Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Evrópukeppnin C-RIÐILL Ítalía - Rússland 2:1 Anfield' Road í Liverpool: Mörk Ítalíu: Pierluigi Casiraghi (5., 51.) - Ilya Tsymbalar (21.). Gult spjald:ítalamir Demetrio Albertini (15.) og Roberto D.onadoni (83.) og Rúss- arnir Viktor Onopko (9.), Igor Kolyvanov (31.), Yuri Kovtun (82.) Rautt spjald: Enginn. Dómari: Leslie Mottram frá Skotlandi. Ítalía: 1-Angelo Peruzzi (7), 8-Roberto Mussi (7), 5-Alessandro Costacurta (7), 2-Luigi Apolloni (6), 3-Paolo Maldini (7), 15-Angelo Di Livio (7) (17-Diego Fuser 62), 10-Demetrio Albertini (7), 16-Roberto Di Matteo (6), 14-Alessandro Del Piero (5) (Roberto Donadoni 46), 21-Gianfranco Zola (8), 18-Pierluigi Casiraghi (8) (20- Fabrizio Ravanelli 80). Rússland: 12-Stanislav Cherchesov (5), 2-Omari Tetradze (6), 13-Yevgeny Bus- hmanov (4)(18-Igor Kolyvanov 46), 7-Vikt- or Onopko (5), 5-Yuri Kovtun (5), 8-Andrei Kanchelskis (7), 6-Valery Karpin (6) (11- Sergei Kiryakov 63), 10-Alexander Mostovoi (8), 4-Ilya Tsymbalar (8) (14- Igor Dobrovolsky 70), 9-Igor Kolyvanov (7), 19-Vladislav Radimov (6). Samtals: Ítalía 75, Rússland 67. Staðan í C-riðli: Þýskaland.......'.....1 1 0 0 2:0 3 Ítalía.................1 1 0 0 2:1 3 Rússland...............1 0 0 1 1:2 0 Tékkland...............1 0 0 1 0:2 0 D-RIÐILL Króatía-Tyrkland 1:0 City Ground í Notthingham: Mark Króatíu: Goran Vlaovic (86.). Gult spjaid: Króatarnir Aljosa Asanovic (40.), Zvonimir Boban (55.) og Zvonimir Soldo (89.) og Tyrkinn Tolunay Kafkas (31.). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Serge Muhmenthaler (Sviss). Áhorfendur: 22.406. Króatía: 1-Drazen Ladic (6), 3-Robert Jami (5), 4-Igor Stimac (6), 6-Slaven Bilic (7), 5-Nikola Jerken (6), 7-Aljosa Asanovic (5), 8-Robert Prosinecki (6), 10-Zvonimir Boban (5) (14-Zvonimir Soldo 57), 13-Mario Stanic (4), 9-Davor Suker (6) (15-Dubravko Pavlicic 90), 11-Alen Boksic (5) (19-Goran Vlaovic 73). Tyrkland: 22-Rustu Rehber (7), 4-Vedat Inceefe (7), 3-Alpay Ozalan (6), 5-Tugay Kerimoglu (6), 8-Ogun Temizkanoglu (7), 13-Rahim Zafer (5), 16-Sergen Yalcin (7), 17-Abdullah Ercan (6), 18-Arif Erdem (7) (7-Hami Mandirali 82), 19-Tolunay Kafkas (5) (14-Saffet Sancakli 89), 9-Hak- am Sukur (5). Samtals: Króatía 61, Tyrkland 68. Staðan í D-riðli: Króatía..................1 1 0 0 1:0 3 Danmörk..................1 0 1 0 1:1 1 Portúgal.................1 0 1 0 1:1 1 Tyrkland.................1 0 0 1 0:1 0 3. deild karla: Reynir S. - Daivík..............3:3 Arnar Óskarsson, Jónas Gestur Jónasson 2 - Grétar Steindórssonj Jón Örvar Eiriksson 2. Bikarkeppni KSi Karlar: Leiknir F. - Sindri.............1:3 ■ Sindri mætir 1. deildarliði Stjörnunnar í 32-liða úrslitum. Konur: Tindastóll - KS.................3:5 Staðan var 2:2 að loknum venjulegum leik- tíma og i framlengingu var ekkert skorað. Því var gripið til vítaspymukeppni sem KS vann 3:1 og því samanlagt 5:3. 1.DEILD KVENNA Fj. leikja u j T Mörk Stig BREIÐABL. 3 3 0 0 15: 2 9 KR 3 2 1 0 10: 3 7 ÍA 3 2 0 1 5: 3 6 ÍBA 3 2 0 1 7: 6 6 VALUR 3 1 1 1 9: 8 4 STJARNAN 3 1 0 2 6: 7 3 UMFA 3 0 0 3 3: 14 0 ÍBV 3 0 0 3 3: 15 0 Íshokkí Úrslitakeppni NHL Florida - Colorado.............0:1 ■ Colorado vann þar með Stanleybikarinn eftir að hafa lagt Florida að velli í fjóruni leikjum gegn engum. íkvöld Knattspyrna 1. deild karla: Akranes: ÍA-Valur ...20 Vestm.eyjar: ÍBV - Fylkir ...20 Keflavík: Keflavík - Leiftur ...20 KR-völlur: KR - Breiðablik ...20 2. deild: Húsavík: Völsungur- Víkingur.. ...20 3. deild: Fjölnisv.: Fjölnir - Grótta ...20 Kópavogur: HK - Höttur ...20 Neskauptaður: Þróttur-Ægir... ...20 Selfoss: Selfoss - Vfðir ...20 Bikarkeppni kvenna: Sandgerði: Reynir-FH ...20 Arrigo Sacchi þjálfari Ítalíu mjög ánægður með liðið gegn Rússum Seinni hálfleikur með því besta sem ítalir hafa sýnt á síðari ámm ÁKVÖRÐUN Arrigos Sacchis, þjálfara ítaia, um aðtaka framherj- ann Pierluigi Casiraghi fram yfir Fabrizio Ravanelli er hann valdi lið sitt gegn Rússum í gær var skynsamleg þegar til kom. Cas- iraghi þakkaði þjálfaranum traustið með því að skora tvívegis og Italir sigruðu 2:1 í mjög skemmtilegum leik í C-riðli keppninn- ar á Anfield Road í Liverpool. Sacchi var hæst ánægður með lið sitt - eftir sigurinn og sagði frammistöðu ítalska liðsins í seinni hálfleiknum með því besta sem hann hefði séð og kvað það hafa verið mikinn létti að sú áhætta sem hann tók í vali liðsins hefði gengið upp. „Seinni hálfleikurinn var einn sá besti hjá ítölum á síðari árum,“ sagði hann. „Hefðum við haldið áfram að leika eins og í fyrri hálfleik hefðum við tapað,“ sagði þjálfarans. Það kom leikmönnum Sacchis á óvart að bann skyldi taka Casiraghi fram yfir Ravanelli, hinn frábæra framheija Juventus. „Ég verð að segja að Casiraghi skipti sköpum,“ sagði hann. „Casiraghi og [Gian- franco] Zola skilja hvor annan ein- staklega vel.“ Casiraghi skoraði fyrst eftir að- ■ HOLLENDINGAR binda vonir við að endurkoma fyrirliða þeirra, hins leikreynda Danny Blinds, sem tók út leikbann í fyrsta leiknum gegn Skotum, muni hafa góð áhrif á leik iiðsins og að Hollendingar leiki þá af meiri yfírvegun en gegn Skotum. „Við lékum of mikið með hjartanu en of lítið með höfðinu," sagði Guus Hiddink, þjálfari Hol- lendinga eftir leikinn, en bætti jafnframt við að ekki þýddi að gráta jafnteflið heldur yrði að einbeita sér að því að vinna Sviss í næsta leik. Þá sagði Hiddink að ekki mætti vanmeta Svisslendingana því þeir hefðu gott lið sem gæti gert hans mönnum skráveifu. ■ NELSON Acosta hefur verið ráðinn landsliðþjálfari Chile í knattspyrnu. Hann kemur í stað Xabier Azkargorta sem rekinn eftir janftefli 1:1 í leik gegn Ve- nesúela í undankeppni HM. Fyrsti leikur Chile liðsins undir stjóm Acosta verður viðureign gegn Ecu- ador 7. júlí. ■ GIANLUCA Pagliuca mark- vörður Inter er einn þriggja eldri knattspyrnumanna sem valinn var í ólympíulið ítala í knattspymu en það er með þremur undantekning- um skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Hinir tveir af eldri kynslóð- inni sem valdir voru eru Massimo Crippa frá Parma og félagi Pagl- iuca hjá Inter Marco Branco. Hinn skæði framherji Alessandro Del Pierro var ekki valinn í liðið þrátt fyrir að hafa verið í landsliðinu sem varð Evrópumeistari í síðasta mán- uði. Astæðan er sú að rétt þykir að gefa honum frí þegar EM í Englandi lýkur. Gheorghe Hagi bjartsýnn á gott gengi liða frá A-Evrópu RÚMENSKI knattspyrnukappinn Gheorghe Hagi, leikmaður með Barcelona, segist vera fuliviss að lið frá Austur-Evrópu, líklega Kró- atía, komi til með að slá í gegn í Evrópukeppninni. „Það eru miklar líkur á því að lið frá Austur-Evr- ópu fagni Evrópumeistaratitlinum á Wembley," sagði Hagi. Hagi, sem hefur leikið 97 lands- leiki fyrir Kúmeníu, er einn af leikjahæstu leikmönnum EM. „Króatar hafa í sínum herbúðum marga af bestu knattspyrnumönn- um heims, sem eru til alls líklegir og eiga mikla möguleika á að hampa Evrópumeistaratitlinum.11 Þess má geta til gamans að Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýska- Iands, hefur einnig tröllatrú á landsliði Króatíu. Hagi segir að landslið Rúmeniu og Búlgaríu hafi leikið stór hlut- verk í alþjóðlegri keppni á undan- förnum árum og liðin væru til alls líkleg - léku vel í HM í Bandaríkj- unum og eru í fjórða og sjötta sæti á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. „Það getur enginn horft fram hjá styrk liða úr austri og það kæmi engum á óvart þó að Króatía, Búlg- aría, Rússland, Tékkland eða Rúm- enía verði á sigurbraut.. Ég hef trú á því að að nokkur þessara liða komist í undanúrslit,“ sagði Hagi. „Flóðgáttin oppnaðist þegar múrinn hrundi í austri. Þá fóru margir af bestu leikmönnunum til Vestur-Evrópu og hafa gert góða hluti með frægustu félagsliðuni Ítalíu, Spánar, Þýskalands og Eng- lands. Þeir hafa víkkað sjóndeild- arhring sinn og öðlast mikla reynslu," sagði Hagi. eins ljórar mínútur eftir slæm mis- tök Stanislavs Cherchesovs, mark- varðar Rússa. Boltinn var sendur til hans af varnarmanni, Cher- chesov hugðist spyrna fram á völl- inn en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór beint á ítalann Di Livio, skammt utan vítateigs, hann sendi í fyrstu snertingu inn að víta- teig á Casiraghi sem skoraði með faliegu skoti í bláhornið. Rússar jöfnuðu á 20. mín. Ilya Tsymbalar komst á auðan sjó í víta- teignum - eftir góðan undirbúning Viktors Onopkos og Valerys Karp- ins - gaf sér góðan tíma í að leika nær markinu og skoraði örugglega af stuttu færi. Eftir að hafa komist yfir drógu ítalir lið sitt aftar á völlinn en áður og Rússar fengu því mikinn tíma með knöttinn úti á vellinum. Þeir léku mjög vel, knötturinn gekk vel manna á milli og þeir sóttu linnulít- ið. Það var því mjög sanngjarnt er þeir jöfnuðu. Þegar liðin komu aftur út á gras- ið eftir leikhléið var greinilegt að ítalir ætluðu sér að leggja áherslu á sóknarleikinn á ný. Sacchi ákvað að taka hinn unga Del Piero af velli í stað gamla „refsins" Robertos Donadonis og sú ákvörðun þjálfar- ans virkaði einnig vel, eins og sú sem minnst var á í byijun. Italir léku mjög vel í seinni hálfleiknum, sóttu af miklum móð - sem hefur ekki verið algengt eftir að liðið hefur komist yfir í mikilvægum leikjum. ítalir færðu sig reyndar aftar á völiinn eftir fyrsta markið, sem fyrr segir, en annað var upp á teningn- um í seinni hálfeiknum. Þeir kom- ust aftur yfir er aðeins §ex mín. voru liðnar af seinni hálfleik; Zola sendi laglega inn á vítateiginn á Casiraghi, sem snéri sér snöggt og þrumaði í nærhornið. Og eftir það héldu þeir áfram að sækja af krafti, léku stórskemmtilega knattspyrnu með Gianfranco Zola sem besta mann, hraðinn var mikill og með þeim hætti héldu þeir Rússunum Cashiraghi þakkaði traustið Reuter PIERLUIGI Cashlraghi átti sæti í byrjunarliði Itala í leiknum gegn Rúss- um í gær á kostnað silfurrefsins frá Juventus, Fabrizio Ravanellis, og þakkaði Cashiraghi það traust sem honum var sýnt með því að skora bæði mörk ítala í leiknum. mikið til aftarlega; segja má að þar með hafi sannast hin fornkveðna speki að sókn sé besta vörnin. ítalir fengu nokkur góð færi í seinni hálfleiknum, en nýttu aðeins þetta eina. Þeir hefðu sem sagt átt að geta verið búnir að gulltryggja sigurinn en varamaðurinn Igor Dobrovosky fékk svo mjög gott færi undir lokin og gat jafnað fyrir Rússana en þrumaði yfir. Casiraghi var í sjöunda himni í gær, sagðist hafa leikið vel með Lazio í vetur og mörkin í gær kórón- uðu gott keppnistímabil. „Ég á samt ekki von á því að vera í liðinu í hverjum leik,“ sagði hann „ítalir eru með íjóra góða framheija hér og líklega er heppilegt að skipta leikjunum á milli þeirra því verkefni þeirra er mjög erfitt.“ Oleg Romantsev þjálfari Rússa kenndi leik- reyndustu mönnum liðs síns um tapið í gær, þeir hefðu gert afdrifarík mistök, auk þess sem hann sagði leikmenn liðsins ekki hafa haft nógan sigurvilja. Þegar upp var staðið gat Arrigo Sacchi þjálf- ari ítala sem sagt brosað breitt. Knattspyrnan skiptir ítali miklu máli og um viðbrögð þeirra við leiknum sagði þjálfarinn, í viðtaii sem birt- ist í leikskrá sem gefin var út fyrir viðureign- ina í gær: „Tvennt kemur til greina. Annað hvort keppir fólk um að kyssa mig á skallann eða miðar tómötum þangað.“ Enn um sinn verða tómatarnir því örugglega í ísskápnum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 C 3 KNATTSPYRNA Reuter Sigurmarki fagnað SLAKIR Króatar mörðu sigur á frískum Tyrkjum á City Ground í Nottingham í gær en á mynd Inni fagnar varamaðurinn Goran Vlaovic sigurmarkl sínu með viðeigandl hætti. Króatar ollu vonbrigðum - en náðu þó að sigra baráttuglaða Tyrki 1:0 txm HQRNSSCW ÍMiðnMStTIAMOUR m EvrópumehtarakepDnin í knattspyrnu i yyó m CHRISTOPHE Dugarry, markaskorari Frakka í leiknum gegn Rúmeníu á mánudag, telur að Frakkarnir hafi sannað í þeim leik að þeir ætli sér að gera góða hluti á Englandi og hafi enga þörf fyrir þá Eric Cantona og David Ginola. ■ MARKIÐ, sem Dugarry skor- aði, var aðeins annað mark hans í 12 landsleikjum og kom það held- ur betur á réttum tíma. „Markið var mjög mikilvægt fyrir mig því það kom okkur í efsta sætið í riðlinum,“ sagði Dugarry eftir leikinn. ■ AIME Jacquet, landsliðsþj álf- ari Frakka, var að vonum ánægð- ur með sigur sinna manna á mánu- dag. „Þetta var nauðsynlegt fyrir okkur því margir af leikmönnun- um hafa aldrei leikið í þessu and- rúmslofti áður,“ sagði Jacquet og átti þá við þá mögnuðu spennu sem jafnan ríkir í keppni sem þess- ari. „Mesta hættan var að við hefð- um tapað vegna okkar eigin taugaspennu,“ sagði Jacquet enn- fremur. ■ TÉKKNESKI þjálfarinn, Dus- an Uhrin, hefur lofað breytingum á liði sínu fyrir leikinn gegn ítölum á föstudag, en Tékkar biðu lægri hlut fyrir Þjóðverjum 0:2 5 fyrsta leik C-riðils á sunnudag. ■ SKOTAR hafa löngum þótt dyggir stuðningsmenn knatt- spyrnunnar og eru þeir margir sem fórnað hafa ýmsu til að geta fylgt skoska landsliðinu til keppni. Skoti nokkur gekk upp að Craig Brown þjálfara eftir leik Skota og Hollendinga á mánudag, leit flóttalega í kringum sig og hvísl- aði svo að Brown: „Eg verð í vondum málum þegar ég kem heim. Ég missti af brúðkaupi son- ar míns til að sjá leikinn.“ ■ ANDRÚMSLOFTIÐ í herbúð- um Skota eftir leikinn gegn Hol- lendingum var notalegt og voru leikmenn og þjálfari ánægðir með jafnteflið. Fyrirliðinn Gary McAl- lister og þjálfarinn Craig Brown þökkuðu skoskum áhorfendum fyrir stuðninginn og sögðu and- rúmsloftið hjá leikmönnum einna helst líkjast því sem gerist hjá félagsliðum. Létt væri yfir mönn- um og brandarnir fykju fram og til baka. Brown þjálfari minnti þó á að aðeins einn leikur af þrem- ur væri búinn og nú þyrftu leik- menn að einbeita sér að næsta verkefni ætluðu þeir sér að kom- ast upp úr riðlinum. GHEORGHE Hagi, leikmaður með Barcelona. Stjörnum prýtt lið Króata þurfti að hafa mikið fyrir 1:0 sigri á frískum og baráttuglöðum Tyrkj- um þegar liðin mættust í ausandi rigningu á City Ground í Notting- ham í gær. Króatarnir, sem margir telja einna líklegasta til að hampa Evr- ópumeistaratitlinum þann 30. júní, léku allt annað en sannfærandi í leiknum og áttu oft á tíðum í mesta basli með Tyrki, sem komu skemmti- lega á óvart og börðust eins og ljón alls staðar á vellinum. Tyrkimir voru sterkari aðilinn í upphafí leiksins og hvattir áfram af 15.000 blóðheitum stuðningsmönnum komu þeir Króöt- um hvað eftir annað í opna skjöldu án þess þó að ná að skapa sér veru- lega hættuleg marktækifæri. Fátt markvert gerðist annars í fýrri hálf- leik og var það einna helst ódrep- andi baráttuvilji Tyrkjanna sem gladdi augað, en ekkert gekk upp hjá stórstjömum Króata og greini- legt var að þeir létu mótlætið fara í taugarnar á sér. í síðari hálfleik gerði svo úrhellis- rigningu í Nottingham og varð völl- urinn háll og erfiður yfirferðar og áttu leikmenn því oft í vandræðum með að ná nægilega góðu valdi á knettinum. Króatar náðu þó að skapa sér nokkur ágæt marktæki- færi og voru þeir Davor Suker, sem annars átti afleitan dag, og Goran Vlaovic, sem komið hafði inn á sem varamaður fyrir Alen Boksic, fremstir í flokíri, en erfiðlega gekk að koma knettinum framhjá Rústú, markverði Tyrkja, sem varði oft stórglæsilega frá leikmönnum Kró- ata. Rústú kom þó engum vörnum við þegar eina mark leiksins leit dags- ins ljós á 86. mínútu, en mjög vel var að því staðið af hálfu Króata. Eftir hornspyrnu Tyrkja barst knötturinn út á vinstri kantinn til Króatans Aljosa Asanovic og sendi hann boltann rakleiðis áfram til varamannsins Vlaovic, sem tók við honum rétt við miðju vallarins. Vla- ovic lék glæsilega á einn varnar- mann Tyrkjanna, geystist svo einn og óvaldaður fram völlinn og lék því næst á Rústú markvörð við víta- teigshornið hægra megin. Eftirleik- urinn var auðveldur og sendi Vla- ovic knöttinn skemmtilega í nær- hornið, framhjá einum leikmanna Tyrkja, sem gerði sitt besta til að forða marki. Það sem eftir lifði leiks gerðu Tyrkir nokkrar örvæntingarfullar tilraunir til að skapa sér marktæki- færi en án árangurs og Króatar stóðu því uppi sem sigurvegarar í miklum rigningarleik á City Ground og verma nú efsta sætið í D-riðli. Það má með sanni segja að Kró- atarnir hafi valdið stuðningsmönn- um sínum og öðrum knattspyrnu- áhugamönnum þó nokkrum von- brigðum í leiknum í gær en margir töldu þá með eitt sterkasta lið keppninnar. Tyrkir komu hins vegar mjög á óvart með baráttu sinni og áræði og gætu þeir heldur betur átt eftir að velgja Evrópumeisturum Dana og hinum léttleikandi Portúg- ölum undir uggum í næstu leikjum. Eftir eina umferð í riðlinum eru Króatar efstir með þijú stig en ljóst er að þeir verða að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla sér að halda efsta sætinu. Bók um EM BÓKAÚTGÁFAN Reykholt hefur gefið út bókina „EM-handbókin ’96“ í samantekt Arnars Björnsson- ar, íþróttafréttamanns RUV. EM- handbókin, sem er 182 blaðsíður, er uppflettirit um Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Englandi. Ýmsar upp- lýsingar eru í bókinni, td. um leik- menn, dómara, úrslit leikja í for- keppni, framgöngu í fyrri mótum, og saga keppninnar er rakin. Bókin fæst á bóka- og blaðsölu- stöðum um land allt en er einnig fáanleg hjá öilum afgreiðslustöðum Skeljungs og Olís. Hún kostar 483 krónur. Zvonimir Boban ekki með gegn Dönum? ZVONIMIR Boban fyrirliði Króata efast um að hann geti leikið með félögnm sínum í næsta leik gegn Dönum á sunnudaginn vegna meiðsla í hné. Vegna þessara meiðsla þurfti hann að fara af leikvelli snemma í síðari hálfleik gegn Tyrkjum í gær eftir að hann lenti í árekstri við einn andstæðing sinn. Leikur Króata í gærkvöldi olli vonbrigðum og Boban sagði leikmenn gera sér grein fyrir að framvegis þyrfti að gera betur. „Frammistaða okkar í leiknum gegn Tyrkjum var ekki viðunandi og Vjóst að við verðum að gera betur gegn Dönum. Það eina gjeði- lega við leikinn gegn Tyrkjum var að við sigruðum og fengum þijú stig,“ bætti kappinn við. Opið tveggja daga afmælismót Golfklúbbs Bakkakots 15. og 16. júní 1996 Ræst út frá kl. .09.00 36 holu höggleikur með og án forgjafar, flokkaskiptur. A-flokkur karla og kvenna, forgjöf 0-24 B-flokkur karla og kvenna, forgjöf 25-36 Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum flokkum. Aukaverðlaun: Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Aðalverðlaun fyrir að vera næst holu eða fara holu í höggi á par 3 braut eftir báða dagana er ferðavinningur frá flugfélagimi ATLANTA. Skráning fer fram í golfskála og í síma 566 8480 fimmtudaginn 13/6 frá kl. 15.00-22.00 og föstudaginn 14/6 kl. 15.00-19.00. Mustad FLUGFÉLAGB ATIAHTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.