Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 E 23 ______HUSIÐ QG GARÐURINN_ Vistvænt hlúplast fyrir trjárækt ÆKTUNARDÚKURINN hlúplast varð til í verkefn- inu Vöruþróun '95 sem Iðntæknistofnun hleypti af stokkunum. Forsvarsmenn Plastprents hf. höfðu hug á að nýta betur plastafskurð, alls um 200 tonn, sem fellur til á hverju ári við framleiðslu á endurunnu polyethylene plasti, sem er 3.500 tonn, og settu sig í sam- band við Iðnhönnunarstofu Guðmundar Einarssonar. Þá var haft samstarf við Skógrækt rík- isins við þróun dúksins. Skógrækt ríkisins hefur um nokkurra ára skeið gert rann- sóknir á notagildi plastdúks til ræktunar á skjólbeltum, meðal annars á Stjórnarsandi við Kirkjubæjarklaustur. Eitt vanda- mál ræktenda er hörð sam- keppni trésins við annan gróður og þar kemur plastið að notum við að kæfa lággróður, sem hraðar vexti trésins. Annað vandamál er að þeir sem gróðursetja hafa oft of stutt á milli plantna sem gerir að verkum að of stutt verður á milli trjáa. Hlúplast ræktun- ardúkurinn er hannaður þannig að á hann er prentað mynstur eða kvarði, sem tryggir rétt bil á milli plantna, og flýtir fyrir út- plöntun. Brotnar niður fyrir áhrif veðurs og vinda Dúkurinn er framleiddur í tveimur litum, dökkgrænum fyr- ir tómstundaræktendur sem hafa áhyggjur af sjónmengun, og svörtum til að leggja út með vélum, fyrir skógarbændur og eigendur stórra sumarbústaða- landa. Hlúplast er 1,5 metrar á breidd, gert úr polyethylene plasti sem brotnar niður í nátt- úrunni vegna áhrifa veðurs og vinda og hverfur með tímanum. Plastið mengar ekki grunnvatn eða jarðveg þegar það brotnar niður eða er urðað. Einnig má nota dúkinn við grænmetisrækt þar sem skipulags er krafist, til daemis í kartöflurækt. í leiðbeiningum frá Skógrækt ríkisins fyrir trjáplöntun er mælst til að breidd skjólbeltis sé um það bil einn metri. Fyrst er jarðvegurinn grófjafnaður og síðan er plastið breitt yfir jarð- veginn og munstraða hliðin látin snúa upp. Dúkurinn er festur á hliðum og endum og síðan gert gat þar sem rótin á að fara nið- ur. Þegar búið er að stinga plönt- unni niður er þétt vandlega með jarðvegi. Þegar gróðursetningu er lokið þarf að að moka jarð- vegi yfir jaðra dúksins til að koma í veg fyrir að hann fjúki. Ef hlúplastið er notað við gróðursetningu hávaxinna runna, svo sem alaskavíðis, viðju eða birkis, er plantað með eins meters millibili, eða í annan hvern hring. Bil milli hvers hrings á plastinu er hálfur metri. Þegar hávöxnum og lágvöxnum runnum er plantað sitt á hvað, það er þeir fyrrnefndu með strandavíði, rifs og blátöppi, eru þeir hávöxnu settir niður með meters millibili sem fyrr og hinir niður um götin inn á milli. Við útplöntun á stórum trjám, til dæmis alaskaösp, sitkagreni og lerki, er plantað með 2,5 metra millibili, eða í fimmta hvert gat. Síðan má koma fyrir lágvöxnum runnum inn á milli, með hálfs meters millibili, eða víðitegundum, toppum og rifs. Gerð var sex ára samanburð- artilraun á Stjórnarsandi á rækt- un beðplantna- og asparklóna með plasti og án. Reyndust beð-, fjölpottaplöntur og græð- lingar undir plasti allt að hálfum metra hærri og beð- og bakka- plöntur af asparklóninum ‘Jóru um einum metra hærri, svo dæmi séu tekin. Þarftu að þvo og spúla HÁÞRÝSTIDÆLA FYRIR HEIMILIÐ KEW Hobby háþrýstitæki á verði sem hentar öllum. Verið velkomin í verslun RV að Réttarhálsi 2 og kynnið ykkur úrvalið. REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 RJ Vönduð ryðfrí húsaskilti Sérhönnuð með eigin texta Klapparstíg 44. Sími 562-3614. X' UtUeiktæki og busitaugar Róla og vegaróla (mynd) kr. 12.200, stgr. 11.590 Tvær rólur og vegaróla kr. 13.900, stgr. 13.205 Róla, vegaróla og þrír stigar (mynd) kr. 19.400, stgr. 18.430 Jaröfestingar fyrir gras eða annan jaröveg kr. 2.300, stgr. 2.185 Vönduö útileiktæki frá V-Þýskalandi, stoöir 45 mm lökkuö stálrör, plastsæti. Kreditkort og kreditsamningar Varahlutir og viðgerðarþjónusta Busllaug úr sterkum dúki á stálgrind, sæti, viðgerðarsett og botnloki. Stór busllaug, 122 x 244 cm, kr. 10.900, stgr. 10.355 Lítil busllaug, 122 x 188 cm, kr. 5.400, stgr. 5.130 Ármúla 40 Símar: 553 5320 • 568 8860 iwwMgim ÍJ^Ii ...ókeypis upplýsingar um 562*6262 vöru og þjónustu ‘ViðfiaCd (vússins ‘Bcsti fjárfcstingakpsturinn Föst ókeypis verötilboð á eftirfarandi þjónustu; / Mat á viðhaldsþörf. / Kustnaöaráœtlanir. / Gerö útboðsgagna. / Hönnun og teikningar / Gerð verksamninga. / Umsjón og eftirlit ineð framkvæmdum. / Eignaskiptayfirlýsingar. / Alhliöa ráögjöf varðandi fjármögnun o.fl.. GISLI GUÐFINNSSON Ráðgjafarþjónusta Kirkjuiundi 13, 210 Garöabæ, sítni 565 8513 Með faamennsku, rcunsíu oa ábiirað tritfaium viiííiaastnuni þína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.