Morgunblaðið - 12.06.1996, Side 1

Morgunblaðið - 12.06.1996, Side 1
80 SIÐUR B/C/D/E 131. TBL. 84.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO-herlið verði áfram Dole lætur af þing- mennsku BOB Dole, forseti bandarísku öld- ungadeildarinnar, sagði í gær af sér þingmennsku til að geta ein- beitt sér af fullum krafti að kosn- ingabaráttunni vegna forseta- kosninganna í haust. Dole hefur setið 35 ár á Bandaríkjaþingi og verið leiðtogi repúblikana í öld- ungadeildinni í ellefu ár. Ahorf- endapallar í þinginu voru þétt- setnir er Dole flutti lokaræðu sína. Risu gestir úr sætum að henni lokinni og hylltu Dole ásamt þingmönnum með lófataki þrárt fyrir bann við slíku í þinginu. Phil Gramm, er keppti við Dole um að verða útnefndur forseta- efni repúblikana, sagði í ræðu að Dole væri „mesti þingmaður síns tíma“ og myndi skipa veglegan sess í sögu þingsins. Á myndinni gengur Dole til þingfundar ásamt Newt Gingrich, forseta fulltrúa- deildarinnar. Boðar stöðugleika eftir Tsj etsj níj u-samkomulag í Bosníu Sarajevo. Reutcr. YFIRMAÐUR NATO-herliðsins í Bosníu sagði í gær, að hugsanlega yrði liðið að vera þar lengur en áætlað hafði verið. Eru þessi um- mæli talin besta vísbendingin til þessa um að vestræn ríki séu að búa sig undir að framlengja friðargæsl- una. Haft er eftir vestrænum stjórnar- erindrekum, að þótt stefnt sé að kosningum í Bosníu í haust, verði nauðsynlegt að hafa friðargæsluiiðið í landinu langt fram á næsta ár til að tryggt sé, að staðið verði við frið- arsamningana. Að undanförnu hafa vestrænir ráðamenn talað opinskátt um, að herliðið, 60.000 manns, verði áfram í Bosníu en þetta mál er mjög við- kvæmt í Bandaríkjunum vegna for- setakosninganna þar í haust. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hét því í desember að kalla bandaríska herliðið, 20.000 manns, heim innan árs og það verður erfitt fyrir hann að hætta við það. 20.000 manna lið Sir Michael Walker hershöfðingi og yfirmaður NATO-herliðsins sagði aftur á móti í Sarajevo í gær, að ekki yrði komist hjá því öllu lengur að taka þetta mál til umræðu. Virðast ráðamenn í Kanada og Frakklandi tilbúnir til að styðja áframhaldandi dvöl herliðsins en Michael Portiilo, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði í gær, að Bretar myndu ekki hafa sitt herlið áfram í Bosníu nema Bandaríkja- menn gerðu það einnig. Vestrænir hernaðarsérfræðingar telja nauð- synlegt að hafa um 20.000 manna lið áfram í Bosníu. Reuter. Fríverslun ekki forgangsatriði Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN telja það ekki forgangsatriði að ná fríverslunar- samningi við Evrópu, að mati setts aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Johns Kornblum. Kornblum sagði á fundi í gær, að þótt mikið væri rætt og ritað um slík- an samning, væri „þetta ekki neitt sem við teljum vera mikilvægasta verkefni okkar nú. Við teljum mun mikilvægara að sinna þeim málefnum sem enn stía okkur í sundur. Við höfum kosið þá aðferð, sem við og vinir okkar í Evrópu höfum komið okkur saman um, að einbeita okkur að þeim sviðum þar sem raun- verulegra úrbóta er þörf fremur en leita altækra kenninga um hvernig bæta megi ástandið í einu stóru skrefi," sagði Kornblum. Evrópskt sjónvarp Hafna hertum kvótum Lúxemborg. Reuter. RÁÐHERRARÁÐ Evrópu- samþandsins útilokaði í gær í eitt skipti fyrir öll að hertir yrðu kvótar á bandariskt sjón- varpsefni í útsendingum evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Var ákveðið að tilskipun um sjón- varpsmál frá árinu 1989 skyldi standa óbreytt. Evrópuþingið hefur lagt áherslu á að settar verði strangari reglur til að vernda framleiðendur evrópsks sjón- varpsefnis gegn bandarískri samkeppni. Samkvæmt lögun- um frá 1989 á um helmingur sjónvarpsefnis að vera evrópsk framleiðsla en þó einungis „þar sem því verður við kom- ið“. Verður það orðalag óbreytt. Þá hafa ráðherrarnir hafnað kröfum Evrópuþingsins um að nýjar tegundir fjölmiðla falli undir lögin og að settar verði sérstakar tölvuflögur í sjón- varpstæki er geri foreldrum kleift að koma í veg fyrir að börn þeirra horfi á tiltekna þætti. Reuter BORIS Jeltsín Rússlandsforseti sveiflar sverði er hann fékk að gjöf er hann heimsótti kósakkaborgina Novotsjerkassk í gær. Borís Jeltsín Rússlandsforseti með forskot í enn einni skoðanakönnun Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, hét kjósendum í gær stöðugleika, næði hann kjöri, en atburðir í Tsjetsjníju báru því vitni að erfitt verður að fylgja eftir friðarsamkomulaginu, sem samningamenn Rússa og tsjetsj- enskra aðskilnaðarsinna undirrituðu á mánudag. Óháð félagsfræðistofnun, sem til þessa hefur birt skoðanakannanir, er bentu til að Gennadí Zjúganov, forsetaframbjóðandi kommúnista, hefði forskot á Jeltsín, greindi í gær frá því að nýjasta könnun hennar sýndi að forsetinn hefði nú sigið fram úr. Samkvæmt könnuninni, sem tók til 6.000 rússneskra kjósenda, nýtur Jeltsín fylgis 40 af hundraði, en Zjúg- anov 31 af hundraði. Stofnunin er sögð gera einna ábyggilegustu skoð- anakannanirnar í Rússlandi. Nokkuð er síðan aðrar kánnanir gáfu til kynna að Jeltsín hefði tekið forystuna. Áð minnsta kosti sex særðust þeg- ar sprengjur sprungu í tvígang við bílalest samningamanna uppreisnar- manna og alþjóðlegra sáttasemjara, sem voru á leið frá viðræðunum við Rússa í bænum Nazran í Ingúsjetíu, sem liggur að Tsjetsjníju, til Grozní. Friðarsamkomulaginu er ætlað að binda enda á 18 mánaða átök í Tsjetsjníju. Samkvæmt því skulu rússneskir hermenn kvaddir brott frá Tsjetsjníju fyrir ágústlok og tsjetsj- enskir skæruliðar eiga að afvopnast. Talið er að samkomulagið auki sigurlíkur Jeltsíns jafnvel þótt það leiði ekki til varanlegrar lausnar. Sprengjutilræði í Moskvu Þrír létu lífið er sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Moskvu í gær. Júrí Luzhkov, borgarstjóri Moskvu, sagði hryðjuverkamenn er vildu trufla kosningarnar á sunnudag bera ábyrgð á sprengingunni. ■ Fylgislaus en neitar/22 Ný stjórn í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðid. EDMUND Joensen, leiðtogi Sam- bandsflokksins, myndaði nýja land- stjórn á Færeyjum í gær en fyrri stjórn hans missti meirihluta sinn á lögþinginu í síðustu viku eftir að jafn- aðarmenn gengu úr stjórn. Fyrir utan Sambandsflokkinn á Fólkaflokkurinn aðild að stjórninni auk Sjálfstjórnarflokksins ogtveggja óháðra vinstrimanna, sem á sínum tíma voru kosnir á þing fyrir Verka- mannahreyfinguna. Ekki hafði enn verið gengið end- anlega frá ráðherralista í gær en í færeyskum fjölmiðlum voru miklar vangaveltur um að John Petersen frá Fólkaflokki tæki við embætti sjávar- útvegsráðherra eða jafnvel fjármála- ráðherra. Stjórnin liefur stuðning 17 lögþingsmanna af 32.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.