Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 47 Gagnagnmnur um öll námskeið á Islandi í bígerð VERKEFNISHÓPUR á vegum Starfsmenntafélagsins hefur hafíð vinnu við söfnun og skráningu á öllum námskeiðum sem standa faglærðum til boða og er ætlunin að gagnagrunnurinn verði settur upp á alnetinu. Gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn í haust. Vefurinn mun væntanlega vera hýstur hjá Upplýsingamiðstöð Rannsóknaþjónustu Háskóla ís- lands er tekur til starfa í haust. Starfsmennafélagið hlaut styrk frá Evrópusambandinu til verksins vegna árs símenntunar. Markmiðið með gagnagrunnin- um er að fá heildaryfirlit yfir nám- skeið sem stendur faglærðum til boða, að einstaklingar og vinnu- veitendur geti nýtt sér þau tæki- færi sem símenntun býður upp á. Einstaklingar geri sér ætíð grein fyrir gildi menntunar og þjálfunar, fyrirtæki geti séð á einum stað skrá yfir öll námskeið og metið út frá því hvaða námskeið henti best þeirra starfsfólki og að skólar geti betur áttað sig á því hvað er í boði í öðrum skólum. Öllum skólum og stofnunum sem bjóða upp á námskeið fyrir faglærða stendur til boða að koma upplýsingum um sín námskeið í gagnagrunninn. Á heimasíðunum verður hægt að leita að námskeiðum eftir staf- rófsröð eða eftir skólum og stofn- unum. Síðar er ætlunin að setja upp leitarvél, þannig að hægt sé að slá inn orð og leita að því í gagnagrunninum. Hvér skóli og stofnun mun hafa eigin heimasíðu þar sem fram koma almennar upplýsingar um stofnunina og listi yfir námskeiðin. Á annarri heimasíðu verða nám- skeiðslýsingar og þar er hægt að skrá sig á námskeið. Hvert stéttarfélag og fagfélag mun einnig hafa eigin heimasíðu þar sem koma fram almennar upp- lýsingar um félagið. Verkefnishópur Starfsmennt- afélagsins sem heldur utan um verkefnið er skipaður fulltrúum frá Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands, Fræðslunefnd sjúkraliða, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, Hárgreiðslumeistarafé- lagi íslands, Landssambandi bak- arameistara, Prenttæknistofnun, Sammennt, Samtökum iðnaðarins og Verkstjórasambandinu. Verk- stjóri er Anna Ingibergsdóttir M.Ed. en hún starfar einnig í Kennaraháskóla íslands sem ver- efnisstjóri tölvu- og kennslutækni- mála. Margvísleg verkefni hjá Reykjavíkurdeild RKI AÐALFUNDUR Reykjavíkurdeild- ar Rauða kross íslands var haldinn fyrir nokkru. Þór Halldórsson, for- maður deildarinnar, gerði grein fyrir starfi deildarinnar á síðastl- iðnu ári. Reykjavikurdeild RKÍ hefur annast rekstur sjúkrabíla á svæð- inu Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Mosfellsbær, Kjalar- neshreppur og Kjósarhreppur í samvinnu við Slökkvilið Reykjavík- ur frá því að deildin var stofnuð árið 1950 og deildin tók við því verkefni af Rauða krossi Islands. Á þessu svæði búa rúmlega 130 þúsund manns og voru sjúkraflutn- ingar alls 11.766. Öldrunarstofnanir á vegum deildarinnar og í samvinnu SIBS og Félag eldri borgara eru tvær. Múlabær, stofnaður 1983, er dag- vistun fyrir aldraða, sem búa við félagslega einangrun og eiga í erfiðleikum með að bjarga sér hjálparlaust. Þangað geta 48 manns komið daglega. Hlíðabær, stofnaður 1986, er dagvistun fyrir aldraða heilabilaða sjúklinga. Þar dvelja að jafnaði 17-18 manns á dag. Foldabær, stoðbýli fyrir 7-8 heilbrigða sjúklinga í eigu Reykja- víkurdeildar, tók til starfa í júnl 1994. Heimilismenn halda sínum tryggingabótum og ellilífeyri en greiða sjálfir fyrir dvölina. Stoðbýl- ið er rekið sem einkaheimili sem nýtur heimaþjónustu frá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar á sama hátt og aðrir heimabúandi. Enginn vafi leikur á að hér er um að ræða þjónustuform sem hentar vel fyrir heilabilaða. Á árinu 1995 var undirrituð viljayfirlýsing milli Reykjavíkur: borgar og Reykjavíkurdeildar RKÍ um byggingu hjúkrunarheimilis í Mjódd, fyrir 79 sjúklinga, sem hlot- ið hefur nafnið Skógarbær. Bráða- birgðastjórn var skipuð til að sjá um undirbúning og byggingafram- kvæmdir á byggingartíma. í henni eiga sæti Þór Halldórsson formað- ur og Sigurveig H. Sigurðardóttir frá Reykjavíkurdeild og að hálfu Reykjavíkurborgar Guðrún Ög- mundsdóttir og Guðrún Zoega. Ásgeir Jóhannesson var ráðinn starfsmaður og ráðgjafi bráða- birgðastjórnarinnar. Fyrsta skóflu- stunga var tekin 3. nóvember 1995. Stefnt er að því að fyrstu rúmin verði tekin í notkun í árslok 1997 en verkinu verði að fullu lok- ið á árinu 1998. Námskeiðahald er stór þáttur í starfsemi deildarinnar. Alls voru haldin 94 námskeið og sóttu þau 1.153 þátttakendur. Haldin voru 64 skyndihjálparnámskeið, 5 nám- skeið í móttöku þyrlu á slysstað, 13 námskeið í sálrænni skyndihjálp (áfallahjálp), 9 barnfóstrunám- skeið og 3 námskeið um slys á börnum. Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst þriðjudaginn 18. júní. Kennt verður frá kl. 20-23. Kennsludagar verða 18., 20., 24. og 25. júní. Námskeiðið telst verða 18 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna og blæðingum úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börnum og forvarnir almennt. Að nám- skeiðinu loknu fá nemendur skír- teini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Önnur námskeið sem haldin eru hjá Reykjavíkurdeildinni eru um áfjallahjálp og um hvernig taka á á móti þyrlu á slysstað og um slys á börnum. FRÉTTIR NEMENDUR sem hlutu verðlaun Samtaka iðnaðarins fyrir góðan námsárangur. Frá vinstri: Boris Jó- hann Stanojev stúdent, Vilma Kristín Guðjónsdóttir tölvubraut, Arnar Már Árnason rafeindavirkjun, Ásmundur Kristjánsson vélsmíði, Sveinbjörn Ö. Gröndal húsasmíði, Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins. Á myndina vantar Hafstein Jónsson sem fékk hæstu einkunn í meistaranámi. Hátt í 2.000 nemendur við nám í Iðnskólanum IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið föstudaginn 31. maí sl. Á haustönn voru 1.650 nemendur í dagnámi en 316 í kvöldskóla; á vorönn var hins vegar 1.551 nem- andi í dagskóla en 287 stunduðu nám í kvöldskóla. Um jól voru brautskráðir 125 nemendur en nú voruþeir215. Hæstu einkunn á burtfarar- prófi hlaut Arnar Már Árnason i rafeindavirkjun, en í öðru sæti varð Sveinbjörn Ö. Gröndal í húsasmíði. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Boris Jóhann Stanojev, en hann lauk jafnframt prófi í rafvirkjun. Ingvar Ásmundsson skóla- meistari gat í skólaslitaræðu sinni um þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfsemi skólans nú að undanförnu. Sem dæmi má nefna að bílgreinar og framhalds- deild í málmiðnaði flytjast nú í Borgarholtsskóla og bakaradeild- in í Menntaskólann í Kópavogi. í vetur hófst kennsla á iðnhönnun- arbraut við skólann. Verulegar breytingarhafa verið gerðar á námi í bókagerðardeild og iðn- greinarnar hárgreiðsla og hár- SKÓLASLIT Vélskóla íslands voru haldin í 81. sinn laugardag- inn 1. júní sl. Á þessari vorönn brautskráðust 18 með fjórða stig. í ræðu skólameistara, Björgvins Þórs Jóhannssonar, kom fram að á þessu ári verða kaflaskipti í sögu vél- og rennismíðakennslu Vélskólans þar sem þessi mikil- væga starfsemi verður flutt í ný- uppgert húsnæði sem uppfyllir kröfur Vinnueftirlits ríkisins um öryggis- og hollustuhætti. Ennfremur kom fram að sjald- * an hefur fjárhagsvandi skólans verið meiri en nú á þessu ári og gildir þá einu hvort um er að ræða rekstur eða kaup á nauðsyn- legum búnaði til kennslunnar. Skólameistari lýsti yfir áhyggjum út af síendurteknuin niðurskurði á fjárveitingum til skólans og ótt- ast að þegar hafi verið gengið það langt að gæði menntunarinnar séu í veði. Hann gat þess að ef einhver alvara væri hjá ráðamönnum að skurður hafa verið sameinaðar. Skólameistari ræddi nokkuð um lestrarátakið sem gert hefur verið við skólann á undanförnum árum. Allir nemendur, sem taka grunnáfanga í íslensku, fá mark- vissa þjálfun í lestri, og eykst við það bæði leshraði og skilningur. Gagnast þetta öllum nemum en vitaskuld mest þeim sem eiga af einhverjum ástæðum við lestra- rörðugleika að etja. Ef um skyn- truflanir er að ræða fá nemendur sérstaka aðstoð og með tækni, sem nefnist „lesið eftir litum“ hefur tekist að hjálpa langflest- um þeirra. Þó nokkur dæmi eru um að fólk, sem átti við alvarlega lestrarörðugleika að etja við upp- haf náms í skólanum, hafi út- skrifast með sóma. I ávarpi sínu til útskriftarnem- enda hvatti hann nemendur til að temja sér heilbrigt lífefni og vandvirkni í starfi, og sagði m.a.: „Menntun lýkur ekki með út- skrift úr skóla. Skólinn leggur aðeins grunninn, síðan er það á ykkar valdi að mennta ykkur áfram til æviloka. Svo lengi lær- ir sem lifir.“ baki orðunum um að auka eigi og efla verkmenntun þá þyrfti að sýna það í verki í stað þess að láta skóla, sem mest og lengst hafa sinnt verkmenntun, drabbast niður vegna alltof þröngra fjár- veitinga. Verðlaun fyrir góðan náms- árangur í vor hlutu: Sigurður Ingi Viðarsson fyrir samanlagðan árangur í vél- og rafmagnsfræði- greinum og véltækni; Gunnar Geir Magnússon fyrir rafmagns- fræðigreinar; Rögnvaldur Þ. Hö- skuldsson fyrir eðlisfræði; Guð- mundur Þorsteinsson og Ægir Karl Kristjánsson fyrir tungumál. í lok haustannar útskrifuðust 7 með fjórða stig. Verðlaun fyrir góðan námsárangur hlutu: Kristó- fer Baldursson fyrir vélfræði og tungumál; Hlöðver Eggertsson fyrir tungumál og Steinþór Bragason fyrir rafmagnsfræði. Til samans luku á árinu 46 fyrsta stigi, 51 öðru stigi, 15 þriðja stigi og 25 fjórða stigi. Styrkveiting úr Forshell- sjóðnum ÚTHLUTAÐ hefur verið úr minningarsjóði um Per-Olof Forshell, fyrrverandi sendiherra Svíþjóðar á Islandi, og hlaut Christina Bengtsson styrkinn að upphæð 3.000 sænskum krónum, að viðbættri sömu upp- , hæð sem Riksföreningen Sver- igekontakt veitti í ár. Christina starfar við sænsku- kennslu við grunnskóla á Hvols- velli og eins við Fljótshlíðar- skóla þar sem hún hefur einnig unnið sem handmenntakennari. Hún fær styrkinn til að geta tekið þátt á námskeiði um sænska tungu og menningu í Svíþjóð í ágúst í sumar. I frétt frá sænska sendiráðinu segir: „Hlutverk sjóðsins er að styrkja stöðu sænskukennslu á íslandi og menningarsamvinnu milli Svíþjóðar og íslands. Sjóð- inn stofnaði Riksforeningen Sverigekontakt til minningar um Per-Olof Forshell, sem var sendiherra Svíþjóðar á íslandi frá 1987 og þar til hann lést árið 1991. Hann sýndi sænsku- kennslu á íslandi mikla velvild og var mjög áhugasamur um menningartengsl milli Svíþjóðar og íslands og lagði í þau mikla vinnu.“ Samstarf um ítölsku- námskeið Tómstundaskólinn/Málaskólinn Mímir og Stofnun Dante Alighi- eri á Ítalíu hafa gert með sér samstarfssamning um ítölsku- námskeið hér á landi. Markmið- ið með samningnum er að efla ítölskunámskeið hér á landi og jafnframt að stuðla að góðri kynningu á ítölsku og ítalskri menningu í skólunum eftir því sem við verður komið. Tómstundaskólinn tekur að sér að standa fyrir námskeiðum Stofnunar Dante Alighieri á íslandi. Stofnunin er virt menn- ingar- og skólastofnun á Italíu og hefur bækistöðvar víða um heim. Paolo Turchi hefur haft veg og vanda af undirbúningi og kennslu á námskeiðunum Dante Alighieri. Hann verður kennari á námskeiðunum áfram. PAOLO Turchi og Þrá- inn Hallgrímsson. BJÖRGVIN Þór Jóhannsson skólameistari afhendir Sigurði Inga Viðarsyni verðlaun fyrir einstaklega góðan námsárangur. 18 útskrifast frá Yélskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.