Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 60
SH**0tni(!*frtfe «YUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA M Tæknival SKEIFilNNI 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBlJalCENTRUM. IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK VARÐSKIPIÐ Týr með nótaskipið Flosa ÍS í togi djúpt austur af landinu síðdegis í gær á leið til Neskaupstaðar. „Ohugnanleg lífsreynsla“ „ÉG VAR uppi á móttökukassanum að færa á milli í lestinni þegar báturinn var skyndilega kominn á hliðina. Þetta tók enga stund. Skyndilega var kallað til mín að drífa mig í flotgallann og kasta mér í sjóinn. Þetta var óhugnanleg lífs- reynsla,“ segir Hjálmtýr V. Hjálmtýsson, 17 ára háseti á Flosa ÍS sem lagðist á hliðina þegar verið var að dæla síld um borð í bátinn úr Berki NK við færeysku lögsöguna á sunnudag. Sigurjón Magnússon, stýrimaður á Flosa, segir að byrjað hafi verið að dæla um kl. 18 úr Berki í Flosa. „Við vorum með 50-60 tonn og dældum öðru eins en þá lagðist báturinn á hliðinavar eins og hendi væri veifað. Ég skipaði mönnum bara að loka dyrum og stóð sjálfur hálfur í sjó úti á dekki stjórnborðsmegin. Við kipptum stútnum af en svo leist mönnum ekki á blikuna þegar skipið var komið með þennan halla á sig. Skipstjórinn skaut þá út bátnum og síðan gekk þetta vel fyrir sig. Þetta gerð- ist allt saman á einni mínútu," segir Sigurjón. Þegar ljóst var í hvað stefndi var Flosi farinn að hallast um allt að 45 gráður og tíu skipverjar um borð. Voru þeir allir á þilfarinu. Skipverjar sem Morgunblaðið ræddi við í gær töldu að skilrúm í lestinni hlytu að hafa gefið sig svo farmurinn lenti all- ur sljórnborðsmegin. Reyndu þeir án árangurs að moka síldinni yfir í bak- borðssíðuna. Börkur hélt síðan sjó við Flosa þar til varðskipið Týr kom á staðinn. Týr tók Flosa í tog um hádegi á mánudag og hafði allt gengið að óskum i gærkvöldi sam- kvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunn- ar. Farið var að blása nokkuð á móti og sjór tekinn að þyngjast seinnipartinn í gær. Búist var við því að Týr kæmi með Flosa til Neskaupstaðar eftir hádegi í dag. ■ Óhugnanleg lífsreynsla/6 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal SKIPVERJARNIR níu af Flosa ÍS, sem bjargað var um borð í Börk NK , við komuna til Neskaupsstaðar í gær. Skipstjórinn er um borð í Tý á leið til lands. Rannveig Rist tekur við starfi forstjóra ÍSAL Morgunblaðið/Ásdls RANNVEIG Rist, nýráðinn forsljóri ÍSAL, með Christian Roth, sem lætur af störfum sem forstjóri um áramótin. STJÓRN Alusuisse-Lonza hefur samþykkt að ráða Rannveigu Rist forstjóra íslenska álversins hf. frá og með næstu áramótum. Dr. Christian Roth, sem verið hefur for- stjóri fyrirtækisins í átta ár, lætur þá af starfi að eigin ósk. Ákvörðun þessi var kynnt starfsmönnum í dag. „Mér líst vel á að taka við þessu starfi. Þetta er ögrandi verkefni. Framundan eru skemmtilegir tímar hjá fyrirtækinu í tengslum við stækkun þess,“ sagði Rannveig í gær. Rannveig, sem er 35 ára, hefur starfað hjá ÍSAL síðan 1990. Ekki eru fordæmi þess að kona gegni forstjórastöðu í svo stóru iðnfyrir- tæki hér á landi. Roth sagðist hafa átt frumkvæði að þvi að tillaga var gerð um Rann- veigu sem næsta forstjóra fSAL. Hann sagði að þó að ISAL hefði haft það á stefnuskrá sinni að auka hlut kvenna hjá fyrirtækinu hefði þessi ráðning ekkert með kynferði að gera. Rannveig væri ráðin í þetta starf vegna ótvíræðra hæfileika sem stjórnandi og skipuleggjandi. Rannveig hefur undanfarin ár stjórnað vinnu í steypuskálanum, sem er önnur_ af tveimur fram- leiðsludeildum ÍSAL. Hún sagði að næstu verkefni hjá sér væru að kynna sér vel verkefni annarra deilda fyrirtækisins. Hún hefði tíma fram að næstu áramótum til að búa sig undir nýja starfið. Kynferði skiptir ekki máli Rannveig var spurð hvort það skipti máli fyrir hana að vera fyrsta konan á íslandi til að taka við for- stjórastöðu í stóru iðnfyrirtæki. „Það má kannski segja að ég sé að ryðja braut á nýjum sviðum og ég mun leitast við að gera það á þann hátt að aðrir geti siglt í kjöl- farið. Að öðru leyti finnst mér kyn- ferði ekki vera atriði sem skiptir máli. Ég hef menntað mig til starfa í þessari grein og hef starfað við hana í nokkur ár. Ég fór út í þetta vegna þess að ég hef áhuga á þess- um málum, en ekki vegna þess að ég vildi sanna að konur gætu feng- ist við þetta.“ ■ Rétti tíminn til/20 Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Arness hf. Utlendingar ráð- andi í nokkrum út- vegsfyrirtækjum NOKKUR dæmi finnast um fyr- irtæki í fiskvinnslu hér á landi, þar sem allt frumkvæði og upp- bygging kemur frá erlendum aðil- um. Hlutafé þeirra er mjög lítið, t.d. um 400 þúsund krónur. Þau stunda umfangsmikinn rekstur, eru vel tækjum búin, hafa lítil sem engin bankaviðskipti hér á landi og selja langmestan hluta afurða sinna einum kaupanda. Þetta kom fram í máli Péturs Reimarssonar, framkvæmda- stjóra Árness hf., á hádegisverð- arfundi Félags íslenskra stór- kaupmanna í gær. „Hann [erlendi aðilinn] sér um að fjármagna tæki og tól, tekur til sín afurðirn- ar um leið og þær verða til og greiðir fyrir þær þannig að það dugi til að fjármagna reksturinn hér,“ sagði Pétur. „Það er erfitt að áætla umfang þessara fyrirtækja og fjölda þeirra, en ef iagt er saman þá skiptir velta þeirra einhveijum milljörðum. Hinn erlendi kaupandi vinnur gjaman afurðirnar áfram í verksmiðjum erlendis og nýtir þær síðan til eflingar sínu mark- aðsstarfi. íslenska fyrirtækið fær svo vel fyrir sínum kostnaði." Pétur sagði jafnframt að hin erlendu fyrirtæki væru almennt á slíkum stöðum í Evrópu að þau hefðu aðgang að styrkjum frá Evrópusambandinu, bæði til upp- byggingar og eins ti! að halda atvinnu í sinni byggð. Styrkirnir væru meðal annars notaðir til að tryggja fisk héðan frá Islandi til vinnslu og markaðssetningar. Greiðsla fyrir auðlindina Pétur Blöndal alþingismaður hélt einnig erindi á fundinum og sagðist telja að ótti við erlenda fjárfestingu væri að töluverðu leyti ástæðulaus. íslendingar þyrftu að tryggja að þeir hefðu rétt til að takmarka veiðar, stjórna þeim og hirða arð gegnum skatt- lagningu á einn eða annan hátt. Pétur sagði þetta mál nátengt því hvernig eignarhaldinu á kvótan- um væri háttað og að einhvers konar greiðsla þyrfti að koma fyrir auðlindina. ■ Erlendir aðilar/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.