Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Espigerði 4, lést í Landspítalanum 10. júní. Sigrún C. Halldórsdóttir, Jóhann Halldórsson, Guðrún Siguróladóttir, Halldór Halldórsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Valgerður G. Halldórsdóttir og barnabörn. t Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og dóttursonur, GUNNLAUGUR SIGURBJÖRNSSON, bifreiðasmiður, Flúðaseli 89, Reykjavík, lést á heimili okkar, Borgarholtsbraut 76, Kópavogi, sunnudaginn 9. júní. Sigríður Gunnlaugsdóttir, Sigurbjörn Bjarnason, Bjarni Sigurbjörnsson, Sóley Jakobsdóttir, Ingvar Örn Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Bjarnason, Guðrún Finnbogadóttir. t Eiginmaður minn og faðir, BOGI INGJALDUR GUÐMUNDSSON fyrrv. verkstjóri, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Petrína Margrét Magnúsdóttir, Sigriður Bogadóttir. t Faðir okkar, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, Ljósheimum 4, fyrrum bóndi íKróki, Grafningi, sem andaðist á hjartadeild Landspítal- ans 6. júní sl., verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 15.00. Jarðsett verður sama dag í Úlfljóts- vatnskirkjugarði. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, DANÍEL KRISTINN DANÍELSSON, Borgarholtsbraut 72, Kópavogi, sem lést í Landspítalanum 8. júní, verð- ur jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 15.00. Margrét Þorsteinsdóttir, Anna Björk Danielsdóttir, Hafsteinn Þórðarson, Guðmundur Þorsteínn Ásgeirsson, Pálína Margrét, Ása Marin og Danfel Þór. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTINN ERLENDUR KALDAL MICHAELSSON leigubifreiðarstjóri, Suðurgötu 45, Keflavík, sem lést 6. júní sl., verður jarðsung- inn frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 14. júní kl. 13.30. Bjarnheiður Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. MIIMIMIIMGAR HJÖRLEIFUR FRIÐLEIFSSON + Hjörleifur Frið- leifsson, fædd- ist á Hóli á Sel- Ijarnarnesi 8. nóv- ember 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Halldóra Kristín Eyjólfsdóttir frá Seyðisfirði, sem lif- ir son sinn, og Frið- leifur _ Friðriksson frá Ólafsvík, d. 1969. Börn þeirra eru auk Hjörleifs, sem var næstelstur, Ingileif, Friðrik, d. 1989, Margrét, Guð- jón, Leifur, Dóra og Franklín. Hinn 8. nóvember 1947 kvæntist Hjörleifur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Helgu Arnadóttur. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sveinsdóttir frá Felli í Biskupstungum og Árni Pálsson frá Reynifelli á Rang- árvöllum. Börn Hjörleifs og Sigriðar eru: 1) Arni, f. 1947, var kvæntur Ingibjörgu Sigurð- ardóttur, börn þeirra eru Sig- urður Hlynur, f. 1967, kvæntur Hildi Georgsdóttur og eiga þau tvær dætur; Borgar Hjörleifur, f. 1970 og á hann einn son; og Árni Ingi, f. 1982. Sambýlis- kona Árna er Ingibjörg Davíðs- dóttir. 2) Stella, f. 1948, gift Árna Jóhannessyni, börn þeirra eru Jóhannes, f. 1966, kvæntur Sig- ríði Ólsen Ár- mannsdótur og eiga þau eina dóttur; Hjörleifur Einar, f. 1969, kvæntur Önnu Guðrúnu Maríasdóttur og eiga þau eina dótt- ur; Sigríður Helga, f. 1982. 3) Sveinn Erlendur, f. 1952, var kvæntur Kristljönu Geirs- dóttur, börn þeirra eru Geir Ólafur, f. 1978, og íris Hervör, f. 1987. Sambýliskona Sveins er Silke Köhler. 4) Hinrik Arnar, f. 1956, kvæntur Sigríði Ósk Reynaldsdóttur, börn þeirra eru Reynald, f. 1985 og Silja, f. 1989. 5) Hjörleifur Einar, f. 1966, kvæntur Unni Guðfinnu Guðmundsdóttur. Sonur þeirra er Viktor Freyr, f. 1996. Hjörleifur lærði hanskagerð og vann við iðn sína í mörg ár, en lengst af starfaði hann hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, fyrst sem bifreiðasljóri en síðar sem vaktstjóri. Auk ýmissa aukastarfa vann Hjörleifur að ýmsum trúnaðarstörfum fyrir starfsstétt sína. Útför Hjörleifs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast tengda- föður míns í örfáum orðum. Hjör- leifur, eða Hjölli eins og hann var kallaður lést eftir stutta sjúkra- húslegu. Það var heldur dapurleg- ur endir á afmælisdegi mínum. Ég kynntist Hjölla fyrir 17 árum þegar Hinrik sonur hans kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni. Mér féll strax vel við þennan rólega, mynd- arlega og ákveðna mann. Hann hafði gaman af að ferðast bæði innanlands og utanlands. Þegar við Hinrik vorum með sumarbú- staði á leigu á sumrin voru Hjölli og Silla vön að heimsækja okkur ef þau höfðu tök á og stundum gistu þau. Þetta voru alltaf miklar ánægjustundir fyrir okkur öll því mikið var skrafað og hlegið á þess- um stundum. Pjölskyldan skipti Hjölla miklu máli, hann lét sér annt um alla meðlimi hennar, jafnt börn sem fullorðna. Bömin okkar eiga eftir að sakna afa síns mikið. En þau eiga eftir minningu um góðan afa sem lét allt eftir þeim þegar þau komu í heimsókn eða gistu yfir nótt. Hjölli er farinn og við Hinrik eigum eftir að sakna hans mikið. Ég tel mig heppna að hafa fengið að kynnast eins vönduðum og góð- um manni og hann var. Elsku Silla mín, megi góður guð gefa þér styrk til að takast á við það sem framundan er. Bömum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Ósk Reynaldsdóttir. í dag kveð ég tengdaföður minn Hjörleif Einar Friðleifsson. Það er margs að minnast og þrátt fyrir sáran harm er þakk- læti í huga. Þau fjölskyldu- og vinartengsl sem mynduðust, þegar ég kynntist Stellu einkadóttur þeirra mætu hjóna Hjörleifs og Sign'ðar Helgu Ámadóttur fyrir rúmum þijátíu árum hafa staðið óslitið síðan. Það var ekki síst Hjölla að þakka. Hann var ákaf- lega réttsýnn, ákveðinn en ljúfur maður og voru þau hjónin mjög samhent í umhugsun og uppeldi barna sinna. Þau áttu eina dóttur þannig að ég naut þeirra forrétt- inda að vera þeirra eini tengdason- ur. Ég man að meðan Stella var enn í föðurhúsum ætlaði ég sem sannur „Rómeó“ að heimsækja Júlíu mína og klifraði upp á svalir að herbergi hennar. Eitthvað var tímasetningin ekki passandi og á móti mér tók Hjörleifur rólegur en fastur fyrir og sagði: Hafðu þig niður sömu leið og þú komst, piltur minn. Gerði ég það, hræddur mjög um að hafa eyðilagt framtíð- armöguleika mína í þessu húsi, en það var nú ekki sem betur fer. Stuttu seinna fékk ég dótturina. sem ég á enn, og get ég sagt að hjá Hjölla og Sillu hefur mér ætíð verið tekið sem einum af sonum þeirra og aldrei borið skugga þar á. _ Ótal ferðir höfum við farið sam- an, og eigum margar ógleyman- legar samverustundir. Ég man þegar við fórum upp að Skarði í Lundarreykjardal árið 1966 þar sem Hjölli hafði verið í sveit sem strákur og fóru þau hjónin oft þangað í heimsókn. Þar veiddi hann oft í Grímsá. í þetta skipti var hann að veiða og dró 16 punda lax á flugu. Hann sýndi mér hvem- ig ætti að fara að þessu, rétti mér stöngina og sagði: Veiddu nú, strákur, og viti menn, stuttu seinna landaði ég níu punda laxi, sem var minn Maríulax. Það var aldeilis glatt á hjalla í litla rauða veiðihúsinu þá um kvöldið og mik- ið sungið sem þau höfðu svo gam- an af. Alla tíð var tengdapabbi mikill fjölskyldumaður. Öllum sínum frí- stundum eyddi hann með konu sinni S að hlúa að heimili sínu og börnum og síðar einnig barnabörn- um. Þau hjónin voru miklir nátt- úruunnendur og fóru oft saman í lengri og styttri ferðir á bíl sínum með tjaldið og prímusinn. Við eig- um eftir að sakna hans mikið. Tómlegt verður á aðfangadags- kvöld og gamlárskvöld án hans. Þeim kvöldum höfum við eytt sam- an óslitið síðan ég kom í fjölskyld- una. Góður guð styrki tengda- mömmu sem nú kveður mann sinn. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Árni Jóhannesson. Elsku afi minn, ég á svo erfitt með að skilja það að þú sért nú farinn frá okkur og eigir ekki eft- ir að vera meira með okkur þegar fjölskyldan er öll saman. Það er svo erfitt að hugsa um það að þegar ég fer til ömmu þá sért þú ekki þar með okkur, sitjir hjá okkur við eldhúsborðið og les- ir Morgunblaðið á morgnana eða sitjir með okkur við sjónvarpið á kvöldin. Ég var svo mikið hjá ykkur og fékk oft að gista þegar mamma og pabbi fóru eitthvað og mér fannst svo gott að vera hjá ykkur og leið svo vel. Þú varst alltaf svo góður við mig og mér þótti svo ofboðslega vænt um þig. Ég er Guði svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig sem afa minn, en ég hefði óskað þess svo heitt að þú hefðir fengið að vera lengur hjá okkur. En elsku afi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn með mikinn sökn- uð í hjarta og bið Guð að geyma þig í örmum sínum. Minningu mína um þig mun ég varðveita í hjarta mínu á meðan ég lifi. Hvíl í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þín dótturdóttir, Sigríður Helga. Sennilega líður einhver stund áður en ég meðtek andlát Hjör- leifs Einars Friðleifssonar. Hann Hjölli, eins og hans nánustu köll- uðu hann, var pabbi æskuvinkonu minnar, Stellu. Kynni mín af þess- ari fjölskyldu, sem er í mínum huga einstök fyrir samheldni og kærleik, eru orðin býsna löng. Þau hófust árið 1953, en þá var Hjölli að byggja einbýlishús í Smáíbúða- hverfinu fyrir sig og sína eins og margir ofurhugar í þá daga. Við Stella vorum fimm ára og báðar áttum við tvo bræður, einn eldri og annan yngri. Ég held að ég hafi þá þegar skynjað hversu góð- ur maður Hjörleifur var. Hann vann mjög mikið og húsið sitt byggði hann allt í aukavinnu án hjálpar annarra. Laghentur var hann og óteljandi eru þær gerðir af bílum sem hann snikkaði til handa okkur krökkunum úr af- gangsspýtum. Það voru jeppar, strætóar, rútur og fínustu fólksbíl- ar sem við máluðuni svo í öllum regnbogans litum. Árin í Smá- íbúðahverfinu liðu. Við Stella urð- um unglingar og kannski ekki allt- af pabba og mömmu bestu böm, þótt ágætar værum. Það þurfti ekki sálfræðing þar sem Hjörleifur var. Hann virtist skynja hvernig koma ætti fram við unglinga, hvorki með boðum né bönnum, en veitti föðurlegt tiltal þegar á þurfti að halda og kærleik átti hann ríku- legan, ekki síst þegar einkadóttir hans átti í hlut. Það hefur verið yndislegt að fylgjast með fjöl- skyldunni í Mosgerðinu, og þakk- lát er ég að hafa í öll þessi ár fengið að vera með og gleðjast á merkum tímamótum, við fæðingu fyrsta barnabarnsins, skírnir, fermingar, brúðkaup o.fl. Nú er komið að kveðjustund. Takk fyrir alla bílana, hitann í kyndiklefanum þegar kalt var, til- talið í stofunni forðum, komuna í sumarbústaðinn og elskulegheitin öll í rúm fjörutíu ár. Elsku Silla og böm. Missir ykkar er mikill. Guð varðveiti ykkur og minningu um góðan mann. Ingibjörg Ottesen. i d « I 4 « i i i < < ( j i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.