Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Möguleikar á Ólympíuverðlaun- - nýtum þá til fullnustu um í SUMAR verða háðir Ólympíu- leikar í Atlanta í Bandaríkjanna. Þar eigum við íslendingar keppanda sem á góða möguleika á verðlaun- um, Vernharð Þorleifsson júdómann úr KA. Vemharð hefur æft júdó í 13 ár undir stjórn Jóns Óðins Óðinssonar júdóþjálfara KA, nema ef frá eru tafdir örfáir mánuðir síðastliðinn vetur. Það verður því að teljast eðli- legt að Vernharð vilji hafa Jón Óðin þjálfara sinn með til keppni á Ólympíuleikunum. Jón Óðinn hefurþjálfaðjúdómenn á Akureyri síðastliðin 15 ár og náð frábærum árangri. Frá árinu 1985 hafa KA menn undir stjórn Jóns Óðins verið allsráðandi í yngri flokk- um á íslandsmótum og á þessu ári hlutu þeir 4 titla af 7 í karlaflokki. Ennfremur hafa lærlingar Jóns Óð- ins unnið til verðlauna á fjölda ai- þjóðlegra móta. Jón Óðinn hefur í gegnum tiðina öðlast mikla reynslu sem keppnisþjálfari. Hann hefur margoft fylgt keppendum frá KA og öðrum félögum til keppni erlend- is á mót. Hann hefur nánast alltaf þurft að standa straum af kostnaði við keppnisferðir úr eigin vasa. Undanfarin 8 ár hefur Michal Vachun starfað sem júdóþjálfari í Reykjavík. Hann hefur á þessum tíma verið launaður starfsmaður Júdósam- bandsins, titlaður sem landsliðsþjálfari. Mis- munurinn á milli þess sem Michal Vachun kostaði Júdósambandið og þess sem félögin greiddu fyrir hann á hverju ári hefur verið á bilinu kr. 600.000.- til kr. 900.000-. Júdósam- bandið hefur með þessu móti verið að greiða niður þjálfunarkostnað í Reykjavík. Þessu fyr- irkomulagi hefur KA mótmælt ítrekað, en árangurslaust, enda Freyr Gauti Sigmundsson þetta fyrirkomulag mjög hagkvæmt fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvernig Vachun skilaði vinnu sinni sem landsliðsþjáfari er óráðin gáta því að hjá Júdósambandinu fengust engin svör. Eitt er víst að Michal Vachun eyddi ekki störfum sínum í landslið Islands í júdó. Landslið í júdó hefur í raun ekki verið til í þau 8 ár sem Michal Vachun hefur starf- að hér á íslandi, nema þegar lið var valið í tengslum við Ölympíuleika smáþjóða. Astæðan er sú að allir peningar sambandsins hafa farið í að greiða landsliðslausum landsliðs- þjálfara laun. „Lands- liðsmenn" í júdó hafa einungis verið þeir sem áttu nóg í veskinu til að borga farseðilinn sinn. Margir hafa ausið svo duglega úr veskj- um sínum að þeir eru stórskuldugir _ vegna keppnisferða. Á meðan fóru sjóðir Júdósam- bandsins í að greiða félagsþjálfara í Reykjavík fúlgur á kostnað „landsliðs- manna“ og júdó á ís- landi almennt. Nær hefði verið að halda engan þjálfara heldur Oldrun - hreyfing og útivera Kvennahlaupið er líka fyrir eldri konur INNAN skamms fer 7. Kvenna- hlaupið fram. Til þess var upphaf- lega stofnað að hvetja konur á öllum aldri til að stunda lík- amsrækt. Fyrirkomu- lag hlaupsins hefur verið þannig að konur, ungar sem gamlar, gætu hæglega verið með. Þannig hafa þátt- fcakendur getað valið milli þess að hlaupa, skokka eða ganga 2 ,5 eða 7 km vegalengd. Það sem gildir er hreyfing Meginmálið hefur verið að hreyfa sig og vera með í samstilltu og skemmtilegu átaki Lovísa kvenna. Frá upphafi Einarsdóttir hafa eldri konur ekki látið sig vanta í Kvennahlaupið. Til að mynda hefur félagsmiðstöðin á Vesturgötu 7 í Reykjavík jafnan sent vasklegan gönguhóp kvenna til hlaupsins í Garðabæ. Hefur þetta TTamtak vakið athygli. Þetta ætti að vera öðrum hvatning, ekki síst öðrum félagsmiðstöðvum eldri borgara hvar sem er á landinu. Hin síðari ár hefur þátttaka eldri kvenna í hlaupinu farið vaxandi og dæmi eru um að þrír eða jafnvel fjórir ættliðir hafi tekið þátt. Minnt skal á að hlaupið (og gangan) fer fram á 82 stöðum um land allt rnidir umsjón sam- takanna íþróttir fyrir alla. Aldraðir og heilsa Eldra fólk þarf ekki síður en aðrir að stunda einhvers konar lík- amsrækt eða íþróttir til þess að vernda heilsuna, styrkja iíkamann í hvívetna. Eldra fólk getur bætt heilsufar sitt verulega með reglu- bundinni hreyfingu. Á því er ekki nokkur vafi. Með líkamsrækt geta líka aldraðir aukið kraft sinn sem og getuna til að hafa vald á hreyf- ingum sjnum og ekki síst þolið. Hvers konar þolþjálfun er afar mik- ilvæg því hún styrkir vöðva og bætir starfsemi hjarta, blóðrásar og öndunar. Einu gildir hvort þolið er eflt með því að stunda sund, dans, skíðagöngu, golf, skokk eða hlaup. ÖIl hreyfing er góð og því fremur sem hún er ástunduð úti og í góð- um félagsskap. Því er ástæða til að hvetja alla aldraða til að nýta sér þá möguleika sem þeir hafa til þess að stunda líkamsrækt. Aðstandendur aldr- aðra eru mikilvægar hjálparhellur í þessu efni. Hvatning frá þeim getur komið miklu til leiðar. T.d. geta þeir nýtt heimsóknartíma Eldra fólk þarf, segir Lovísa Einarsdóttir, að stunda líkamsrækt. á öldrunarstofnunum til þess að fá hinn aldraða tii þess að hreyfa sig og veita honum þá hjálp sem þarf til þess. Væri ekki æskilegra að fara í góða gönguferð í stað þess að setj- ast bara niður og opna sælgæt- isöskju? Eða þá að fara í öku- ferð í annað umhverfi og ganga þar um sér til hressingar og ánægju? Öll tilbreyting er af hinu góða. Það er aldrei of seint að byija á því að stunda líkamsrækt sem hæfir aldri og heilsufari. Kvennahlaupið hentar öllum. Höfundur er íþróttakcnnari og í undirbúningsnefnd Kvennahlaups í Garðabæ. senda út með keppendum þjálfara félaganna á kostnað sambandsins og verða sér þannig úti um þekk- ingu og reynsiu sem heist hér heima við. Michal Vachun kynntumst við KA menn í æfingabúðum að Laug- arvatni árið 1986 og bundum við nokkrar vonir við komu hans árið 1988. Okkur var lofað reglulegum heimsóknum landsliðsþjálfara sem átti að meta menn í landslið. Það kom hinsvegar fljótlega á daginn að skilin á milli þess að vera félags- þjálfari í Reykjavík og landsliðs- þjálfari voru ekki til staðar. Á mót- um hér innanlands hefur Michal Vachun aldrei verið hlutlaus, eins og landsliðsþjáifara sæmir, heldur hefur hann hvatt sína menn áfram. Strax í upphafi feriis síns sem landsliðsþjálfari virti hann KA að vettugi, þrátt fyrir að KA hefði inn- an sinna raða langflesta íslands- meistaratitla. Einu stundirnar sem hann sýndi landsliðsþjálfaraembætti sinu einhvern áhuga var þegar hald- ið var utan á stórmót. Nú er svo komið að eftir 8 ára starf þar sem Michal Vachun er titl- aður landsliðsþjálfari hafa einungis 4 einstaklingar náð lágmörkum á tvenna Ólympíuleika, þ.e. 1992 og 1996: Sigurður Bergmann úr Grindavík og Bjarni Friðriksson úr Ármanni náðu lágmörkum á leikana 1992, en þeir náðu hátindi frægðar sinnar löngu áður en Michal Vachun hóf að þjálfa þá. Freyr Gauti Sig- mundsson, sem einnig náði lág- mörkum fyrir leikana árið 1992, og Vernharð ÞorIeifsson,_ en þeir koma úr júdósmiðju Jóns Óðins á Akur- eyri. KA hefur allan þann tíma sem Michal Vachun hefur þjálfað á ís- landi átt mun fleiri Íslandsmeistar- atitla en þau félög sem hann hefur þjálfað. Ennfremur hefur það félag sem Michal Vachun þjálfar, Ár- mann, einungis átt 1 af 4 keppend- um á síðustu Ólympíuleikum, 1992 og 1996, 2 koma frá KA og 1 frá Grindavík. Það er því augljóst að starf Michal Vachuns hefur ekki verið sérlega gifturíkt, þrátt fyrir að miklu hafi verið til kostað af Júdósambandinu. Hinsvegar hefur grasrótarstarf Sé stjórnendum Júdó- sambandsins annt um árangur júdós á íslandi, segir Freyr Gauti Sig- mundsson, ættu þeir að senda Jón Óðin með Vernharði á Ólympíu- leika í sumar. Jóns Óðins á Akureyri skilað ótrú- legum árangri. Á 15 ára ferli sínum hefur Jón Öðinn komið 2 ungum mönnum, sem hann hefur sjálfur þjálfað frá blautu barnsbeini, á Olympíuleika. Ennfremur vitnar annar árangur nemenda hans um þjálfunarhæfileika hans. Og hvernig ætlar Júdósambandið að launa Jóni Óðni fórnfýsi sína í garð júdó á ís- landi? Það ætlar að sniðganga hann og meina honum að fara með nem- anda sínum á Ólympíuleikana í sum- Af framansögðu má ljóst vera að gagnvart okkur KA mönnum hefur Michal Vachun aldrei verið lands- liðsþjálfari heldur einungis félags- þjálfari í Reykjavík. Vernharð Þorleifsson hefur náð lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. Hann þakkar þjálfara sín- um Jóni Óðni árangurinn og telur best til árangurs á Ólympíuleikun- um að þar sé Jón Óðinn við stjórn- völinn. Forysta Júdósambandsins, íþróttahreyfíngarinnar og Ólympíu- nefndar ættu að fara að óskum hans sé þeim' einhver alvara með að ná hámarksárangri á Ólympíu- leikunum í sumar. Vernharð Þorleifsson hefur þurft að færa margvíslegar fórnir vegna þess markmiðs sem hann setti sér, að keppa á Ólympíuleikum og standa sig vel. Hann þurfti að leggja nám á hilluna og lengi vel þurfti hann að borga flestar keppnisferðir úr eigin vasa vegna þess að pening- ar Júdósambandsins fóru í að greiða félagsþjálfara í Reykjavík laun. Vernharð ætti því að eiga rétt á því að hafa þann mann sem hann treyst- ir best með sér á Ólympíuleika. I einstaklingsíþróttum er sam- band þjálfara og keppanda mun nánara en í hópíþróttum, það er því mikilvægt að samband þetta sé byggt á gagnkvæmu trausti og virð- ingu. Það er að mínu mati skylda Júdósambandsins að senda með Vernharð þann mann_ sem hann treystir best og Jón Óðinn er sá maður. Júdósamband íslands ætti að huga að langtímamarkmiðunum og senda Jón Óðinn á Ólympíuleika og fá þannig ómetanlega reynslu inn í íslenskt júdó, því að Michal_ Vachun hverfur af landi brott eftir Ólympíu- leikana í Atlanta. Fj'ölmargir ungir og upprennandi júdómenn bæði á Akureyri og í Reykjavík gætu notið góðs af því síðar. Sé stjórnendum Júdósambandsins annt um árangur og velferð júdó á Islandi ættu þeir að bijóta odd af oflæti sínu og senda Jón Óðin með Vernharð á Ólympíu- leika í sumar. Að lokum er ekki úr vegi að minn- ast á það, að á þessari stundu hug- ar Vernharð að lokaundirbúningi fyrir Ólympíuleikana í sumar. Þegar þetta bréf er ritað er hann staddur í Hollandi í æfingabúðum, þjálfara- laus. Höfundur er nemi ogjúdómaður úrKA. Samstaða í stjórn LÍN um breyttar reglur 1996-97 STJÓRN Lánasjóðs íslenskra ingur og hvers kyns ótíðindi. Verst námsmanna samþykkti fyrir er þó að þessi afstaða lýsir algjörri nokkru með öllum 6 atkvæðum vanþekkingu á því samstarfi sem náðst hefur í stjórn LÍN. Engum blöðum stjórnarmanna breytt- ar úthlutunarreglur sjóðsins fyrir skólaárið 1996-97. Þetta er þriðja árið i röð sem samstaða næst milli stjórnarmanna, þ. á m. fulltrúa námsmanna- hreyfinga, um breyt- ingar á reglunum. Samstaða um málefni LÍN er því allt önnur í raun en kemur fram í hástemmdum ræðum ýmissa stjómmála- manna, þegar þeir íjalla um sjóðinn, eða þegar stúdentaráðs- Gunnar kosningar standa fyrir Birgisson dyrum á hveijum vetri. Samstaðan ekki frétt að mati Morgunblaðsins? í fréttatilkynningu sem LÍN gaf út fyrir skömmu var áhersla lögð á þessa samstöðu og samstarf stjórn- armanna sjóðsins. Svo brá við að sá hluti fréttatilkynningarinnar var felldur burtu þegar fréttin birtist í Morgunblaðinu. Þetta ber líklega vott um að ekkert þyki fréttnæmt í fjölmiðlum nema rifrildi, ágrein- er um það að fletta að þetta árangursríka samstarf í stjórn sjóðs- ins hefur orðið mjög til hagsbóta fyrir námsmenn sem þurfa að leita aðstoðar hans. Því þykir mér miður þetta mat hins annars ágæta blaðs. Einstakar breyting- ar: Minnt skal á ein- stakar breytingar á úthlutunarreglunum frá þeim reglum sem giltu á síðasta skóla- ári, námsmönnum til Ieiðbeiningar. • Veitt verður lán að jafnaði í 9 mánuði fyrir fullt nám á skóla- ári. Þetta þýðir að menn fá lán m.v. 9 mánaða námstíma þegar starfstími skóla er milli 8 til 9 mánuðir og menn stunda nám allt skólaárið. • Lán vegna bóka og tækja- kaupa voru hækkuð úr 40% af grunnframfærslu eins mánaðar í 50%. • Lánað verður vegna greiðslu venjulegs meðlags að fullu en jafn- framt fellt niður að helmingur með- lags hjá greiðanda komi til frádrátt- ar tekjum hans þegar lán til hans er reiknað. • Grunnframfærsla hækkar um nálægt því 2% eða um 1.100 kr. á mánuði fyrir námsmann á íslandi í leiguhúsnæði, en svonefnt frítekju- mark verður óbreytt, 180.000 kr. Algjör samstaða náðist í stjórn LÍÚ, segir Gunnar Birgisson, um breyttar útlána- reglur sjóðsins vegna námsmanns á íslandi í leigu- húsnæði og 140.000 kr. ef viðkom- andi er í foreldrahúsum. • Þá eru tekin af tvímæli um að úrskurðir stjórnar sjóðsins í vafa- málum eru endanlegir og verða ekki bornir undir æðra stjórnvald enda þótt unnt sé að kvarta yfir þeim við umboðsmann Alþingis eða kæra þá til dómstóla. Höfundur er fonnaður stjónmr LIN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.