Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR ’96 Guðrún Pétursdóttir á fundi með starfsfólki Eimskips íslendingar þjálfi sáttasemjara KOSNINGABARATTAN fyrir forsetakjörið laugar- daginn 29. júní er að ná hámarki. Fimm eru í framboði: Astþór Magnús- son, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ól- afur Ragnar Grímsson og Pétur Kr. Hafstein. Þau eru um þessar mundir á ferð og flugi um landið, heimsækja vinnustaði og halda fundi þar sem þau kynna sig, skiptast á skoðunum við fundargesti og svara fyrirspurnum. Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur gert þjóðmálakönnun fyrir Morgunblaðið þar sem spurt var um viðhorf kjós- enda til frambjóðenda og ýmissa mála sem tengjast kjörinu. Þar kom meðal annars fram að fleiri kon- ur eru óákveðnar í afstöðu sinni til forseta- frambjóðenda en karlar. Hvern af eftirtöldum frambjóðendum vildir þú helst fá sem næsta forseta íslands, í forsetakosningunum í júní næstkomandi? Þeir sem sögðu veit ekki við þessari spurningu voru spurðir áfram: En hvern telurðu líklegast að þú munir styðja? Greint eftir kyni og aldri. Allir 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-59 ára 60-75 ára Karlar Konur Nefndu í fyrstu spurningu BjjfcfB RTiSH EiTiH KQQH RKH Nefndu i annarri spurningu @13,9% 111,2% 116,7% §12,9% [J 18,6% f§ 15,7% {§10,7% 110,2% Nefndu engan 16,8% ! 15,8% [J17,8% [ 117,3% [; 10,8% [@19,3% @18,2% I [18,6% Greint eftirþví hvað menn kusu i síðustu alþingiskosningum. Aiþýðu- Frams.- Sjálfst.- Alþýðu- Kvenna- þióðvaka Allir flokkur flokkur flokkur bandalag listi , ' Nefndu í fyrstu sp. ■ftlkfeÉ lii'filii HrMtill Hf&KtRl Nefndu íannarri sp. Jl3,9% @19,4% §13,0% 112,6% | 9,8% § 11,9% | 7,1% 0 28,6% §23,3% Jl 3,7% Nefndu engan ^ i 15,5% [ 12,0% [ 18,8% 9,0% [ ] 19,0% [ 3,6% jj 4,8% (27,4% j 29,5'xj Ekki Kusu Neita að kosn.rétt ekki svara Greining á ákveðni þjóðfélagshópa í afstöðu til frambjóðenda Konur óákveðn- ari en karlar í ÞJÓÐMÁLAKÖNNUN Félagsvís- indastofnunar fyrir Morgunblaðið 30. maí til 6. júní kemur fram að fleiri konur eru óákveðnar í afstöðu sinni til forsetaframbjóðenda en karlar. Þátttakendur á aldrinum 18-75 ára voru spurðir hvem fram- bjóðendanna fimm þeir vildu helst fá sem næsta forseta íslands í for- setakosningunum síðar í mánuðin- um. Þeir sem ekki sögðust vita svar- ið voru þá spurðir hvern þeir teldu líklegast að þeir myndu styðja. Leiddi könnunin í ljós að 73% karla nefndu einhvern frambjóðanda í fyrstu spurningu en 65,5% kvenna. Þegar spurt var öðru sinni nefndu konur frekar einhvem frambjóð- anda, eða 16,7%, en 11,2% karla. Þeir sem yngri eru nefndu einhvern frambjóðenda i fyrstu spurningu, frekar en þeir sem eldri era og virð- ast kjósendur 25-34 ára almennt ákveðnastir í vali sínu, að því er fram kemur í könnuninni. Þegar þátttakendum í könnun- inni er skipt niður eftir stétt kemur í ljós að stjómendur, embættis- menn, tæknar og skrifstofufólk og iðnaðarmenn era frekar í vafa um val sitt í næstu forsetakosningum en aðrar stéttir. Meðal stjómenda og embættismanna nefndu 73,2% einhvern frambjóðenda í fyrstu spurningu en 4,5 í annarri, 64,1% tækna og skrifstofufólks nefndi frambjóðanda í fyrstu spurningu og 14,7% í annarri og loks nefndu 68% iðnaðarmanna frambjóðanda í fyrstu spurningu og 11,3% í ann- arri. Ákveðnastir stétta eru sjó- menn og bændur því 72,6% nefna frambjóðanda í fyrstu spurningu og 17,9% í annarri. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Kvennalista í meiri óvissu Þá kemur í ljós þegar greint er eftir því hveijum þátttakendur greiddu atkvæði sitt í síðustu al- þingiskosningum að kjósendur Þjóðvaka og Alþýðubandalags virð- ast síður í vafa um hvernig þeir ætla að veija atkvæði sínu en kjós- endur annarra flokka. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Kvennalista era hins vegar í meira mæli en aðrir kjósendur óvissir um hvem þeir ætla að kjósa. Af þeim sem gefa upp hveijum þeir hyggjast greiða atkvæði sitt nefna kjósendur Alþýðuflokks einhvem frambjóð- enda í spumingu tvö frekar en aðrir. Þeir sem ekki kusu eða neita að svara eru í mestri óvissu nú hvern- ig þeir hyggist veija atkvæði sínu. STARFSMENN Eimskips fengu Guðrúnu Pétursdóttur forsetafram- bjóðanda í heimsókn til sín í hádeginu í gær. Guðrán kynnti meginviðhorf sín um hlutverk forseta Islands en lagði einnig ríka áherslu á að kynn- ast skoðunum starfsmanna. Þeir sem til máls tóku töldu aðspurðir engu máli skipta hvers kyns frambjóðandi væri, kosið væri um manngerð og málefni frambjóðenda. Fundarmenn voru sammála um að forsetinn ætti að hafa frumkvæði að því að beijast gegn alvarlegum samfélagsmeinum, s.s. fíkniefnavandanum og vaxandi ofbeidishneigð. Guðrún Pétursdóttir sagði í upp- hafi að vinnustaðafundir væru afar mikilvægir til að geta átt tækifæri til þess að hitta fólk augliti til auglit- is og átt orðastað við það. Þetta væri því mikilvægara í kosningum til embættis forseta íslands en í al- mennum þingkosningum þar sem kjósa þyrfti einstakling sem fulltrúa þjóðarinnar. íslendingar verði sáttasemjarar Friðarmál hafa verið ofarlega á baugi í kosningabaráttuniii og sagði Guðrún á fundinum að íslendingar ættu í þeim efnum að beina kröftum sínum að raunhæfum verkefnum. Hún sagði að íslendingar ættu að fara að dæmi Norðmanna og þjálfa sáttasemjara til starfa á alþjóðlegum vettvangi. Með þeim hætti væru ís- lendingar virkir þátttakendur í frið- arbaráttunni. Guðrún gerði samfélagsmál að umræðuefni og kvaðst mundu beita sér af krafti að ákveðnum málefnum er varðaði heill samfélagsins. Dæmi um málefni sem forseti gæti beitt sér fyrir væri barátta gegn fíkniefn- um og vaxandi ofbeldi í íslensku samfélagi. Starfsmenn Eimskips tóku undir með henni að ofbeldi í sjónvarpi væri sterkur áhrifavaldur á börn og leita þyrfti leiða til þess að leiða börn og unglinga af vegi ofbeldis. Vægi umræðu um synjunarvald of mikið? Starfsmenn voru inntir eftir við- horfum sínum til synjunarvalds for- seta eða málskotsréttar hans sem stundum væri kallað svo. Margir kváðust undrast vægi þessa þáttar í umræðum um forsetaembættið sér í lagi fyrir þær sakir að heimild til synjunar frumvarps hafi aldrei verið beitt. Starfsmenn Eimskips töldu ákvæðið þó mikilvægt, ef tillit er tekið til viðhorfa þeirra sem tjáðu sig. Einn þeirra taldi slíkt koma til greina í viðkvæmum málum sem höfða ríkt til tilfinninga fólks og vísaði í því samhengi til þess er for- seti írlands beitti svipaðri heimild í heimalandi sínu í máli er varðaði fóstureyðingar. Guðrún sagði ákvæði um synjun frumvarpa vand- meðfarið og sjálf væri hún fylgjandi því að fundinn yrði farvegur í lögum sem heimilaði þjóðaratkvæða- greiðslu í tilteknum málum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðrún sagði að frambjóðendurn- ir fimm hefðu í megindráttum sömu áherslur og enginn gæti kastað eign sinni á tiltekna málaflokka, s.s. frið- ar- eða menntamál. Munurinn fælist aftur á móti í ólíkri nálgun að mark- miðum sínum, m.ö.o. að hver hefði sinn stíl. Sjálf kvaðst hún vilja mynda óþvingað samband milli for- seta og þjóðarinnar, næði hún kjöri. Guðrún sagðist vilja beina kröftum sínum að ákveðnum málefnum en reyna jafnframt að vera opin fyrir vilja almennings. Morgunblaðið/Þorkell GUÐRÚN Pétursdóttir heimsótti starfsmenn Eimskips í jgær og spjallaði við þá um forsetaembættið og hlutverk forseta Islands. Ölafur Ragnar Grímsson á fundi á Hótel Sögn Forseti sitji 2-3 kjörtímabil Morgunblaðið/Sverrir HÚSFYLLIR var á fyrsta framboðsfundi Ólafs Ragnars í Reybja- vík, en þar ávarpaði hann og Guðrún Katrín Þorbergdóttir eigin- kona hans gesti og svöruðu fyrirspurnum þeirra. FJÖLMENNT var á hverfafundi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta- frambjóðanda í Súlnasal Hótel Sögu í gærkvöldi. Aðspurður kvaðst Ólafur Ragnar á fundinum telja það langan tíma fyrir forseta að sitja í sextán ár í embætti, þó að bæði Ásgeir Ásgeirs- son og Vigdís Finnbogadóttir hefðu gegnt embætti svo lengi. Ekki mætti þó gleyma því að þjóðin hefði stutt Vigdísi til svo langrar embættissetu, og eflaust lengur hefði vilji hennar staðið til þess. Sjálfur teldi hann tvö til þijú kjör- tímabil hæfilegri tíma fyrir setu for- seta í heimi hraðra breytinga, nyti forseti stuðnings til þeirrar setu í embætti í samræmi við hefð. Hann sagði jafnframt að næði hann kjöri til embættis forseta teldi hann ástæðulaust að vera ávarpaður herra Ólafur, þó að hann hefði ekki talið mikla ástæðu að leiða hugann að slíkum málum. Mikilvægur málskotsréttur Ólafur Ragnar gerði málskotsrétt forsetaembættisins að umtalsefni og sagði menn sjá í hendi sér hve fátæk- leg stjórnskipun lýðræðisins væri ef þessi réttur væri numinn á brott. „Á hinn bóginn hef ég lagt áherslu á að ekki er markmið í sjálfu sér að þessum málskotsrétti forsetans til þjóðarinnar sé beitt. Æskilegast er að ávallt sé slíkt samræmi á milli þingvilja og þjóðarvilja, að ekki þurfi að koma til þess að forsetinn grípi til þessa réttar,“ sagði hann. Kjósa ber um ESB „Ég vil segja það ótvírætt að ef samþykkt verður á Alþingi frumvarp um aðild íslands að Evrópusamband- inu þá beri hér á íslandi, líkt og í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Dan- mörku, að fara fram um það mál sjálfstæð og aðgreind þjóðarat- kvæðagreiðsla. Ég fagna því að allir stjórnmálaflokkar í landinu hafi lýst þeirri skoðun sinni að slík þjóðarat- kvæðagreiðsla eigi að fara fram, en ef gengið yrði á bak þeirra orða tel ég tvímælalaust að forsetinn eigi á grundvelli málskotsréttarins í stjórn- arskránni að tryggja að þjóðin geti á sjálfstæðan hátt greitt atkvæði um það mál,“ sagði Olafur Ragnar. Ólafur kvaðst aðspurður telja það mikilvægt að forseti íslands í sam- starfi við maka sinn legði sérstaka alúð við ýmsa minnihlutahópa í þjóð- félaginu sem eigi um sárt að binda, s.s. alnæmissjúka, og að forseti gæti t.d. beitt sér fyrir þjóðarátaki gegn vá eiturlyfja og vímuefna, á svipaðan hátt og frú Vigdís hafi beitt sér fyrir gróðurvernd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.