Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI BA og American í bandalag London. Reuter. BRITISH Airways hefur skýrt frá samvinnu við bandaríska flugfélagið American Airlines og segir að hún muni leiða til myndunar stærsta bandalags flugfélaga í heiminum. Samkvæmt tilkynningu frá Brit- ish Airways (BA) munu félögin sam- ræma farþega- og fraktflutninga sína milli og vera aðskildir aðilar sem hingað til. Samkomulagið mun valda deilum og sagt er að yfirstíga verði nokkr- ar hindranir til að samþykki eftirlits- yfirvalda fáist vegna víðtækra áhrifa samkomulagsins á starfsemi flugfélaga í heiminum og harðrar andstöðu flugfélaga sem hið nýja bandalag mun keppa við. BA og American ráðgera víðtækt samkomulag um sameiginlega farmiða og tengingu flugleiða félag- anna. Þegar kerfí félaganna hafa verið samræmd verður hægt að velja um fjölda ferða á milli 36.000 borga að sögn BA. Bretar og Bandaríkjamenn hafa reynt að ná samkomulagi um nýjan loftferðasamning. Aðalásteytingar- steinninn hefur verið krafa Americ- an Airlines um óheftan aðgang að Heathrow. British Airways hefur lagzt gegn því nema bandarísk yfír- völd falli frá skilyrði um 25% eign- araðild útlendinga að bandarískum flugfélögum. Sérfræðingar segja að samkomu- lag BA og AA verði lausn á illa heppnaðri samvinnu BA við flugfé- lagið USAir Group á austurströnd Bandaríkjanna og ryðja burt hindr- unum gegn öflugu bandalagi þess- ara þriggja flugfélaga. BA og American segja í fyrirhug- aðar séu viðræður við USAir um tillögur, sem félagið telji að treysta muni stöðu þess og efla samband þess við British Airways og nýja bandalagið. American vill tengjast flugi BA til meginlands Evrópu, Afríku, Asíu, Miðausturlanda og Austur Asíu. I staðinn fær BA aðgang að stórum markaði Americans í Norður- og Suður-Ameríku og á Kyrrahafí. --------------------------- Hlutabréf hækka enn VIÐSKIPTI á hlutabréfamarkaði voru nokkuð lífleg í gær þegar hlutabréf fyrir tæpar 34 milljónir skiptu um hendur. Þingvísitala hlutabréfa náði enn nýju meti þar sem hún hækkaði í 1.890 stig. í viðskiptum gærdagsins vógu þyngst viðskipti með bréf að nafn- virði liðlega 5 milljónir króna í ís- lenskum sjávarafurðum hf. Þau vocu seld á genginu 3,5 eða fyrir um 18,5 milljónir. Þingvísitalan hefur nú hækkað um 36,4% frá áramótum, en þar vegur þungt um 58% hækkun á vísitölu sjávarútvegsfyrirtækja. Raunávöxtun eignarskattsfrjálsra veröbréfa- sjóða samanborið við spariskírteini ríkissjóðs VERÐBRÉFASJÓÐUR Síðast- liðið ár Síðast- liðin 2 ár Síðast- liðin 5ár Sjóður 5 (VÍB) 6,4% 3,1% 7,5% Öndvegisbréf (Landsbréf) 7,4% 4,2% 7,8% Einingarbréf 2 (Kaupþing) 6,8% 3,0% 6,1% Tekjubréf (Skandia) 5,9% 6,5% 0,7% Spari?kírt. ríkissj. 5 ára (SPRIK 88/2d8)------------- 5,15% 6,94% 8,11% Rétt er að geta þess að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. 17 milljarða kr. innlausn spariskírteina Margir kostir í boði SAMKEPPNI um sparifé lands- manna fer harðnandi þessa dagana enda kemur ein stærsta innlausn ríkissjóðs á spariskírteinum frá upp- hafi til framkvæmda um mánaða- mótin. Alls verður þar um að ræða um 17 milljarða króna. Eins og sjá má á töflunni eru margir kostir í boði. Auk þess að endumýja spariskírteinin er hægt að fjárfesta í verðbréfasjóðum sem eru eignarskattsfijálsir, líkt og spariskírteini ríkissjóðs. Undanfama 12 mánuði hefur ávöxtun verðbréfasjóðanna verið betri en ávöxtun spariskírteinanna, en tímabilin þar á undan er ávöxtun spariskírteinanna betri. Þá má nefna að ávöxtunarkjör 5 ára spari- skírteina í áskrift em 5,06%, en það em kjör sem einstaklingum bjóðast. Verðbréfafyrirtækin taka um 0,4-1,0% þóknun við kaup á hlut- deildarskírteinum en Lánasýslan tekur 100 króna gjald fyrir hveija færslu í áskrift spariskírteina, auk þess sem vaxtakjör eru 0,3-0,4% lægri en í útboðum. Lækkun vörugjalda skilar sér í bílverði Jeppar lækka um allt að 400.000 VÖRUGJALDSLÆKKUNIN virð- ist þegar vera farin að skila sér í verðlækkunum á notuðum bílum og þá sér í lagi í verði dýrari bíla, enda gætir vömgjaldslækkana einna mest þar. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, segir að verðið á notuðum bílum hafí verið lækkað strax í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafi á notuðum bílum. Skúli Skúlason, sölustjóri hjá Toyota, segir það sama hafa verið uppi á teningunum þar og nefnir sem dæmi að eins til tveggja ára gamlir díseljeppar hafi lækkað um rúmar 400 þúsund krónur hjá umboðinu í kjölfar lækkunar á vörugjaldi. „Við teljum að þetta sé mjög jákvæð þróun í alla staði því með þessu verða verulegar lækkanir á bílverði." Eins og fram hefur komið jókst sala nýrra bíla á fyrstu 5 mánuð- um þessa árs um rúm 24% frá sama tíma í fyrra. Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar og Bílheima, segir að sala notaðra bíla hafi verið mjög góð upp á síð- kastið og hafi hún heldur aukist í kjölfar þeirra lækkana sem átt hafí sér stað á notuðum bílum eftir vörugjaldslækkunina. Skúli segir að sala á notuðum bílum hafí einnig gengið mjög vel hjá Toyota. Fyrirtækið hafi breytt áherslum sínum talsvert í sölu á notuðum bílum eftir vel heppnaða söluherferð í Kolaportinu fyrir skömmu. Þorsteinn Gunnarsson, eigandi bílasölunnar Brautar, segist hins vegar hafa orðið var við heldur mikinn samdrátt í sölu notaðra bíla. „Það hefur orðið mjög mik- il verðlækkun á notuðum bílum í vetur enda hefur sala verið mjög dræm,“ segir Þorsteinn. Hann seg- ir minnkandi sölu á notuðum bílum skýrast af aukinni sölu á nýjum bílum, sem og á stórauknum inn- flutningi á notuðum bílum. Dr. Christian Roth segist kveðja sáttur starf sitt hjá ISAL Rétti tíminn til að hleypa nvjum kröftum að DR. CHRISTIAN Roth, fráfarandi forstjóri íslenska álversins, segist telja að nú sé rétti tíminn til að gefa nýjum manni tækifæri til að reyna sig í starfi forstjóra fyrirtækis- ins. Hann segist hafa átt frumkvæði að því að gerð var tillaga um að Rannveig Rist yrði forstjóri ISAL. Hún hafi ótvíræða hæfileika til að gegna þessu starfi og hann segist vera sannfærður um að það eigi eft- ir að verða fyrirtækinu til góðs að hún taki við forystu þess nú. Dr. Roth sagði að tvær ástæður lægju að baki ákvörðun sinni að óska eftir lausn frá störfum. Hann viidi gjaman veija meiri tíma með fjölskyldu sinni en sér væri kleift sem forstjóri ISAL. Átta ár væru einnig, að sínu mati, hæfilega langur tími fyrir hvem mann að stýra svo stóm fyrirtæki. Með því að skipta um stjómanda væri fyrirtækið að hleypa nýjum hugmyndum og nýjum kröftum að og það væri nauðsynlegt. Roth sagði ekki endanlega ákveð- ið hvað tæki við hjá sér. Ákvörðun um það yrði tekin síðar eftir að fram hefðu farið frekari viðræður milli sín og stjórnenda Alusuisse-Lonza. „Ég held að þetta sé rétti tíminn til að gera breytingar nú þegar verið er að stækka álverið. Fram- kvæmdir við stækkun álversins era í öragg- um farvegi. Þær ganga mjög vel og horfur era á að fram- leiðsla hefjist á réttum tíma,“ sagði Roth þeg- ar hann var spurður hvort það væri ekki rangt að skipta um forstjóra núna þegar fyrirtækið stendur í miklum flárfestingum. „Þetta er búinn að vera góður tími. Það var ögrandi verkefni fyrir mig að taka við forstjórastöðunni á sínum tíma. Fyr- irtækið hefur tekið jákvæðum breyt- ingum á þessum tíma. Okkur hefur tekist að gera þær breytingar sem ég stefndi að að gera þegar ég tók við stöðu forstjóra. Fyrirtækið er núna mun betur samkeppnishæft en það var og í stakk búið til að taka á sig sveiflur sem verða í þessari iðngrein. Ég er viss um að þegar við höfum lokið endurbótum á fyrir- Rannveig Rist Dr. Christian Roth tækinu, sem unnið hefur verið að á undanförnum árum og lokið stækk- un þess hefur það alla burði til að lifa af í 30 ár í viðbót." 8% starfsmanna fyrirtækisins eru konur. Rannveig sagði að það væri stefna fyrirtækisins að fjölga konum hjá fyrirtækinu, en hingað til hefðu þær ekki sótt fast í störf hjá því. Hún sagðist vona að ráðning sín yrði til þess að hvetja konur til að sækja um störf hjá fyrirtækinu. Rannveig sagðist ekki eiga von á að það verði miklar breytingar hjá fyrirtækinu með nýjum stjórnanda, a.m.k. ekki til að byija með. Hún myndi leitast við að fylgja eftir þeim verkefnum sem unnið væri að. Sem einn af æðstu stjórnendum fyrirtæk- isins hefði hún tekið þátt í mótun og undirbúningi á þessum verkefn- um. Fyrirtækið væri hins vegar í örri þróun og að sjálfsögðu þyrftu stjórnendur fyrirtækisins að fylgjast vel með og bregðast við nýjum að- stæðum. Stakk upp á Rannveigu Menntun og störf Golfmót Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVHl Föstudaginn 21. júni nk. verður hið ár/ega golfmót FVH haldið í 10. sinn á Strandavelli, Hellu. Keppt veröur í A- og B-llokkl karla og í kvennaflokki. í A flokki spila kylfingar sem hafa forgjöf 24 og undir en þeir sem hafa hærri forgjöf leika í B-flokki. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Keppt verður um Morgunblaðsbikarinn t Á-flokki og Hard Rock Café bikarinn í B-flokki. í kvenna- flokki er keppt um Wella-bikarinn sem gefinn er af Heildverslun Halldórs Jónssonar. Einnig er í boði fjöldinn allur af glæsilegum verðlaunum i ötium flokkum. Mótsnefnd hvetur sem flesta til þess að taka þátt enda er þetta stórskemmtilegt mót sem bæði byrjendur og lengra komnir geta tekið þátt f. Mótið hefst kl. 13:00. Fárið verður í rútu frá Grand Hótel Reykjavík kl. 11.30 stundvíslega. Að loknu móti verður snæddur kvöldverður í Golfskálanum þar sem verðlaunaafhending fer fram. —*'■ Pátttökutilkynningar þurfa aö berast til eftirtalinna aðila fyrir 20. júní Ólalur Ó. Johnson vs. 562 4000, fax 5621878, hs. 5515281. Sl0urOur ftg. Jensson vs. 588 7677, fax. 5887880, hs. 581 5400 Stefán Unnarsson vs. 5811344, fax. 5811477, hs. 568 8531 „Ég tel að Rannveig sé rétta manneskjan í þetta starf, tilnefnd á réttum tíma. Ég átti frumkvæði að því að lögð var fram tillaga í stjórn Alusuisse-Lonza um að hún hlyti stöðuna og ég styð hana ein- dregið. Rannveig hefur sýnt það í störfum sínum hjá fyrirtækinu að hún ræður vel við þetta verkefni. Það er óvenju- legt að kona gegni svo hárri stöðu hjá fyrirtækjum Alusuisse-Lonza, en ég legg áherslu á að þessi ráðning hafði ekkert með kynferði að gera. Við ráðningu Rannveigar var horft til hæfileika hennar sem leiðtoga, skipuleggjanda og einnig vegna ald- urs. Hún hefur sýnt að hún hefur sterkan persónuleika, er víðsýn, fylgir málum fast eftir og hefur hæfileika til að túlka tilfínningar, en það er hæfíleiki sem ég tel að okkur vanti í iðnaðinum." Stórt fyrirtæki ISAL velti um 12 milljörðum króna á síðasta ári og framleiddi yfír 100 þúsund tonn af áli. Það er stærsta iðnfyrirtæki landsins. Um Rannveig er fædd í Reykjavík 9. maí árið 1961. Hún lauk stúdents- prófi frá MS árið 1980, 4. stigs vél- stjóraprófi frá Vélskóla íslands árið 1983 og sveinsprófi í vélvirkjun árið 1985. Að því loknu hóf hún nám í HÍ og lauk B.S.-prófi í vélaverk- fræði árið 1987. M.B.A.-prófí frá University of San Francisco lauk hún árið 1989. Rannveig var m.a. vélvirki hjá Frystikælaverkstæði Sveins Jóns- sonar árið 1981, 1. vélstjóri á Ósk- ari Halldórssyni RE 157 árið 1983, vélvirki hjá Landsvirkjun um skeið 1984 til 1985. Hún var vélstjóri hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar um skeið árið 1985, 1. vélstjóri á togar- anum Guðbjarti ÍS-16 frá ísafírði í afleysingum 1986 til 1987 og stundakennari í HÍ og TÍ 1989 til 1990. Rannveig hefur verið formað- ur stjórnar Lýðveldissjóðs frá árinu 1994. Rannveig hóf störf hjá ISAL 1990 og er nú deildarstjóri yfír steypu- skála fyrirtækisins. Eiginmaður Rannveigar er Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræð- ingur hjá Rannsóknastofnun fískiðn- aðarins, og eiga þau 7 og 3 ára dætur. í i \ i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.