Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 26
26 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 HUSIÐ OG GARÐURIIMN MORGUN BLAÐIÐ HELLUSTEYPA Ræddi viðskipti, reitti og vökvaði sama tíma. Þetta var garðurinn hans og það kemur fram að hann hafi kallað menn til sín í garðinn að ræða viðskipti með- an hann reitti arfa og vökvaði." Garðyrkja helsta umræðuefnið Tilurð garðsins er tíunduð í Alþingistíðindum og segir Einar að væntanlega hafi garðyrkju TRYGGVI Gunnarsson lagði sál sína í Alþingisgarðinn og varði hverri stund sem hann gat til þess að hlúa að gróðrinum aldrei borið jafnoft og nákvæm- lega á góma á hinu háa Alþingi og þessi ár sem gerð hans stóð yfir. Líkt og gerist um fram- kvæmdir nútímans fór kostnað- ur langt fram úr áætlun, sem lagði sitt af mörkum í umræð- una. „Tryggvi er undir áttrætt þegar hann deyr, er þá búinn að fá mikla ást á svæðinu og kemur því til leiðar að hann fái að hvíla í garðinum eftir andlát- ið. Þar varði hann síðan öllum stundum þegar heilsan leyfði og þar til yfir lauk. Garðurinn hefur hlotið ein- staklega góða meðferð alla tíð og færustu garðyrkjumenn landsins verið fengnir til þess að sjá um hann á hverjum tíma. Það má segja að mesta breytingin hafi. verið bygging kringlunnar á Alþingishús- inu sunn- anverðu tíu árum eftir að garðurinn var skipulagður, sem skerðir hann tals- vert." Einar segir að snarpar umræður hafi orðið um við- bygginguna og að Tryggvi hafi beitt sér gegn því að hann yrði minnkaður með þeim hætti sem síðar varð. „Ég hef leitt getum að því að hún hafi verið teiknuð með þessu bogadregna lagi til þess að end- urspegla hringform garðsins og milda áhrifin þótt engar sannan- ir séu fyrir því.“ í sumar stendur síðan til að koma fyrir skildi á einum kant- stólpa garðsins, til að vekja athygli á sérstöðu hans í garð- sögulegu tilliti segir Einar að lokum. Morgunblaðið/Ásdís MIÐPUNKTUR garðsins er í beinni línu við Alþingishúsið og styttu Tryggva Gunnarssonar. Tryggvi setti sig mjög upp á móti viðbyggingunni bogadregnu á sínum tfma og taldi hana myndu skemma heildarsvip garðsins. Þingvíðir sett- urá sinn stað Þ EGAR Alþingisgarðurinn var tekinn til end- urnýjunar á sínum tíma var skipulag garðsins undirstrikað og skipt um trjágróður. Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt á skrifstofu garðyrkjustjóra segir að heilmikið af gróðrinum hafi verið úr sér vaxið og tré farin að láta á sjá. Allnokkrum fjölda trjáa var plant- e/'tf/n Gangstígar • Stéttar • Verandir • Sólpallar • Garðhleðslur • Veggir Heimreiðor • Bílastæði • Götur • Hringtorg • og margt fleiro. Gott úrval af hellum og steinum í mörgum litum og gerðum. Margbreytilegir samsetningar- og mynsturmöguleikar, allt eftir óskum hvers og eins. Úrval af ýmiskonar fylgihlutum, svo sem; kantsteinum, brotsteinum, múrsteinum og fleira. I framleiðslu okkar er eingöngu notuð óalkalívirk landefni með miklu brofþoli. Gerið verðsamanburð. að sem og rósum og öðrum skrautrunnum að Þórólfs sögn og einnig var sett niður dálítið af þingvíði, sem týnt hafði tölunni ( áranna rás. Skipulag Alþingisgarðsins er formfast og þar er miðpunktur sem snýr um sig hringlaga gras- flöt og blómabeðum. Flötin er einnig í línu við þinghúsið og styttu Tryggva Gunnarssonar í hinum endanum og hornrétt frá miðpunkti eru útskot með bekkj- um. Þá eru stígar í hornalínum sem þóttu hálfpartinn fjara út og því gripið til þess að skerpa útlín- ur þeirra. „Einnig voru í garðinum sorpílát við innganginn sem kom- ið var fyrir annars staðar. Þetta voru hins vegar ekki stórfelldar breytingar, enda er þetta heilagur garður," segir Þórólfur. Bætt var við limgerði þar sem það átti við og runnar sem vaxið höfðu yfir það færðir frá. Nokkur tré næst Alþingishúsinu voru líka felld að Þórólfs sögn enda voru þau farin að byrgja mönnum sýn út úm glugga. „Þessi stóru grenitré skyggðu mjög á og höfðu ekkert pláss og voru því tekin. Ætli það sé ekki stærsta breytingin," segir hann. Við undirbúning að breytingun- um fannst uppdráttur af skipulagi garðsins frá Tryggva Gunnars- syni og segir Þórólfur að reynt hafi verið að hafa hann til hlið- sjónar við framkvæmdina. Komið með ykkor hugmyndir til okkor, fogmenn oðstoðo ykkur við útfærslunu. • FAX 587 2223 Alþingisgarður- inn er elsti og glæstasti garður, hannaður eftir fastmótuðu skipulagi, sem varðveist hefur á íslandi segir Einar Sæmunds- en landslagsarkitekt. Einar hef- ur kynnt sér sögu garðsins til hlítar og skrifað frásögn byggða meðal annars á Alþingistíðind- um, sem bíður birtingar. „Tryggvi Gunnarsson var stórmerkilegur maður; banka- stjóri Lands- bankans, alþing- ismaður, átti sæti í bæjar- stjórn Reykjavík- ur og innkaupa- stjóri við bygg- ingu Alþingis- hússins og einn mest sigldi ís- lendingur síns tíma. Þá var hann bóndi og lærður húsam- eistari og má eiginlega segja að hann hafi fyrst og fremst verið maður at- Jiafnanna. Honum var til dæmis falin yfir- umsjón ..með byggingu Ölfus- árbrúar og Tryggvaskáli á Selfossi er nefndur eftir honum vegna framkvæmda sem hann stóð fyrir í kringum 1890,“ segir Ein- ar. Hann segir einnig að þegar Tryggva var falin umsjón með gerð Alþingisgarðsins hafi hann lagt sál sína í þá fram- kvæmd til dauðadags. „Tryggvi sinnti starfi bankastjórans á VAGNHÖFÐA 17 siia 562*6262 ...ókeypis upplýsingar um vöru og þjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.