Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 28
28 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ d HÚSIÐ OG GARÐURINN ferskar niður í box með þéttu loki. Kryddjurtir er líka hægt að | nota í edik. Flaska er fyllt með vínedíki og nokkrir kvistar settir ofan í flöskuna. Síðan er hún lát- in standa í sól í einn til tvo mán- uði þar til kryddið er tekið úr. Þá er kryddkvisturinn látinn vera í flöskunni sem gerir hana skraut- legri. Ef ekki er skortur á krydd- jurtum ,í eldhúsinu má búa til krans úr jurtunum ferskum og hengja upp í eldhúsinu til skrauts. ( Vafinn erhringurúrgrönnum víði- / spotta, um það bil 12 sm í þver- " mál. Á hann eru festir kryddvend- ir með blómabindivír. Vendirnir eru hafðir um það bil fjögurra sm langir, lagðir á hringinn að innan- verðu, utan og ofan, og vafðir fastir með vírnum. Vendirnir verða að liggja þétt því þeir rýrna við þurrkun og þá gæti vírinn komið í Ijós. Blóma- kransa má gera úr eilífðarblóm- um, kornblómum. nellikum, loð- víði og villtum blómum, svo sem ' sortulyngi, smárablómum og fleiru. Þurrkuð blöð af blómum eru notuð í ilmjurtablöndur, til dæmis ígulrósum, nellikum, morgunfrú, regnfangi og kryddi. Þurrkuð blöðin má síðan setja í litla poka úr fallegu bómullarefni og hafa inni í fataskáp. Teblöndur Síðast en ekki síst má gera 1 teblöndur úr ýmsum blómum og blöðum, til dæmis birki, sem þarf að taka snemma vors, sólþerja- runna, myntu, salvíu og blómum af rósum. Einnig er hægt að krydda brauðdeig með oreganó og krónublöðum af morgunfrú, sem gefa brauðinu skemmtilegt útlit. Haustlit laufblöð má nota til skrauts, til dæmis pressa og líma á kort eða búa til myndir. GRASLAUKUR lifir veturinn af úti. HÆGT er að rækta f hvaða ílátum sem er. Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir LEIKUR einn er að skapa trjá- eða blómalund við útidyrnar. unar. Eftir um það bil tvær vikur eru blöðin þurr. Þá eru þau strok- in af stilkunum og geymd í glerkrukku á dimmum stað. Krydd í ediki eða frysti Aðrar jurtir eru betur geymdar í frysti, til dæmis basilika, estrag- on og steinselja. Þær eru klipptar Pottarækt og kryddlist í heimahúsi IVERSLUNUM með vörur fyrir ræktendur fást ýmsar gerðir af pottum og kerum úr plasti, timbri, leir og steinsteypu. Einnig getur fólk gefið hugarfluginu lausan taum og ræktað í bölum, fötum eða öðrum ílátum sem til falla, og málað í líflegum litum. Ef rými leyfir er hægt að skapa trjálund á svölum eða við útidyr og pottar og ker fara líka vel á útipalli. Fyrr á tímum voru ávaxtatré til dæmis ræktuð í kerum í Suður- löndum. Á íslandi er hægt að hafa ýmsa runna, svo sem rósa- kvist, himalaja-eini, blátopp eða ungt tré, kannski birki, í potti og þegar það verður of stórt má gefa það einhverjum með garð eða sumarbústað. Einnig fara vel í kollum og kirnum ýmsar krydd- jurtir og grænmeti. Ef ker eru valin til ræktunar trjáa eða fjölærra blóma þarf að hafa í huga að þau þoli að standa úti yfir veturinn. Ker fyrir sumar- blóm má tæma og geyma inni. ílátið þarf að hafa gat á botninum og rétt er að hafa þar grófa möl ef sumarið reynist vætusamt. Huga þarf vel að vökvun því mold- inn vil þorna í mikilli sól, sérstak- lega ef pottarnir eru litlir. Kryddræktun Kryddjurtum ber að velja skjól- góðan og sólríkan stað í garðin- um. Flestar þeirra eru nægjusam- ar hvað varðar jarðveg og nær- ingu en þurfa samt sem áður að vera í góðri garðmold. Ef krydd er ræktað í kerum eða vermireit- um þarf að huga að því að gat sé á botni svo vatn safnist ekki fyrir og ræturnar fúni. Til fjölærra kryddjurta sem lifa af veturinn úti heyra graslaukur, mynta, salv- ía, fáfnisgras, hjartafró og skessujurt. Aðrar fjölærar krydd- jurtir sem þarf að taka inn á sval- an stað fyrir veturinn eru til dæm- is rósmarín, garðablómberg, tím- ían, majoran og oreganó. Einærar jurtir eru til dæmis basilika, dill og hjólkróna. Til þess að auka ánægjuna af kryddjurtunum má líka þurrka þær. Best til þess fallnar eru oreganó, timjan, rósmarín, mynta og salvía. Stilkar eru klipptir af plöntunni og klipptir saman í vendi en ekki er gott að hafa marga saman því þeir geta mygl- að. Vendirnir eru hengdir upp á þurrum, hlýjum og helst dimmum stað því jurtirnar tapa lit í mikilli birtu. Ef stilkarnir eru stuttir má leggja þá á eldhúsblöð til þurrk- Heitir pottar úr tré líka fyrir þá sem hafa ekki jarðhita Viðarkyntir Öruggir Fallegir Vistvœnir Hagkvœmir Pantið strax og gerið klárt fyrir sumarið Viðarkyntir trépottar & sánur Hveífisgötu 26,101 Reykjovík, thorttior@isment.is, s. 552 8440 & 588 58 48 Geymið auglýsinguna ...ókeypis í£E3i upplýsingar um 562*6262 vöru og þjónustu Morgunblaðið/Árni Sæberg Haust- og Á HAUSTIN þarf að huga að mörgu. Viðkvæmar fjölærar plöntur þarf áð þekja með laufi, hrísi eða grenigreinum. Sígræn- ar plöntur þarf að vernda fyrir sól og vindi með skjólgrindum, striga eða grenigreinum. Gott er að bera húsdýraáburð á beð- in á haustin, sérstaklega f ný gróðursett trjábeð, en það dreg- vetrarhirða ur úrfrostlyftingu. Grænmetisgarðinn þarf lika að hreinsa og stinga upp og gott er að setja f hann húsdýra- áburð. Allt illgresi á að fjarlægja áður en það þroskast og kasta fræi þvfflestar illgresistegundir þroska fræ langt fram á haustið. Varast ber að taka skjól frá plöntum of fljótt á vorin. ÞQR HF Reykjavík - Akurayri Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Frágangur lóða HÚSEIGANDA er skylt að ganga snyrtilega frá lóð sinni með gróðri eða í samræmi við samþykktar teikningar, segir í Byggingar- reglugerð. Ef gróður á lóð veldur óþæg- indum eða hættu fyrir umferð getur byggingarnefnd krafist þess að hann sé fjarlægður eftir því sem með þarf. Sama gildir ef gróður veldur óþægindum með því að skerða verulega birtu í íbúð eða á lóð. Óheimilt er að breyta gróinni lóð í bílastæði nema að fengnu samþykki byggingar- nefndar. Ekki má fella tré sem eru 40 ára eða eldri að fjórir metrar á hæð eða hærri, nema með leyfi byggingarnefndar. Skipulag ríkisins hefur gefið út lög og reglugerðir um skipulags og byggingarmál og einnig má nálgast upplýsingar þar að lút- andi á Inter-netinu. Slóðin er http://www.islag.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.