Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 50
ÓO MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Ferskir vindar Frá Baldri Hafstað: ÞESSA dagana er baráttan um atkvæðin í forsetakosningunum að ná hámarki, enda stutt til kosn- inga. Hinn 29. júní ætlum við að velja okkur forseta til næstu fjög- urra, jafnvel átta, tólf eða sextán ára. Það er mikilvægt að valið takist vel; að við eignumst forseta sem öll þjóðin getur sameinast um. Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr öðrum frambjóðendum, en ég neita því ekki að best líst mér á Guðrúnu Pétursdóttur. Hún er að mínu viti þeim kostum búin sem prýða þurfa forseta. Ég held að hún sé sá af frambjóðendum sem auðveldast muni eiga með að ganga til móts við nýja öld, líkleg- ust til að geta brugðist eðlilega við þeim öru breytingum sem nú dynja yfir á flestum sviðum. Ég held líka að hún sé sá frambjóð- andinn sem best verður að deila með bæði gleði og sorg. Hún er persónuleg í viðmóti en aldrei væm- in; hún getur orðað hugsanir sínar án þess að tala í klisjum. Mér finnst hún vera mesti nútímamaðurinn meðal forsetaframbjóðenda og ég held að hún sé sá þeirra sem mest- ur friður getur skapast um. Guðrún Pétursdóttir þekkir vel til vísinda, menningar og lista. Hún talar erlendar tungur. Með stolti gátum við íslendingar hlustað á brot úr viðtali sem norska sjón- varpið átti við hana á dögunum. Hún mun styrkja samband okkar við norrænar grannþjóðir ekki síður en við stærri og fjölmennari lönd og lýði. En Guðrún þekkir einnig vel til íslenskra atvinnuvega. Ég væri illa svikinn ef sú reynsla og þekking sem hún býr yfir á þeim vettvangi mundi spilla fyrir henni á forsetastóli. Maður Guðrúnar, Ólafur Hannibalsson, er rammíslenskur og ber svipmót Vestfirðingsins og bóndans, en jafnframt er yfir hon- um þessi heimsborgarablær sem einkennir suma víðförula menn og lífsreynda; menn sem kunna þá list að lyfta sér jafnan upp yfír hversdagslegar _ þrætur og agg. Ég hef heyrt Ólaf Hannibalsson segja sögur. Það er í þeim skáld- legur andi og rammur safí. Ég hvet landa mína til að stuðla að því að Guðrún Pétursdóttir nái kjöri sem næsti forseti lýðveldis- ins. Megi ferskir vindar og skáld- legur blær leika um Bessastaði næstu árin. BALDUR HAFSTAÐ, Snekkjuvogi 3, Reykjavík. Konur, vaknið þið Frá Jóhönnu Þórdórsdóttur: NÚ HEYRAST víða þær raddir að tímabært sé að næsti forseti ísladns verði karlkyns. Það sé nóg að kona hafi gegnt embættinu í sextán ár og bara jafnrétti að karl gegni því næst. En með hvaða rökum? Er það þá ekki jafnmikið jafnrétti að næsti forsætisráðherra eða jafnvel öll ríkisstjórnin næsta verði skipuð konum? Er jafnréttið á íslandi komið svo langt að það sé sjálfgefið að við konur gefum eftir þetta mikilvæga embætti? Erum við svo vel á vegi staddar að við megum við því? Nú þegar í framboði til forseta eru jafnframbærilegar konur og raun ber vitni, ætlum við þá að klúðra tækifærinu og gefa embætt- ið eftir til „strákanna“ eins og allt annað? Og láta það sannast á okk- ur að það hafí bara verið tilviljun að við völdum konu í æðsta emb- ætti þjóðarinnar fyrir sextán árum? Og margumrædd kynning ís- lands í útlöndum. Hvað er það sem útlendingar vita almennt um Is- land? Jú, Vigdís Finnbogadóttir — og svo Björk nú síðustu ár. Hvort heldur fólk nú að verði betri kynn- ing á íslandi á næstu árum; að kjósa konu aftur í embætti forseta — og sýna þar með umheiminum í eitt skipti fyrir öll hversu fram- sæknar íslenskar konur eru — eða karlmenn eins og víðat hvar ann- ars staðar í heiminum. íslenskar konur. Látum ekki þetta tækifæri ganga okkur úr greipum. JÓHANNA ÞÓRDÓRSDÓTTIR, Háagerði 53, Reykjavík. Hugleiðing Frá Þorgeiri Kr. Magnússyni: MIG langar að segja álit mitt á forsetaframbjóðendunum fimm. Þó svo Ólafur Ragnar Grímsson virðist hafa sæmilegt viðmót, þá held ég að á bak við það gæti leynst sýndarmennska. Ég sé ekkert athugavert við Guðrúnu Agnarsdóttur. Ástþór Magnússon segist ætla að lagfæra það sem aldrei verður hægt að lagfæra í miskunnarlaus- um heimi. Hann deilir á Banda- ríkjamenn en virðist samt vera með herstöðinni á Miðnesheiði. Pétur Kr. Hafstein kemur úr dómskerfi þar sem klíka virðist hafa talsverð ítök. Ég tel Guðrúnu Pétursdóttur hæfasta í embættið, en spurning er hvað margir gera sér grein fyr- ir því fyrir kosningadag. ÞORGEIR KR. MAGNÚSSON STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. gl KERFISÞROUN HF. “** Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Mikíá úrvcil af fðllegum rúmfatnaái SluiLvttrflmtitf 21 Simi 551 40511 Reykiavlk BRIDS Umsjón Guömundur l’áll Arnarson „TÓLF slagir — klippt og skorið." Suður lagði upp í þriðja slag og bókfærði 990 í jákvæða dálkinn fyrir sex grönd. NS voru ánægðir með eigin frammistöðu, því það er „stórhættulegt að fara í sjö“, eins og norður orðaði það, andstæðingun- um til upplyftingar. AV gáfu lítið út á það og báðu um næsta spil. En af svip þeirra mátti ráða að þeir byggjust við „enn einni Butler-ógæf- unni“. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ D2 ¥ Á653 ♦ K10752 ♦ ÁK Vestur Austur ♦ 8654 * G1073 V G1098 IIIIH V D74 ♦ D63 11,111 ♦ G8 ♦75 ♦ 10986 Suður ♦ ÁK9 V K2 ♦ Á92 ♦ DG432 Það sem keppnisspilarar kalla „Butler" í daglegu tali er sveitakeppni þar sem árangur einstakra para er reiknaður út með saman- burði við mörg borð. „Fjöl- sveitaútreikningur" er nú- tímaheiti á keppnisforminu. Geoffrey Butler var Breti (1898-1985), sem sat um tíma bæði í stjórn breska bridssambandsins og al- heimssambandsins. Fyrir hans tilstilli var þetta keppn- isform tekið upp fyrir um það bil 40 árum. Spil dagsins er frá lands- liðsæfíngu um síðustu helgi. Þar var spilað á fjórum borð- um og reiknað út í Butler. Sem þýðir að samanburður fæst við þrjú borð. Slemmu- sveiflur eru dýrar í sveita- keppni og því væri það mik- il Butler-ógæfa fyrir AV ef NS-pörin á hinum borðunum færu niður á aislemmu. Það kom á daginn að hin pörin þijú sem héldu á spil- um NS fóru í alslemmu. Hins vegar vannst hún alls staðar! Eitt par spilaði sjö grönd. Vestur þurfti að finna nokkur afköst í laufið og eitt þeirra var tígull. Meira þurfti ekki til. A tveimur borðum var loka- sögnin sjö lauf! Og sú slemma er óhnekkjandi í legunni. Sagnhafi þarf að- eins að trompa hjarta einu sinni, en þá er vestur einn um að valda litinn. Hann getur ekki bæði staðið vörð um hjarta og tígul, svo sagn- hafi fær þrettánda slaginn með einfaldri þvingun í rauðu litunum. Spilið reyndist AV því sannkölluð Butler-gæfa, þegar til kom. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Óhapp við strætisvagna- biðstöð ÉG FÓR í strætisvagn, leið 140, sem merktur var nr. 18, kl. 14.47 sl. sunnudag. Vagninn var að leggja af stað frá Hlemmi þegar farþegar sáu fullorðna konu koma hlaupandi og reyna að vekja athygli á sér. Við kölluðum til bíl- stjórans og vöktum at- hygli hans á konunni. I því sem hún nálgaðist vagninn hrasaði hún um umferðareyju og skall í götuna. Ég og fleiri far- þegar í vagninum urðum miður okkar yfir þessu atviki og báðum bílstjór- ann um að stöðva vagninn til að hægt væri að að- stoða konuna. Hann hik- aði aðeins en hélt svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. I vagninum voru örugg- lega margir sem hefðu viljað hjálpa konunni þar sem hún lá í götunni þeg- ar vagninn ók í burtu. Mér fannst þetta illa gert af vagnstjóranum og tel hann ekki hæfan að gegna starfi sínu, sem er að sjálf- sögðu þjónusta við fólk. Kolbrún Óskarsdóttir Hugleiðingar um skólaslit „UNDANFARNAR vikur hafa dagblöð og aðrir fjöl- miðlar verið að skýra frá skólaslitum hinna ýmsu skóla í landinu. Myndir af hinum fíölmörgu nemend- um sem útskrifast birtast í blöðum og sjónvarpi ásamt viðtölum við ýmsa nemendur. Ánægjulegt er að fylgjast með því þegar ungt fólk er að ná merkum áfanga í lífi sínu. Ekki síð- ur er gaman að sjá það í fjölmiðlum þegar eldri ár- gangar skólanna taka þátt í þeim fögnuði sem fylgir útskrift. En einhvern veginn er það svo að ég hef ekki séð neitt í fjölmiðlum um skólaslit Stýrimannaskól- ans í Reykjavík, sem fóru fram þann 24. maí sl. Nokkuð furðulegt er að ekki skuli vera minnst á skólaslit í þessum rúmlega 100 ára gamla skóla, sem útskrifar þá nemendur sem seinna vinna að því að draga björg þá í bú sem Netfang: lauga@mbl.is er ein af undirstöðum í lífsafkomu þjóðarinnar. Við skólaslit Stýrimanna- skólans koma alltaf eldri nemendur sem heiðra sinn gamla skóla með nærveru sinni. Er það gaman að sjá og heyra í þessum öldnu kempum sem hafa marga hildi háð við Ægi á löngum sjómannsferli. Mætti hið unga fjölmiðla- fólk gjarnan gefa því meiri gaum þegar skólar eins og Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Iðnskólinn útskrifa sína nemendur." Árni E. Valdimarsson. Tapað/fundið Lyklar fundust BÍLLYKLAR merktir Mazda fundust á bílastæði við Engihjalla 25 í Kópa- vogi sl. mánudagsmorgun. Upplýsingar í síma 5546170 eftir kl. 18. Týnt reiðhjól FJÓLUBLÁTT Jazz Voltage kvenflallareiðhjól með svörtum hnakk og stýri og tveimur gor- malásum hvarf frá Alfa- túni 27 miðvikudaginn 5. júní sl. Viti einhver um afdrif hjólsins er hann beðinn að hringja í síma 554-1596. Seðlaveski tapaðist BRÚNT seðlaveski tap- aðist á leiðinni frá Foss- vogi að Kringlunni sl. sunnudag. Aleiga ein- stæðrar móður var í vesk- inu. Hafi einhver frundið veskið er hann beðinn að hringja í síma 553-1017. Hjól tapaðist RAUTT kvenhjól af gerð- inni Trek 800 tapaðist frá Vesturgötu 73 fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum. Hafi einhver keypt eða fundið svona hjól er hann beðinn að athuga stellnúmerið en það er 13025890. Viti ein- hver um hjólið er hann beðinn að hringja í síma 552-7854. Brjóstnál tapaðist GYLLT btjóstnæla með vínrauðum steini tapaðist í Reykjavík í síðustu viku. Á bakhlið nælunnar er grafið nafnið París. Finnandi vinsamlega hringi í Anný í síma 551-6114. Fundarlaun. Týndur köttur STÓR svartur og hvítur fressköttur (5 ára) fór að heiman fimmtudaginn 6. júní sl. frá Þverholti 24. Hann er mannafæla en er sárt saknað af eiganda sínum. Allar upplýsingar vel þegnar í síma 561-4895 (Lóló). Kettlingar FALLEGIR átta vikna kettlingar, kassavanir og barnavanir, fást gefins. Upplýsingar í síma 554-2932. Kisa týnd í Garðabæ SVÖRT og hvít hálfvaxin læða hvarf frá Bæjargili 124 í Garðabæ sl. sunnu- dag. Hún er svört með nokkrum hvítum rákum og flekkjum, ólarlaus. íbú- ar í nærliggjandi götum og hverfum eru vinsam- legast beðnir að athuga bílskúra og kjallara þar sem hún sækir í að skríða inn um glugga. Hún hlýðir stundum nafninu Kisa. Ef þið verðið vör við Kisu, vinsamlegast látið vita í síma 565-7276. Síamshögni týndur STÓR og fallegur síams- högni, nýfluttur í Laugar- neshverfi, ratar ekki heim. Finnandi vinsamlegast láti vita í vinnusíma 561-4640 eða heimasíma 568-6967. Kettlingar KISUBÖRNIN kátu óska eftir góðu heimili hið fyrsta. Þau eru sex vikna og kassavön. Upplýsingar í síma 552-9082. Víkverji skrifar... NÚ ÞEGAR Evrópumeistara- mótið í knattspymu er hafið gefet sjónvarpsáhorfendum á ís- landi kostur á að upplifa fjölmiðla- byltinguna á nýjan hátt. Þessu veitti kunningi Víkvetja athygli sl. sunnu- dag þegar hann sat við sjónvarps- tækið sitt og fylgdist með lýsingu á skemmtilegum leik Portúgala og Dana í Ríkissjónvarpinu. í upphafi var leiknum Iýst úr stúdíói Ríkissjónvarpsins af frétta- manni þar en síðan var skipt yfir á sérstakan fulltrúa Ríkissjónvarps- ins, sem hafði verið sendur suður til Sheffield til að lýsa leiknum fyr- ir íslenska sjónvarpsáhorfendur. Kunningi Víkvetja er ekki viss um hvort mörlandinn talaði í gegnum síma eða talstöð en telur sig þó geta fullyrt með nokkurri vissu að það var ekki raddstyrkur þularins einn sem flutti hljóðið yfir hafið og heim í stofu. XXX AÐ sem eftir lifði leiksins bjuggu þeir sjónvarpsáhorf- endur sem fylgdust með leiknum í Ríkissjónvarpinu við hrópandi ósamræmi í gæðum hljóðs og mynd- ar. Myndin var afar skörp en hvað hljóðið varðar þurfti að leggja glöggt við hlustir til að heyra starfs- mann íþróttadeildar RÚV öskra lýs- ingu á því sem fyrir augu bar í gegnum einhvers konar sveitasíma gervihnattaaldarinnar. Hvað kemur íjölmiðlabyltingin þessu við? Jú, kunningi Víkvetja býr svo vel að vera áskrifandi að Fjölvarpinu sem svo er nefnt og þegar hlustir hans tóku að togna á því að leggja sig eftir lýsingu ís- lenska íþróttafréttamannsins greip hann fjarstýringuna sína og skipti yfir á aðrar stöðvar. xxx OG viti menn, á BBC Prime var verið að lýsa þessum sama leik í beinni útsendingu. Myndgæð- in voru hin sömu en það var eins og þulirnir ensku sætu inni í stofu en ekki lengst suður á Hillsborough- leikvanginum í Sheffield — við hlið sendimanns íslenska sjónvarpsins. Tæknin lætur ekki að sér hæða. Ef menn kunna á hana og ef menn hafa ráð á henni. Eftir þessa reynslu stendur orðtakið að það sé ekki alltaf betur af stað farið en heima setið kunningja Víkvetja ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.