Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ I k\ w) k f > I >■ 9 > : I i 1 B 1 J J ; j l j i i i j ! J ?] j I I MIÐVÍKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 35 AÐSENDAR GREIIMAR Krísuvík Kraftaverk Krísuvíkur- samtakanna KRÍSUVÍKURSAMTÖKIN voru stofnuð 24. apríl 1986. Sama ár var þeim afhentur Krísuvíkurskóli af þáverandi menntamálaráðherra, Sverri Hermannssyni. Það var mik- ið happaverk hjá ráðherranum, þótt hann hafi kannski ekki gert sér grein fyrir hvað þetta var stórkost- leg ákvörðun. Margir kannski ekki gert sér hugmynd um, að hægt væri að láta drauma Snorra Weld- ings rætast og hans fólks í nýstofn- uðum samtökunum. Eg vona að Krísuvíkursamtökin eflist á komandi árum, segir Sveinn Björns- son, og fleiri kraftaverk verði unnin þar. Skólinn hafði legið undir skemmdum lengi og framin þar mörg skemmdarverk. Já og þjófn- aður, öllum miðstöðvarofnum stolið o.fl., o.fl. Reyndar látin þangað svín, sem þó skemmdu minna en mannskepnan, þegar samtökin fengu skólann. Þessi skóli átti reyndar í alvörunni að verða skóli, sem mjög var vandað til. Fallegt hús enda teiknað af arkitektinum Stefáni Haraldssyni. Um svipað leyti, eða 1974, tók ég við Bústjóra- húsinu, sem er í næsta nágrenni og ekki hafði verið búið í í 15 ár og var illa farið. Átti jafnvel að setja á það jarðýtu. Varð harla glað- ur þegar bytjað var á Krísuvíkur- skóla um svipað leyti. Taldi að ef hann yrði starfræktur yrði veginum kannski haldið við, en sem sagt þangað kom enginn nema áður- nefnd svín. Svo þegar Krísuvíkur- samtökin fengu skólann varð ég strax mjög hrifinn af hugmyndum Snorra Weldings og Krísuvíkursam- tökunum, að taka að sér þetta stóra hús, sem var varla nema fokhelt. Þessi mikla bjartsýni samtakanna var að mínu skapi og það að reyna að bjarga einhverju af því fólki, sem hafði lent í eitrinu. Síðan er ekki langur tími liðinn, aðeins tíu ár, og þarna er búin að vera starfsemi fyrir ógæfusamt ungt fólk og búið að bjarga mörgum og hjálpa til að komast til lífsins aftur. Það var gaman að koma í Krísuvíkurskólann á tíu ára afmæl- inu. Vera þar við guðsþjónustu í hinni litlu og elskulegu kapellu þeirra. Síðan að hitta og tala við fólk sem hafði verið bjargað þar og kom til að vera við afmælisveisl- una, sem var glæsileg í alla staði. Allt var fínt og hreint og heimilis- legt. Þetta hús er reyndar stórt heimili. Brejdingar á húsinu ótrú- legar á svo skömmum tíma. Allt þetta verk hefúr kostað tár og streð. Fórn fólksins í Krísuvíkursamtök- unum og margra annarra hefur skilað sér í góðu verki, já frábæru, sem þjóðin ætti að meta og ráða- menn ættu að skilja og fjárveiting- arvaldið. Þarna hefur nefnilega ver- ið unnið kraftaverk með Guðs hjálp og góðra manna, sem nenna að fórna sér fyrir aðra. í þessum skóla eða heimili geta verið 30 sjúklingar með góðu móti, en það kostar mikla peninga. Það þarf fjái-veitinganefnd Alþingis að hafa í huga. Ríkið, já þjóðin, á að meta slíkt starf og styrkja það myndarlega ár hvert. Því að þó ekki sé bjargað nema einum eða tveim mönnum á ári, þannig að þeir komist út í lífið aftur og verði góðir nýtir borgarar og borga sínar skyldur og skatta til þjóðarbúsins, þá er gott verk unnið. Nýja borhol- an, sem gerð var sl. vor, var mikið átak og kostaði mikla peninga og fólk gaf fé til var stórkostlegt og eiga þeir heiður skilinn, sem létu peninga af hendi rakna í það verk- efni. Eg hefi notið góðs af því fram- taki, sem ég þakka sérstaklega. Ég vona að Krísuvikursamtökin eflist á komandi árum og fleiri kraftaverk verði unnin þar með Guðs hjálp, sem fyrr. Höfundur er listmálari. r... blessaður ~ vertu, það kostar bara 24 krónur... N Y O G ElNFOLD GJALDSKRA FYRlR INNANLANDSSÍMTOL Póstur og sími hefur einfaldaö gjaldskra fyrir innanlands- símtöl. Nu eru aðeins tveir gjaldflokkar og næturtaxtinn hefst klukkan 19.00. Þaö jafngildir 50°o lækkun a símtöl- um frá kl. 19.00 til 23.00 og 33% lækkun a símtölum frá klukkan 23.00 til 08.00 a þeim símtölum sem tilheyrðu gjaldflokki 3. POSTUR OG SIMI Pentium toluur fra kr. 108.900, • lntel Tríton högun á móðurborði, flash BI0S • Móðurborð ræður uið alla núuerandi, og uæntanlega Pentium örgjörua • 256K Asynchronus skyndiminni • Stuðningur uið Pipelined Burst • Stuðningur uið ED0 minni • 64 bita PGl skjákort, S3Trio64 Pentium margmiðlunartöluur frákr. 124.900,-stgr. • 16 bita hljóðkort • Hljóðnemi • 4x hraða geisladrif • Hátalarar, 100 watt PMP0 • Voyetra margmiðlunarhugbúnaður • Hugbúnaðarpakki • Works, rítuinnsla. töflureiknir, gagnagrunnur • Money, heímilisbókhald • Encarta 95, alfræðiforrit • Microsoft Golf • MSScenes • Dangerous Creatures Kaupendum á Laser töluum er boðið upp á HP prentara á ótrúlegu uerði: HP400 Kr. 19.900,-stgr. HP660C Kr. 29.900,-stgr. Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÚLVUDEILD SÆTÚN 8 SÍMI 569 1500 Söluaðilar: Póllinn, ísafirði, Tölvustjarnan, Akureyri, Hljómsýn, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.