Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 4
Fetar í fót- spor bróð- w ur sins KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Golli Æft í þokunni KR og AIK frá Stokkhólmi lelka fyrrl leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli ann- að kvöld kl. 19.00. Erik Hamrén, þjálfari AIK, mætti með lið sitt á æfingu í svartaþoku á KR-vellinum í Frostaskjólinu í gær. KR-ingar erfidir andstæðingar - segir Erik Hamrén, þjálfari AIK, sem mætir KR í Evrópukeppni bikarhafa AIK í Stokkhólmi AIK - Allmanna idrotts- klubben. Stofnað: 1891 (knattspyrnu- deild 1896) Búningar: Svartar peysur, hvítar buxur og svart/gul röndóttir sokkar Fjöldi leiktímabila í 1. deild: 68 Sænskir meistarar: 4 sinn- um Bikarmeistarar: 5 sinnum Meðaláhorfendafjöldi á heimaleikjum í ár: 6.931 Þjálfari: Erik Hamrén mörgum leikjum .og meiðslahættan verður mikil þegar á líður. Það verð- ur því að bíða og sjá í hvaða ástandi við verðum þegar kemur að seinni leiknum gegn KR hér í Stokk- hólmi,“ sagði Erik Hamrén. „ÉG sá KR leika gegn Fylki um daginn og ég verð að segja að lið þeirra er mjög gott og lék góða knattspyrnu. Liðið hafði mikla yfirburði og skapaði mjög mörg marktækifæri, en hafði ekki heppnina með sér,“ sagði Erik Hamrén þjálfari AIK í spjalli við Morgunblaðið. „Ég er fyllilega meðvitaður um að KRingar verða erfiðir andstæð- ingnr og það er langt ífrá að þetta verði einhver léttur leikur fyrirokkuríAIK". Eg mun gera leikmönnum mínum grein fyrir þessu, en hætt er við að almenningur hér í Svíþjóð ^■■■■i sem ekki þekkir Grétar Þór nægilega til ís- Eyþórsson lenskrar knatt- spyrnu geri ráð fyrir VIJJ0 því að hér verði um leik kattarins að músinni að ræða. Nei, ég og leikmenn mínir berum fulla virðingu fyrir liði KR sem andstæðingum okkar, þannig að um vanmat verður ekki að ræða. Ég verð að játa að maður var haldinn ákveðnum fordómum um að íslensk lið beittu löngum send- ingum og hlaupum, en leikur KR og Fylkis sýndi að þetta er ekki allskostar rétt.“ Förum varlega af stað Aðspurður um hvort AIK ætlaði að leika varnarleik í fyrri leiknum á íslandi sagði Hamrén: „Nei, lið AIK er ekki varnarlið og hefur fremur tilhneigingu til að leika sóknarleik. Eiginlega kunna leik- menn mínir ekki að leika stífan varnarleik, það bara á ekki við þá. Við munum því ekki leggjast í vörn í fyrri leiknum gegn KR, enda er mark á útivelli mjög dýrmætt í við- ureignum sem þessum. Ég á þó von á að við munum fara varlega af stað og þreifa fyrir okkur í fyrri leiknum gegn KR.“ AIK-liðið á mjög erfiða dagskrá Stokkhólmsliðið AIK, eða Al- menni íþróttaklúbburinn, er mótherji KR í Evrópukeppni bikar- hafa. Liðið tryggði sér þátttökurétt með því að sigra Malmö FF í bikar- úrslitaleik í maí með 1:0 eftir bráða- bana. Eftir fremur erfiðan fyrri helming sænsku deildarkeppninnar hefur liðið náð sér mjög á strik nú í haust og nálgast efstu lið óðfluga. Hafa m.a. meistarar IFK Gauta- borgar mátt þola tap á heimavelli AIK með 6:0 (!) og þá hefur lið Malmö FF verið lagt að velli 0:3 í Malmö. Er því ljóst að mikill ekrið- ur er á AIK um þessar mundir og að KR-ingar verða að ná góðum leikjum til þess að eiga möguleika á að komast áfram. Helstu leikmenn AIK eru mið- vallarleikmaðurinn Pascal Simpson, sem er stór, sterkur og fljótur og hefur verið mjög skæður í haust. fyrir höndum í september og á 26 dögum leikur liðið 6 deildarleiki, auk leikjanna við KR. Kemur þessi þétta dagskrá til með að hafa áhrif á möguleika ykkar? „Það er auðvitað hætta á því. Leikmenn verða þreyttir á svona Hann á að baki einn b-landsleik og þrír með ólympíuliðinu en knýr orð- ið fast dyra a-landsliðsins. Gary Sundgren varnar/miðvallarleik- maður hefur verið í landsliði Svía í síðustu leikjum og á alls 4 lands- leiki að baki. Sundgren þykir traustur leikmaður. Dick Lidman sóknarmaður hefur að baki tvo landsleiki og er alltaf hættulegur. Einnig er vert að nefna markvörð liðsins, Magnus Hedman, sem hefur leikið bæði með b- og ólympíu- landsliði, auk þess að hafa nokkrum sinnum verið varamarkvörður A- landsliðsins. Hér mætti einnig nefna hinn efni- lega 18 ára gamla framhetja Alex- ander Östlund, sem skotist hefur fram á sjónarsviðið í ár auk hins örvfætta miðjumanns Marco Miardi, sem er þekktur fyrir auka- spyrnur sínar. Sigurgangan rofin Trelleborg rauf sigurgöngu AIK um sl. helgi, með því að fagna sigri 2:3 í Stokkhólmi. Þetta var fyrsti tap- leikur AIK í Svíþjóð síðan í júní. Leikmenn liðsins voru yfir 2:1, en kæruleysi kostaði þá tap. Lið AIK er ekki þekkt fyrir að leika varnarleik og beitir nær und- antekningalaust leikaðferðinni 4-4-2, hvort sem um heima- eða útileik er að ræða. Því er varla við því að búast að liðið leiki upp á markalaust jafntefli í fyrri leik sín- um við KR í Reykjavík. AIK hefur aldrei náð verulegum árangri í Evrópukeppni. Liðið var með í UEFA-keppninni haustið 1994. AIK sló Slavia Prag út í 1. umferð 2:2 með mörkum á útivelli, en tapaði síðan 2 leikjum gegn Parma frá Ítalíu 0:1 og 0:2. Þá var liðið síðast með í Evrópukeppni bik- arhafa haustið 1992 en var slegið út af danska liðinu Aarhus GF, 3:3 heima og 1:1 úti. í Evrópukeppni meistaraliða 1993 féll liðið úr 1. umferð gegn Sparta Prag með 1:2, eftir að hafa unnið heimaleikinn 1:0. AIK ekki þekkt fyrir að leika vamarieik RALF Schumacher, yngri bróðir Michaels Schumacher heimsmeistara í kappakstri, ætlar að feta í fótspor bróður síns og hefja keppni í Formula 1 næsta sumar. Ralf Schum- acher er 21 árs og hefur keppt í Formulu 3000. Þar er hann efstur að stigum og Willi Web- er, umboðsmaður hans, segir að þeir muni tilkynna fyrir keppnina í Portúgal í næstu viku til hvaða liðs hann fari. Þýska blaðið Bild lætur að því liggja í gær að Ralf muni ganga til liðs við Jordan, en McLaren mun einnig hafa áhuga á að fá pilt í sínar raðir. Becker hætti keppni BORIS Becker, þýski tennis- leikarinn, varð að hætta keppni í fyrstu umferð á móti í Rúmeníu í gær. Becker hugð- ist nota þetta mót til að koma sér í leikæfingu en hann hefur verið frá um nokkurn tíma vegna meiðsla. En margt fer á annan veg en ætlað er og Becker varð að hætta keppni strax í fyrsta setti í gær þar sem hann mætti Norðmannin- um Christian Ruud. Becker sagði óljóst hvenær hann gæti hafið keppni á ný. Miklar breytingar hjá KR í körfunni TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á úrvalsdeildarliði KR í körfuknattleik frá síð- asta ári. Tómas Hermannsson hefur gengið til liðs við Snæ- fell, Lárus Árnason, fyrirliði og leikstjórnandi liðsins, mun þjálfa og leika með ÍS í fyrstu deildinni og þeir Ólafur Jón Ormsson og Ósvaldur Knud- sen verða ekki með í vetur vegna meiðsla. KR-ingar hafa fengið Hin- rik Gunnarsson úr Tindastóli til liðs við sig og bandaríski leikmaðurinn Champ Wrenc- her, sem lék með Þór í Þor- lákshöfn, verður með KR í vetur. Þá hefur Birgir Mika- elsson ákveðið að snúa á ný heim og leika með KR, en hann lék með Blikum í fyrra og Jonathan Bow verður áfram en hann er kominn með íslenskan rikisborgararétt. Meistara- keppnin á Akureyri MEISTARALEIKURINN í handknattleik, milli íslands- meistara Vals og bikarmeist- ara KA, verður háður á Akur- eyri á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 20 í KA-húsinu. Bikarinn sem keppt er um var gefinn til minningar um Svein Björnsson, fyrrum forseta ÍSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.