Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ LISTIR í þessum hljómmiklu laugum... TÓNLIST S u n d h ö 11 i n KÓRTÓNLEIKAR Verk eftír Jón Ágeirsson, Byrd, Mess- iaen, Part, Oliver Kentísh, Hjálmar H. Ragnarsson og Palestrina. Voces Tliules-sönghópurinn (Sverrir Guð- jónsson og Sigurður Halldórsson (kt), Guðlaugur Viktorsson og Skarphéð- hm Hjartarson (t), Eggert Pálsson (bar.) og Sigurður Þorbergsson (b)). Gestasöngvari: Marta G. Halldórs- dóttir. Lýsing: Jóhann B. Pálmason. Hugmynd og útlit: Elín Edda Árna- dóttir. Sundhöll Reykjavíkur, laugar- daginn 8. júni kl. 23:30. ÞEGAR sex svartklæddir menn gengu virðulega inn í kyndlum og kastljósum skreytta Sundhöllina með söngbók í hönd, leiddi það hugann að fornegypzkum laun- helgum, og maður bjóst hálft í hvoru við að In diesen heiligen Hallen myndi senn óma um klór- og kertasótsangandi laugarloftið. Þess í stað var kyrjaður Tröllaslag- ur í raddsetningu Jóns Ásgeirsson- ar við rammatrommuundirslátt; álíka heiðinn söngtexti, en þó miklu nær á hnettinum. Leitin að viðun- andi tónlistarhúsum í Reykjavík er óneitanlega farin að taka á sig kynlegar myndir. Fyrir nokkrum misserum upp- götvaðist Þjóðminjasafnið. Nú var það Sundhöllin. Enginn þorir leng- ur að spá í hið næsta. Borgarbúar eru komnir með hljómburð á heil- ann, og einn góðan veðurdag fara menn líklega að athuga, hvernig hljómar í Sorpu. En vissulega kom í ljós, að akústíkin í Sundhöllinni, sem maður tengir venjulega við ærandi ungmennaskræki og ískrandi íþróttaþjálfarablístrur, var furðu góð fyrir klassíska söng- mennt, þó að arkitektinn hafi tæp- lega gert ráð fyrir þeirri aukagetu á sínum tíma. Svo er náttúrulega til í dæminu, að tilgangurinn með staðarvalinu hafi (líka) verið að vekja á sér athygli. Hafi svo verið, tókst það með ágætum, því sund- laugarbarmarnir voru fullir af for- vitnum áheyrendum, flestum milli tvítugs og fertugs, enda pínkulítill „próvó“-þefur af tiltækinu, líkt og færi hér einskonar uppvakning á uppákomum 7. áratugar, sem flest þetta fólk missti af eigin augum. Annars var aðsóknaráhætta kon- serthaldara svo sem ekki mikil, því barmar Sundhallarinnar eru mjóir og því auðfylltir. Öðru máli hefði auðvitað gegnt, ef gólf hefði verið lagt yfir laugina, en þá hefði „vatnamúsík“-stemningin líklega farið forgörðum. Hið örstutta lag Byrds, Terra tremuit, var nokkurs konar uppákoma í sjálfu sér, með tilheyrandi madrígalískum skjálfta- lýsingum, svo að undirstaða söngv- aranna, þverbrúin yfir laugina við 25 metra markið, umbreyttist í bi- fröst. Hver sexmenninganna sló sína rörklukku undir sönginn í Cinque frammenti, „Fimm brotum" eftir John Speight við texta eftir Giocomo Leopardi; örlagaþrungnu, ómstríðu og þétt samtvinnuðu söngverki, er bar keim af einkenni- legu samblandi tilfinningaheitrar örvæntingar og kínverskulegrar náttúrulýsingar með heimspekileg- um undirtóni. Eftir kyrrlátt brot úr Þorlákstíðum, sungið unisono eins og gregorssöngur er jafnan, sungu Voces Thules næst „0 sacr- um convivium!" eftir Olivier Mess- iaen með gestasöngvarann Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur í 7. og efstu rödd. Verkið var aðgengilegt, einkar lagrænt og hugljúft, þótt þéttskipað væri röddum, og var geysivel flutt af þeim sjömenning- um. Eistinn Arvo Párt átti heiður- inn af Summa, fjórrödduðu verki (SAAT) við texta úr Credo, trúar- játningunni í latnesku messunni. Af því var nokkur miðaldasvipur; það minnti stundum á harðkrómaða atóm-útgáfu á organum frá Ars Antiqua-skeiði 13. aldar í samvinnu við mínímalíska „sítrekunartækni" þeirrar tuttugustu. Eftir annað brot úr Þorlákstíðum sungu Voces Thul- es fimm radda (AATTB) messu- þátt, Kyrie, eftir Oliver Kentish. Oliver sótti þar fanga til ríkrar kirkjutónlistarhefðar uppeldis- stöðva sinna í Lundúnum, einkum frá brezka endurreisnarskeiðinu, auk gerzkrar rétttrúnaðarkirkju, þar sem djúpar bassaraddir eru áberandi. Verkið kom mjög fallega út, enda afburða vel sungið, og lofar góðu um messuna sem tón- skáldið sagði það vera upphafið á. Hið seiðandi fjórraddaða kórverk Miserere mei eftir Hjálmar H. Ragnarsson úr leikritinu 13. kross- ferðinni eftir Odd Björnsson var næst á dagskrá. „Drottinn, mis- kunna oss“ er ekki ólíkt göldróttum vöggusöng í 6/8 með viðlagi, og hefur Hjálmar þarna framið ósvik- inn kórsmell, þar sem alvarlegt innihald textans kemur ekki í veg fyrir að lagið læsi klóm sfnum í hlustandann strax við fyrstu heyrn. „0 sacrum convivium" eftir Gio- vanni Pierluigi da Palestrina var mjúklega en svolítið óspennandi sungið, aðallega af því að hending- arnar voru of lítt mótaðar styrk- og hraðabreytingum, og því heldur litlausar. Eftir ítrekun á „Terra tremuit" luku Voces Thules söng sínum með öðru íslenzku þjóðlagi, „bas“-söngnum hjá séra Bjarna, ( Vera mátt góður, ef vilt þar til stunda, við tilþrifamikinn „bodh- rán“-slátt Eggerts Pálssonar. Var þá ýmsum orðið heitt - ef ekki í hamsi, þá um hörund - því kyndla- log og loftræstingarleysi voru farin að skyggja átakanlega á annars frumlegt umhverfi. Varpaði því margur áheyrandinn öndinni léttar, súrefni feginn, þegar út í ferskt næturloftið kom eftir allsérstæða tónleika. ) Ríkarður Ö. Pálsson Gengið á hljóðið TÓNLIST J a z z v... LISTAHÁTÍÐ 96 Sigurður Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn. Flytjendur: Sigurð- ur Flosason altsaxófónn, Scott Wendholt trompet, Eyþór Gunnars- son píanó, Lennart Ginman kontra- bassi o g John Riley trommur. Loftkastalinn, 7. júlí 1996. NÝ tónlist eftir Sigurð Flosason var flutt af höfundinum og öðrum frábærum djasstónlistarmönnum sem hann hefur fengið í lið með sér í þetta verkefni og til þess að taka upp geisladisk í hljóðveri FÍH. Fremstur þar í hópi jafningja er Eyþór Gunnarsson sem verður betri með hverri nýrri lista- og djasshátíð. Þó voru engir aukvisar í þessum samstillta hópi. Lennart Ginman þekkja íslendingar af góðu einu. Hann lék með Sigurði á listahátíð í Hafnarfirði fyrir tveimur árum og lék einnig inn á fyrstu plötu Sigurð- ar, Gengið á lagið. Scott Wendholt var skólabróðir Sigurðar í Indiana og hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Hann er mjög teknískur tromp- etleikari með fallegan tón og nútí- malegan spuna. Rúsínan í pylsuend- Morgunblaðið/Þorkell SIGURÐUR Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn léku nýja tón- list Sigurðar í Loftkastalanum. anum var svo hinn magnaði trommuleikari John Riley. Marga stórtrommara hefur rekið á fjörur Islendinga síðustu misserin en það er á engan hallað þótt fullyrt sé að Riley skipi sér þar í framvarðasveit- ina. Hann hélt púlsinum gangandi í hröðustu bíbopplögunum og strauk allt settið með burstunum í ballöðum svo það sauð á kötlunum. Djúpur skilningur var milli hans og Eyþórs í draumkenndum og hægari píanó- spunaköflunum - þar sem flesta hefði brostið skilning á framvind- unni í allra innhverfustu og ólagræn- ustu hugleiðingum Eyþórs. Þessi nýja tónlist Sigurðar er hreint ekki svo frábrugðin því sem hann var að gera á Gengið á lagið. Laglínan er sett fram, oftar en ekki í samhljóm saxófóns og trompets, og síðan er spunnið og spunnið, þar til laginu er lokað með laglínunni á ný. Þó hefur Sigurður bætt inn nýjum þáttum í tónsmíðar sínar. Tvö slík lög voru á efnisskránni undir suður-amerískum rytma, Heimboð til Havana, sem við fyrstu hlustun virkar reyndar dálítið rugl- ingslegt, enda eru taktskiptingar tíðar og flóknar, og Meðbyr, sem er í brasilískum sambatakti. Tvær ballöður voru á efnisskránni, Hjart- arætur og Uns skín af degi. Eftir- minnilegast var þó Illar tungur, hratt bíbopplag með góðri sveiflu og Gengið á hljóðið, sem Sigurður sagði að yrði líklega heitið á diski kvintettsins sem kemur út í haust. Tilhlökkunarefni fyrir alla þá sem lögðu leið sína í Loftkastalann í síðustu viku og ekki síður þá sem heima sátu. Guðjón Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.