirri mold sem grafin er upp úr næstu holu og síðan koll af kolli. Rótarháls undir yfirborði Limgerðisplöntur, svo sem víðir, gljámispill og fjallarifs á að gróðursetja djúpt. Limgerð- isplöntur af birki á að gróður- setja þannig að rótarhálsinn sé 5 sm undir yfirborðinu. Ág- ræddar rósir skulu gróðursett- ar það djúpt að ágræðslu- staðurinn sé 10 sm undiryfir- borðinu. Skrautrunna og smá- tré af birki, reyni og elri á að gróðursetja þannig að rótar- hálsinn sé 5-10 sm undiryfir- borði jarðvegs. Þegar stærri tré og tré með hnaus eru gróðursett skal þess gætt að rótarhálsinn sé 10-15 sm undir yfirborði jarðvegs. Það getur verið nauðsynlegt að binda upp stórar plöntur og tré með hnausi á meðan þau eru að festa rætur og það er betra að binda upp en að troða jarðveginn mjög fast að rótum plöntunnar því þá verð- ur jarðvegurinn loftlaus. Holan sem gróðursett er f á að vera það stór að rætur plöntunnar flækist ekki saman. Beð sem gróðursett er í á að jafnaði að vera nokkru hærra en hærra en umhverfið og ekki má gróðursetja þar sem vatn getur safnast fyrir að vetri til. Jarðveginn á alltaf að vökva vel þegar búið er að gróður- setja. Best er að gróðursetja í röku veðri, að morgni til eða kvöldi, og hindra að piönturnar þorni í sól og þurrviðri. Varist að setja tilbúinn áburð beint í holur sem gróðursett er í. GARÐURINN var byggður upp á stöllum og hefur tekið algerum stakkaskiptum. Ragnar. Nú er fullplantað í garðinn og einungis settar nið- ur nýjar plöntur áskotnist þeim hjónum sjaldgæfar tegundir. Glæsilegt glerhús Fyrir nokkrum árum tóku þau sig síðan til og hófu bygg- ingu garðhúss efst á brekku- brúninni. Það er einkar glæsi- legt, sporöskjulagað glerhús í tréramma. Á gólfinu eru dökkar hellur og borð sem setur mik- inn svip á garðskálann. Sverrir faðir Ragnars smíðaði borðið en hann er járnsmiður. Gler- húsið er staðsett þar sem kartöflugarður þeirra hjóna var áður en moldinni úr þeim garði var mokað út fyrir lóðarmörkin yfir á land bæjarins sem var í órækt. Ragnar sléttaði svæðið og setti þar niður tré. Uppbyggingunni er lokið, en enn er mikil vinna fólgin í um- hirðu garðsins, einkum að vor- lagi. „Við notum öll kvöld og allar helgar við að koma garðin- um í horf.á vorin," sagði Ragn- ar en mesta vinnan er við hreinsun þeirra ótalmörgu steina sem þar eru. „Við dutt- um niður á góða lausn hvað þá varðar, keyptum okkur stóra og öfluga ryksugu og með hana förum við út í garð og ryksug- um hvern stein," bætti hann við. Fjöldi Ijósa prýðir garðinn og setja á hann skemmtilegan svip, ekki síst á fallegum síð- sumars- og haustkvöldum. Ljósin fara hins vegar mjög illa á snjóþungum vetrum og sagð- ist Ragnar trúlega þurfa að fækka þeim eitthvað. Best heima „Við erum mjög heimakær og okkur líður best heima. Við höfum átt margar góðar stund- ir við að koma garðinum í það horf sem hann nú er í og nú njótum við ávaxtanna. Það er afskaplega skjólsælt hér og rólegt umhverfi, við þurfum ekki að fara út í sveit til að finna friðinn. Það hefur því aldrei hvarflað að okkur að byggja okkur sumarbústað í sveitinni, við höfum allt hér innan seiling- ar,“ sagði Ragnar. Tiltektin leiddi til um- byltingar UNNIÐ af kappi á fyrstu stigum uppbyggingar garðsins, þarna er brekkan ofan við húsið eitt moldarflag. mun meira að umfangi en við höfðum ætlað okkur í fyrstu," sagði Ragnar, en á síðustu árum hafa nánst allar þeirra frístundir frá vori og fram á haust verið notaðar til að vinna í garðinum. Stórvirkar vinnuvélar Þegar hafist var handa var brekkan „náttúruleg" eins og Ragnar orðar það, gras og mold þar sem uxu túnfíflar inn- an um njólana og um hana lá eins konar „rollustígur". Ragn- ar sagði að óneitanlega hefði það vafist fyrir þeim í fyrstu hvað gera ætti við brekkuna vegna þess hve brött hún er. Niðurstaðan varð sú að búa til í henni stalla og var stórvirkum vinnuvélum beitt til að móta þá. Lagðir voru göngustígar, trétröppur úr timbri með pöll- um á milli hæða, þá var komið fyrir lögnum og leiðslum og útbúin lítill lækur sem rennur milli tveggja lítilla tjarna í garð- inum. Þegar smíðavinnu var að mestu lokið var hafist handa við að gróðursetja en plönturn- ar í garðinum skipta þúsund- um. „Ég veit ekki hversu mikið við höfum sett niður af plöntum en þær eru fjölmargar," sagði HJÓNIN Guðný Jónsdóttir og Ragnar Sverris- son hafa á síð- ustu níu árum lagt gríðarlega vinnu í að byggja upp garðinn við húsið sitt að Áshlíð 11 á Akureyri. Þau fluttu í Áshlíðina fyrir sautján árum en á þeim tíma var mikil og brött brekka bak við húsið sem heldur betur hefur tekið stakkaskiptum, er orðin hreinn unaðsreitur þar sem fjölskyldan hefur átt marg- ar góðar stundir. „Þetta byrjaði allt á því að við ætluðum að lagfæra lóðina öTlítið, við viljum hafa snyrtilegt í kringum okkur. Við vorum ekki með nein stórhuga áform um umbyltingu þegar við byrj- uðum, það átti bara að laga svolítið til. Þegar við vorum komin af stað og farin að ham- ast þarna í lóðinni fundum við hversu mikla ánægju við höfð- um af þessari vinnu, hún gaf okkur mikið. Þannig að við ákváðum að gera þetta al- mennilega og því er ekki að neita að þetta verkefni varð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.