Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 1

Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • JMftgAiftMjifcife Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 11. júní 1996 Blað C Ný lagna- NAUÐSYNLEGT er, að hús- byg-gjendur geti fengið óvil- hallar og réttar upplýsingar um ný lagnaefni, sem komin eru á markað, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættin- um Lagnafréttir. Þetta á ekki sízt við um plaströr. / 8 ► Breytt verkefni FÆRRI húsasmiðir vinna að nýbyggingum, en mikil aukn- ing hefur orðið á viðgerðum eldri húsa, segir Bjarni Ólafs- son í þættinum Smiðjan. Marg- ir iðnaðarmenn hafa þurft að mennta sig sérstaklega til þessara starfa. / 20 ► Ú T T E K T Staða- DEILISKIPULAG fyrir Staðahverfí er iangt komið, en þar er gert ráð fyrir, að byggðar verði um 390 íbúðir í einbýlishús- um, rað- og parhúsum og fjöl- býlishúsum. Að sögn Gylfa Guðjónsson- ar, arkitekts og höfundar skipulagsins, á yfírbragð byggðarinnar að taka mið af staðsetningu hennar við sjáv- arströnd, sérkennilegu lands- lagi og miklu útsýni. I Staðahverfi verður einn sérstæðasti golfvöllur lands- ins og nábýli íbúðarbyggðar- innar við hann setur mikinn svip á skipulagið, en ekki er gert ráð fyrir, að golfvöllur- inn verði afgirtur. — Þetta er í fyrsta sinn, sem alvarlega tilraun er gerð hérlendis til þess að skipu- leggja sem eina heild íbúðar- byggð og aðstöðu til golfiðk- unar, segjr Gylfi Guðjónsson í viðtali hér í blaðinu í dag. Þegar Staðahverfi er full- byggt, verða íbúar þar vænt- anlega um 1200. Hverfið verður framhald af Víkur- og Engjahverfí og því síðasta hverfíð í Borgarholti. Úthlut- un á lóðum gæti hafizt í haust og byggingarframkvæmdir næsta sumar. Að sögn kunnugra leikur ekki vafi á, að þetta verður eitt eftirsóttasta bygginga- svæðið á öllu höfuðborgar- svæðinu. Þar ræður útivistar- svæðið mestu, en það verður ekki einungis stórt og víðáttu- mikið heldur einstakt í sinni röð hér á landi. / 18 ► Margir húseigendur vanrækja glugga- viðgerðir GLUGGASKEMMDIR eru al- gengar í húsum hér. Um 18% allra glugga í húsum byggðum eftir 1960 eru mikiö skemmdir eða jafnvel ónýtir, en í húsum byggðum fyrir 1930 er helmingur glugga talinn mjög lélegur eða ónýtur, þrátt fyr- ir einhverja endurnýjun. Þetta er niðurstaða rannsókna- verkefnisins „Ástand mannvirkja og viðhaldsþörfsem Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins vinn- ur nú að, en verkefni þetta er langt komið. Niðurstöður úr skoðun glugga í 209 húsum á Reykjavíkursvæðinu, þar sem metið var ástand glugga- timburs og yfirborðsmeðhöndlun- ar, koma fram á teikningunni hér til hliðar. Athygli vekur, að gluggar í húsum byggðum á sjötta áratugn- um sýna mun minni skemmdir en gluggar í húsum byggðum næstu tvo áratugi á undan. Með venjubundnu viðhaldi virð- ast gluggakarmar geta haldizt í ágætu ástandi í30-40 ár, en eitthvað af gluggum skemmist mun hraðar. Góð yfirborðsmeðhöndlun er grundvallarskilyrði þess, að gluggatimbrið endist,' en þegar timbrið fer að grotna niður, þá end- ist yfirborðsmeðhöndlunin jafn- framt stutt og þá þarf að yfirborðs- meðhöndla tíðar. Eins og sjá má af stöplaritinu, þá trassa margir húseigendur yfir- borðsmeðhöndlun glugga. í 15% húsa, sem byggð eru eftir 1990, telst yfirborðsmeðhöndlun glugga léleg eða ónýt og er ástandið svipað í húsum, sem byggð eru eftir 1970, en í eldri húsum fer ástandið síðan stöðugt hrakandi og fer þá saman lé- legt ástand timburs og lélegrar yf- irborðsmeðhöndlunar. í rannsóknaverkefninu hefur verið safnað upplýsingum með ástandskönnun yfir 200 húsa á Reykjavíkursvæðinu og þessar upplýsingar yfirfærðar á allan húsa- kost landsmanna. FASTEIGN ALAN S K A N □ I A Skandia býðurþér sveigjanleg lánskjör efþu þarft að skuldbreyta eða stœkka við þig ' nýtí stmamímer 540 50 60 i fáiö nánari upplýsingar Skandia Fyrir hverja eru Fasteignalán Þá sem eiga lítið veðsettar. Skandia? auðseljanlegar eignir, en vilja lán fásteignalán Skandia eru tyrir alla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru að til annarra fjárfestinga. kaupa sér fasteign og: Kostir Fasteignalána Skandia Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki Lánstími allt að 25 ár. nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Hagstæð vaxtakjör. Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri Minni grciðslubyrði. eða styttri lánum. Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánaðaHegar afborganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* Uxtirc/.) 10 ár lSitr 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngrciðslulán. *Auk verðbóta FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF • LAUGAVEGI 1 70 31 rvi I 540 50 BO FAX 540 50 81

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.