Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 2
ie1 Á P 'inri r Ír/M. , r n„n„iMlni,.H 2 C ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hér er um að ræða 1800 ferm. jarðhæð og 338 ferm. skrif- stofuhæð að Smiðjuvegi 72. Þetta húsnæði er til sölu hjá Húsa- kaupum. Til greina kemur einnig að leigja það. Nýbygging Sólningar við Smiðjuveg til sölu HJÁ fasteignasölunni Húsakaup- um er til sölu stórt atvinnuhúsnæði að Smiðjuvegi 72 í Kópavogi. Þetta er 1800 ferm. jarðhæð og 338 ferm. skrifstofuhæð. Húsnæðið er í eigu Sólningar og er að kalla nýtt, en byijað var á byggingaframkvæmd- um 1990 og þeim lokið 1995. Að sögn Brynjars Harðarsonar hjá Húsakaupum er þetta mjög vandað hús, klætt ímúr-múrklæðn- ingu. „Jarðhæðin er sérhönnuð sem iðnaðarhúsnæði og mikið burðarþol í gólfi," sagði Brynjar. „Lofthæðin er fimm metrar. I dag eru þetta fjór- ar einingar og innkeyrsludyr á þeim öllum, en þeim er hægt að ijölga eða fækka að vild. Hægt er að setja í glugga og dyr eftir hentugleikum. Dýpt eininganna er 18 - 25 metrar. Aðstaðan utan- húss er líka mjög góð. Húsið stendur á endalóð og því er gott og afmark- að athafnasvæði við það. Einingarnar eru all mismunandi að stærð. Ein er 489 ferm., önnur 630 ferm., sú þriðja 273 ferm. og sú fj'órða 322 ferm. Verksmiðja Sóln- ingar hefur starfað í þessu hús- næði, en hún hefur nýlega flutt starfsemi sína til Keflavíkur. Húsið er mjög vel sýnilegt frá umferðaræðum, aðkoma góð og auð- ratað er að húsinu við Smiðjuveg. Allt húsið er byggt með sérþarfír iðnaðar fyrir augum, svo sem einkar góðum brunavömum og miklu burð- arþoli. Hægt er að loka hverri ein- ingu með sérstökum brunavamar- hurðum. Þetta húsnæði hentar því afar vel fyrir hvers konar iðnaðar- og fram- leiðslustarfsemi, en einnig fyrir ýmis skonar þjónustu og verslunarrekstur. Skrifstofuhúnæðið er á efstu hæð hússins og standa nú yfír innrétting- ar á því. Á efstu hæðinni eru gluggar á öllum hliðum og mikið útsýni er þaðan. Eins og jarðhæðinni má skipta skrifstofuhæðinni í tvær til þijár einingar. Fullbúið 80 ferm. mötuneyti er þegar fyrir hendi og góð starfs- mannaaðstaða, svo sem sturtur og búningsklefar. Fyrir utan húsið eru góð og malbikuð bílastæði. Til greina kemur annað hvort að leigja hús- næðið eða selja það.“ Hús í Laugarneshverfi Uppi er 140 fm séríbúð. 5 herb., stofa, eldhús o.fl. Suður- svalir. 40 fm verönd ásamt 37 fm bílskúr. Niðri eru 3 verslunarpláss, ca 47 fm hvert, með sérhita og rafmagni. Tvöföld járnagrind er í húsinu. Stækkunarmöguleikar. íbúðin gæti selst sér. Upplýsingar í síma 553 6125. Enn um greiðslumat Markadurinn Það er sama hve nákvæmt greiðslumat vegna íbúðarkaupa er, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Sú hætta verður alltaf fyrir hendi, að einhveijir lendi í greiðsluerfiðleikum. Það ætlar að ganga illa að koma því til skila út á hvað greiðslumatið í húsbréfakerfinu gengur. Þetta á reyndar sérstak- lega við um suma þeirra sem starfa við húsnæðismál með ýms- um hætti, því misskilnings gætir enn í umfjöllun um þennan þátt hins opinbera húsnæðislánakerfis, þrátt fyrir það að næstum því sjö ár séu liðin frá upphafi kerfisins. Tilgangur greiðslumats Öðru hveiju heyrast eða sjást á prenti fullyrðingar þess efnis, að skortur sé á raunhæfu greiðslu- mati í húsbréfakerfinu. Þá fylgir jafnvel með, að rekja megi greiðsluerfiðleika fólks að hluta til greiðslumatsins. Þeir sem tala eða skrifa á þessum nótum eru vænt- anlega þeirrar skoðunar, að sér- fræðingar á þessu sviði eigi að ákveða fyrir fólk hve dýra íbúð það hefur getu til að festa kaup á og þá hve dýra íbúð fólk á að fá heimild til að kaupa. Greiðslumatið í húsbréfakerf- inu, sem komið var á við upphaf þess á árinu 1989, var ekki hugs- að í þá veru. Tilgangur þess hefur alla tíð fyrst og fremst verið að veita ráðgjöf sem og að tryggja að hið opinbera verði ekki fyrir skakkaföllum vegna þeirrar ríkis- ábyrgðar sem er á húsbréfunum. Reynsla af greiðsluerfiðleikum Greiðslumatið í húsbréfakerfinu byggist á margra ára reynslu. Sú reynsla hefur m.a. fengist af þeirri vinnu sem unnin hefur verið á Húsnæðisstofnun ríkisins í tengslum við aðstoð við íbúðar- eigendur í greiðsluerfiðleikum og staðið hefur yfír óslitið í rúmlega áratug. Það er næsta víst, að þeir sem hafa viljað taka við þeirri ráðgjöf sem felst í greiðslumatinu, þeir hafa ekki lent i greiðsluerfiðleikum vegna þess. Einhveijir hafa hins vegar eflaust litið á greiðsiumatið fyrst og fremst sem þröskuld, sem þeir hafa þurft að yfirstíga til að gera það sem þeir höfðu áhuga á sjálfir. En hvað með það? Hvers vegna ættu þeir ekki að mega það? Fastei^nalán Landsbréfa til allt að 25 ára Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%. Lánin henta t.d. þeim sem viija skuldbreyta eldri lánum, kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda. M Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allarfrekari upplýsingar . LANDSBRÉF HF. - 'lthx fjíhh D SUÐURLANDSBRAUT 24, 1 0 8 REYKJAVIK, SIMI 5 8 8 92 00, BREFASIMI 5 8 8 8 5 9 8 Breyttar forsendur Það er alveg sama hve nákvæmt greiðslumat vegna íbúðarkaupa er, sú hætta verður alltaf fyrir hendi, að einhveijir muni lenda í greiðsluerfiðleikum. Erfiðleikar í framhaldi af íbúðarkaupum geta að sjálfsögðu komið upp. Ef for- sendur íbúðarkaupa breytast eftir að kaup eru ákveðin, svo sem vegna lækkunar á launum eða annarra óvæntra atvika, þá skiptir í raun litlu máli hve nákvæmt greiðslumatið var í byijun. Alyktun um greiðslumat Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í byijun maí sl. voru m.a. samþykktar ályktanir um fjármál heimilanna. Þar kom fram að skortur væri á raunhæfu greiðslumati í húsbréfakerfínu og það ásamt öðru tengt við fjárhags- vanda heimilanna. Fram kemur í ályktun samtak- anna, að viðmiðunarneysla sé for- senda fyrir greiðslumati. Þó er tekið fram í ályktuninni, að ekki megi beita reglum um greiðslumat svo þröngt að fólki verði neitað um úrræði sem lækkar húsnæðis- kostnað þess frá því sem fyrir er. Þessi viðbót er nokkuð undarleg, því þarna er ekki mikið samhengi á milli. Viðmiðunarneysla og greiðslumat Viðmiðunarneysla er viðmiðun sem tilgreinir hvað kostar að reka heimili miðað við fjölskyldustærð, aldur og þarfir. Hætt er við að margir, sem nú fá þó greiðslumat sem miðast við 18% af heildarlaun- um þeirra, myndu ekki fá hátt mat ef viðmiðunarneysla lægi fyr- ir. Til hvers þá að taka upp viðmið- unarneyslu, sem forsendu fyrir greiðslumati, ef síðan á ekki að fara eftir henni, því ekki megi beita reglum um greiðslumat þröngt, eins og ályktun þings Neytendasamtakanna segir? Þetta gengur ekki upp, enda gætir misskilnings í umfjöllun Neytendasamtakanna um greiðslumatið. Það á reyndar einn- ig við um umfjöllun um húsnæðis- mál í báðum tölublöðum Neyt- endablaðsins, blaði samtakannaj sem komið hafa út á þessu ári. I þessum blöðum, eins og í ályktun samtakanna um greiðslumatið í húsbréfakerfinu, er litið framhjá þeirri reglu sem er í gildi um greiðslumatið og snýr að þeim fjármálastofnunum sem sjá um matið. Sjálfstætt mat á greiðslugetu í reglum um greiðslumatið í húsbréfakerfinu er gert ráð fyrir því, að fjármálastofnanir, sem þekkja vel til fjármála umsækj- enda og viðskiptavina sinna, eigi að leggja sjálfstætt mat á greiðslu- getu hvers og eins og eiga að nýta til þess öll venjuleg banka- gögn, svo sem viðskiptamanna-, lokana- og vanskilaskrá. Viðmiðunin er að greiðslugetan sé ekki metin hærri en 18% af heildarlaunum að jafnaði. Telji fjármálastofnanir að greiðslugeta viðkomandi umsækjanda sé lægri eða hærri en það, þá verði tekið tillit til þess í greiðslumati sem gefið verður út. Upplýsingar um greiðslugetu viðskiptamanna fjármálastofnana ættu ekki að vera lakari gögn til grundvallar við íbúðarkaup en við- miðunarneysla sem byggist á með- altölum, nema síður sé. Eflaust kemur þó einhvern tímann að því að viðmiðunarneysla verður gefin út. Það mun hins vegar ekki breyta miklu um greiðsluerfiðleika íbúðareigenda í framtíðinni, sér- staklega þegar tekið er tillit til þess, að helstu ástæður erfiðleika íbúðareigenda á undanförnum árum eru þær, að forsendur breyt- ast eftir kaup. Viðmiðunameysla breytir þar engu um. Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 11 Almenna fasteignas. bls. 11 Ás bls. 29 Ásbyrgi bls. 20 Berg bls. 32 Bifröst bls. 31 Brynj. Jónsson bls. 25 Borgir Hs. 27 Borgareign ■ / bls. 4 Eignamiðlun tis. 3 og 21-22 Eignasalan bls. 26 Fasteignamarkaður bls. 6 Fasteignamiðstöðin bls. 14 Fasteignamiðlun bls. 25 Fasteignasala Reykjav. bis. 29 Fjárfesting bls. 8 Fold bls. 9 Framtíðin , m bls. 11 Frón bls. 28 Gimli bls. 13 Hátún bls. 4 Hóll bls. 16-17 Hraunhamar bis. 24 Húsakaup bls. 30 Húsvangur bls. 7 Kjörbýli bls. 22 Kjöreign bls. 21 Laufás bls. 26 ■MM bls. 15 Skeifan bls. 10 Stakfell bls. 25 Valhöll bls. 12 Valhús bls. 32 Þingholt bts. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.