Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 1
MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • 9^tgmM$ðtíb ^í^.?*t'-^*^-' --.. - Prentsmiðja Morgunblaðsins Blað C Ný lagna NAUÐSYNLEGT er, að hús- byggjendur geti fengið óvil- hallar og réttar upplýsingar um ný lagnaefni, sem komin eru á markað, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættin- um Lagnafréttír. Þetta á ekki sízt við um plaströr. / 8 ? Breytt verkefni FÆRRI húsasmiðir vinna að nýbyggingum, en mikil aukn- ing hefur orðið á viðgerðum eldri húsa, segir Bjarni Ólafs- son í þættinum Smiðjan. Marg- ir iðnaðarmenn hafa þurft að mennta sig sérstaklega til þessara starfa. / 20 ? U T T E K T Staða- hverfi DEILISKIPULAG fyrir Staðahverfi er langt komið, en þar er gert ráð fyrir, að byggðar verði um 390 íbúðir í einbýlishiis- um, rað- og parhúsum og fjöl- býlishúsum. Að sögn Gylfa Guðjónsson- ar, arkitekts og höfundar skipulagsins, á yfirbragð byggðarinnar að taka mið af staðsetningu hennar við sjáv- arströnd, sérkennilegu lands- lagi og miklu útsýni. í Staðahverfi verður einn sérstæðasti golfvöllur lands- ins og nábýli íbúðarbyggðar- innar við hann setur mikinn svip á skipulagið, en ekki er gert ráð fyrir, að golfvöllur- inn verði afgirtur. — Þetta er í fyrsta sinn, sem alvarlega tilraun er gerð hérlendis til þess að skipu- leggja sem eina heild íbúðar- byggð og aðstöðu til golfiðk- unar, segjr Gylfi Guðjónsson í viðtali hér í blaðinu í dag. Þegar Staðahverfi er full- byggt, verða íbúar þar vænt- anlega um 1200. Hverfið verður framhald af Víkur- og Engjahverfi og því síðasta hverfið í Borgarholti. títhlut- un á lóðum gæti hafizt í haust og byggingarframkvæmdir næsta sumar. Að sögn kunnugra leikur ekki vafi á, að þetta verður eitt eftirsóttasta bygginga- svæðið á öllu höfuðborgar- svæðinu. Þar ræður útivistar- svæðið mestu, en það verður ekki einungis stórt og víðáttu- mikið heldur einstakt í sinni röð hér á landi. / 18 ? Margir húseigendur vanrækja glugga- viðgerðir GLUGGASKEMMDIR eru al- gengar í húsum hér. Um 18% allra glugga í húsum byggðum eftir 1960 eru mikið skemmdir eða jafnvel ónýtir, en í húsum byggðum fyrir 1930 er helmingur glugga talinn mjög lélegur eða ónýtur, þrátt fyr- ir einhverja endurnýjun. Þetta er niðurstaða rannsókna- verkefnisins „Ástand mannvirkja og viðhaldsþörf', sem Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins vinn- ur nú að, en verkefni þetta er langt komið. Niðurstöður úr skoðun glugga í 209 húsum á Reykjavíkursvæðinu, þar sem metið var ástand glugga- timburs og yfirborðsmeðhöndlun- ar, koma fram á teikningunni hér til hliðar. Athygli vekur, að gluggar í húsum byggðum á sjötta áratugn- um sýna mun minni skemmdir en gluggar i húsum byggðum næstu tvo áratugi á undan. Með venjubundnu viðhaldi virð- ast gluggakarmar geta haldizt í F= /V S ágætuástandií 30-40 ár, eneitthvað af gluggum skemmist mun hraðar. Góð yfirborðsmeðhöndlun er grundvallarskilyrði þess, að gluggatimbrið endist,' en þegar timbrið fer að grotna niður, þá end- ist yfirborðsmeðhöndlunin jafn- framt stutt og þá þarf að yfirborðs- meðhöndla tíðar. Eins og sjá má af stöplaritinu, þá trassa margir húseigendur yfir- borðsmeðhöndlun glugga. í 15% húsa, sem byggð eru eftir 1990, telst yfirborðsmeðhöndlun glugga léleg eða ónýt og er ástandið svipað í húsum, sem byggð eru eftir 1970, en í eldri húsum fer ástandið síðan stöðugt hrakandi og fer þá saman lé- legt ástand timburs og lélegrar yf- irborðsmeðhöndlunar. í rannsóknaverkefninu hefur verið safnað upplýsingum með ástandskönnun yfir 200 húsa á Reykjavíkursvæðinu og þessar upplýsingar yfirfærðar á allan húsa- kost landsmanna. Astand gluggatimburs í húsum á Reykjavíkursvæðinu 49°/ 37% 26% 9% 41% 45% 55% 9% 18% 20% 75% 13% 3% 2% 0% I-------1 <=> 55% 43% 26% 16% 16% 32% 54% 72% 84% § fyrir 1930 1940 1950 1960 1970 1980 eftir 5 £> 1930 -39 -49 -59 -69 -79 -89 1990 IGNALAN SfrC/VIMOIA Skandia býðurþér sveigjanleg lánskjör efþúþarft að skuldbreyta eða stækka viðþig u\1t siiiumimur 54Q 5D BO fáið nánari upplýsingar , Skandia Fyrír hverja eru Fasteignalán Skandia? Fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjór. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartimi á umsókn. Oit'ini um mánaðarlegar afborganira/1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \íx«r<%)10ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðaö er viö jafngrciðslulán. *Auk veröbóta FJÁRFESTINGARFÉLAfSIÐ SKANDIA HF - LAUGAVEG! 170 - SÍMi 540 50 BO • FAX 5 *3 ? SO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.