Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 30
30 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ • létt, ódýrf 09 auðveit i iagoingu. • Gert úr poíyesfer-steyptf, þrisvor sinnum sferkorí en vesjuisg steypa. Getur sfoðist cHs venjulegc; urnferð. • Siétt yfirborð - cuðveidar ræsingu vctnsíns. • Áföjt okken sem atóvefda festinga i sfeype. • Komc með gaivamseruðum ristum - sfíihremura sem fegrc keltnib' jiiti. Polyself rennur eru til margra hluta nytsamlegar VIÐ BÍLSKÚRA, INNKEYRSLUR, ÚTGANG í GARÐ, VIÐ SUNDLAUGAR Á BÍLASTÆÐUM, Á SVÖLUM O.M.FL. Fibertex - Jarðvegsdúkar TIL NOTKUNAR VIÐ. Húsoggarða • vegi og stiflur • jaroveg og steypu • rör og ræsi FYRIR HUS OG GARÐA Bjóðum einnig upp á mikið urval af garðslöngum, slöngutengjum o m.fi. VATNSVIRKINN HF \ ÍÁRMÚLA 21 S:533 2020 RÓLA, rennibraut og bfll á malargrunni eru algeng sjón á eldri leikvöllum. Þennan völl við Melhaga er búið að hanna upp á nýtt. 4 VIÐ HLIÐ Árbæjarsafns er búið að byggja sögutóft handa börnum að leika sér í því ekki mátti setja litskrúðug leiktæki í grennd við safnið. Um er að ræða eftirlíkingu af grunni Þjóðveldisbæjarins. HÚSIÐ OG GARÐURINN „ Bergmál við helgimáli hjartans “ Morgunblaðið/Kolbrún NU ER það sjónarmið ríkjandi að leyfa klöppum og stórgrýti að halda sér á leiksvæði barna. Svipmynd frá gæsluvelii við Artúnsholt. gæsluvellir, 72 leikskólar og 33 skólar. Þá eru ótalin leiksvæði á einkalóðum, sleða-, skíðabrekk- ur og skautasvell. Á þessum svæðum er hönnun miðuð við stærð barna og að þeim sé búið öruggt, fallegt og þroskandi umhverfi. Áhersla er lögð á að fullnægja leikþörfum þeirra og að þau hreyfi sig á sem fjöl- breyttastan hátt, geti skapað sjálf, farið í þykjustuleik og skynj- að fegurð og náttúru staðarins. Kolbrún Oddsdóttir lands- lagsarkitekt vinnur á skrifstofu borgarverkfræðings og hannar, meðal annars, leiksvæði. „Börn reyna mjög mikið á fæturnar og samræmingu hreyfinga í ósnortnu landi og læra að ná jafnvægi. í leiktækjum eru hreyf- ingar hins vegar vélrænar. Þau læra til dæmis mjög fljótt að það er 12 sentimetra bil í tröppum. Þegar börnin stækka gera þau meiri og meiri kröfur til um- hverfisins og þegar þau geta ekki lengur sýnt færni sína byrja þau að skemma leiktækin," seg- ir hún. Ef ósnortin náttúra er ekki til staðar, segir Kolbrún, má skapa leiktækja- eða ævintýragarð, líkt og gert hefur verið í sumum hverfum. „Við hönnun er garður- inn eða náttúran nýtt þannig að hvert svæði hafi tiltekið hlutverk. Skipta þarf lóðinni í mismunandi svæði þannig að börn á ýmsu aldursskeiði geti notið sín án árekstra í leik með vini eða vin- konu og jafnframt þarf að gæta að því að lögun svæðisins ögri börnunum á einhvern hátt og hvetji til hreyfingar og hlaupa." KIPULAG leiksvæðis barna á að miðast við það að barnið eigi frjálst val, geti verið í bygging- arleik, sandkassa- leik eða margskonar hreyfileikj- um og átt þess kost að vera eitt eða leika sér við önnur börn. Margir þeirra sem eldri eru kann- ast við leikvelli þar sem rólunni, rennibrautinni, klifurboganum og vegasaltinu var stillt upp á malarsvæði hlið við hlið, líkt og nálægð hvers leiktækis við ann- að væri það sem höfuðmáli skipti. Leiksvæði dagsins í dag eru með mun fjölbreyttara sniði og áhersla lögð á tengsl við nán- asta umhverfi, ósnortna náttúru og nýtingu í uppeldislegum til- gangi. Leiktæki eru nú smíðuð eftir reglum evrópska efnahags- svæðisins og þá er farið að tala um fjölskyldu- og ævintýragarða, þykjustuland, álfa- og sögu- garða. í útgáfu Skipulags ríkisins um deiliskipulag er vitnað í skrif Guðmundar Hannessonar Um skipulag bæja frá 1916. Þar er lögð áhersla á nauðsyn þess að sjá börnum fyrir sérstökum leik- völlum. „Er nokkuð hæft í þeim ummælum að leikvallarlaust barn sje ekki betur sett fyrir sitt leyti, en faðir þess ef hann miss- ir atvinnuna, að minnsta kosti þar sem þjettbýli er rnikið." Það má líka að sönnu segja að í bernsku sé það að leika sér hið sama og að læra og afla sér þekkingar og leikurinn ber svip af uppvaxtarskilyrðum barna. Ef umhverfið er rýrt eða fábrotið er hætt við að leikurinn verði til- breytingarlaus og einhæfur. í Reykjavík nútímans eru 143 grenndar-, og hverfisleiksvæði, 40 spark- og körfuboltavellir, 30 ~"*"eyui ...ókeypis Ilt.m upplýsingar um 562*6262 vöru og þjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.