Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Framk væmdastj óri Mecklenburger um úthlutun karfakvóta ESB á Reykjaneshrygg Sáttir við heildarmagnið sem er um 18 þúsund tonn ÞJÓÐVERJAR fá samtals 18.220 tonn af karf- akvóta Evrópusambandsins á Atlantshafs- hryggnum, en kvótanum var skipt á fundi Ráð- herraráðs Evrópusambandsins á mánudag. Heild- arkvótinn er um 27 þúsund tonn. Gera má ráð fyrir að skip dótturfélags Útgerðarfélags Akur- eyringa, Mecklenburger Hochseefischerei, fái að veiða hlut Þýskalands, sem er 67,5% af heildark- vótanum. Sáttir við heildarmagnið „Mecklenburger Hochseefíscherei er eina út- gerðarfélagið á öllu Evrópusvæðinu sem hefur sinnt veiðum á þessu svæði undanfarna áratugi. Með tiliiti til þess töldum við að hlutur landsins yrði meiri,“ sagði Guðmundur Tulinius fram- kvæmdastjóri Mecklenburger Hochseefischerei, en hann sagði að fleiri þættir en veiðireynsla hefðu spilað inn í úthlutunina, m.a. pólitík milli Evrópuríkjanna „Auðvitað vill maður alltaf fá sem mest, en það var ekki raunhæft að gera sér vonir um meira.“ „Miðað við aliar aðstæður er þetta ágætis lausn Morgunblaðið/Kristján LÍKLEGT er að togarar MHF, dótturfé- lags Útgerðarfélags Akureyringa, veiði kvóta Þýskalands á Reykjaneshrygg. fyrir okkur, sérstaklega þegar við lítum á heiidar- magnið, við erum alls ekki ósáttir við það,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist fagna því að búið væri að skipta kvótanum. Það hefði getað þýtt verri útkomu fyrir Þýskaland hefði það dregist lengur, þrýstingur frá öðrum aðildarlöndum sam- bandsins, sérstaklega Spáni og Portúgal og jafn- vel Englandi, hefði þá orðið meiri. Raunar hefði verið æskilegt að skipta kvótanum fyrr. Guðmundur gerði ráð fyrir að þessi hlutföll myndu haldast, þó svo að heildarmagn kvótans yrði eitthvað breytilegt, en útlit væri fyrir að áfram yrði hægt að veiða á Reykjaneshryggnum. Vísindamenn teldu stofninn þar sterkan. Aðalveiðitíminn á Reykjaneshryggnum er á tímabilinu frá maí til júníloka. Öll sex skip MHF eru að veiðum á hryggnum og hafa verið að fiska vel. Eitt skipanna, Auriga Ros 801, er í sinni síðustu veiðiferð, en það hefur verið selt og verð- ur afhent nýjum eigendum í byijun júlímánaðar. Bretar og írar á móti Þýskaland fékk sem fyrr segir rúm 18 þúsund tonn við skiptingu karfakvóta ESB, Frakkar fengu 1.700 tonn, Hollendingar 8 tonn, Portúgal- ir 3.828 tonn, Spánn fékk 3.200 tonn, Bretland 44 tonn og írland 4 tonn._ Samkvæmt upphaf- legri tillögu áttu Bretar og írar ekki að fá úthlut- að kvóta á Reykjaneshryggnum og greiddu full- trúar landanna atkvæði á móti þessari skiptingu. Fjórir inn- brotsþjófar handteknir FJÓRIR menn eru í haldi lögregl- unnar í Keflavík vegna þriggja inn- brota í fyrrinótt. Brotist var inn í áhaldahús Kefla- víkur þar sem einnig eru skrifstofur Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum (SSS), fiskverkunina Mið- nes í Sandgerði og í félagsheimili hestamanna á Mánagrund. í húsnæði SSS var hurðum sparkað upp og farið inn á skrifstof- ur. Þaðan var m.a. stolið ferðatölvu og milli 10 og 20 þúsundum króna. Þá var farið inn á skrifstofu áhalda- hússins þar sem peningaskápur var brotinn upp með verkfærum úr áhaldahúsinu; kúbeini, haka og slaghamri. Mennirnir brutust síðan inn í fiskverkunina Miðnes, þar sem hurð var sparkað upp og gluggi brotinn. Þaðan var engu stolið. Ur félagsheimili hestamanna var stolið smáræði af peningum. Mennirnir fjórir, sem grunaðir eru um innbrotin, voru handteknir skömmu eftir hádegi í gær. Á þeim fannst lítilsháttar af fíkniefnum. Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur málið til rannsóknar. j Cantat aftur í notkun eftir átt- undu bilunina BÚIÐ er að taka sæstrenginn Cant- at-3 í notkun aftur en hann bilaði sl. mánudag. Nauðsynlegt verður þó að taka sæstrenginn upp þar sem bilunin er og er reiknað með að það verði gert í sumar. Þetta er í átt- unda sinn sem strengurinn bilar og eru það heldur fleiri bilanir en reikn- að var með að sögn Jóns Þórodds Jónssonar, yfirverkfræðings sam- bandadeildar Pósts og síma. Skammhlaup varð í strengnum miðja vegu milli íslands og Kanada beint suður af Grænlandi. Hægt var með tæknilegum aðferðum að úti- loka bilunina þannig að sæstrengur- inn getur gegnt hlutverki sínu. Með- an strengurinn var bilaður var sím- tölum komið yfír Atlantshafið með aðstoð gervihnattar. Áttunda bilunin Jón Þóroddur sagði að mönnum væri ekki kunnugt um hvers vegna bilanir á strengnum væru þetta tíð- ar, en þetta er í áttunda sinn sem hann bilar. Hann sagðist ekki telja að þær orsökuðust af legu strengs- ins. Bilanirnar hefðu komið fram á ólíkum stöðum. Helst hölluðust menn að því að um „barnasjúkdóma“ væri að ræða, sem menn væru von- andi að verða lausir við. Eitthvað af bilunum mætti líklega rekja til galla við Iagningu strengsins. Gífurlegur kostnaður fylgir því að taka sæstrenginn upp, en bilunin er á 4,5 kílómetra dýpi. Jón Þórodd- ur sagði að eigendur sæstrengja yfir Atlantshafið hefðu með sér félag og gerðu út viðgerðarskip. Kostnaði við viðgerðimar væri jafnað niður á eigendurna. Það fylgdi því hins veg- ar umtalsverður kostnaður að fá afnot af gervihnetti. Sem betur fer hefði aðeins þurft að notast við gervihnött í tvo daga í þessu tilviki. Jón Þóroddur sagði að viðskipta- aðilar Pósts og síma hefðu orðið fýr- ir nokkrum óþægindum vegna bilun- arinnar. Stefnt væri að því að stytta þann tíma sem tekur fyrir Póst og síma að skipta yfír á gervihnött þeg- ar bilun verður á sæstrengnum. Dagskráin næstu daga Miðvikudagur 12. júttí: Setið fyrir svörum á Bylgjunni frá kl. 17-18. Fundur: Húsavík, Hótel Húsavík kl. 20:30 Miðnæturfundur í Grímsey Fimtntudagur 13. júní: Heimsókn til Hríseyjar og Ólafsfjarðar Fundir: Dalvík, Víkurröst kl. 12:00 Siglufjörður, Bíósalur kl. 17:30 Akureyri, Alþýðuhúsið kl. 20:30 Upplýsingar um forsetakosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofunni í Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um atkvœða- greiðslu utan kjörfundar eru gefnar í síma 553 3209 jmm Morgunblaðið/Þorkell GREIÐLEGA gekk að slökkva eld sem læsti sig í ris fjölbýlishúss á horni Njálsgötu og Snorrabraut- ar en mikið tjón hlaust engu að síður af reyk og vatni. Staðinn að íkveikju í fjölbýlishúsi TÆPLEGA fimmtugur maður gekk í gærdag berserksgang í fjölbýlis- húsi á horni Njálsgötu og Snorra- brautar og kveikti í að minnsta kosti á fjórum stöðum bæði í geymslurisi og í kjallara. Maðurinn sem býr í húsinu gaf sig fram við lögreglu um það leyti er hún kom á vettvang og játaði verknaðinn fyrir Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Mikið tjón hlaust af eldi, reyk og vatni í risi hússins og einnig lítillega á efstu hæð hússins. Fólk var aldrei í hættu, að sögn aðalvarðstjóra slökkviliðsins. Gekk um með kveikjara Guðrún Skúladóttir, sem rekur verslunina Erlu á fyrstu hæð í hús- inu, var sjónarvottur að íkveikjun- um. „Ég varð vör við að hann reyndi að kveikja í hjá mér í versluninni. Ég fann þá megna reykjarlykt og komst að því að hann hafði kveikt fyrst eld í risinu en síðan farið niður í kjallara og kveikt þar í gúmmíhjól- börðum. Þegar ég kom niður aftur gekk hann inn í verslun mína með logandi kveikjara. Ég náði að sann- færa hann um að hætta og skömmu síðar gaf hann sig fram.“ Guðrún sagði að nágranni sinn hafi ekki ógnað sér en viðurkenndi að sér hafí brugðið verulega. Hróp á hjálp Maðurinn er talinn vanheill á geði að sögn Guðrúnar, sem segir að íbú- ar hússins hafi vitað um erfiðleika hans um nokkurt skeið. „í gær [mánudag] trúði hann bæði mér og starfsmanni öryggisþjónustufyrir- tækis fyrir því að hann væri brennu- vargur. Þegar hann síðan óð inn í verslunina með kveikjarann á lofti sagði hann við mig: „Ég er búinn að biðja þá um að taka mig úr um- ferð en þeir vilja það ekki.“ Þessi orð staðfesta að hann gerði sér grein fyrir því að hann getur verið hættulegur umhverfí sínu. Þetta er hróp hans á hjálp og nauðvöm til að komast inn á stofnun. Fyrr um daginn hafði ég séð hann og þá sá ég greinilega sálarangist hans í and- litinu. Ég vil taka það sérstaklega fram að íbúar hússins hafa ríka sam- úð með honum og við höfum reynt að gera vel við hann. Þeir eru slegn- ir en af samtölum mínum við þá veit ég að þrátt fyrir atvikið í dag bera allir hlýhug til hans.“ Slökkvistarf gekk greiðlega Slökkvilið var kallað út klukkan 15:06 og afréð lögregla að loka Snorrabraut fyrir allri umferð til að auðvelda slökkvistarf. Að sögn Ragnars Sólonssonar, aðalvarðstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur, gekk til- tölulega greiðlega að slökkva eldinn en mikill hiti gerði reykköfurum þó erfitt fyrir. Brjóta þurfti leið í gegn- um þakið til að kljást við eldinn sem hafði læst sig í geymslur í risi. Sam- kvæmt upplýsingum slökkviliðs urðu skemmdir hvorki í kjallara né í versl- uninni. Maðurinn hefur, eftir því sem næst verður komist, ekki áður verið staðinn að íkveikju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.