Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 41 MARÍA G UÐMANNSDÓTTIR + María Guð- mannsdóttir (Lillý) fæddist í Hafnarfirði 19. febrúar 1924. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Suðurnesja 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Guðmann Grímsson frá Sand- gerði, f. 1.9. 1902, d. 7.2.1987, og Guð- rún Eggertsdóttir frá Hafnarfirði, f. 26.8. 1895, d. 18.11. 1949. María ólst upp í foreldrahúsum í Sandgerði. Bræður hennar eru Arthúr, f. 13.9. 1932, kvæntur Ásdísi Ólafsdóttur, búsett í Sandgerði, og Reynir, f. 4.7.1937, kvæntur Ólöfu Magnúsdóttur, búsett í Keflavík. Hinn 25. október 1945 giftist María Lúðvík Kjartanssyni, tré- smið, f. 20.4.1924, d. 15.9.1994. Foreldrar Lúðvíks voru þau Kjartan Ólason, f. 3.4. 1890, d. 24.1. 1979, og Sigríður Jóns- dóttir, f. 8.10. 1894, d. 21.9. 1972. Þau María og Lúðvík eignuðust sex börn sem öll eru búsett í Reykjanesbæ; Guð- mann Rúnar, f. 20.12. 1943, kvæntur Fríðu Felixdóttur og eiga þau fjögur börn; Sigurð Kjartan, f. 18.8. 1948, kvæntur Önnu Huldu Ósk- arsdóttur og eiga þau fjögur börn; Guðrúnu Sigur- veigu, f. 1.6. 1951, gift Jóhannesi Jens- syni og eiga þau tvær dætur, Hjör- dísi, f. 18.6. 1953, gift Sigþóri Óskars- syni og eiga þau Ragn- heiði, f. 7.5. 1959, gift Halli Þór- mundssyni og eiga þau fjóra syni; og Særúnu, f. 17.10. 1961 og á hún tvo syni með Sturlu Orlygssyni en þau slitu samvistum. Barnabarnabörnin eru orðin þijú. Þau María og Lúðvík byggðu sér heimili á Skólavegi 18, Keflavík, og bjuggu þar lengst af. María helgaði sig heimilinu þar til hún hóf störf í mötu- neyti varnarliðsins árið 1967. Þar starfaði hún allt þar til hún veiktist alvarlega í ársbyrjun 1992 og dvaldi á Sjúkrahúsi Suðurnesja upp frá því. Árið áður, eða 1991, höfðu þau flust að Kirlquvegi 1 í Keflavík (Hornbjarg), og hugðust eiga þar rólegt ævikvöld. Utför Maríu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma. Á þessum degi, sem í hönd fer, langar mig að minn- ast þín sem varst mér svo óendan- lega kær, þín, sem í mínum huga verður alltaf hetjan mín, sem vakt- ir yfir mér þegar ég var barn og veittir mér ómetanlegan stuðning allt til þess dags þegar þú veiktist. Það var lærdómsríkt að upplifa það hvernig þú varst allt í senn góð eiginkona, kærleiksrík móðir, úti- vinnandi húsmóðir, vinur í raun, óhaggandi persóna sem stóð af sér hvaða stórhríð sem yfir dundi og ekki voru þær fáar. Hvunndags- hetja, það varst þú. Það verður erf- itt að venja sig af því að fara á sjúkrahúsið í heimsókn til þín en þó er það hugsunin um að þér líði betur núna sem verður ofan á. Þetta voru löng fjögur og hálft ár sem þú varst mikið veik og þau liðu eins og það væri búið að leggja hvers- dagsleikann á hillu til geymslu og sumir þættir í mannlífinu urðu smámunir og ómerkir, við hliðina á því sem þú þuiftir að þola. En núna er allt breytt og þá gleymir maður sér í minningunum um þig. Elsku mamma, það er von mín og trú að þú sért í góðum hönd- um og hafir fengið hvíldina góðu sem þú áttir svo sannarlega skilið. Þín verður alltaf minnst í öllu dag- legu amstri þar til við hittumst á ný. Þér þakka ég móðir, fyrir trú og tryggð; á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú stríddir vel, unz stríðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. A þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár. (J.M.B.) Þín dóttir, Særún. í dag verður til moldar borin ástkær tengdamóðir mín, María Guðmannsdóttir. Kynni mín af Lillý, eins og hún var almennt köll- uð, hófust þegar ég tók að venja komur mínar til Guðrúnar, elstu dóttur hennar. Lillý var myndarleg kona sem bar sig vel og það var þessi reisn yfir henni sem gerði hana áberandi jafnvel í stórum hópi. Það var hlýja í viðmóti hennar og glettnin var aldrei langt undan enda gefst gjarnan gott tilefni til góðlát- legra og skondinna athugasemda þegar ungt fólk fer að draga sig saman. Hagur fjölskyldunnar var Lillýju mikils virði og hún lagði sig fram um að rækta og treysta fjölskyldu- böndin. Hún hafði mikið samband við sína nánustu, bæði með heim- sóknum og símtölum. Hún var í raun móðir allrar fjölskyldunnar og hafði meðfæddan hæfileika til að sinna því vandasama hlutverki þannig að aldrei bar skugga á. Samviskusemi og vandvirkni voru áberandi þættir í fari Lillýar. Það var sama hvað hún tók sér fýrir hendur, hvaðeina skyldi gert óaðfinnanlega. Heimilið bar hús- móðurinni glöggt vitni að þessu leyti og góður starfsmaður var hún og trú sínum vinnuveitanda. Þá var hún alla tíð mjög opin fyrir nýjung- um og tækni hvers konar og fylgd- ist vel með því sem var að gerast í þjóðlífinu. Hún var nútímakona. Þau hjónin, Lillý og Lúlli, bjuggu nær allan sinn búskap í húsi sem þau reistu sér að Skólavegi 18 í Keflavík. Þegar þau voru orðin ein eftir á heimilinu og starfslokin nálg- uðust tóku þau þá ákvörðun að skipta um húsnæði. Árið 1991 keyptu þau hjónin fallega íbúð í nýju og glæsilegu húsi, Hornbjargi, sem ætlað er eldri borgurum. Lillý naut þessara tímamóta sérstaklega og eftirvæntingin var mikil. Hún var við góða heilsu og sá framund- an áhyggjulaust og rólegt ævikvöld í þægilegri íbúð. Þá var hún félags- lynd og sá fyrir sér skemmtilegt nábýli við fjölmargt hresst fólk á svipuðu reki. Gæfan getur verið fallvölt og það fer ekki allt eins og ætlað er. I jan- úar 1992, aðeins þremur mánuðum eftir að þau fluttu í nýju íbúðina sína, fékk Lillý heilablóðfall. Hún skaddaðist alvarlega, lamaðist að hluta, missti málið og gat ekki tjáð sig. Því verður ekki með orðum lýst hversu átakanlegt það var að sjá þessa annars hraustu, glaðlyndu, félagslyndu og góðu konu verða ósjálfbjarga og einangraða á þenn- an hátt. Upp frá þessu varð Sjúkra- hús Suðurnesja hennar heimili og þar dvaldi hún í rúmlega ijögur ár. Það voru löng og erfið ár þrátt fyr- ir góða aðhlynningu. Það þarf sterka persónu til að bugast ekki við slíkt áfall. Þú lést aldrei bugast, elsku Lillý mín, hélst reisn þinn og sérkennum þrátt fyrir þessa miklu fötlun og gafst öðrum styrk og ró þar til yfir lauk. Nú er komið að leiðarlokum, Lillý mín, og þú hefur verið leyst frá þrautum þínum hér á jörð. Ég vil þakka þér samfylgdina í gleði og sorgum. Það var gæfa að fá að kynnast þér og ég mun ætíð búa að því sem þú gafst mér. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur, Jóhannes Jensson. Mig langar að þakka tengdamóð- ur minni með nokkrum fátæklegum orðum þessi 28 ár sem við vorum samferða. Það tók mig langan tíma að kynnast Lillý, en því betur sem ég kynntist henni jókst virðing mín fyrir þessari sterku konu. Mér fannst hún aldrei bugast þó á móti blési á stundum. Ég vil líka þakka henni styrk og stuðning sem hún veitti mér í veikindum dóttur minnar. Nú er hennar langa stríði lokið og ég veit að hún er komin á betri stað þar sem henni líður betur og hún getur fýlgst með okkur öll- um og hjálpað áfram. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Guðrún, Hjödda, Heiða og Særún. Þið eigið aðdáun mína alla fyrir þrautseigju ykkar og dugnað þessi ár sem mamma ykkar var veik. Guð veri með ykkur öllum og styrki í sorg ykkar. Anna. Elsku amma mín er látin. Tilfinn- ingar eru blendnar, gleði vegna þess að hún er nú laus úr þeim fjötrum sem líkami hennar hafði verið henni í mörg ár, sorg vegna þess að yndis- legrar ömmu er sárt saknað. Ámma mín var sterk kona sem stóð af sér allar raunir. Hún átti hjarta sem var fullt af ást rétt eins og pokarn- ir sem hún gaf mér þegar ég var lítil voru alltaf fullir af kúlum. Hún nærði marga með kærleika sínum. Kúlur minna mig á allar þær nætur sem ég gisti hjá ömmu og afa, þær voru ófáar. Alltaf gat ég verið viss um að ég og amma myndum ganga út í búð og kaupa fullan poka af kúlum. Á kvöldin sátum við síðan oft og spiluðum. Mér fannst ég vera ósigrandi en löngu seinna komst ég að því að amma mín hafði alltaf gætt að því að láta mig vinna því ég var svo tapsár. Mesta fjörið var þó þegar komið var að háttatíma. Ég svaf á milli afa og ömmu. Afi sofnaði fyrst en þá var kvöldið okk- ar tveggja rétt að byija. Við fórum með bænirnar og alltaf var það ætlunin að fara að sofa þar á eftir. Ég held að það hafi okkur aldrei tekist því það var þá sem amma mín breyttist í vinkonu mína. Þarna lágum við síðan, tvær smástelpur, segjandi brandara og flissandi fram eftir allri nóttu. Þetta voru gleði- stundir, allar stundir með ömmu voru gleðistundir. Elsku amma, ég græt vegna þess sem einu sinni var gleði mín. Þú varst allt í senn góður vinur og yndisleg amma. Þakka þér fyrir all- ar okkar samverustundir. Þær lifa i minningunni, þú lifir í minning- unni. Ég elska þig. Þín, María. Elsku amma, við elskum þig og munum alltaf gera. Við vitum að þér líður vel núna þegar þú ert komin til hans afa. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil; hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til. Hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin, amma finnur augasteininn sinn í nótt. (Jóhannes úr Kötlum) Þín, Telma og Óskar. Þegar við minnumst Maríu Guð- mannsdóttur, finnst mér tilhlýðilegt að minnast þeirra beggja hjóna, hennar og manns hennar sem bæði eru látin. Þegar ég minnist hjónanna Lúð- víks Kjartanssonar og Maríu Guð- mannsdóttur þá streyma fram minningarbrotin hvert af öðru sem mér eru kær eftir að hafa þekkt þau í tugi ára. Lúðvík kvaddi okkur fyrir tæpum tveimur árum. Þá var ég erlendis, átti þess ekki kost að minnast vinar míns þá en læt verða af því nú er komið er að kveðjustund konu hans Maríu sem skildi við þetta líf fjórða þessa mánaðar eftir langt og strangt dauðastríð. Mér finnst það eigi ákaflega vel við að minnast þeirra beggja sam- an, svo samrýnd voru þau hjón. Ég minnist okkar fomu kynna og ennþá man ég ljóma drauma þinna er bernskan móti báðum okkur hló. Lúðvík kynntist ég fyrst á æsku- árum okkar hér í Keflavík er við vorum að byija að takast á við það lífshlaup er beið okkar og okkur var ætlað að ganga. Lúðvík var ákaflega rólegur og yfirvegaður ungur maður sem gott var að vera í návist við. Á þessum tíma var ekki fyrir að fara fjölbreyttu at- vinnulífi hér. Aðallega var það bundið útgerðinni sem allt byggðist á enda var þá blómaskeið útgerðar hér og aðalvinna ungra manna var sá starfi sem þar myndaðist. Við þau störf vann Lúðvík þangað til hann ákvað að velja sér ævistarfið sem varð bifreiðaakstur og öku- kennsla. Við þetta vann hann þar til að hann varð fyrir því að missa heilsuna á besta aldri. Eftir að hann náði nokkurri heilsu aftur réðst hann til trésmíðavinnu á Keflavík- urflugvelli. Eins og kom fram strax á æskuárum Lúðvíks með skapgjörð hans þá var hann afskaplega góður í allri umgengni, hægur og ljúfur maður sem kom sér allstaðar vel á vinnustöðum og annarsstaðar þar sem hann þurfti að umgangast fólk. Hann naut þeirrar gæfu að eign- ast fallega og góða konu sem reynd- ist honum stoð og stytta í lífinu og bar mikla umhyggju fyrir honum, ekki hvað síst eftir að hann missti heilsuna. Þess vegna varð það hon- um mikið áfall þegar hún fékk það veikindaáfall að hún varð alveg rúmföst og varð að dvelja á sjúkra- húsum þar til dauðinn leysti hana frá þeim sjúkdómshlekkjum sem hún var bundin við. Eflaust hafa þau spor sem vinur minn varð að ganga að sjúkrabeði konu sinnar oft á dag verið honum þung, ekki hvað síst þegar maður hefur það í huga að hann sjálfur var sjúkur. Ég laut þar yfir rósina svo enginn annar sá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur. Svo kyrrt var þarna inni að klukkan hætti að slá en klökkvans þöp er innibyrgður grátur. (Davíð Stefánsson) Já, erfitt var að koma að sjúkra- beði Maríu og sjá þessa konu, sem hafði verið með svo hressilegt yfir- bragð og fegurð meðal meðbræðra og systra að hún vakti eftirtekt okkar hinna fyrir klæðaburð sinn og fágaða framkomu, liggja nú lam- aða og geta ekki tjáð sig en geta móttekið þau orð sem til hennar voru töluð. Það segir sig sjálft að enginn getur lesið þær hugsanir sem bærast með sjúklingnum sjálf- um og aðstandendum hans undir þeim kringumstæðum. María var ákaflega myndarleg húsmóðir, því bar heimili hennar vitni. Umhyggja fyrir öllu og öllum var ríkur þáttur í lífi hennar. María stundaði útivinnu eftir að bömin komust til fullorðins ára. Hana stundaði hún á Keflavíkurflugvelli. Lúðvík og María byggðu sér fallegt hús við Skólaveg 18 hér í bæ en eftir að árin færðust yfir þau fluttu þau i nýtt og fallegt sameignarhús að Kirkjuvegi 1 en því miður fékk María ekki að njóta þeirrar íbúðar nema í stuttan tíma því hún veikt- ist eftir þriggja mánaða veru sína þar. Og nú sefur allt svo vel og vært sem var í dagsins stríði sært og jafnvel blóm með bruna sár þau brosa í svefni gegnum tár. (Davíð Stefánsson) Við sambýlisfólk þeirra á Kirkju- vegi 1 söknum góðra vina og nú þegar þau eru bæði frá okkur farin biðjum við almættið að vera þeim innan handar á þeim vegum sem þeirra eru nú. Magnús Þór. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 "á" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR ÞORKELSSON frá Lundi, Þverárhlfð, sfðast til heimilis á Presthúsabraut 22, Akranesi, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 3. júní, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á að láta Sjúkrahús Akraness njóta þess. Arndís Þorvaldsdóttir, Sæbjörn Eggertsson, Valborg Þorvaldsdóttir, Hörður Óskarsson, Þorvaldur Ragnarsson, Ragnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.