Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 E 27 I ) I > I ) I I 1 > 1 i I j I ■J I I 1 í I 4 4 i i 4 4 HÚSIÐ OG GARÐURINN A SUMARÞINGI árið 1893 kom fram á Alþingi tillaga um hvernig verja skyldi fjármunum sem safnast höfðu í Alþingis- hússbyggingarsjóðinn frá 1867. Áðurhafði komið fram hugmynd um að nota sjóðinn til að skreyta húsið að inn- an en nú kom fram til- laga um að veita úr hon- um tii skipulags lóðar og garðyrkju við húsið. Urðu miklar umræður um tillöguna á þinginu og miðluðu þingmenn þar af reynslu sinni af garðyrkju, til dæmis Árni Thorsteinsson landfóg- eti og forseti efri deildar sem Landfógetagarður- inn er kenndur við. Alþingi samþykkti að lokum að verja 1.500 krónum til framkvæmda í garðinum og fá þingfor- seta umsjón verksins. Mun þar með hafa verið tekin ákvörðun um fyrsta opinbera skrúð- garðinn á íslandi. Bene- dikt Sveinsson, forseti sameinaðs þings, fól Tryggva Gunnarssyni að sjá um framkvæmdir í garðinum í samráði við Arna Thorsteinsson. Til- löguuppdrættir Árna að garðinum eru varðveittir í Þjóð- skjalasafninu, en uppdráttur, sem farið var eftir, er í skjala- safni Seðlabankans og á hon- um rithönd Tryggva Gunnars- sonar. T ryggvi var smiður að mennt og lærði einnig búvís- indi á Norðurlöndum og er ekki ólíklegt að hann sé höfundur að skipulagi garðsins. Garður- inn í dag er nánast óbreyttur frá upphaflegu skipulagi. skúr Reykjavíkurbæjar stóð að hluta á lóð Al- þingis og var rifinn þegar garðvinnan hófst. Tryggvi fékk plöntur víða að, vfði og birki úr Fnjóskadal, ilmreyr úr Hörgárdal, reynivið og birki úr Hafnarfjarðar- hrauni og mjaðarjurt úr Gufunesi. Árni Thorsteinsson og Schierbeck landlæknir voru Tryggva einnig innan handar með plöntur og fræ i garð- inn. Víðitegund sem Tryggvi flutti til lands- ins dregur fslenskt heiti sitt af garðinum og er kallaður þingvíðir. Lík- legt þykir að aðeins eitt gráreynitré standi nú í garðinum af uppruna- legu trjánum. Kostnaður við fram- kvæmdir f garðinum var meiri en á horfðist og var sumarið 1894 kom- inn í 2.839 krónur. Hafði Tryggvi lagt út fyrir þvf sem á vantaði þegar 1.500 króna fjár- veitingin var þrotin. Á þinginu 1894 var sam- þykkt að veita 1.200 krónur til að gera upp reikningana. Næstu ár eyddi Tryggvi ómældum tíma f garðvinnu í Alþingisgarðinum og var það ósk hans að verða jarðsettur þar. Var orðið við henni, garð- urinn vfgður sem heimagraf- reitur og hvílir Tryggvi syðst í garðinum undir steinhæð með fslenskum blómum og grösum. Á leiðinu er brjóstmynd af Tryggva eftir Rfkarð Jónsson myndhöggvara. Morgunblaðið/Ásdís GARÐUR Alþingishússins var tekinn f notkun fyrir rúmum 100 árum. í fyrstu var hann einungis opinn nokkra klukkutfma f senn og fyrir útvalda. Sfðar var afar vinsælt að láta mynda sig með garðinn f baksýn af hátíðlegu tilefni. Sælureiturá 2.839 kr. Tryggvi hófst handa við að láta skipta um jarðveg f garð- stæðinu og ræsa það fram. Einnig keypti hann mykju og tað til áburðar og pantaði plöntur innan lands og utan. Kostnaðarsamast var að girða garðinn og var Ólafur Sigurðs- son steinhöggvari fenginn til að hlaða garðveggina. Veggur- inn sem snýr að Dómkirkjunni er vandaður og prýða hann steinsúlur með hnúð. Suður- og vesturveggirnir eru einfald- ari og frágangurinn grófari enda voru þeir á lóðamörkum en sneru ekki að opnum svæð- um eins og nú. Slökkvitækja- á tilboðsverði me&an birgðir endast. Aöeins fcr.r 19.900,- siáttutraUtorar x og stasrri sláttutæki á frábæru tserÖi- Plógar, herfi og fjjöltti & annarra jarðvinnslutækja ■ til leigu eða sölu. 14C • 200 KÓPAVOGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.